Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Blaðsíða 18
ÚTTEKT 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2019 Siri, Alexa, Cortana, Bixby og Go- ogle eru orðin „fjölskylduvinir“ á mörgum heimilum. Apple bjó til Siri, Google kallar „sinn mann“ ein- faldlega Google, Microsoft bjó til Cortana, Samsung bjó til Bixby og Amazon býður upp á Alexu. Fyrir ykkur sem vitið ekkert hvað um ræðir, þá eru þetta snjallþjónar; nokkurs konar rafrænir ósýnilegir „þjónar“ sem hjálpa til með allt milli himins og jarðar. Hægt er að spyrja um alla skapaða hluti, biðja um ákveðna tónlist, hækka og lækka, spyrja um veður, láta minna sig á hluti. En einnig er hægt að biðja um að kveikja og slökkva ljós, hækka og lækka hita- stigið innandyra, opna dyr og glugga, athuga hvað er til í ísskápnum o.s.frv. En til þess að þetta sé hægt þarf að tengja heimilstækin, raftæk- in, ofna og slökkvara við netið og getur það verið ansi kostnaðarsamt. Margir fjárfesta í snjallhátölurum sem svara þeim þegar spurt er og nota snjallþjóninn fyrir einfalda hluti, eins og að senda skilaboð, lesa upp- hátt dagskrá dagsins o.s.frv. Þannig getur þjónninn skemmt þér, svarað spurningum og stjórnað öðrum heimilistækjum. Þú notar röddina til þess að stjórna og kallar t.d.: Ok Go- ogle, Hey Cortana, Bixby, Hey Siri eða Alexa og berð svo upp erindið. Þetta getur verið afar hentugt og þægilegt og létt fólki lífið. Þó þarf að varast hvað maður biður um. Til er saga af stúlku sem bað Alexu um dúkkuhús og dúkkuhúsið birtist með póstmanninum daginn eftir. Þá hafði hún í raun sagt Alexu að kaupa dúkkuhúsið á Amazon og var visa- kortið tengt Amazon. Eru snjallþjónar njósnarar? En eru þessir snjallþjónar að hlusta á allt sem þú segir og geyma það? Og geta þeir notað þær upplýsingar á einhvern hátt, t.d. með því að finna út hvaða auglýsingar myndu höfða til þín? Ef tekið er dæmi af Alexu sem Amazon á, þá tekur hún ekki upp allt sem þú segir og geymir. Hins vegar er búið að skrá nokkur lyk- ilorð og þegar þú segir þau orð, er það tekið upp og geymt í skýi. Not- endur geta heyrt hvað hefur verið tekið upp í gegnum app á símanum sínum og eytt því sjálfir. Ástæðan hjá Amazon fyrir því að geyma þessar upplýsingar er sú að þeir vilja byggja upp prófíl um þig sem þeir nota svo til þess að reyna að selja þér hluti sem þú ert líkleg(ur) að vilja kaupa; vörur sem eru að sjálfsögðu seldar í gegnum Amazon. Þeir selja ekki þriðja aðila þessar upplýsingar, enda væru þeir þá að skemma fyrir sér með því að selja samkeppnisaðilum upplýsingarnar. Amazon geymir einnig upplýsingar um alla þá sem þú hefur samband við. Það er því nokkuð til í því að þess- ar tölvur séu í raun alltaf að hlusta og notfæra sér þær upplýsingar; að þeirra sögn til þess að auðvelda þér lífið. Í fyrra gerðist það að Amazon Echo-snjallþjónn var orðinn „vitni“ í morðmáli. Tvær konur voru myrtar í janúar 2017 og hefur dómari nýlega dæmt Amazon til að láta réttinum í té afrit af hljóði frá deginum sem þær voru myrtar. Talið er að þær upplýsingar gætu nýst til þess að upplýsa málið en einn maður hefur verið handtek- inn. Til gamans má geta að þú getur látið snjallþjóninn kalla þig hvað sem þú vilt. Þannig getur þú fengið að vera Yðar hátign, Mr. Cool eða hvað sem þér dettur í hug. Veggirnir hafa eyru Það er vitundarvakning í persónuvernd-inni,“ segir Elfur Logadóttir, lögfræð-ingur hjá ERA, ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir tæknifyrirtæki. Elfur segir að nýju persónuverndarlögin sem tóku gildi í Evrópu í fyrra byggist í grunn- inn á reglum sem voru til staðar. „En það sem nýja reglugerðin gerir er í raun að bæta rétt einstaklinga og valdheimildir eftirlitsstofnana, þar á meðal að setja á sektarheimild, sem er svipa sem virðist hafa virkað, til þess að auka vitund og þekkingu fólks á persónuvernd. Við sem höfum nördast í persónuvernd í öll þessi ár erum sammála um að þetta sé góð upp- færsla, en þetta byggist á gamalli tilskipun Evrópusambandsins frá 1995, sem innleidd var á Íslandi árið 2000. Betri réttindi fyrir ein- staklinga eru alltaf af hinu góða og gott að setja afl í baráttuna við stóru upplýsingafyr- irtækin. En að miklu leyti til eru þetta reglur sem hafa alltaf gilt; það hefur bara lítið verið farið eftir þeim. Það sem er fyrst og fremst verið að gera er að skikka fyrirtæki betur til þess að veita upplýsingar um það sem þau eru að gera,“ segir Elfur. „Upplýsingar eru góðar í grunninn. En upplýsingar er hægt að nota bæði til góðs og ills. Það eru til dæmi, bæði hér og erlendis, um mjög góða hluti sem fyrirtæki eru að gera með upplýsingar sem þau safna. En svo eru frægari dæmi um fyrirtæki sem eru að gera mjög slæma hluti með upplýsingar,“ segir hún. „Svo eru sum fyrirtæki með góðan ásetning um notkun upplýsinga en eru hreinlega kæru- laus og upplýsingar komast í hendur þeirra sem hafa annan ásetning í huga.“ Verðmætin í persónuupplýsingum Að sögn Elfar er verið að selja persónuupplýs- ingar á milli fyrirtækja en oftar er verið að selja aðgang að einstaklingnum. „Það er mikilvægt að átta sig á að það eru til margir gagnagrunnar og því eru margir að- ilar sem hafa mynd af þér. En kannski er hægt að segja að tveir aðilar, Facebook og Google, hafi fullkomna mynd af þér en allir hinir ófullkomna. Það er í raun ekkert sem Google veit ekki um þig. Og jafnvel þótt Google viti ekki nafnið þitt skiptir það engu máli; þeir vita allt hitt og það eru mikil verð- mæti. Facebook veit líka allt um þig, og auð- vitað nafn þitt. Allar upplýsingar eru notaðar til þess að skapa prófíl um þig og mynda skoð- un á því hvernig einstaklingur þú ert, í þeim tilgangi að selja upplýsingar og aðgang að þér,“ segir Elfur. „Þeir sem eru með Gmail-reikning eru með því að gefa Google aðgang að öllum þeim upp- lýsingum sem koma fram í tölvupóstum. Google veit við hvern þú talar, um hvað þú tal- ar og hvaða skjöl þú sendir á milli. Allt það er notað til að búa til betri prófíl af þér,“ segir Elfur og nefnir að til séu leiðir til þess að kom- ast hjá þessu. „Fyrsta skrefið er að nota ekki Google. Það hefur miklar afleiðingar og ekki víst að þú getir sleppt því. Þetta snýst líka um hvaða upplýsingar þú sættir þig við að séu þarna,“ segir Elfur. „Oftast er tilgangur upplýsingasöfnunar, góða markmiðið, að hafa betri upplýsingar til að geta tekið betri ákvarðanir til að geta veitt þér betri þjónustu. Það viljum við öll og það þýðir aukin þægindi fyrir okkur. Þá fáum við meira af því sem við viljum og minna af því sem við viljum ekki,“ segir Elfur og tekur dæmi af auglýsingum, en prófíllinn sem Go- ogle og Facebook eiga um einstaklinga stjórn- ar upp að vissu marki hvað er auglýst hjá hverjum og einum. „Ég hef ekki áhuga á vaxtarrækt og myndi ekki vilja sjá slíkar auglýsingar, en myndi gjarnan vilja sjá auglýsingar um jóga sem ég hef áhuga á,“ segir Elfur en segir að auðvitað geti auglýsingarnar verið hvimleiðar og missi oft marks. „Sættum við okkur við auglýsingar sem við viljum sjá? Erum við þá kannski að segja að upplýsingar um okkur séu af hinu góða, og jafnvel væru þær betri því nákvæmari sem þær yrðu? Því núna eru þær augljóslega ekki nógu góðar. Það er því ákveðin mótsögn í þessu.“ Treysti ekki Facebook Talinu víkur að Facebook og Elfur segist ekki treysta Facebook þrátt fyrir öll loforð hjá fyr- irtækinu um að bæta sig. „Facebook hefur alltaf sagt að það sé „góði gæinn“ og fyrir- tækið hefur oft sagst vera með allt sitt á hreinu. Reynslan hefur sýnt að raunveruleik- inn er annar og þess vegna treysti ég ekki Facebook. En ég gef því samt fullt af upplýs- ingum sem ég ætti ekki að gera. Það veit ým- islegt um heilsu mína, stjórnmálaskoðanir, hvenær ég er í góðu skapi og hvenær ekki,“ segir hún. „En hef aldrei tekið þátt í neinum Facebook-- leikjum. En það er kannski líka vegna þess að ég lærði persónuvernd og ég hef unnið við að vernda persónuupplýsingar frá því áður en Fa- cebook var stofnað. Ég fór þangað inn með gal- opin augu. Ég vissi hverju ég stóð frammi fyrir; vissi að fyrirtækið gengur hreinlega út á það að fá að vita sem mest um fólk,“ segir hún. „Þeir vita allt um mig, þeir selja aðgang að mér og jafnvel selja þeir upplýsingar um mig og ég sætti mig við það. En auðvitað reyni ég að takmarka hvað ég set þarna inn og ég nota helst ekki Messenger. Facebook á líka Whats- App þannig að ég nota það ekki heldur; traust mitt er ekki á þeim stað. Vandamál mitt gagn- vart öllum þessum öppum sem þeir eiga er að ég trúi ekki því sem þeir segja.“ Elfur bendir á að með því að nota Facebook til að logga sig inn í önnur öpp sé maður í leið- inni að gefa Facebook enn meiri upplýsingar. „Facebook vill að sem flestir noti þá þjónustu því það heldur áfram að auka þekkingu þess á Elfur Logadóttir er lögfræðingur með meistaragráðu í upplýsinga- og samskiptatæknirétti. Hún segir upplýsingar vera af hinu góða en auðvelt sé að misnota þær og brjóta á rétti einstaklingsins. Hún treystir ekki Facebook og vill að fólk hugi vel að því hvað það sé að samþykkja á netinu. Elfur Logadóttir segist ekki treysta Facebook. „Ekkert sem Google veit ekki um þig“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.