Morgunblaðið - 16.02.2019, Page 29

Morgunblaðið - 16.02.2019, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 GRANDAVEGUR 42 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Sundlaug 4 mín. 11 mín. Matvöruverslun 2 mín. 11 mín. Háskóli 4 mín. 15 mín. Grunnskóli 2 mín. 4 mín. Leikskóli 1 mín. 5 mín. Líkamsrækt 3 mín. 20 mín. Bakarí 1 mín. 3 mín. AÐEINS 9 ÍBÚÐIR EFTIR Skákfélag Akureyrar fagnaðiþann 10. febrúar sl. aldar-afmæli sínu en vegna af-mælisins hafa félagar og velunnarar þess efnt til marghátt- aðrar dagskrár sem hófst haust sem leið og nær hámarki með Ís- landsmótinu 2019 á Akureyri, sem verður með sniði opins alþjóðlegs móts og stendur yfir dagana 25. maí 1. júní. Saga Skákfélags Akureyrar er merk en um hana ritaði Jón Þ. Þór bókina Skák í hundrað ár sem var gefin út árið 2001. Þetta er saga fé- lagslegrar auðlegðar, afreka, marg- háttaðra skákviðburða og skemmti- legra persónuleika. Eftir að Íslandsmót skákfélaga, sem fyrstu árin gekk undir nafninu „Deildakeppnin“ , hófst formlega á Akureyri haustið 1974 hafa sveitir félagsins sett sterkan svip á keppn- ina og í fyrirrúmi verið tryggð við „sitt gamla félag,“ eins og það var einu sinn orðað. Fyrrverandi for- maður SA og heiðursfélagi SÍ, Gylfi Þórhallsson, tefldi í hverri einustu umferð Íslandsmótsins áratugum saman og nefna má aðra félags- menn sem koma ekki langt að baki hvað slíka þátttöku varðar. Í haust hafði formaðurinn, Áskell Örn Kárason, veg og vanda af því að bjóða 8-9 ára nemendum í fimm grunnskólum Akureyrar upp á reglulega skákkennslu og er áætlað að þessi kennsla hafi náð til u.þ.b. 500 skólabarna. Næsta stóra verkefni hjá SA er hátíðarútgáfa af Skákþingi Norð- lendinga og hefst það 22. mars nk. Þetta verður 85. Norðurlandsmótið. Hannes Hlífar í 2. sæti í Portúgal Hannes Hlífar Stefánsson var ekki langt frá efsta sæti á opna mótinu sem lauk í Portúgal um síð- ustu helgi. Hannes hlaut 7 vinninga af níu mögulegum, hafnaði i 2. – 9. sæti, taplaus. Hann var ½ vinningi á eftir sigurvegaranum Bonelli Iturrizaga frá Venesúela sem hlaut 7 ½ vinning. Mansúba Á skákdeginum 26. janúar sl. heilsaði Friðrik Ólafsson upp á nokkra þá sem stóðu fyrir skák- viðburðum á höfuðborgarsvæðinu en víða um land var taflið tekið fram og margt skemmtilegt sem þar gerðist er rakið á heimasíðu skákhreyfing- arinnar, skak.is. Magnús V. Péturs- son hélt afmælismót sitt í tengslum við skákdaginn og þangað mætt Friðrik, heilsaði upp á keppendur og fylgdist með mótinu. Hann hefur ósjaldan gaukað að mér fróðleik úr heimi skáklistarinnar sbr. eftirfar- andi dæmi: Afmælismót Magnúsar V. Péturs- sonar: Sæbjörn G. Larsen – Gunnar Gunnarsson Í tölvupósti sem hann sendi mér stóð þetta ritað m.a.: „Ég sendi þér lokin á skákinni milli Sæbjörns og Gunnars Gunnars- sonar úr sjöttu umferð Magnúsar P. – mótsins núna á dögunum en þau minntu mig strax á þá tíma þegar skákin átti sitt blómaskeið á gullald- arárum íslamska heimveldisins (ca. 750-1258). Skákþrautir af þessu tagi voru nefndar “mansúba“, sem ein- faldlega útleggst tafllok. Lausn mansúba var í því fólgin, að sá sem á leikinn verður að finna leið til að máta andstæðing sinn, annars verð- ur hann mátaður sjálfur. Það er ljóst að svartur er óverjandi mát í næsta leik, ef hann finnur ekki mótleik. Í fyrstu virtist mér Gunnar ætla að leika 1. ... Dxa4, sem að sjálfsögðu bjargar ekki neinu. En svo birti allt í einu yfir ásjónu hans og gamalkunn- ugt blik kom í augun. Hann greip annan mann. Hver var sá maður og hver var leikurinn?“. Við birtum svarið í pistli eftir viku. Skákfélag Akur- eyrar 100 ára Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Sigurður Arnarson Fyrsti leikurinn Ottó Tulinius, barnabarn Ottós Tulinius konsúls, fyrsta for- manns Skákfélags Akureyrar, leikur fyrsta leikinn í skák Örnu Daggar Kristinsdóttur og formanns bæjarráðs, Guðmundar Baldvins Guðmunds- sonar, á aldarafmæli Skákfélags Akureyrar. Internet hlutanna er lausleg þýð- ing á „Internet of Things“ sem er skammstafað IoT. Með IoT eru ýmsir hlutir tengdir við internetið og fer þeim nú óðum fjölgandi. Dæmi um hluti sem nú þegar eru tengdir eru sjónvörp, ísskápar, þvottavélar, hreyfiskynjarar, ör- yggismyndavélar og ýmislegt fleira sem tilheyrir snjallheimilum. Upp- talningunni er hvergi nærri lokið, við berum nú þegar tæki á okkur sem eru nettengd, t.d. snjallsímar, snjallúr, svefnmælar og ýmis tæki sem tengjast lækningum eins og in- súlíndælur og hjartagangráðar. Vöxturinn á þessu sviði er rétt að byrja. Þetta leiðir hugann að öryggis- málum tengdum IoT. Varla viljum við að óprúttnir aðilar komist í gögnin okkar, geti t.d. stolið gögn- unum af snjallúrinu okkar sem segja sögu um heilsufar og ástand, komist inn á eftirlitsmyndavél sem við kynnum að hafa heima hjá okkur, eða geti notað snjalla sjón- varpið okkar til að hlusta á allt sem fram fer heima hjá okkur. IoT byggist í mörg- um tilvikum á litlum tækjum sem komið er fyrir á tilteknum stað og þarf ekki að sinna í marga mánuði eða jafnvel ár. Áhersla hönnuða tækj- anna er á sem minnstan vélbúnað og að lágmarka orkunotkun frekar en á dulkóðun gagna, styrk lykil- orða og aðra öryggisþætti. Öryggisuppfærslur sem eru dag- legt brauð í tölvuheiminum þekkj- ast varla í heimi snjalltækja. Marg- ir eiga nokkurra ára gömul snjallsjónvörp sem hafa ekki fengið hugbúnaðaruppfærslu árum saman þótt þau séu nettengd. Þetta undir- strikar hve mikilvægt er að snjöll heimili séu sem best varin gegn innbrotum inn á heimilisnetið. Mörg dæmi eru um árásir á snjalltæki. Eitt slíkt dæmi er gagnagíslataka með WannaCry-hugbúnaði sem settur var í um- ferð árið 2017 og tók gögn margra fyrir- tækja og stofnana í heiminum í gíslingu, þ. á m. 48 spítala í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Krafist var greiðslna í Bitcoin til þess að frelsa gögnin úr prísundinni, ella yrði þeim eytt. WannaCry hafði ekki einungis áhrif á venjulegar vinnutölvur heldur komst óværan t.d. inn á búnað sem notaður var til að bæta myndir úr segulómtækjum á sjúkrahúsum. Það fór þó betur en á horfðist og öryggissérfræðingum tókst að koma í veg fyrir enn frekara tjón innan sólarhrings. Þó er talið að tjónið sem WannaCry olli sé um 1 milljarður dollara. Öryggisógnir leynast víða og net- þrjótar geta nýtt sér margvíslegar glufur til þess að komast inn á net fólks, bæði heima- og fyrirtækja- net. Með IoT er hætt við því að fleiri glufur opnist, t.d. gegnum illa varin smátæki eða snjalltæki sem er tengd netinu. Stundum hefur fólk orðið fyrir tölvuárásum án þess að vita um það. Dæmi um slíkt er þegar netþrjótar hafa gert tölvu eða snjalltæki að þjóni í svo- nefndu botneti. Botnet eru m.a. notuð til þess að gera tölvuárásir, stela gögnum eða senda amapóst (e. spam). Fólk ætti að hafa öryggismál í huga þegar það festir kaup á IoT búnaði sem og öðrum búnaði sem tengist netinu. Mörg snjalltæki sem við tengjum inn á heima- og fyrirtækjanet hafa innbyggðar myndavélar og/eða hljóðnema og skiptir því mjög miklu að tölvu- þrjótar nái ekki tengingu við slík tæki. Internet hlutanna– öryggismál Eftir Svönu Helen Björnsdóttur »Með IoT er hætt við að öryggisglufur opnist, t.d. gegnum illa varin smátæki eða snjalltæki sem tengd eru netinu. Svana Helen Björnsdóttir Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika ehf. svana@stiki.eu Upplýsingaöryggi www.gizmodo.com.au/2016 Varúð Netþrjótar geta nýtt sér ýmsar glufur til að komast inn á net fólks. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.