Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 6
Innfl utningur grænmetis og berja 2017-2018
Nokkrar tegundir, magn innfl utnings í tonnum og aukning í %
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
Tonn
Tómatar Paprika Gúrkur Sveppir Vínber Kirsuber Plómur Jarðar-
ber
Hindber,
brómber
Trönuber,
bláber
4% -2%
-80%
25%
5%
-52% -34%
-9%
-7%
16%
Innlend framleiðsla 2017-2018
Innlend framleiðsla Innfl utningur
Heimild: MAST
(bráðabirgðatölur)
Innlend fram-
leiðsla, tonn
Breyting
2017-2018
Gúrkur
2017 2018 tonn %
1.832 1.932 100 5%
Tómatar
2017 2018 tonn %
1,292 1,195 -97 -8%
Paprika
2017 2018 tonn %
190 170 -20 -11%
56%
90%
2017
2018
Heimild: Hagstofa Íslands (bráðabirgðatölur)
1%
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Mér sýnist markaðurinn vera held-
ur að jafna sig á Costco-áhrifunum.
Ég upplifi það líka sem viðskiptavin-
ur að hægt er að fá körfu þótt komið
sé þangað á föstudegi,“ segir Gunnar
Þorgeirsson, formaður Sambands
garðyrkjubænda, um þróunina í sölu
á grænmeti og berjum.
Mikil aukning var í innflutningi á
grænmeti á árinu 2017 og flutningur
á ýmsum tegundum berja yfir hafið
margfaldaðist. Það var rakið til opn-
unar verslunar Costco í Garðabæ en
þar var á boðstólum mikið úrval af
innfluttu grænmeti og berjum.
„Þetta hafði mikil áhrif á sölu á
vörum í smásölu, eins og til dæmis
grænmeti,“ segir Gunnar.
Á árinu 2018 gekk þetta eitthvað
til baka á ýmsum afurðum en jafn-
vægi virðist komið á í öðrum. Eins og
fram kemur á meðfylgjandi töflu
varð samdráttur í innflutningi á flest-
um tegundum berja, meðal annars á
jarðarberjum. Örlítil aukning varð í
sölu á vínberjum og trönuberjum og
aðalbláberjum.
Hér á landi eru framleidd jarðar-
ber og ein stöð framleiðir brómber.
„Innlendir framleiðendur jarðar-
berja hafa lagað sig að verði inn-
fluttra berja. Þeir mæta lægra verði
með því að draga úr kostnaði við raf-
magn og lýsingu að vetrinum. Þá
reyna þeir að hafa framboðið jafnara
yfir framleiðslutímabilið,“ segir
Gunnar.
Hann telur það hjálpa innlendu
framleiðslunni að neytendur velji í
auknum mæli íslenskar afurðir.
Vakning sé að verða í því.
Framleiðsla á tómötum hér innan-
lands hefur minnkað og innflutning-
ur aðeins aukist á móti. Gunnar segir
að á undanförnum árum hafi aukist
framleiðsla á smátómötum en dregist
saman á hinum hefðbundnu tó-
mötum. Menn fái betra verð fyrir
sérvöruna. Í fyrra voru framleidd
440 tonn af smátómötum sem er um
37% af heildarframleiðslunni. Aftur á
móti er innflutningur orðinn meiri en
nemur framleiðslunni innanlands.
Anna eftirspurn eftir gúrkum
Framleiðsla á gúrkum jókst aftur
á móti og annar framleiðslan mark-
aðnum því lítið er flutt inn. Gunnar
segir að gúrkuplönturnar bregðist
betur við gróðurlýsingu en tómatar
og auknar afurðir og verð standi und-
ir kostnaði við lýsinguna. Ekki sé
eins auðvelt að láta lýsingu á tómöt-
um borga sig. Þá nefnir Gunnar að
einhver tilfærsla hafi orðið milli teg-
unda á síðasta ári. Tómataframleið-
endur hafi fært sig yfir í gúrkur
vegna víruss sem upp kom í tómata-
húsum. Telur hann að tilfærsla gæti
orðið til baka á þessu ári, þegar menn
snúi sér aftur að ræktun tómata.
Grænmetismarkaðurinn jafnar sig
Innflutningur á berjum og grænmeti heldur minni en á metárinu 2017 Costco-áhrifin ganga til baka
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
Grikklandsævintýri
sp
ör
eh
f.
Vor 7
Í þessari mögnuðu ferð munum við kynnast einstöku
samspili náttúru og sögu Grikklands. Við skoðum þorpin
Fira og Oia á eyjunni Santorini, merkar fornminjar verða
á vegi okkar á meginlandinu og við kynnumst Aþenu sem
er heill heimur út af fyrir sig. Ferðinni lýkur með nokkurra
daga dvöl í Vouliagmeni þar sem stöðuvatn, strönd og
náttúra kemur saman í fögru samspili.
19. apríl - 2. maí
Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 537.700 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
hafa áhyggjur af tíðum umferðar-
slysum á þjóðvegunum, að sögn Jó-
hannesar Þórs Skúlasonar, fram-
kvæmdastjóra SAF. Hann benti á að
auknum fjölda erlendra ferðamanna
hefði fylgt fjölgun slysa. „Sumir
þessara ökumanna hafa litla reynslu
af akstri við aðstæður eins og á Ís-
landi. Við höfum verið í samstarfi við
Vegagerðina, Slysavarnafélagið
Landsbjörg og fleiri um að miðla
eins miklum upplýsingum og hægt
er til ökumanna,“ sagði Jóhannes.
Reynt að tryggja öryggi
Innan raða SAF eru um 30 bíla-
leigur af um 150 sem hafa starfs-
leyfi. Yfir háannatímann 2018 taldi
flotinn um 27 þúsund bílaleigubíla.
Bílaleigur í SAF voru með 75-80%
heildarfjöldans. Jóhannes sagði
reynt að tryggja öryggi fólks eftir
bestu getu. Hann taldi það heyra til
undantekninga að bílaleigubílar
væru leigðir út að vetri án þess að
vera á negldum vetrardekkjum. „Við
höfum ítrekað bent lögreglunni á að
tímabilið sem má aka á negldum
dekkjum sé of stutt. Það byrjar of
seint fyrir bílaleigurnar. Lögreglan
hefur brugðist ágætlega við þessu
og sleppt því að sekta,“ sagði Jó-
hannes.
Hópferðafyrirtæki innan SAF
leggja áherslu á að allir farþegar
noti bílbelti og að bílar séu rétt út-
búnir. Jóhannes sagði það vera mik-
ið öryggisatriði. Þá hefur Safetravel-
.is sett upplýsingaskjái á vinsælum
viðkomustöðum með upplýsingum
um færð, lokanir og veður.
Jóhannes sagði liggja í augum
uppi að fé vantaði til viðhalds og
uppbyggingar vegakerfisins. Allir
þungaflutningar væru á þjóðveg-
unum og nú notuðu tæpar þrjár
milljónir manns vegina á hverju ári
en ekki aðeins 350 þúsund eins og
áður en ferðamannastraumurinn
hófst. Mikilvægt væri að fækka ein-
breiðum brúm, auka merkingar,
endurskoða hámarkshraða á vega-
köflum og byggja upp vegina.
„Viðhaldsþörf vegakerfisins er um
19 milljarðar á ári. Þá eru allar ný-
framkvæmdir eftir,“ sagði Jóhann-
es. „Ríki og sveitarfélög höfðu alls
um 65 milljarða í tekjur af ferða-
mönnum 2018. Það verður að auka
framlög til vegakerfisins.“
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Umferðarslys Erlendir ferðamenn lentu í slysi við Hjörleifshöfða í fyrradag. Þrís slösuðust alvarlega.
Auka verður framlög til
viðhalds og vegagerðar
Bílaleigurnar fræða ökumenn um akstur á Íslandi
Kjartan Jónsson, Kristján Georg
Jósteinsson og Kjartan Bergur
Jónsson, sem ákærðir voru í
innherjasvikamáli hjá Icelandair,
voru allir sakfelldir í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Mennirnir þrír voru ákærðir
vegna viðskipta sem Kristján Georg
og Kjartan Bergur áttu með afleið-
ur, í flestum tilfellum kaup- eða
sölurétti í félaginu, en Kjartan er
fyrrverandi forstöðumaður leiða-
stjórnunarkerfis Icelandair. Krist-
ján Georg var dæmdur til þriggja
ára og sex mánaða fangelsisvistar
auk þess sem gerð var krafa um að
félag hans, Fastrek, sem einnig var
ákært í málinu, sætti upptöku alls
um 32 milljóna króna. Kjartan
Bergur hlaut fjögurra mánaða skil-
orðsbundinn dóm. Þá þarf hann að
sæta upptöku á rúmlega 21 milljón
króna.
Í frétt Vísis um dómsuppkvaðn-
inguna kemur fram að Kjartan
Jónsson var dæmdur til 18 mánaða
fangelsisvistar fyrir aðild sína að
málinu. Hann var jafnframt eini
sakborningurinn sem mætti í dóm-
sal í gær. Dómarinn gerði einnig þá
kröfu að tæplega ein milljón króna
yrði gerð upptæk en fjárhæðin var á
bankareikningi sem lagt var hald á
við rannsókn málsins árið 2017.
Allir sakfelldir í
innherjasvikamáli
Tveir dæmdir til fangelsisvistar
Erlendum ferðamönnum sem leigja hér bílaleigubíla eru afhent upplýs-
ingaspjöld um akstur á Íslandi. Þar er lögð áhersla á að aðstæður til akst-
urs hér geti verið aðrar en ökumaðurinn á að venjast. Að vetri er vakin at-
hygli á hálum vegum og er fólk hvatt til að aka í samræmi við aðstæður.
Einnig að heppilegur ökuhraði miðað við aðstæður geti verið mun lægri
en leyfður hámarkshraði. Auk þess er ökumönnum bent á bílbeltaskyldu
og að hættulegt sé að stoppa bílinn á miðjum vegi til að taka myndir. Auk
þess að hér eigi að vera kveikt á ökuljósum bíla að framan og aftan við
akstur. Þá er fólki bent á vefsíður Vegagerðarinnar og SafeTravel þar sem
veittar eru upplýsingar um færð og öryggismál.
Athygli vakin á hættum
UPPLÝSINGASPJÖLD Í ÖLLUM BÍLALEIGUBÍLUM