Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Síða 16
ÚTTEKT 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2019 Persónuverndarreglugerð ESB hafði ekkitekið gildi þegar ég skrifaði ritgerðinaen var í mótun, því drög að henni voru lögð fram 2012 af hálfu framkvæmdastjórnar ESB,“ segir lögfræðingurinn Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, en í júní í fyrra var reglugerðin innleidd hér á landi með lögum um persónu- vernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/ 2018. Í aðildarríkjum Evrópusambandsins tók þessi nýja persónuverndarlöggjöf gildi í maí sama ár og fjallar hún m.a. um vernd ein- staklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýs- inga og frjálst flæði slíkra upplýsinga. „Persónuvernd og meðferð persónuupplýs- inga var afar áberandi í samfélagsumræðunni á síðasta ári, ekki bara vegna tilkomu hertra reglna á sviði persónuverndar, heldur líka vegna persónuverndarbrota sem hafa átt sér stað, eins og hjá Facebook, í tengslum við Cam- bridge Analytica-skandalinn,“ segir Heiðdís og rifjar upp atvik þess máls. „Þar komst greiningar- og ráðgjafarfyrir- tækið Cambridge Analytica yfir persónu- upplýsingar um 50 milljón Facebook-notenda, án þeirra samþykkis eða vitneskju, en Cam- bridge Analytica hefur meðal annars unnið fyr- ir framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Brexit-hreyfinguna í Bretlandi. Talið er að upplýsingarnar hafi m.a. verið notaðar í að- draganda bandarísku forsetakosninganna 2016 til þess að dreifa falsfréttum og áróðri með markvissum hætti á Facebook.“ Heiðdís bendir á að með því að nota sam- félagsmiðla, öpp og leitarvélar á netinu séum við oftar en ekki að samþykkja að persónu- upplýsingum um okkur sé safnað. „Til dæmis upplýsingum um það hvaða áhugamál og skoð- anir við höfum og aðrar upplýsingar sem snúa að persónuleika okkar og aðstæðum. Þessar upplýsingar eru svo greindar og niðurstöð- urnar notaðar til að gera auglýsendum kleift að beina sérsniðnum auglýsingum að ein- staklingum og auglýsa þannig með markvissari hætti. Út á þetta gengur viðskiptamódel fyr- irtækja eins og Google og Facebook. Á móti fáum við þessa þjónustu frítt. Talað hefur verið um að persónuupplýsingar séu í raun olía 21. aldarinnar. Þetta er nýja skiptimyntin.“ Dómstóllinn Google Eitt ákvæði í nýju persónuverndarlögunum snýr að því að styrkja réttinn til að gleymast. Árið 2014 staðfesti Evrópudómstóllinn að rétt- urinn til að gleymast væri fyrir hendi í þágild- andi persónuverndarlöggjöf og ætti við um Google-leitarvélina. „Málið varðaði spænskan mann sem vildi að gömul frétt, sem tengdist fjárnámi hjá honum, yrði fjarlægð úr leitarniðurstöðum Google. Hann vann málið en dómurinn hafði þó ekki í för með sér að fréttamiðlinum bæri að eyða efninu, einungis að Google bæri að eyða leitarniðurstöðunni,“ segir Heiðdís og nefnir að nú sé tekist á um það fyrir Evrópudómstólnum hvort rétturinn til að gleymast gildi um allan heim eða hvort gildissviðið taki einungis til EES-svæðisins. „Hinn 10. janúar sl. birtist álit lögsögumanns dómstólsins í málinu en það er talið gefa vís- bendingu um endanlega dómsniðurstöðu. Nið- urstaða lögsögumannsins var sú að rétturinn til að gleymast væri bundinn við EES-svæðið. Þetta þýðir að ef Íslendingur sækir um réttinn til að gleymast yrðu leitarniðurstöður fjar- lægðar af google.is en yrðu t.d. áfram aðgengi- legar í gegnum bandaríska IP-tölu á google- .com. Það takmarkar strax þennan rétt,“ segir Heiðdís. „Segja má að Evrópusambandið hafi lofað svolítið upp í ermina á sér með því að tala um „réttinn til að gleymast“ af því að rétturinn er alls ekki alger.“ Heiðdís útskýrir að ef skylda til að fjarlægja efni á grundvelli réttarins til að gleymast gilti á heimsvísu myndi það skerða upplýsingarétt að- ila utan Evrópu. Þá gætu aðilar í ríkjum utan EES, t.d. í Kína, Sádi-Arabíu og Rússlandi, allt eins nýtt sér þennan rétt til þess að fjarlægja efni á netinu sem þeir teldu óæskilegt, og tak- markað þannig aðgang íbúa annarra ríkja að upplýsingum. „Þannig væri hægt að misnota þessi réttindi. Það væri í raun ritskoðun á netinu, sem fæstir vilja sjá.“ Heiðdís segir einstaklinga geta sótt um að láta fjarlægja vefhlekki sem birtast í leitarnið- urstöðum tengdum þeim og þeir vilja ekki að aðrir sjái. Google þarf þá að ákveða hvort það verði við þeirri bón. Síðan 2014 hefur Google fengið 655.000 beiðnir þar sem farið var fram á að tvær og hálf milljón hlekkja yrði fjarlægð af netinu. Google samþykkti að fjarlægja 43,4% hlekkjanna. Er þá ekki Google orðinn að dómstóli? „Jú, það er nokkuð til í því, við erum búin að framselja vald til takmörkunar á tjáningarfrelsi í hendur bandarísku einkafyrirtæki. Ef Google hafnar beiðni um eyðingu hlekkja er hægt að kæra það til persónuverndarstofnunar í hverju landi fyrir sig, hér hjá Persónuvernd. En þetta hefur verið gagnrýnt fyrir það að þetta geti leitt til allsherjar ritskoðunar og haft áhrif á upplýs- ingarétt almennings. Hugmyndafræðin á bak við réttinn til að gleymast gengur út á það að fólk eigi að hafa forræði yfir eigin persónu- upplýsingum og að smáglæpir og fortíðarafglöp fylgi fólki ekki um aldur og ævi á netinu,“ segir Heiðdís og nefnir að stundum komi fyrir að beiðni um að láta fjarlægja upplýsingar verði þó til þess að vekja athygli á nákvæmlega því sem fólk vilji fela. Hún nefnir dómsmál Spán- verjans frá árinu 2014 sem dæmi um þetta. „Þessi maður hafði óskað eftir því að gömul frétt um fjárnám yrði fjarlægð af netinu því hún hefði skaðleg áhrif á viðskipti hans og fór hann alla leið fyrir Evrópudómstólinn til þess að fá fréttina fjarlægða. Nú eru til þúsundir leitarniðurstaðna sem tengjast nafninu hans og þessu máli og þessu fjárnámi! Þetta hafði því algjörlega öfug áhrif í hans tilfelli,“ segir hún. Heiðdís segir fjölmiðla fá tilkynningar frá Google ef fjarlægðir séu hlekkir af þeirra miðli. Áhyggjuefnið er samfélagsmiðlarnir Heiðdís Lilja Magnúsdóttir er lögfræðingur hjá fjölmiðlanefnd en hún skrifaði meistararitgerð í lögfræði árið 2014 um réttinn til að gleymast. Nú þegar ný lög um persónuvernd eru orðin að veruleika er að mörgu að huga. Heiðdís hefur áhyggjur af misnotkun upplýsinga á netinu sem hún segir jafnvel geta skaðað lýðræðið. F áir í heiminum í dag myndu velja til- veru án internetsins. Netið er sam- ofið okkar lífi frá morgni til kvölds og treystum við á það til að fræðast, afla upplýsinga, eiga í samskiptum við annað fólk og leika okkur. Mörg okkar eiga Google-reikning og flest erum við á mörgum samfélagsmiðlum. Þar setjum við inn bæði myndir og upplýsingar sem fleiri en aðeins vinir okkar geta séð. Aðrir geta notfært sér þessar upplýsingar, oftast í auglýsingaskyni en stundum í vafasömum tilgangi en persónu- upplýsingar fólks eru í dag mjög verðmætur gjaldmiðill. Persónupplýsingar eru heit sölu- vara sem mörg fyrirtæki vilja eignast til þess að geta náð til markhópa sem passa þeim, og þar með græða þeir meira. Á leitarvélum eins og Google eru upplýs- ingar sem geymast um ókomin ár og stund- um er sagt að þær hverfi aldrei og eins geymir Facebook aragrúa upplýsinga um fólk. Þegar farið er að grúska í þessum mál- um vakna spurningar. Skiptir einhverju máli að hægt sé að nálgast upplýsingar um mann og þá af hverju? Er hægt að vera ósýnilegur í heimi netsins? Er hægt að losna undan aug- lýsingaflóði samfélagsmiðlanna? Hefur net- notandi forræði yfir eigin persónuupplýs- ingum? Blaðamaður fór á stúfana og leitaði svara. Google veit ýmislegt um þig Mörg okkar tengjast Google og ef þú ert með Google-reikning geymir Google ýmsar upp- lýsingar um þig. Ef kveikt er á símanum þín- um er til dæmis hægt að sjá hvar þú ert hverju sinni og hægt er að rekja allar þínar ferðir. Google veit um allt sem þú hefur skoð- að á netinu en hægt er að eyða því sem maður gerir, á því tæki sem það er framkvæmt. Ef þú ferð í „history“ og eyðir slóðinni þinni er samt líklegt að hún fyrirfinnist á öðru tæki þér tengdu en hægt er að eyða öllu út ef þú at- hugar öll tækin þín. Google getur „lesið“ allan tölvupóstinn þinn og notað upplýsingar þaðan Ofurseld internetinu Getty Images/iStockphoto Tilvera okkar er samofin internetinu og fæst okkar vildu vera án þess. Á sama tíma er okkur umhugað um að persónuupplýs- ingar okkar séu ekki notaðar í vafasömum tilgangi. Með nýrri tækni og nýjum tækjum er í auknum mæli hægt að fylgjast með okkur og upplýsingar um okkur ganga kaupum og sölum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.