Morgunblaðið - 16.02.2019, Page 49

Morgunblaðið - 16.02.2019, Page 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is „Ég vinn mikið með tíma og hreyf- ingu – breytingu úr einu ástandi yfir í annað. Tíminn hefur verið mér sér- staklega hugleikinn í listinni síðustu tvo áratugina eða svo. Stundum bregð ég svolítið á leik með honum, rugla jafnvel tímaskynið og teygi tímann,“ segir Tumi Magnússon myndlistarmaður sem á laugardag- inn var opnaði sýningu sína Áttir í Listasafninu á Akureyri. Þar birtast tíminn og hreyfingin í vídeó- og hljóðinnsetningum sem rýmisvið- burðir í tveimur sölum og litlum hljóðskúlptúrum ásamt tveimur veggteikningum í þeim þriðja. Önnur vídeó- og hljóðinnsetningin, sem nefnist Áttir eins og sýningin, er varpað á fjóra stóra skjái í öðrum salnum. Í hinum, löngu og mjóu rými, birtist innsetningin, Fótganga, á tólf 24 tommu skjáum sem eru hafðir alveg niðri við gólf, og sýna fætur á hreyfingu. Öfugt við Áttir sjást engir fætur í því verki heldur bara jörðin, sem listamaðurinn filmaði á göngu sinni, og gestir heyra fótatak hans. „Ég er búinn að laga hljóðið til í tíma þannig að fótatakið í báðum innsetningunum er í takt, enda hljóðið ekki síður mik- ilvægt en myndirnar á skjánum. Öll verkin á sýningunni hverfast um ein- hvers konar hreyfingu, aðallega hreyfingu fólks á gangi,“ segir Tumi og gengur inn í þriðja salinn, sem hýsir tvo hljóðskúlptúra úr fundnum hlutum og tvær veggteikningar af símanúmerum. Hljóðið sem þýtur hjá Spurður hvers konar „fundnir hlutir“ myndi ytri umgjörð hljóð- skúlptúranna, segir Tumi þá að þessu sinni annars vegar vera lítið borð og hins vegar vegglampa, sem hann hafi fundið í búð með notaða hluti. Síðan hafi hann lagað hlutina svolítið til og bætt í þá hljóði. Geturðu lýst nánar? „Hljóðið er eitthvað sem þýtur framhjá báðum hlutunum; annar hluturinn stendur á gólfi, hinn hangir á vegg. Öðru hvoru, kannski á mín- útu fresti, heyrir maður eitthvað fara framhjá þeim; Bypass eins og ég kalla verkin einu nafni, af því að ég hef ekki ennþá fundið rétta íslenska orðið. Þú nefndir líka veggteikningar af símanúmerum, hvernig er hægt að teikna símanúmer? „Þegar maður hringir úr takka- símanum sínum, verður til ákveðin teikning sem speglast í ferli fingurs- ins yfir lyklaborðið. Þessar síma- númerateikningar eru engin nýlunda hjá mér, ég hef öðru hvoru gert svona verk alveg frá árinu 2002, ým- ist á pappír eða fundnar plötur.“ Símanúmeraverkin eru engin smá- smíði, heldur þekja þau næstum tvo heila veggi. Á löngum listferli hefur Tumi enda fremur fengist við stærri verk en smærri. Stundum eru fyrir- myndirnar þó ofursmáar en verða tröllauknar í verkunum, til dæmis risastórar ljósmyndir af hans eigin nefi, munni eiginkonunnar, eyra son- ar hans og auga dótturinnar á sýn- ingunni Fjölskylduportrett árið 2000 í Listasafni Íslands. Margir miðlar myndlistar Síðan Tumi útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands og síð- ar AKI í Enschede í Hollandi hefur hann unnið við flesta miðla myndlist- arinnar. „Í náminu var ég aðallega að fást við 8 mm kvikmyndir, ljósmyndir og smáskúlptúra. Upp úr 1980 til alda- móta fór ég meira yfir í málverk í hlutbundnum stíl sem þróuðust smám saman í átt að hugmyndalegu málverki og innsetningum þar sem tíminn og rýmið eru aðalviðfangs- efnið. Um svipað leyti byrjaði ég að nota meira ljósmyndir og fella þær inn í rými sem einangraða hluti þannig að þær pössuðu á heilan vegg og úr varð samruni á milli myndar og veggsins.“ Spurður hvort sjá megi persónu- einkenni í verkum hans í hinum mörgu miðlum myndlistarinnar, seg- ir Tumi það felast í nálgun hans á við- fangsefninu og hugsuninni að baki. „Það eru því alls konar karakter- og höfundareinkenni í verkunum mín- um, sem koma kannski fram á mis- munandi hátt með mismunandi að- ferðum. Ég hef alltaf haft dálítið gaman af að breyta til og finna ein- hverjar nýjar vinnuaðferðir, þótt ég sé auðvitað í grunninn alltaf sami maðurinn.“ Og sá maður var prófessor við Listaháskóla Íslands frá 1999 til 2005, þar til hann var ráðinn prófess- or við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn og fluttist búferlum til borgarinnar. Þar býr hann enn og hefur „bara“ verið starfandi mynd- listarmaður, eins og hann segir, síðan hann hætti að kenna árið 2011. Hann kveðst halda eina eða tvær einkasýn- ingar á hverju ári og alltaf taka þátt í einhverjum samsýningum á Íslandi sem og í Danmörku og öðrum lönd- um. Listamannavinna Eins og títt er um Íslendinga sem búa í útlöndum, talar hann um Kaup- mannahöfn sem heima þegar hann er á Íslandi og öfugt. „Ég er með vinnu- stofu heima í Kaupmannahöfn, þar sem ég vinn flest mín verk og alla eft- irvinnsluna, klippingu og þvíumlíkt,“ segir Tumi, sem dvelur á hverju sumri á Íslandi, mest á Seyðisfirði. Sýningin Áttir stendur í tvo mán- uði og listamaðurinn verður hér á landi í einn. Spurður hvort hann verði í fríi eða við vinnu svarar hann að eins og aðrir listamenn viti hann aldrei almennilega hvenær hann sé í fríi eða að vinna – listin sé vinna og vinna listin. Morgunblaðið/Hari Heima og heiman Tumi Magnússon á vinnustofu föður síns, Magnúsar Pálssonar myndlistarmanns í Reykjavík. Áttir Vídeó- og hljóðinnsetningin Áttir birtist á fjórum stórum skjáum. Tímaskyn Tuma  Tíminn og rýmið eru viðfangsefni Tuma Magnússonar á sýningunni Áttir í Listasafninu á Akureyri  Vídeó- og hljóðinnsetningar  Hljóðskúlptúrar og veggteikningar Útón, þ.e. Útflutningsmiðstöð ís- lenskrar tónlistar og STEF, Sam- band tónskálda og eigenda flutnings- réttar, halda námskeið um tónlistar- forleggjara (e. publishing) á Kex hosteli um helgina. Hefst það kl. 9 í dag og lýkur kl. 16 og kl. 10 á morgun og lýkur kl. 16.30. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði er varða tónlistarforleggjara (e. music publ- ishing) fyrir tónlistarmenn, umboðs- menn, og aðra sem áhuga hafa á tón- listariðnaðinum, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að tónlistarforleggjarar séu ekki útgáfufyrirtæki heldur höf- undarréttarfyrirtæki á frjálsum markaði og að lítil hefð sé fyrir tón- listarforleggjurum hér á landi sökum þess að STEF hafi séð um skráningu verka og söfnun tekna fyrir opinber- an flutning. „Með minnkandi sölu geisladiska hefur tekjumódel tónlist- arfólks færst meira yfir í sölu tónlist- ar í hverskonar myndefni og flutning á öðrum vettvangi og þar hefur myndast meiri hvati fyrir tónlistar- forleggjara að vinna að flutningi á ýmsum vettvangi, meðal annars í myndefni og af öðrum höfundum, sem dæmi,“ segir í tilkynningunni. Hins vegar sé umhverfið að breytast hratt og svokallaðir tónlistarforleggj- arar eða „publishing“ fyrirtæki hafi sýnt íslenskum tónlistarmarkaði áhuga í meira mæli en áður. Því sé nauðsynlegt að bjóða upp á frekari fræðslu um fyrirbrigðið áður en fólk fari að skrifa undir samninga. Nokk- uð hefur verið um að fólk hafi skrif- að undir samn- inga við tónlistar- forlög án þess að leita lögfræðiálits. Umræðuefni námskeiðsins verða af ýmsu tagi og þá m.a. rætt um hvert sé hlut- verk tónlistarforleggjara, hvaða þjón- ustu þeir veiti, rætt um samninga við tónlistarforleggjara og hvað beri að varast hvað þá varðar. Þá verður einnig fjallað um hvernig tónlistar- forleggjarar koma að leyfissamn- ingum og hljóðsetningarsamningum (sync), vinnu meðhöfunda eða „co- writing“ eins og það heitir á ensku og hverju tónlistarmenn eiga að leita eft- ir þegar þeir velja sér tónlistar- forleggjara. Margir erlendir fyrirles- arar verða á námskeiðinu, m.a. Kerstin Mangert frá Arctic Rights Management í Noregi, Pam Lewis frá Rudden, Plutonic Group í Bret- landi, Colm O’Herlihy frá hinu ís- lenska Bedroom Community, Guðrún Björk Bjarnadóttir frá STEF, Atli Örvarsson tónskáld og tónlistarmað- urinn Ben Frost. Skráning á námskeiðið fer fram með pósti á netfangið info@stef.is og þarf að gefa upp tengiliðaupplýsingar og kennitölu. Námskeiðið kostar kr. 7.900 og er hádegismatur innifalinn og aðrar veitingar . Meðlimir STEF fá 20% afslátt. Fræðst um forleggjara Atli Örvarsson Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 15. mars Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 11. mars. SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.