Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 HB FASTEIGNIR Hrafnhildur Bridde Löggiltur fasteignasali Yfir 20 ára reynsla við sölu fasteigna hrafnhildur@hbfasteignir.is s: 8214400 Ármúli 4-6, 108 Reykjavík – Sími 821 4400 – www.hbfasteignir.is ÞEKKING - ÞJÓNUSTA - ÞINN HAGUR Heiðmörk 8, Hveragerði Til sölu snoturt og vel staðsett endaraðhús á einni hæð við Heiðmörk í Hveragerði. Stærð 82,5 m2. Tvö svefnherbergi með möguleika á því þriðja. Steinsteypt hús með grónum sérgarði og góðri aðkomu. Bílskúrsréttur. Nýr útiskúr. Nýlegt þak. Laust fljótlega ! Verð kr. 37,9 millj. Verið velkomin ! Opið hús sunnudaginn 17. febrúar kl. 17:00 - 17:30 Hallkelshólar - sumarhús Til sölu fallegur 62 m2 heilsárs sumarbústaður á grónu eins hektara eignarlandi í Grímsnes og Grafnings- hreppi. Bústaðurinn hefur mikið verið endurnýjaður. Verð 19,9 millj. Hallkelshólar - sumarhús Til sölu lítill og sjarmerandi 24,6 m2 sumarbústaður á 8.400 m2 leigulóð. Bústaðurinn er í góðu ástandi. Verð 9,9 millj. Á stin hefur verið áber- andi þema í frétta- myndum AFP síðustu daga. Valentínusardag- urinn var 14. febrúar en siðvenja þess dags er að senda sínum mótleikara í lífinu gjafir eins og blóm og konfekt og láta fylgja með kort hvar skrifaðar eru alls- konar játningar um tryggð og taumlausa hamingju. Sterk hefð er fyrir Valentínusardeginum til dæm- is í Bretlandi, Frakklandi og Banda- ríkjunum en mörgum þykir raunar sem bandarísk áhrif setji óþarflega sterkan svip á daginn og góðan boð- skap hans. Að minnsta kosti seljast hinar fegurstu rósir vel á þessum degi, því það að tjá ást sína með blómum er jafnan sterkur leikur. En fleira ber til tíðinda í henni veröld um þessar mundir. Segja má að breska þjóðin skiptist nú í tvennt vegna útgöngunnar úr Evrópusam- bandinu sem ráðgerð er í lok mars- mánaðar. Efnt hefur verið til ým- issa aðgerða því tengdum, en fylkingum öndverðra skoðana er í mun að láta boðskap sinn heyrast. Ljóst er að Bretland hefur breyst með Brexit, enda leikur pólitíkin þar í landi á reiðiskjálfi vegna máls- ins. Hvað sem annars líður pólitík þá heldur lífið alltaf áfram; og smá- myndirnar úr mannlífinu eru senni- leg það sem mesta sögu segir, þeg- ar öllu er á botninn hvolft. Þannig vöktu frumstæðir búskaparhættir í Kambódíu eftirtekt myndasmiða AFP – rétt eins og þegar sund- drottningarnar í Norður-Kóreu sem vögguðu sér í vatninu svo aðdáun vakti. Bandaríkin Á Valentínusardeginum heimsótti bandaríska forsetafrúin Melania Trump barnaspítala í Maryland í Ohio. Börnin kunnu vel að meta innlit konunnar í Hvíta húsinu sem sýndi þeim áhuga. París Franska höfuðborgin á bökkun Signu er oft sögð staður ástarinnar. Og víst er hún blómstrandi á þessari mynd, þar sem Eiffel-turninn frægi er áberandi í baksýn. Taumlaus gleði og hamingja Hamingja á heimsvísu. Þó að úti hamist stríð um hags- muni er mannsandinn samur við sig. Ástar er þörf! AFP London Margvíslegar táknrænar aðgerðir standa nú yf- ir í Bretlandi vegna útgöngu úr ESB eftir rúman mánuð. Gróðurbændur Róið um grænmetisakra í Kambódíu. Flest í landinu þar eysta er frumstætt á vestræna vísu. Sundsýning Fettur og brettur í Pyongyang í Norður- Kóreu. Vatnaliljurnar léku listir sínar með tilþrifum. „Gestir þessa viðburðar skipta jafn- an þúsundum. Hér sýnum við Toyota-jeppa og í seinni tíð hefur þetta þróast út í að vera alhliða lífs- stílssýning á ýmsu því sem tengist útivist og fjallaferðum,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. Í dag, laugardaginn 16. febrúar, milli klukkan 12 og 16 verður hin árlega jeppasýning Toyota í Kauptúni í Garðabæ. Þetta er 10. árið sem er efnt til þessara sýningar sem er orðin fastur þáttur í lífi og starfi jeppa- og útivistarfólks. Á sýningunni má sjá allt það besta sem Toyota hefur fram að færa í ferðalagið. Kynntir verða RAV4, Toyota Hilux og Land Cruiser, hvor tveggja nýir bílar á 33“ með ýmsum aukabúnaði. Einnig verða ýmsar aðrar útgáfur af þessum frá- bæru jeppum, meðal annars sér- útbúnir hjálparsveitabílar og aðrir sem notaðir eru við krefjandi að- stæður. Af öðru sem kynnt verður í Kaup- túni í dag eru fjórhjól, sexhjól og Buggy-bílar frá Ellingsen, GG sport verður með allt í sjósporti og svo mætti áfram telja Auk þess mun Ferðafélag Íslands kynna spennandi ferðir á sýningunni og Tómas Guð- bjartsson læknir og John Snorri Sig- urjónsson segja ferðasögur. Toyota í Kauptúni í Garðabæ í dag Jeppar og alhliða lífsstílssýning Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jeppi Land Crusier, bátur og ræðari. Þrenna í leiðangur á fjallavatn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.