Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
Í dag kveð ég
elsku frænku mína
alltof snemma.
Ég minnist Öllu Huldu með
hlýhug og þökk í hjarta fyrir góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Samskipti okkar hafa verið lítil
síðastliðin tvö ár enda barátta
hennar við fíknina erfiðari en
nokkru sinni fyrr, en þar áður
þegar vel gekk áttum við frábæra
tíma saman. Alla Hulda var án efa
ein allra fyndnasta manneskja
sem ég hef kynnst, alltaf tilbúin í
allt grín og hláturinn svo mikill og
innilegur, með sitt breiða bros og
frekjuskarðið sem fór henni svo
einstaklega vel. Hún átti svo auð-
velt með að bregða sér í einhvern
góðan karakter og vera með eitt-
hvert spaug, hvort sem það var
hálfgert uppistand, dans eða
söngur, alltaf svo mikið grín, svo
gaman. Hún var með risastórt
hjarta og ef eitthvað bjátaði á
vildi hún allt fyrir alla gera og það
skein alltaf í gegn hvað hún vildi
vel. Dýravinur mikill, elskaði öll
dýr þó svo að hún væri með of-
næmi fyrir þeim svo til öllum. Ég
á ótal dýrmætar minningar um
elsku frænku mína og er mikið
þakklát fyrir tæknina í dag, ég á
ótrúlega mikið til af minningum á
stafrænu formi. Við frænkur
lögðum okkur mikið fram við að
bregða hvor annarri og höfðum
mjög gaman af, sungum hvíta
máva, röðuðum kálblöðum á
hausana á okkur, snérum okkur í
hringi á skrifborðsstólum og
hlupum af stað, það var alltaf svo
gaman og mikið hlegið. Síðast-
liðnir dagar hafa verið erfiðir en í
hvert skipti sem ég fer að skoða
bara þau augnablik sem ég á með
henni í símanum enda ég bros-
andi og hálfhlæjandi, það er ein-
mitt það sem lýsir Öllu best. Al-
veg frá barnsaldri varð ég hænd
að Öllu Huldu og urðum við
Aðalheiður
Hulda Jónsdóttir
✝ AðalheiðurHulda Jóns-
dóttir fæddist 4.
desember 1975.
Hún lést 7. febrúar
2019.
Útför hennar fór
fram 15. febrúar
2019.
frænkurnar mjög
nánar, hef ekki tölu
á því hversu oft við
höfum verið spurðar
hvort við værum
systur við svöruð-
um, ekki alveg, bara
systkinabörn.
Elsku Alla mín,
núna ertu komin á
betri stað, ekki leng-
ur fangi fíkninnar,
núna ertu frjáls.
Með sting í hjarta og miklum
söknuði kveð ég þig, elsku frænka
mín. Hugur minn er hjá yndislegu
börnunum þínum og foreldrum.
Sofðu rótt, fallegi engill. Margs er
að minnast, margs er að sakna.
Elska þig alltaf.
Þín frænka
Sunneva Ævarsdóttir.
Ég sit hér á Spáni og hugsa til
þín, elsku Alla mín, ég hafði allt
eins búist við þessum fréttum en
þær koma samt eins og þungt
högg. Líf þitt hafði verið erfitt,
sérstaklega undanfarin ár sem
voru þér mjög þungbær. Það er
stundum sagt um ungt fólk sem
deyr af völdum til dæmis krabba-
meins og hefur farið í gegnum
mikinn sársauka að það sé hvíld-
inni fegið. Það sama má segja um
fíkilinn, alkóhólistann, á seinni
stigum þess sjúkdóms líður fólk
miklar kvalir, skömm og mikið
niðurbrot. Þú varst orðin þreytt á
að takast á við sjúkdóminn sem
tók alltaf meira og meira frá þér.
Þú sagðir við mig á afmælisdag-
inn þinn að oft hefði það verið
slæmt en aldrei eins og nú. Ég
skynjaði litla sem enga von hjá
þér, það er erfitt að hlusta en geta
lítið gert til bjargar.
Við kynntumst í Færeyjum
sem börn og nutum þar lífsins í
leik við lækinn, í fjörunni og í því
frelsi sem þorpið veitti okkur, æv-
intýrin eru dásamleg hjá börnum
sem leika sér saman áhyggjulaus
í núinu. Það er og verður alltaf
sterk tenging á milli þeirra sem
kynnast á þann hátt sem börn.
Þannig var það hjá okkur, ég
kynntist þér, þessu glaðlynda og
skemmtilega barni sem þú varst.
Seinna flutti ég til Íslands og
hitti þig aftur. Það tók ekki lang-
an tíma að rifja upp gömul kynni
en ég varð fljótlega vör við það að
eitthvað hafði gerst hjá þér,
seinna sagðir þú mér frá skugg-
anum í lífi þínu, þú hafðir verið
misnotuð af fullorðinni mann-
eskju sem barn. Manneskju sem
þú hafðir treyst. Það var erfitt að
horfa á þessa manneskju sem ég
hafði kynnst sem barni í Haldórs-
vík vera komna með svona stórt
ör á sálina. Þegar þú sagðir mér
frá þessu vissi ég strax að þetta
var sannleikur og þú yrðir aldrei
söm og áður. Þú reyndir þitt
besta við það að eiga við lífið en
það gekk misjafnlega, skugginn
var þarna ómeðhöndlaður og það
var þér um megn að lifa með
honum. Því leitaðir þú í áfengi og
lyf til að deyfa þann sársauka sem
barnið þú, Alla mín, hafðir orðið
fyrir.
Ég hef stundum velt því fyrir
mér hvernig þú, Alla, hefðir verið
ef engin skuggi hefði komið inn í
þitt líf. Það er ekki hægt að kenna
öllu um þó að skuggi liti líf en svo
sannarlega hefur hann áhrif sem
oft eru vanmetin.
Þegar ég kynntist Öllu var hún
lífsglöð og áhyggjulaus.
Skemmtilegri manneskju hef ég
varla kynnst, það var oft gaman
hjá okkur og mikið hlegið. Hún
var mikill dýravinur sem að lýsir
henni vel. Hún var mér góð og ég
fann að henni þótti vænt um mig,
Hláturinn, stóra brosið og
væntumþykjan lifa í minningunni
um frábæra manneskju sem við
nú syrgjum.
Alla átti góða að, þá sérstak-
lega foreldra og börn sem stóðu
með henni alla tíð. Hún elskaði
þau heitt og þau hana. Ég sendi
ykkur innilegar samúðarkveðjur
með von um að góður Guð styrki
ykkur í þeirri miklu sorg sem þið
takist nú á við.
Þín vinkona
Eydna Fossádal.
Elsku fallega og hjartahlýja
vinkona mín! Þegar ég vaknaði
við skilaboð um að þú værir farin
frá okkur fylltist ég svo mikilli
sorg og vonleysi. Þú varst besta
vinkona mín og ég á líf mitt að svo
mörgu leyti þér að þakka, þegar
ég var húsnæðislaus í leit að hús-
næði leyfðir þú mér að búa hjá
þér um tíma og tókst á móti börn-
unum mínum með svo miklum
kærleika. Þú varst skemmtileg-
asta, fyndnasta og ein sú stríð-
nasta vinkona sem ég hef átt og
alltaf hafðir þú samband við mig
ef mér leið ekki vel, bara eins og
þú hefðir fundið það á þér. Líf þitt
hafði svo sannarlega ekki verið
auðvelt en alltaf lýstir þú upp líf
annarra með hlátri eða gjöfum
eða bara með því að vera þú. Þú
glæddir hjörtu margra og varst
alltaf boðin og búin að hjálpa
þeim sem minna máttu sín en ég
vildi að þú hefðir verið jafn góð
við þig og aðra. Þú varst svo hæfi-
leikarík á svo mörgum sviðum,
heimilið þitt var svo fallegt og
notalegt að koma til þín. Ég vil
votta foreldrum þínum og börn-
um, sem ég veit að þú elskaðir svo
heitt, mína dýpstu samúð. Ég
elska þig að eilífu.
Þín vinkona
Katrín (Kata).
Mig langar til að minnast vin-
konu minnar hennar Öllu Huldu
með nokkrum orðum.
Við Alla ólumst upp í sömu göt-
unni og erum jafn gamlar, hún
var þó í öðrum bekk, en skólinn
var lítill og bekkirnir líka svo það
skipti ekki miklu máli í hvaða
bekk maður var, allir gátu verið
vinir.
Mér þótti óendanlega gaman
að koma heim með þér eftir skóla,
þú áttir svo mikið barbí og sæti
hundurinn þinn Bobbi sem þú
elskaðir svo mikið tók hressilega
á móti okkur.
Þú varst alltaf svo brosmild,
stríðin og skemmtileg persóna og
hafðir svo sannarlega útlitið með
þér.
Þú varst alltaf tilbúin að rétta
öðrum hjálparhönd. Þú hafðir í
nógu að snúast við að sækja,
skutla, og hlusta á þá sem þurftu
á þér að halda.
Þú elskaðir tónlist og veltir fyr-
ir þér textum og það var alltaf
músík í bakgrunni þar sem þú
varst.
Mér er það mjög minnisstætt
þegar þú spilaðir Never Ever
með All Saints á „repeat“ og við
Elva Björk vorum komnar með
grænar bólur af laginu. Þú stúd-
eraðir texta og hlóst að okkur
þegar við byrjuðum að tuða yfir
hversu oft þú spilaðir lagið.
Elsku Alla, mikið er það sorg-
legt að lífið hjá þér hafi farið á
þann veg sem raun er. Þú áttir
allt það besta skilið, en áttir svo
oft á tíðum erfitt með að elska þig
sjálfa skilyrðislaust.
Það velur enginn að lifa með
þeim sjúkdómi sem þú gerðir og
það er engin leið að skilja af
hverju sumir hafna þar sem þú
hafnaðir.
Það dýpsta í okkur sem mann-
verum er að reyna að lifa því
besta lífi sem við mögulega get-
um, með það í farteskinu sem við
höfum. Þú valdir ekki þinn sjúk-
dóm, þú varst fórnalamb sjúk-
dóms, elsku vinkona.
Við Anton munum að eilífu
minnast þín sem yndislegrar per-
sónu. Það er þér að þakka að við
kynntumst. Ég mun aldrei
gleyma þeim degi þegar þú sagðir
mér að þú þekktir frábæran og
góðan strák sem héti Anton. Þú
vildir endilega kynna mig fyrir
honum, sagðir að við myndum
passa svo vel saman, sem var svo
sannarlega rétt hjá þér.
Þú gafst ekki upp fyrr en ég
hafði farið með þér heim til Ant-
ons og kynnt mig fyrir honum.
Þú varst alltaf svo stolt af því
að hafa kynnt okkur, brostir
breitt og varst stolt í brúðkaupinu
okkar.
Þú elsku vinkona munt ávallt
lifa í hjörtum okkar hjóna.
Við hjónin sendum fjölskyldu
þinni okkar dýpstu samúðar-
kveðjur með von um að þau finni
styrk í kærleika hvert til annars
til að takast á við sorgina.
Elsku vinkona, hvíldu í friði
Hjördís Helga og Anton.
Elsku Alla okkar.
Nú er víst komið að kveðju-
stund og er óhætt að segja að hún
komi allt of fljótt. Það er sárt til
þess að hugsa, hve lífið hefur ver-
ið þér erfitt og ósanngjarnt. Síð-
ustu ár voru mjög erfið, bæði fyrir
þig og okkur sem elskuðum þig af
öllu hjarta, en við komum til með
að minnast þín eins og við þekkt-
um þig best.
Við munum eftir stóra brosinu
þínu, frekjuskarðinu, freknunum
og hlátrasköllunum þínum, en
fyrst og fremst minnumst við þín
fyrir það hversu dásamleg og góð
manneskja þú varst. Þú vildir allt
fyrir alla gera og skipti engu máli
um hvaða greiða þú varst beðin,
alltaf var svarið: „Já já, ekkert
mál.“
Börnin okkar elskuðu að vera
hjá þér og sóttu mikið í þig, það
mátti líka ýmislegt gera sem ekki
mátti heima, t.d. horfa á drauga-
myndir eða baka köku eftir
klukkan 12 á miðnætti svo eitt-
hvað sé nefnt.
Þú varst ótrúlega barngóð og
varst alltaf ánægðust þegar nóg
var af krökkum í heimsókn, enda
fannst þeim alltaf gaman að heim-
sækja Öllu frænku.
Elsku Alla, við söknum þín svo
mikið, en þú átt alltaf stað í hjarta
okkar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
(Úr Hávamálum)
Ástarkveðja,
Guðmundur (Gummi), Lóa,
Diljá Líf og Ýmir Loki.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
MAGNÚS JÚLÍUS JÓSEFSSON
plötu- og ketilsmiður,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn
10. febrúar. Jarðarförin fer fram
frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 20. febrúar klukkan 13.
Böðvar Magnússon
Jósef Rúnar Magnússon
Ragnar Sveinn Magnússon Marjorie Nivin Mota Arce
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku eiginkona mín, móðir og amma,
SVALA HANNESDÓTTIR KASTENHOLZ,
53902 Bad Münstereifel Iversheim
Euskirchener Str. 131,
lést 11. febrúar.
Hún verður jarðsungin 8. marz klukkan 14
frá St. Laurentius-kirkju í Iversheim.
Þeim sem vilja minnast hennar bendum við á líknarfélög.
Með kærleik og þakklæti,
Ulrich, Susanne og Freyja
Kær bróðir minn og frændi okkar,
MAGNÚS INDRIÐASON
frá Húsey í Skagafirði,
er látinn.
Útför hans fer fram frá Goðdalakirkju
laugardaginn 23. febrúar klukkan 14.
Inda Indriðadóttir
systrabörn og fjölskyldur þeirra
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HALLDÓR SVERRIR ARASON,
lést mánudaginn 11. febrúar á Hrafnistu,
Reykjavík.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 21. febrúar klukkan 15.
Ragnheiður Halldórsdóttir
Magnús Emil Bech
Ari Halldórsson Björn Alexandersson
Jóhann Reynir Halldórsson Hilda Julnes
Kristinn Þórður Halldórsson Katrín Elly Björnsdóttir
Helga Halldórsdóttir Brjánn Birgisson
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR KRISTINN ÞÓRÐARSON
bifvélavirkjameistari,
frá Stóragerði, Skagafirði,
lést þriðjudaginn 12. febrúar á HSN
Sauðárkróki.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 22. febrúar
klukkan 15.
Sólveig Jónasdóttir
Þórey Gunnarsdóttir Eiður Baldursson
Jónas Kristinn Gunnarsson Kristín Anna Hermannsdóttir
Brynjar Þór Gunnarsson Sigríður Garðarsdóttir
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞURÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR,
Úthlíð 12,
lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi
sunnudaginn 10. febrúar.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 18. febrúar
klukkan 13.
Laufey Barðadóttir Ævar Guðmundsson
Margrét Barðadóttir
Þorsteinn Barðason Guðrún Þ. Björnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
MÁLFRÍÐUR FINNSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
frá Hvilft í Önundarfirði,
síðast til heimilis í Efstaleiti 14,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu miðvikudaginn 13. febrúar.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 21. febrúar
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á ABC
barnahjálp.
Guðm. Stefán Maríasson Kristín Jónsdóttir
Áslaug Maríasdóttir Skúli Lýðsson
Bryndís H. Maríasdóttir Kristján Einarsson
Árni Maríasson Guðrún Oddsdóttir
Hildur Maríasdóttir Þórður Oddsson
barnabörn og barnabarnabörn