Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 43

Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 43
og er hann með 32 hektara af skógi. Brynjar hefur haft allmikil afskipti af félagsmálum og setið í stjórnum. Hann var meðal annars í sveitarstjórn í Öxarfjarðarhreppi 1974-1991, for- maður Ungmennasambands Norður- Þingeyinga í fimmtán ár, var gjaldkeri skógarbænda á Norðurlandi í sex ár og formaður eldri borgara í Öxarfjarð- arhéraði árin 2003-2018. Brynjar hefur fengið viðurkenningar frá UNÞ, HSÞ, UMFÍ og FRÍ fyrir félagsstörf. „Ég hef frá barnsaldri haft mikinn áhuga á íþróttum, sérstaklega frjáls- um íþróttum og verið virkur sem keppandi, þjálfari og dómari og er með landsdómararéttindi í frjálsum. Ég keppti fyrst á Héraðsmóti UNÞ 1950, og seinast á Landsmóti UMFÍ 50 + árið 2016, vonandi er það ekki allra seinasta mótið.“ Brynjar hefur lengi haft mikinn áhuga á ættfræði, og árin 1995-2009, var hann ritstjóri Ætta Þingeyinga, og komu þá út 13 bindi með myndum af um 1.000 einstaklingum í hverri bók. „Auk þess hef ég tekið saman allmörg niðjatöl, aðallega í sambandi við ættar- mót. Síðustu árin hef ég dundað við að tálga fugla og hitt og þetta, og hefur það verið góð afþreying.“ Fjölskylda Eiginkona Brynjars var Hildur Tor- dis Halldórsson, f. 18. apríl 1943, d. 10. janúar 2010, garðyrkjufræðingur og bóndi. Foreldrar hennar voru Harald og Petra Hurlen og bjuggu á Hildre- stranda í Suðurmæri í Noregi. Börn Brynjars og Hildar eru 1) Harald Pétur Brynjarsson, f. 10. apríl 1963, smiður í Danmörku, maki: Alex- andra Kelpin skrifstofumaður, 2) Atli Viðar Brynjarsson, f. 18. ágúst 1965, búsettur á Húsavík; 3) Sigrún Elín Brynjarsdóttir, f. 17. september 1966, sjúkraliði á Húsavík, maki: Vigfús Þór Leifsson, smiður á Húsavík, börn þeirra eru Brynjar Þór, f. 1986, húsa- smíðameistari, maki. Guðrún Lilja Dan Guðrúnardóttir, þau eiga tvær dætur, Bóel Hildi og Edith Betu; Björgvin Már, f. 1988, skrúðgarð- yrkjumeistari og sölumaður í Eng- landi, maki: Clare Egan; Elísabet Ósk, f. 1995, verslunarmaður á Húsavík; og Bjarni Dagur, f. 1998, vinnur nú við fiskeldi í Öxarfirði; 4) Laufey Halla Brynjarsdóttir, f. 12. nóvember 1967, vinnur við laxeldi og fleira, búsett á Gilhaga 1. Systir Brynjars var Arnþrúður Halldórsdóttir, f. 2. október 1936, d. 27. október 1994, húsfreyja á Gilsbakka, maki: Einar Þorbergsson. „Ég fæddist á Gilsbakka en bjó á Gilhaga en systir mín fæddist á Gilhaga en bjó á Gils- bakka.“ Foreldrar Brynjars voru hjónin Halldór Sigvaldason, f. 27. nóvember 1902, d. 27. september 1988, og Laufey Guðbjörnsdóttir, f. 4. maí 1913, d. 17. september 2005, bændur á Gilhaga. Brynjar Halldórsson Ólína Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja á Kúðá Vigfús Jósefsson bóndi á Grímsstöðum og Kúðá í Þistilfirði Ólöf Vigfúsdóttir húsfreyja á Syðra-Álandi Laufey Guðbjörnsdóttir húsfreyja í Gilhaga Guðbjörn Grímsson bóndi á Syðra-Álandi í Þistilfirði Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Tunguseli Grímur Jónsson bóndi í Tunguseli á Langanesi Benjamín Sigvaldason þjóðsagnaritari í Rvík Grímur Guðbjörnsson bóndi og fjárræktarmaður á Syðra-Álandi Kristín Sigvaldadóttir úsfreyja í Þórunnarseli í Kelduhverfi h Jóhann Jónsson listmálari í Vestmannaeyjum igrún Sigvaldadóttir húsfreyja á Akureyri SSigurður Jóhannessonaðalfulltrúi KEA á Akureyri lína Guðbjörnsdóttir húsfreyja í Rvík ÓHafliði Vlhelmsson rithöfundur Óskar Sigvaldason bifreiðastjóri og ljósmyndari uðbjörg Sigvaldadóttir húsfreyja í Rvík GPálmi Hlöðverssonstýrimaður hjá Landhelgisgæslunni Óskar Guðbjörnsson rak trésmíðaverkstæði á Þórshöfn Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Krossavíkurseli Jósef Vigfússon bóndi í Krossavíkurseli í Þistilfirði Sigurlaug Jósefsdóttir húsfreyja á Gilsbakka Sigvaldi E. Sigurgeirsson bóndi í Ásbyrgi og á Gilsbakka í Öxarfirði Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Þverá Sigurgeir Kristjánsson bóndi á Þverá í Öxarfirði og Hóli í Kelduhverfi Úr frændgarði Brynjars Halldórssonar Halldór Sigvaldason bóndi í Gilhaga í Öxarfirði Skógarbóndinn Brynjar. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Figgjo er norskt hágæða merki í borðbúnaði GLÆSILEGUR BORÐBÚNAÐUR FYRIR HÓTEL OG VEITINGASTAÐIPáll Heiðar Jónsson fæddist 16. febrúar 1934 í Vík í Mýrdal. For- eldrar hans voru Jón Pálsson, f. 1904, d. 2000, mælingafulltrúi, og Jónína Magnúsdóttir, f. 1907, d. 1997, húsmóðir. Páll Heiðar lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1952 og endurskoðunarnámskeiði frá Há- skóla Íslands 1958. Páll stundaði jafnframt félagsvísindi við sama skóla árið 1976. Hann var löggiltur þýðandi og dómtúlkur á ensku. Hann stundaði píanónám við Tón- listarskólann í Reykjavík og síðan orgelleik hjá Páli Ísólfssyni. Páll Heiðar starfaði við endur- skoðun hjá N. Manscher 1953-57 og hjá SÍS 1958-62. Hann var skrif- stofumaður hjá Flugfélagi Íslands í London 1963-71 og árið 1971 hóf hann störf sem dagskrárgerðar- maður hjá RÚV. Síðustu tíu ár ævi sinnar starfaði hann sem löggiltur skjalaþýðandi. Páll Heiðar var brautryðjandi í dagskrárgerð hér á landi og þótti lit- ríkur dagskrárgerðarmaður. Þegar hann hóf störf fyrir Ríkisútvarpið innleiddi hann nýjar aðferðir við dagskrárgerð sem ekki höfðu áður verið notaðar hér á landi en tíðk- uðust í Bretlandi. Um Pál Heiðar er sagt að hann hafi orðið þjóðþekktur maður um leið og rödd hans tók að hljóma í útvarpi þegar hann hóf að flytja fréttir og pistla frá Lundúnum þar sem hann starfaði fyrir Flug- félag Íslands. Hann var upphafsmaður þáttarins í Vikulokin sem enn er á dagskrá Rásar 1, „rás hins hugsandi manns“ eins og hann kallaði hana gjarnan. Eftir hann liggja minnisstæðar þáttaraðir um sjávarútveg þar sem hann fylgdist með sjómönnum, fisk- vinnslufólki og útflutningi. Páll Heiðar eignaðist sjö börn: Jón Heiðar, Erlu Óladóttur, Jó- hönnu Gunnheiðardóttur, Maria Christie Pálsdóttur, Pál Pálsson, Egil Heiðar Anton Pálsson og Viktoriu Jónu Pröll. Páll Heiðar lést 12.11. 2011. Merkir Íslendingar Páll Heiðar Jónsson Laugardagur 90 ára Guðlaugur Tómasson Guðmundur Hörður Guðmundsson Magnúsína Guðmundsdóttir 85 ára Brynjar Halldórsson 80 ára Birna Ásmundsdóttir Olsen Erla Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir Sigvaldi Friðgeirsson 75 ára Hjalti Jóhannsson Sigríður A. Whitt Steinn Sigurðsson Þórður Jóhannsson Þórhallur Aðalsteinsson 70 ára Ásdís B. Pétursdóttir Bjargmundur Björgvinsson Erling Sigurðsson Hildur H. Pálsdóttir Líney Björgvinsdóttir Magnús H. Valgeirsson Valgarð Valgarðsson Vilborg Sigurðardóttir Þorbjörg Ágústa Birgisdóttir Þráinn Sigurbjarnarson 60 ára Auður Jónsdóttir Árni Zophoníasson Bára Ásgeirsdóttir Dallilja Inga Steinarsdóttir Eiður Örn Ármannsson Guðrún Pálína Hinriksdóttir Hjördís Hjartardóttir Jóna Sigurbjörg Arnórsdóttir Laufey Lena Árnadóttir Magnús Þór Karlsson Njóla Elísdóttir Sveinn Rúnar Ólafsson 50 ára Berglind Waage Dorota Chomiczuk Guðmundur Örn Sverrisson Iwona Beata Przydacz Jón Ragnar Ólafsson Marek Julian Zak 40 ára Birgir Freyr Ólafsson Bjarni Sigurgeirsson Bruno S. da Rocha Ferreira Daníel F. M. Gunnlaugsson Davíð Guðbjörn Sigurliðas. Evaldas Banys Georg Franklínsson Gunnar Þór Sigþórsson Gunnsteinn Örn Hjartarson Konráð Guðmundsson Maríanna S. Bjarnleifsdóttir Miroslaw Woronowicz Ólafía Linberg Jensdóttir Ólöf Ingunn Björnsdóttir Sigurþór Einar Halldórsson Vinters Vismins Þórður Örn Björnsson 30 ára Arnar Már Kristjánsson Bryndís Logadóttir Einar Þór Ísfjörð Finnur Kolbeinsson Friðrik Árni Friðriksson Friðrik Hrafn Pálsson Gísli Rafn Guðmundsson Margrét Edda Gnarr Mihaela Bunoiu Nanna Rakel Ólafsdóttir Reynir Tan Tran Sævar Hlynur Jónsson Viðar Berndsen Sunnudagur 95 ára Aðalheiður Einarsdóttir 85 ára Ethel Marita Þorleifsson Kristján Einarsson Páll Magnús Rafn Helgason Snorri S. Welding Styrmir Hreinsson 80 ára Sigurður Skarphéðinsson 75 ára Andrés Jóhannsson Brynja Ágústsdóttir Elín Hrefna Thorarensen Hjörtur Hannesson Jóhannes M. Haraldsson Kolbrún Guðmundsdóttir Óskar Unnsteinn Guðmundsson 70 ára Ágústa K. Magnúsdóttir Elísabet Björnsdóttir Eyjólfur Örn Arnarson Gísli Jónmundsson Guðrún Guðmundsdóttir Guðrún Jóna Kristjánsdóttir Jónína Gunnlaug Ásgeirsdóttir Kristín Pétursdóttir Margrét Ragnheiður Björnsdóttir Peter Holbrook Ragnar Þorvaldsson Sufen Jia Örn Guðmundsson 60 ára Hanna Eyvindsdóttir Helga Stefanía Magnúsdóttir Helgi Garðar Garðarsson Jónbjörn Bogason Sigurlín Sigurðardóttir 50 ára Ásdís Vala Óskarsdóttir Bjarki Páll Jónsson Esther Thor Halldórsdóttir Eva Vala Guðjónsdóttir Guðrún Sonja Kristinsdóttir Helga Hrönn Sigurbjörnsd. Inga Björg Ólafsdóttir Krzysztof Andrzej Bujwid Mikkalína Þ. K Finnbjörnsd. Nerijus Rimsa Steingrímur Birgisson Þórunn Alda Gylfadóttir 40 ára Ásta Særún Þorsteinsdóttir Bessi Jónsson Inga Harðardóttir Jón Oddur Jónsson Kamil Matej Kjartan Vídó Ólafsson Margie Buayaban Ycot Marta María Heimisdóttir Rosel Ylanan Monterola Sigríður Sigurðard. Waage Þorri Björn Gunnarsson Þórður Bragi Jónsson 30 ára Agnar Logi Jónasson Andrej Maslák Ásbjörn Leó Christensen Davíð Már Gunnarsson Ellen Nadia Gylfadóttir Elvar Elvarsson Haukur Magnússon Hákon Andri Víkingsson Hörður Ingi Óskarsson Josephine J. Hilary Nobile Marta Anna Lisowiec Michal Lukasz Grzegórzko Renatas Rimutis Rosie Gen Fajardo Amaro Þórunn Elva Þorgeirsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.