Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 1

Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 6. F E B R Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  40. tölublað  107. árgangur  VINNUR MIKIÐ MEÐ TÍMA OG HREYFINGU VENJULEGT ÍSLENSKT FÓLK TAKK FYRIR MIG 46TUMI MAGNÚSSON 49 Morgunblaðið/Kristinn Líkkista Í mörg horn er að líta við skipulagningu jarðarfarar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann veru- legu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Þórólfur hefur kynnt sér útfarar- siði og sagði frá í erindi sem hann flutti í Snorrastofu í Reykholti fyrr í vikunni. Þar lagði hann áherslu á hús- kveðjuna sem var almennur hluti af útförum fram yfir miðja síðustu öld. Þórólfur telur að húskveðjan hafi orð- ið almenn vegna þess að vantað hafi vettvang fyrir persónulega kveðju. Hann fjallaði einnig um kostnað við jarðarfarir. Kostnaður 2-3 milljarðar Samkvæmt tölum frá árinu 2017 voru um 12% útfara gerð í kyrrþey. Kostnaður við slíka athöfn er um 400 þúsund. Þórólfur gefur sér að kostn- aður við það sem hann kallar „venju- lega“ útför sé um 1.100 þúsund en tekur fram að fólk standi að þessu með ýmsum hætti og kostnaðurinn fari eftir því. Miðað við þetta og að um 2.300 útfarir séu á Íslandi á ári er veltan ríflega 2,3 milljarðar króna. Hann segir ljóst að margir hafi vinnu og framfæri af þessari starf- semi og hagsmuni af því að hvergi sé dregið úr kostnaði. Nefna má útfar- arþjónustur, legsteinaverkstæði, veitingastaði og blómabúðir. Einnig segir hann að tónlistarfólk og söng- fólk hafi tekjur af tónlistarflutningi við útfarir. Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón  Margir hafa hag af því að hvergi sé dregið úr kostnaði við útför MStund fyrir persónulega … »18 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, heimsótti stjórnstöð NATO á Keflavík- urflugvelli í gær ásamt Guðlaugi Þór Þórðar- syni, utanríkisráðherra Íslands, Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, og Jóni B. Guðnasyni, framkvæmdastjóra varnar- málasviðs Landhelgisgæslunnar. Stjórnstöðin er rekin af Landhelgisgæslunni en þar er ör- yggiseftirliti sinnt á vegum NATO. Tilganginn með heimsókn sinni til Íslands sagði Pompeo á blaðamannafundi í Hörpu ekki síst vera þann að styrkja tengslin við bandamenn Bandaríkjamanna sem hefðu ver- ið vanræktir á liðnum árum í tíð fyrri ríkis- stjórna landsins. Viðræður Pompeos við Guðlaug Þór snerust m.a. um að komið yrði á sameiginlegum vett- vangi til þess að stuðla að auknum viðskiptum á milli ríkjanna tveggja auk umræðuna um varnarmál og norðurslóðir. »4 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kynntist störfum Gæslunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Opinber heimsókn Mike Pompeos, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á Íslandi  Starfsfólk fjármálafyrirtækja á Íslandi getur fengið mest 25% kaupauka sem hlutfall af árs- launum. Slíkt hámark er ekki hjá öðrum starfsstéttum á Íslandi. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs, segir það hafa borið á góma hjá ráðinu að taka upp þráðinn síðan reglur um kaupauka voru síðast til umræðu. „Við hjá Viðskiptaráði horfum alltaf til þess að við séum ekki að innleiða hér á landi meira íþyngj- andi reglugerðir en gengur og gerist í löndunum í kringum okk- ur. Það gilda strangari reglur hér á landi.“ »14 Reglur um kaup- auka íþyngi ekki „Þau voru bara búin að vera að bíða, þau höfðu líka leitað. Það var ljúfsár tilfinning að þrátt fyrir að faðir minn væri látinn þá fann ég strax að þau höfðu alla tíð viljað tengjast mér,“ segir Gunnar Smith sem frá unga aldri hefur leitað föð- ur síns. Á síðasta ári komst hann loks á snoðir um hvar föður sinn og fjölskyldu hans var að finna en í viðtali í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins rekur hann sögu sína sem hefur alla tíð markast af þessari leit. „Ég er auðvitað búinn að bíða svo lengi og þetta hefði getað verið hvernig sem var. Þau ekki vitað af mér. Ég var svo hræddur við að þegar ég loksins fyndi þau kæmi ég að lokuðum dyrum,“ segir Gunnar. Morgunblaðið/Hari Ljúfsárt Gunnar Smith fann fjöl- skyldu föður síns eftir langa leit. Fann föður sinn eftir áratuga leit Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórn- völd, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjör- tímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ing- ólfsson, formaður VR, eftir að verka- lýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær. Gagntilboði Eflingar, VR, Verka- lýðsfélags Grindavíkur og Verka- lýðsfélags Akraness var síðan hafn- að af Samtökum atvinnulífsins. Vilji fyrir kerfisbreytingum Ragnar segist skynja vilja stjórn- valda til að koma í gegn kerfisbreyt- ingum, m.a. í húsnæðismálum. „Síðan eru mál er snúa að verð- tryggingunni sem eru í stjórnarsátt- málanum. Það ætti að vera auðsótt að sækja þar fram. Mitt mat á stöð- unni er að þetta sé leysanlegt og það er til mikils að vinna fyrir alla aðila.“ Að sögn Ragnars eru deilendur þó komnir áfram í nokkrum málum. „Sérstaklega í húsnæðismálum. Ég held að það sé nokkuð breið sátt um að það þarf að gera eitthvað. Það eru bara aðrir þættir sem snúa að skatt- kerfisbreytingum, verðtryggingunni og öðrum kerfisbreytingum sem við höfum verið að þrýsta á sem standa út af borðinu og þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að skrifa undir samn- inga.“ Hann telur ljóst að samningar muni ekki nást nema með aðkomu stjórnvalda. »2 Kostir stjórnvalda skýrir  Verkalýðsfélögin hafna tilboði SA  SA hafna gagntilboði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.