Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Blaðsíða 17
10.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
„Þá hafa sumir brugðist við með því að birta
fréttina bara aftur, undir nýrri fyrirsögn. Eða
birta frétt um að fréttin hafi verið fjarlægð.
Fjölmiðlar hafa með þessu verið að andmæla
þessu fyrirkomulagi.“
Að skoða friðhelgistillingar
Heldur þú að með þessari nýju reglugerð séu
Google og Facebook farin að breyta því hvernig
upplýsingum um einstaklinga er safnað?
„Nú er reglan á EES-svæðinu alla vega sú að
notandinn þarf alltaf að gefa samþykki sitt.
Þess vegna birtast líka allir þessir gluggar á
vefsíðum sem við förum inn á, þar sem við erum
beðin að samþykkja notkun á vefkökum. Sam-
þykki þitt er skilyrði þess að fyrirtæki megi
vinna persónuupplýsingar um þig,“ segir Heið-
dís en bendir á að flest fyrirtæki noti vefkökur
til þess að skoða notkunarmynstur notenda.
„Áhyggjuefnið er samfélagsmiðlarnir og
hvernig þeir nota þetta gríðarlega magn per-
sónuupplýsinga sem við afhendum þeim. Það er
undantekning ef fólk er ekki með prófíl á sam-
félagsmiðlum og því er umfangið mikið.“
Nú er sagt að upplýsingar um einn ein-
stakling á Google og Facebook gætu fyllt millj-
ón blaðsíður. Er eitthvað til í þessu?
„Já, og fólk getur óskað eftir því t.d. á Face-
book að fá að hlaða niður öllum upplýsingum
sem Facebook á um það. Það myndi fylla marg-
ar möppur,“ segir Heiðdís og nefnir að það sé
mjög mikilvægt að fólk fari yfir friðhelgi-
stillingar á Facebook og skoði vel hvernig hægt
sé að tryggja betur öryggi persónuupplýsinga.
„Til dæmis er valmöguleiki sem heitir
„Apps“ ef farið er í „Settings“ og „Privacy“ í
notendastillingum Facebook. Þar er hægt að
haka við þann valmöguleika að engin öpp á veg-
um þriðja aðila megi fá upplýsingar um þig eða
vini þína. Á móti kemur að þá geturðu ekki
lengur notað Facebook til að skrá þig inn á
ýmsa vefmiðla og þjónustusíður hjá þriðju að-
ilum, eins og algengt er.“
Áróður og falsfréttir
Er einhver leið að losna undan því að upplýs-
ingar manns séu notaðar auglýsendum til fram-
dráttar?
„Þú getur hætt á Facebook og hætt að nota
Google. Það eru alltaf einhverjar leiðir en við
erum ansi háð þessum bandarísku tækniris-
um.“
Margir velta því fyrir sér hvort það skipti yf-
irhöfuð máli að þessar upplýsingar séu til hjá
Google eða Facebook; upplýsingarnar séu ef til
vill ekki svo merkilegar hvort sem er. Hvað
finnst þér um það?
„Já, fólk segir þetta oft, að þetta skipti ekki
máli því það hafi ekkert að fela. En eins og við
sáum í þessum Cambridge Analytica-skandal
þá eru þessar upplýsingar ekki aðeins notaðar
til þess að markaðssetja vörur heldur líka til að
markaðssetja áróður og falsfréttir. Það er verið
að beina slíkum falsfréttum inn í ákveðna hópa
og það er mögulegt af því það er búið að greina
okkur; hvaða áhugamál og lífsskoðanir við höf-
um. Þar með geta hulduaðilar klæðskerasniðið
áróður og falsfréttir þannig að þær rati beint
inn í þá hópa sem eru móttækilegastir fyrir
þeim. Það getur haft áhrif á niðurstöður kosn-
inga og þar með á lýðræðið sjálft. Tilgangurinn
með markvissri dreifingu falsfrétta og áróðurs
virðist líka vera sá að skapa sundrung í sam-
félögum. Þannig snýst þetta um meira en það
hvort verið sé að hnýsast í einkalíf þitt. Þetta er
í raun hernaður 21. aldar, þessi upplýsinga-
hernaður, og í ljósi þess hefur verið boðað að
samfélagsmiðlar og falsfréttir verði til umræðu
á næsta fundi þjóðaröryggisráðs hér á landi.“
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir
segir að falsfréttir og áróður
geti haft áhrif á lýðræðið.
Morgunblaðið/Ásdís
’ Tilgangurinn með markvissridreifingu falsfrétta og áróðursvirðist líka vera sá að skapasundrung í samfélögum. Þannig
snýst þetta um meira en það hvort
verið sé að hnýsast í einkalíf þitt.
til þess að senda á þig auglýsingar og jafnvel
sett inn í dagatalið þitt viðburði. Sem dæmi ef
þú pantar þér flug á netinu og færð staðfest-
ingu í tölvupósti getur Google notað þær upp-
lýsingar og sett inn í dagatalið þitt en einnig
til þess að senda á þig auglýsingar, t.d. á
Facebook, sem tengjast þá til að mynda
áfangastaðnum.
Þess má geta að Google á Chrome-vafrann
og smíðaði einnig Android-stýrikerfið. Þannig
þarftu ekkert endilega að vera að nota Google
til þess að Google geti safnað um þig upplýs-
ingum, heldur geta þeir gert það í gegnum
símann eða Chrome.
Google býr til prófíl um þig fyrir auglýs-
endur og byggja hann á þeim upplýsingum
sem þú hefur annaðhvort gefið upp eða þeir
hafa fundið eftir þeim leiðum sem nefndar
hafa verið hér að ofan. Þeir hafa upplýsingar
um nafn, kyn, aldur, áhugamál, atvinnu, hjú-
skaparstöðu, árstekjur og jafnvel þyngd þína.
Google veit hvaða öpp þú notar, hvar þú notar
þau, hversu oft og við hverja þú hefur sam-
band. Þeir vita við hvern þú talar á Facebook
og í hvaða landi viðmælandinn á heima. Google
geymir alla þína YouTube-sögu og getur
þannig komist að ýmsu; ertu að verða foreldri,
ertu íhaldssamur, ertu gyðingur eða múslími,
ertu í sjálfsmorðshugleiðingum, ertu með an-
orexíu o.s.frv.
Upplýsingar sem Google geymir um þig
fylltu heilu möppurnar, ef þær væru prent-
aðar út. Sá sem hefur aðgang að þessum upp-
lýsingum er nánast með dagbók um þig og allt
sem þú hefur gert.
Allt samtengt
Flest okkar þekkja vel Google-leitarvélina
og nota hana óspart. Líklega hafa flestir tek-
ið eftir að um leið og maður er búinn að
gúggla ákveðna hluti fara að birtast aug-
lýsingar tengdar þessari leit þinni í öðrum
tækjum. Tökum dæmi af manneskju sem
skoðar síður tengdar ferðalögum til Ítalíu.
Næst þegar hún fer á Facebook birtast aug-
lýsingar varðandi ferðalög til Ítalíu; t.d. frá
hótelum. Oft fær maður þá þessa ónota-
tilfinningu að verið sé að fylgjast með manni
og er það raunin á suman hátt. Ástæðan fyr-
ir því að auglýsingar skjóta upp kollinum
víða hjá fólki er að allt er samtengt og t.d. er
Youtube í eigu Google og Instagram og
WhatsApp í eigu Facebook.
Þannig eru þessar leitarsíður nátengdar
samfélagsmiðlum og um leið og þú opnar síðu
er einhver á hinum endanum sem getur safnað
saman upplýsingum um þig og notað til þess
að auglýsa sína vöru á síðum þar sem mark-
hópurinn er líklegastur til þess að vilja þessa
ákveðna vöru.
Hittir betur í mark á Facebook
Fyrir auglýsendur skiptir miklu máli að vera
efstur á lista þegar ákveðið efni er gúgglað.
Þetta virkar þannig að fyrirtækin kaupa lyk-
ilorð á Google. Dæmi gæti verið að ferða-
skrifstofa sem vill auglýsa hótel sitt á Ítalíu
kaupir lykilorð þannig að alltaf þegar ein-
hver gúgglar: Hotels in Italy, þá sprettur
hans síða upp fyrst. En þetta er mjög dýrt
og reyna auglýsendur oft að yfirborga aðra
sem vilja það sama. Líklega er mun betra
fyrir fyrirtækin að kaupa auglýsingar á
Facebook og eru slíkar auglýsingar að taka
markaðinn yfir. Ef fyrirtæki vill ná eyrum
og augum ákveðins markhóps er þetta miklu
betri leið en að auglýsa beint, t.d. í dag-
blöðum. Með því að auglýsa á Facebook sjá
aðeins þeir auglýsinguna sem gætu haft
áhuga á henni, sbr. þeir sem ætla til Ítalíu.
Auglýsingin um hótelin á Ítalíu birtist síður
hjá fólki sem ferðast aldrei og hefur engan
áhuga á Ítalíu. Því er auglýsingin miklu
markvissari en auglýsing í dagblaði sem
kemur fyrir augu alls kyns fólks sem myndi
aldrei kaupa vöruna.
Facebook-leikir vafasamir
Facebook geymir miklar upplýsingar um
fólk. Til dæmis geymir Facebook öll skila-
boð sem þú hefur sent eða fengið, öll hljóð-
skilaboð sem þú hefur sent eða fengið sent,
allar myndir og alla á vinalista þínum. Ef
fyrirtæki vill fá upplýsingar um fólk er
hægt að borga tölvuveri dýrum dómum fyrir
upplýsingar en mun auðveldari leið er þó oft
farin sem felst í að fá fólk til þess að taka
þátt í leikjum á Facebook. Auglýsandinn
ákveður þá að reyna að ná til ákveðins hóps.
Þá er settur upp spurningaleikur sem fólk
svarar og fær auglýsandinn þar með fullt af
upplýsingum. Þá getur hann sent viðkom-
andi alls kyns auglýsingar sem henta hans
markhópi.
Facebook hefur í gegnum tíðina gefið
aðgang að alls kyns upplýsingum sem það
hefði betur átt að sleppa. Reglur hafa verið
hertar en áður var það þannig að með því að
taka þátt í alls kyns leikjum var viðkomandi í
raun að samþykkja að auglýsandinn fengi
líka aðgang að öllum upplýsingum um alla
vini viðkomandi á Facebook, án þess að þeir
væru spurðir. Nú hefur verið lokað fyrir
þetta en þetta var aðalleiðin til að afla per-
sónulegra upplýsinga um fólk. En margir
slíkir leikir eru enn í gangi og fólk les sjaldan
skilmálana sem það samþykkir og því er
möguleiki að með því sé þriðja aðila gefinn
aðgangur að upplýsingum en hver og einn
verður að gera upp við sig hvort hann treyst-
ir Facebook.
„Það er ástæða til að vekja athygli á margí-
trekuðum alvarlegum brotum og lekum hjá
Facebook,“ sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri
Persónuverndar, í samtali við mbl.is í desem-
ber síðastliðnum og benti á að Facebook hef-
ur í fleiri ár veitt stærstu tæknifyrirtækjum
heims aðgang að viðkvæmum persónuupplýs-
ingum notenda samfélagsmiðilsins, þvert á
það sem talsmenn Facebook hafa haldið
fram.
„Þú missir stjórn á öllu sem þú deilir á Fa-
cebook. Þú ert að deila öllu með stórfyr-
irtæki í Bandaríkjunum,“ sagði Helga enn
fremur.
Að fela sig
Flest okkar fagna internetinu með öllum þeim
kostum sem það býður upp á og við látum
okkur hafa það þótt auglýsendur notfæri sér
ýmsar leiðir til þess að ná til okkar. Sam-
félagsmiðlar eru mörgum ómissandi þáttur af
daglegu lífi og tengja fólk saman á ýmsan
máta. Snjallsímar og önnur slík tæki hafa létt
okkur lífið síðustu áratugina og satt að segja
man fólk ekki í dag hvernig það fór að hér áð-
ur fyrr.
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir bendir á í við-
tali hér neðar á síðunni að málið sé flóknara
en svo að einungis sé verið að hnýsast í einka-
líf fólks og talar um hættuna á því að hafa
áhrif á lýðræði með falsfréttum og áróðri.
Ef þú ert einn af þeim sem vilja alls ekki að
internetið geti á nokkurn hátt notfært sér
upplýsingar um sig er hægt að byrja á því að
forðast alla samfélagsmiðla. Hægt er að
minnka hættuna á því að verða fórnarlamb
auglýsinga með því að eyða jafnóðum leit-
arsögunni sinni í Google.
Fyrir þá sem vilja alls ekki sjást eða finnast
á internetinu er hægt að kaupa sér VPN-
tengingu. Hún felur hvaðan þú ert að koma og
geta þá fyrirtæki með vefsíður ekki séð hvar
þú ert. Einnig er hægt að nota vafra sem heit-
ir Tor. Hann er notaður mikið á hinu myrka
neti en einnig í einræðisríkjum en þar notar
fólk Tor til þess að skoða síður sem yfirvöld
vilja ekki að það sé að skoða. Venjulegt fólk
getur notað VPN-tengingu og Tor og þá getur
enginn rakið hvað það fólk er að gera á netinu.
Þú sleppur þá við sérsniðnar auglýsingar.
Einnig er hægt að biðja Google um að fela
t.d. húsið sitt á Google Maps og líka er hægt
að sækja um að vissar leitarniðurstöður þér
tengdar séu fjarlægðar, en ekki er víst að Go-
ogle verði við þeirri bón. Margt fólk biðlar til
Google í þessum erindagjörðum, líka Íslend-
ingar.
Ef þú ert sérlega vænisjúk(ur) getur þú
hætt að nota tölvu og snjallsíma og flutt á
eyðieyju.