Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
KRINGLU OG SMÁRALIND
DÖMUSKÓR
SKECHERS WINDOM SNOWY VATNSHELDIR DÖMUSKÓR MEÐ
MEMORY FOAM INNLEGGI OG LOÐFÓÐRI. STÆRÐIR 36-41.
517.99
Vatnajökulsþjóðgarði hefur frá upphafi verið ætlað að styrkja byggð og
atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins, m.a. með því að hvetja til
sjálfbærrar nýtingar gæða svæðisins en sérstakt ákvæði þess efnis kom
inn í lög um þjóðgarðinn við breytingu árið 2016.
Stjórn þjóðgarðsins vinnur nú að mótun atvinnustefnu og vill tryggja að
tekið sé tillit til sjónarmiða hagsmunaaðila við mótun hennar, samhliða
vernd þjóðgarðsins.
Lögð er áhersla á að eiga gott samstarf við alla þá sem nýta þjóðgarðinn
beint eða óbeint til atvinnusköpunar. Þeim og öðrum sem áhuga hafa er
boðið til samráðsfunda þar sem efnisatriði atvinnustefnunnar verða
rædd.
Fundir verða haldnir á öllum rekstrarsvæðum þjóðgarðsins, auk þess
sem haldinn verður einn fundur í Reykjavík. Að auki verður boðið upp á
vefkönnun þar sem leitað er eftir sjónarmiðum um sömu efni og tekin
verða til umræðu á samráðsfundum. Nánari upplýsingar um
samráðsfundina og vefkönnunina er að finna á vef þjóðgarðsins,
www.vjp.is.
Samráð um mótun atvinnustefnu
fyrir Vatnajökulsþjóðgarð
Samráðsfundir verða haldnir sem hér segir:
Reykjavík, Hótel Natura við Nauthólsveg, 21. febrúar kl. 15-17
Smyrlabjörgum, 25. febrúar kl. 15 - 17
Vík í Mýrdal, Kötlusetri, 27. febrúar kl. 15-17
Egilsstöðum, Hótel Héraði, 28. febrúar kl. 16-18
Húsavík, Fosshóteli, 5. mars kl. 15-17
Vefkönnunin verður opin frá 21. febrúar til 7. mars.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Því er fagnað á facebókar-síðu Vina
Saltfiskmóans að stakkstæði við Sjó-
mannaskólann verður hlíft í komandi
deiliskipulagsvinnu á reitnum. Þar
segir að um fullnaðarsigur sé að ræða
í baráttu félagsins fyrir þessum
merku menningarminjum.
Vitnað er til bréfs frá skipulags- og
byggingarsviði borgarinnar sem lagt
var fram á fundi skipulags- og sam-
gönguráðs á miðvikudag. Þar segir
m.a. að stakkstæðið hafi verið af-
markað af Borgarsögusafni og 15
metra helgunarreitur umhverfis það
eins og lög um menningarminjar geri
ráð fyrir. Í frekari vinnu og undir-
búningi að deiliskipulagi svæðisins
sem nú standi yfir sé gert ráð fyrir að
öll mannvirki verði utan helgunar-
svæðis stakkstæðisins og því tekið
fullt tillit til þess.
Vinir Saltfiskmóans er íbúafélag í
nágrenni Sjómannaskólans, sem hef-
ur barist fyrir því að stakkstæðið
verði verndað. Það er frá 1920 og tal-
ið það síðasta sinnar tegundar í
Reykjavík.
Fornminjar eftir örfáa mánuði
„Við munum áfram standa vörð um
stakkstæðið og í framhaldinu óska
eftir samstarfi við Reykjavíkurborg,
Borgarsögusafn og Minjastofnun um
hvernig stakkstæðið verði best
verndað gegn gróðri sem með tíð og
tíma, verði ekkert að gert, mun kaf-
færa stakkstæðið. Einnig er okkur
umhugað um hvernig Saltfiskmóinn
verði gerður sem aðgengilegastur
fyrir almenning sem útivistarsvæði,“
segir á síðu Saltfiskmóans.
Málið var rætt á fundi skipulags-
og samgönguráðs borgarinnar á mið-
vikudag og þar lagt fram svar við fyr-
irspurn frá fulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins. Þeir óskuðu skýringa
vegna þess ósamræmis sem birtist í
kynningu Vaxtarhúsa annars vegar
og auglýsingu borgarinnar frá 1. júní
2018 hins vegar. Bent er á að örfáir
mánuðir eru þar til stakkstæðið telst
til fornminja samkvæmt lögum um
menningarminjar.
Svar frá umhverfis- og skipulags-
sviðs var lagt fram á fundinum og þar
segir meðal annars: „Í kynningar-
gögnum og forsendum fyrir hug-
myndasamkeppni um hagkvæmt
húsnæði sem unnin var í aðdraganda
samkeppninnar var afmörkun reits
Sjómannaskólans og uppbyggingar-
svæðum innan hans, ekki skilgreind
nákvæmlega enda um hugmynda-
samkeppni að ræða.
Afmörkun var ekki ljós
Vaxtarhús unnu þannig sínar til-
lögur út frá þeim forsendum um
mögulega uppbyggingarreiti og að
þeir væru ekki endilega bundnir af
ákveðinni staðsetningu innan reits-
ins. Vaxtarhús gerði síðar breytingu
á sinni tillögunni í þá veru að færa
hagkvæmt húsnæði yfir á þann reit
sem þeim var ætlaður skv. drögum að
deiliskipulagi reitsins þegar það lá
fyrir að þeir kæmust áfram í sam-
keppninni.
Stakkstæðið hefur verið afmarkað
af Borgarsögusafni og 15 metra helg-
unarreitur umhverfis það eins og lög
um menningarminjar nr. 80/2012
gera ráð fyrir. Nákvæm afmörkun
var ekki ljós fyrr en eftir að tillögu
Vaxarhúsa hafði verið skilað inn.“
Umdeilt svæði við Sjómannaskólann
N
óa
tú
n
Skipholt
Saltfiskmóinn
Mörk deiliskipulags
Stakkstæði
15 m helgunarsvæði
H
ei
m
ild
: B
or
ga
rs
ög
us
af
n
Stakkstæði
verður hlíft
Fullnaðarsigur segja Vinir Saltfiskmóans
Maður sem fannst látinn í sjónum
norðan við Vatnagarða í Reykjavík
í apríl í fyrra sigldi líklega á staur
og féll útbyrðis og drukknaði.
Maðurinn var ölvaður þegar atvik-
ið átti sér stað. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í skýrslu
Rannsóknarnefndar samgöngu-
slysa.
Maðurinn hafði verið að yfirfara
vélbúnað bátsins, sem er opinn
skemmtibátur eða harðbotna
slöngubátur, að kvöldi 19. apríl
2018 og sjósetja eftir vetrar-
geymslu. Að því loknu hélt hann í
prufusiglingu rétt fyrir miðnætti
frá Snarfarahöfn og um Kleppsvík.
Þegar félaga mannsins fór að
lengja eftir honum fóru þeir að líta
eftir honum og fannst bátur hans
mannlaus í gangi við bryggju Sam-
skipa við Vogabakka. Höfðu þeir
samband við lögreglu um klukkan
eitt eftir miðnætti og hófst þá víð-
tæk leit að manninum.
Maðurinn fannst látinn í sjónum
undir morgun um það bil 200
metra frá landi og talsvert frá sigl-
ingasvæðinu. Í frétt mbl.is þann
dag var haft eftir lögreglu að eng-
inn grunur væri um saknæmt at-
hæfi.
Talinn hafa siglt á
staur og fallið útbyrðis
Skýrsla um lát manns í apríl í fyrra
Morgunblaðið/Eggert
Snarfarahöfn Maðurinn sigldi það-
an í prufusiglingu í apríl í fyrra.