Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Síða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2019
morguninn eftir á barnaheimili í Laugarnesinu
með það fyrir augum að við tækjum hann að
okkur. Við þurftum því að taka ákvörðun strax
og þar sem okkur fannst við vera tilbúnir lét-
um við slag standa. Drengurinn hafði að von-
um átt erfitt uppdráttar, var vanræktur og
sárvantaði heimili, ást og umhyggju. Hann
bræddi okkur strax þar sem hann var bros-
mildur að leik við starfsmann barnaheimilis-
ins. Maður klökknaði.“
Lenti á vegg
Andri Jón Lárusson Sævarsson hefur haft
djúpstæð áhrif á föður sinn en til að byrja með
var Sævar alls ekki sannfærður um að hann
réði við hlutverkið – að bera ábyrgð á barni.
„Við Lárus höfðum farið á námskeið og töldum
okkur vera ágætlega undirbúna þegar við
fengum drenginn. Þegar hann var síðan kom-
inn inn á heimilið lenti ég hins vegar á vegg.
Ég kem til með að hafa mótandi áhrif á þetta
barn! hugsaði ég með mér. Í því er fólgin gríð-
arleg ábyrgð sem ég vissi ekki hvort ég myndi
rísa undir. Lárus var hins vegar eins og klett-
ur við hliðina á mér og dró mig áfram. Án hans
hefði þetta aldrei gengið upp.“
Þetta nýja fjölskyldumynstur knúði á um
uppgjör við fortíðina. „Til að ala son minn upp
þarf ég að vera heilsteyptur karakter. Eigi
hann að vera ærlegur og opinn gagnvart mér
þarf ég að geta verið það á móti. Þess vegna
þurfti ég að vinna í mínum málum og tryggja
að ég yrði ekki röng fyrirmynd.“
Hin ástæðan fyrir því að Sævar fór að
vinna í sínum málum var að skjólstæðingur
leitaði til hans. Ungur maður sem orðið hafði
fyrir kynferðislegri misnotkun sem barn.
„Málið vakti strax áhuga minn, var sláandi.
Ég stóð með drengnum og undirbjó málið vel
enda er ég alltaf 100% á bak við mína skjól-
stæðinga.“
Áhrifin af þeirri vinnu urðu á hinn bóginn
ekki bara fagleg, heldur einnig persónuleg.
„Við skýrslutöku hjá lögreglu fór hann að
lýsa misnotkuninni sem hann sætti og við
það vöknuðu hjá mér gróteskar minningar úr
eigin bernsku. Ég man eftir að hafa setið
þarna og horft á hann: Rosalega er hann
duglegur að stíga svona fram og tala um
þetta. Það kom róti á mínar eigin tilfinn-
ingar.“
Ríghélt í ermina á honum
Sjálfsskoðunin leiddi til þess að Sævar hætti
að drekka árið 2017 og segir hann það hafa
greitt fyrir ferlinu. Hann fór í viðtalsmeðferð,
ekki hefðbundna áfengismeðferð. „Eftir á að
hyggja var ég mjög illa settur. Var farinn að
drekka ótæpilega. Ég áttaði mig bara ekki á
því. Vann bara og vann.“
Uppgjörið hefur gjörbreytt lífi Sævars.
„Maður nær aldrei almennilegu jafnvægi í líf-
inu hafi maður ekki gert upp við fortíðina.
Maður nær heldur ekki fram sínum mark-
miðum sem faðir, maki, vinur og lögmaður.
Nær ekki að vera 100% til staðar. Gegnum tíð-
ina var alltaf lítill átta ára gamall logandi
hræddur strákur við hlið mér – sem ríghélt í
ermina á mér. Og ég hafði aldrei burði til að
taka utan um hann, hugga hann og segja hon-
um að ekkert væri að óttast. Þess í stað ýtti ég
honum bara frá mér.“
– Er litli drengurinn horfinn í dag?
„Nei, hann mun fylgja mér alla tíð. En í stað
þess að hann hangi í mér, þá leiðumst við núna
í gegnum lífið.“
– Hvernig hugsarðu til fólksins sem misnot-
aði þig?
„Ég er búinn að fyrirgefa því.
Í dag er hvorki til hatur né beiskja í mér. Og
það sem hjálpaði mér mest var að fyrirgefa.
Fyrirgefningin er ekki síður mikilvægt atriði á
þessari vegferð en uppgjörið sjálft. Væri ég
ennþá fullur af reiði væri ég ekki á góðum stað
í lífinu og gæti örugglega ekki sinnt mínu
starfi og verið góður maki og faðir. Ég var svo
lánsamur að hafa yndislegar eldri konur í
kringum mig þegar ég var að vaxa úr grasi og
þær kenndu mér að fátt væri eins mikilvægt í
lífinu og fyrirgefningin.“
Trúin veitti styrk
– Þetta hljómar eins og þú sért trúaður?
„Já, ég er það og hef alltaf verið. Trúin hefur
„Við eigum mjög vel skap saman,
feðgarnir, erum báðir stríðnir og
kappsamir og húmorinn liggur á
áþekku sviði. Ég er þakklátur fyrir
hverja einustu stund með syni mín-
um,“ segir Sævar Þór um son sinn,
Andra Jón Lárusson Sævarsson.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon