Morgunblaðið - 16.02.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.02.2019, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipt | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum umáhættuog aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Ibuprofen Bril Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is Á hreint brilliant verði! Bólgueyðandi og verkjastillandi 400mg töflur - 30 stk og 50 stk Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Kostnaður við stofnun einkahluta- félags á Íslandi er meira en tíu sinn- um meiri á Íslandi en í Danmörku. Þar kostar 670 DKK að stofna Ak- tieselskaber, þ.e. einkahlutafélag, sem nemur tæplega 13 þúsund krón- um á gengi gærdagsins. Á sama tíma er kostnaður við stofnun einka- hlutafélags á Íslandi 131 þúsund krónur hjá ríkisskattstjóra. Stofnun einkahlutafélags í Noregi, þ.e. Aksjeselskap, með rafrænum hætti kostar 5.570 NOK, eða 76.899 ís- lenskar krónur á gengi gærdagsins. Það eru rétt tæplega 59 prósent þess kostnaðar sem fellur til við stofnun einkahlutafélags hér á landi. Þá geta frumkvöðlar stofnað í Danmörku frumkvöðlafélag (it- værksætterselskab) fyrir eina krónu danska, en gegn því skilyrði að fjórð- ungur hagnaðar sé lagður fyrir í varasjóð þar til varasjóðurinn nær 50 þúsund krónum dönskum. Í svari frá Sigríði Líneyju Lúð- víksdóttur, hjá ríkisskattstjóra, er ákvæði um gjaldtökuna að finna í lögum um aukatekjur ríkissjóðs og því ákveðin af Alþingi. „Gjaldtakan er þannig eitt form skattheimtu og þannig óháð kostnaði við skrán- ingu,“ segir í skriflegu svari hennar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Kostnaður við stofnun hlutafélags í Danmörku og Noregi er sá sami og við stofnun einkahlutafélags, en hér á landi er kostnaðurinn 256.500 krónur að því er fram kemur á vef ríkisskattstjóra. Er gjaldið við stofn- un hlutafélags þannig rúmlega tutt- ugufalt hærra á Íslandi en í Dan- mörku og rúmlega þrefalt hærra á Íslandi en í Noregi. Krafa er gerð um að hlutafé við stofnun einka- hlutafélags í Danmörku sé 50 þús- und krónur danskar og 30 þúsund krónur norskar í Noregi. Við stofnun hlutafélaga í löndunum tveimur skal hlutafé nema 500 þúsund dönskum krónum í Danmörku og einni milljón norskra við stofnun norskra hluta- félaga. Á Íslandi skal hlutafé nema 500 þúsund krónum hjá einkahluta- félögum og fjórum milljónum í hluta- félögum. Ætti að taka mið af kostnaði Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda, segir að gjaldtaka ríkisins ætti að miðast við raunkostnað þannig að stofn- gjöld séu ekki form skattlagn- ingar á fyrirtæki. „Við höfum verið mjög gagnrýnin á margvíslega gjaldtöku ríkisins fyrir alls konar eftirlit, leyfi, vott- orð og annað slíkt,“ segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Hann segir Félag at- vinnurekenda kalla eftir því að mót- uð verði heildstæð stefna hjá hinu opinbera um einföldun regluverks sem snýr að atvinnulífinu. „Það ætti að taka þetta fastari tök- um og skoða allt regluverk sem snýr að atvinnurekstri, það er löggjöfina. Skoða gjaldtöku og ferla, og hvort núverandi fyrirkomulag stuðli að ný- sköpun og hvort menn séu tilbúnir að fara út í rekstur og í öðru lagi hvort það stuðli að virkri samkeppni á markaði,“ segir Ólafur. Mun hærri stofnkostnaður Danmörk Kostnaður í ISK* Hlutfall af kostnaði miðað við Ísland Einkahlutafélag (APS) 670 DKK 12.096 kr. 9,23% Hlutafélag (A/S) 670 DKK 12.096 kr. 4,72% Nýsköpunarfélag (IVS) 670 DKK 12.096 kr. Noregur Einkahlutafélag (A/S) 5.570 NOK 76.899 kr. 58,70% Hlutafélag (ASA) 5.570 NOK 76.899 kr. 29,98% Ísland Einkahlutafélag 131.000 kr. Hlutafélag 256.500 kr. Kostnaður við stofnun félaga *Gengi 15. febrúar  Rúmlega tíu sinnum dýrara að stofna einkahlutafélag á Íslandi en í Danmörku  Gjaldtakan er form skattheimtu, óháð þeim kostnaði sem fellur til við skráningu Ólafur Stephensen Hagnaður Tryggingamiðstöðvar- innar nam 701 milljón króna eftir skatta á árinu 2018 og dróst saman um 77% frá fyrra ári er hagnaðurinn nam 3,1 milljarði. Samsett hlutfall TM á árinu var 103,9% en hlutfallið var 99,4% árið 2017. Í tilkynningu frá TM segir að verri afkoma af vátrygginga- starfsemi skýrist einkum af hærra tjónshlutfalli í eignatryggingum og skipatryggingum, meðal annars vegna óvenjulegrar tíðni stórtjóna en handbært fé frá vátryggingastarfsemi nam 556 millj- ónum króna. Heildartekjur TM á árinu námu 17,5 millj- örðum króna samanborið við 18,8 milljarða árið 2017. Eignir TM í árslok námu 34,7 milljörðum króna og stóðu í stað á milli ára. Eigið fé nam 13 milljörðum og eigin- fjárhlutfall félagsins var 38,4% í árslok. Sé litið til fjórða ársfjórðungs dróst hagnaðurinn saman og fór úr 1 millj- arði árið 2017 í 344 milljónir króna. Samsett hlutfall var 100,3% en var 94,4% árið áður. peturhreins@mbl.is Hagnaður TM dregst saman TM Hagnaður dróst verulega saman. 16. febrúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.73 120.31 120.02 Sterlingspund 153.69 154.43 154.06 Kanadadalur 90.21 90.73 90.47 Dönsk króna 18.079 18.185 18.132 Norsk króna 13.82 13.902 13.861 Sænsk króna 12.893 12.969 12.931 Svissn. franki 118.69 119.35 119.02 Japanskt jen 1.0778 1.0842 1.081 SDR 165.87 166.85 166.36 Evra 134.92 135.68 135.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.6378 Hrávöruverð Gull 1305.65 ($/únsa) Ál 1839.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.69 ($/fatið) Brent ● Árið 2018 jókst innlend greiðslu- kortavelta í verslun um alls þrjú prósent milli ára, mælt á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir einnig að þetta sé minnsti vöxtur greiðslukortaveltu milli ára frá árinu 2013, en þá jókst veltan um 0,6%. Í Hagsjánni segir að kortavelta í verslun sé góður mælikvarði á einkaneyslu árs- ins og hafi verið töluverð fylgni milli breytinga í kortaveltu og einkaneyslu undanfarin ár. Í janúar dróst kortavelta innanlands saman um 4,9% milli ára. Minnsti vöxtur korta- veltu frá árinu 2013 STUTT Heildarhagnaður tryggingafélagsins Sjóvár nam 652 milljónum króna á árinu 2018, en til samanburðar nam hagnaður árið á undan 1.746 millj- ónum króna, sem er 63% lækkun milli ára. Hagnaður félagsins af vátrygg- ingastarfsemi fyrir skatta nam um 1,6 milljörðum króna samanborið við 1,2 milljarða árið á undan. Tap af fjár- festingarstarfsemi fyrir skatta nam 679 milljónum króna, en hagnaður var af starfseminni árið á undan sem nam 927 milljónum króna. Samsett hlutfall félagsins var 97,4% á árinu, en var 99,4% árið 2017. Eigið fé félagsins dróst saman milli ára. Það var 13,8 milljarðar árið 2018 en 15,2 milljaðar árið 2017. Eignir hækkuðu milli ára. Þær námu rúmum 44 millj- örðum í lok árs 2018, en voru 43,4 milljarðar í árslok 2017. Eiginfjárhlutafall Sjóvár var í lok árs 31,3% en var 35,1% í árslok 2017. tobj@mbl.is Hagnaður Sjó- vár 652 milljónir Uppgjör Samsett hlutfall nam 97,4%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.