Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 46

Morgunblaðið - 16.02.2019, Síða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Fermingar- myndatökur Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Tvíeykið ROHT samanstenduraf þeim Júlíu Aradóttur ogÞóri Georg Jónssyni. Þau hafa verið giska öflugir merkis- berar íslensks neðanjarðarrokks undanfarin ár, og þá í gegnum ýmis mismunandi verkefni. Blæbrigðin hafa verið ólík á milli verkefna, en í gegnum ROHT er það brjáluð og þyngslaleg keyrsla sem blífur. Þannig grípur Iðnsamfélagið og framtíð þess um kverkarnar á þér frá fyrsta tóni og sleppir ekki tök- unum í þeim átta lögum sem plöt- una prýða. Bera þau nöfn eins og „Ekki neitt“, „Get ekki meira“ og „Ekki snerta mig“. Níhílísk stemning, eins og lögin og plötuheitið bera með sér en samt, það er einhver gáski í gangi um leið. Erfitt að útskýra, en sum lögin fara það langt yfir strikið að bros- viprur koma á andlitið. Á sama tíma er ofsinn svakalegur. Þórir syngur úr sér lungu og lifur, t.d. í „Get ekki meira“ þar sem hann öskrar, líkt og hann sé gjörsamlega búinn á því: „ÉG GET EKKI MEIRA! ÉG Á MÉR ENGAR MÁLS- BÆTUR!“. Skuggalegt, myrkt, skemmtilegt og rokkandi. Þetta getur farið saman og ROHT landar þessu öllu saman með glans. Tón- listin er merkilegur samsláttur af einslags ensku rustapönki („crust Myljandi rokkkeyrsla Rokktvíeyki Júlía Aradóttir og Þórir Georg Jónsson skipa ROHT. punk“) og vélatónlist („industrial“), líkt og Reptilicus hefðu ákveðið að henda í plötu með Amebix. Gítar- hljómurinn er feitur og sargandi, hljóðmyndin jafn svarthvít og um- slagið. Eða eins og félagi minn, Árni Matthíasson, orðaði það: „Ein- falt en frábærlega kraftmikið rokk með hápólitískum heimsósóma- textum … keyrslan er grimm, hljómurinn hrár og Þórir orgar textana af miklum krafti.“ Tónlist er tilfinning, tónlist er viðhorf eða „attitjúd“ og fáar íslenskar sveitir nústarfandi skilja það betur. ROHT gaf fyrst út fimm laga demó í mars 2016, sem var gefið út á forláta hljómsnældu. Hljómurinn er til muna hrárri þar, söngröddin ekki jafn knýjandi og hér og raf- hljóð og -ásláttur undir groddalegri spilamennskunni. Ári síðar, febrúar 2017, kom BLÓÐ?/?HNEFINN?/ ?LÍF út, þriggja laga verk með sam- nefndum lögum. Tveimur mánuð- um síðar kom svo fimm laga sjö- tomma út á Iron Lung, undir heitinu ROHT, og var þá tónlistin farin að færast nær því sem við heyrum hér. Síðasta sumar kom svo út deiliplata með Döpur, sem er verkefni Krumma sem er kenndur við Mínus. Nóg um umsvif eins og sést, og þessi kaldi hljómur þar sem engin grið eða afsláttur eru í boði, hefur mótast hægt og örugglega. Annað sem er lofsvert hvað þetta verkefni varðar er fagurfræðin, allt er svart og hvítt, letrið alltaf stórt og stæðilegt – hart. Þá eru varla til ljósmyndir af sveitinni og upplýs- ingar af skornum skammti hvað til- urð og boðskap sveitarinnar varð- ar. Allt er þetta í góðu jafnvægi við tónlistina sem boðið er upp á. Vegur ROHT erlendis er þá varðaður fallegum orðum og aðdá- endur neðanjarðarrokks á al- þjóðavísu hafa spennt upp eyrun, enda lítið annað hægt, slík eru gæði efnisins. Platan kemur út á banda- ríska merkinu Iron Lung Records sem er með bækistöðvar í Seattle, virt fyrirtæki á sviði neðanjarð- artónlist sem fer út að mörkum þess mögulega. Pressaði fyrirtækið 500 vínyleintök af plötunni en auk þess er hægt að heyra plötuna á Bandcamp. Eða eins og segir í „Ekki snerta mig“: „EKKI SNERTA MIG! ÉG ER AÐ SPRINGA!!!“ » Annað sem er lofs-vert hvað þetta verk- efni varðar er fagur- fræðin, allt er svart og hvítt, letrið alltaf stórt og stæðilegt – hart. Dúettinn ROHT átti eina allra bestu rokk- plötu síðasta árs, plöt- una Iðnsamfélagið og framtíð þess. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is „Ég hef alltaf verið heillaður af hvernig Tom Cruise talar og svarar spurningum í viðtölum í fjölmiðlum. Honum tekst ævinlega að koma því að hann sé bara venjuleg manneskja og fer með alls konar klisjur um sjálfan sig sem slíka. Hann hefur náttúrlega ekki hugmynd um hvern- ig er að vera venjulegur og lýsir sér bara eins og hann heldur að venju- leg manneskja sé eða hann heldur að fólk haldi að venjuleg manneskja sé,“ segir Adolf Smári Unnarsson, handritshöfundur leikverksins Takk fyrir mig, sem leikhópurinn Venju- legt íslenskt fólk frumsýnir kl. 20 í Iðnó á mánudaginn kemur. Adolfi Smára, sem er á síðustu önn á sviðshöfundabraut í Listahá- skóla Íslands, er engin launung á að téð kvikmyndastjarna sé að hluta innblásturinn að leikritinu, sem hverfist um stóru spurninguna hver sé venjulegur. Leikararnir Vilhelm Neto, Júlíana Liborius, Fjölnir Gíslason og Hildur Ýr Jónsdóttir, sem í vor ljúka öll leikaranámi frá Alþjóðlega leiklistarskólanum í Kaupmannahöfn, leita svara við þessari margslungnu spurningu undir leikstjórn Matthíasar Tryggva Haraldssonar og tónlist Friðriks Margrétar. Óvenjuleg verklýsing Svo vitnað sé í vefsíðu leikhópsins var hann stofnaður á þessu ári til þess að spyrja spurninga um venju- legt íslenskt fólk sem fer á venjuleg íslensk leikrit. Ennfremur er tekið fram að Venjulegt fólk samanstandi af mjög venjulegu fólki sem taki að sér óvenjuleg verk. Verklýsingin bendir vissulega til að Takk fyrir mig sé óvenjulegt verk. Adolf Smári samsinnir, en segir leikritið þó fjalla um venjulegt, íslenskt fólk. Fólk sem óvart finnur sig í þeim aðstæðum að vera statt á leiksviði og hafa af einhverjum ástæðum boðið fólki í leikhús. „Síð- an byrjar fólkið bara á sýningunni og veit sjálft varla hvað það er að fara að gera,“ úrskýrir leikskáldið og heldur áfram: „Kannski talar fólkið á sviðinu af sér, eða segir ekki neitt, gleymir jafnvel að syngja lög, sem áttu að koma áhorfendum í stuð og þar fram eftir götunum. Þetta er svolítið eins og martröð hins venjulega manns, sem fer í leikhús og er dreg- inn upp á svið.“ En vitaskuld hafa fjórmenning- arnir ekki verið dregnir nauðugir upp á svið. Þeir eru að leika í leik- riti, áréttar Adolf Smári. „Leikar- arnir fengu textann í hendurnar í upphafi æfinga, þar sem þeir gátu rifið hann í sig, breytt, spunnið upp úr, gert úr honum lag, hreyfingu eða hvaðeina sem þeim dettur í hug. Mér finnst þessi aðferð að vinna með textann og rannsaka hann mjög áhugaverð.“ Tilraunir með texta Til að fyrirbyggja misskilning segir Adolf Smári að tilraunirnar með textann séu eingöngu gerðar á æfingum áður en verkið fer á fjal- irnar í leikhúsinu. Þar sé hins vegar hvergi hvikað frá handritinu, sem þróaðist með þessum hætti á æf- ingaferlinu. „Við erum öll búin að vinna með textann, leikritið er sér- listaverk, síðan verður sýningin annað listaverk.“ Adolf Smári var byrjaður á hand- ritinu þegar bekkjarsystkinin frá danska listaskólanum báðu hann um að skrifa fyrir sig verk. Hann ein- faldlega lauk skrifunum og hafði forgöngu um aðkomu þeirra Matt- híasar Tryggva og Friðriks, en þeir hafa allir unnið mikið saman. „Mér finnst niðurstaða vera eitt- hvað sem vísindamenn koma með, ekki listamenn, því þeir eru alltaf að spyrja,“ segir Adolf Smári þegar hann er spurður hvort leikritið svari því hvað sé að vera venjulegur. Svo fer hann út í heimspekilegar vanga- veltur: „Þegar maður er að reyna að vera venjulegur þá verður maður óvenjulegur, enda er ekki hægt að vera venjulegur því hugtakið er sí- breytilegt og persónulegt hjá hverj- um og einum.“ Adolfi Smára finnst svolítið snúið að skilgreina leikritið sem gaman, drama, ádeilu eða eitthvað annað, eiginlega sé það blanda af svo mörgu og sjálfum finnist honum það rosalega fyndið. „Fólkið sem er óvart búið að bjóða okkur í leikhús, er svo þrúgandi í venjuleika sínum að það er nánast ógnvekjandi,“ segir hann. Hinn þrúgandi venjuleiki  Nýstofnaður leikhópur, Venjulegt íslenskt fólk, frumsýnir leikverkið Takk fyrir mig eftir Adolf Smára Unnarsson  Hvað er að vera venjulegur?  Tom Cruise var að hluta til innblástur Listamannateymi F.v. Adolf Smári Unnarsson, Matthías Tryggvi Haraldsson og Friðrik Margrétar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.