Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Blaðsíða 35
Fred MacMurray og Barbara Stanwyck í hlutverkum sín- um í Double Indemnity. Ljósmynd/Paramount Pictures ÍMorgunblaðinu í október 1977var getið um fráfall bandarískarithöfundarins James M. Cain, sem lést 28. október það ár, 85 ára gamall. Í fréttinni, sem er ekki nema nokkrar línur, segir svo: „Albert Ca- mus sagði, að hann hefði lært að skrifa skáldsögur af lestri bóka eftir Cain. Cain hefur verið kallaður fyr- irrennari nútímahöfunda eins og Ross MacDonalds. Ritstíl hans var líkt við stíl Ernest Hemingways.“ Því er þetta rifjað upp hér að ný- verið kom eitt þekktasta verk Cains, stuttsagan Double Indemnity, út á íslensku öðru sinni, heitir Tvöfaldar tjónabætur í þýðingu Þórdísar Bach- mann (fyrri útgáfa nefndist Tvöfald- ar skaðabætur í þýðingu Sölva Blön- dal frá 1948). Á blaðsíðu ellefu er þetta textabrot: „Skyndilega leit hún þó framan í mig og ég fann hroll skríða eftir bak- inu og alveg upp í hársrætur. „Ertu líka með slysatryggingar?“ Kannski leggið þið ekki sama skilning í þessa spurningu og ég geri. Sjáðu til, í fyrsta lagi eru slysatrygg- ingar seldar, en ekki keyptar. Maður er spurður um aðrar tegundir trygg- inga, bruna, innbrota, jafnvel líf- tryggingar, en aldrei um slysatrygg- ingar. Þær eru einungis seldar þegar tryggingasalinn selur þær og það er mjög undarlegt að vera spurður um þær. Í öðru lagi er það þannig, að þegar einhver myrkraverk eru í gangi, er slysatrygging það fyrsta sem þeim dettur í hug.“ Tvöfaldar tjónabætur kom fyrst út í tímaritinu Liberty, sagan birtist þar í átta hlutum á árinu 1936. Í bók- inni segir frá tryggingasölumann- inum Walter Huff sem kynnist Phyllis Nirdlinger sem vill kaupa slysatryggingu fyrir eiginmann sinn. Fljótlega kemur í ljós að hún vill gjarnan að Huff komi eiginmanni hennar fyrir kattarnef og þar sem honum finnst hún heillandi tekur hann verkið að sér með hörmulegum afleiðingum fyrir þau bæði. Cain starfaði sem blaðamaður og kveikjan að bókinni var morðmál í New York sem hann fylgdist með starfs síns vegna. Málið snerist um gifta konu, Ruth Snyder, sem vélaði mann sinn til að tryggja sig rækilega með sérstöku ákvæði um tvöfaldar tjónabætur (ef viðkomandi ferst af slysförum) áður en hún myrti hann með aðstoð elskhuga síns. Þau voru bæði dæmd til dauða og þess má geta að ljósmynd af Ruth Snyder í rafmagnsstólnum hefur verið kölluð frægasta ljósmynd þriðja áratugar síðustu aldar. Dónaleg og siðlaus Árið áður en Tvöfaldar tjónabætur kom út hafði Cain slegið í gegn með skáldsögunni Pósturinn hringir allt- af tvisvar, eins og hún heitir í ís- lenskum búningi Maju Baldvins frá 1944, og því fannst mönnum líklegt að eitthvert kvikmyndaver myndi vilja gera úr sögunni stórmynd. Þar á bæ leist mönnum líka vel á söguna, sendu tilboð, en drógu þau snarlega til baka þegar ritskoðunarstofa kvik- myndahúsanna gerði alvarlegar at- hugasemdir við söguna sem væri bæði dónaleg og siðlaus og mynd sem gerð væri eftir henni myndi spilla ungmennum og forherða full- orðna. Átta árum síðar komst sagan aftur á kreik og var aftur hafnað, en að þessu sinni ákváðu forráðamenn Pa- ramount að fela leikstjóranum kunna Billy Wilder að gera mynd eftir sög- unni og það varð úr. Billy Wilder og Raymond Chandler, annar meistari bandarískra glæpasagan, skrifuðu handritið og kvikmyndin er ein þekktasta mynd bandarískrar kvik- myndasögu með þau Fred MacM- urray og Barbara Stanwyck í aðal- hlutverkum. Kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið eftir sögum Cains hafa haldið nafni hans á lofti, en þær eru þó frá- brugðnar bókum hans að mörgu leyti eins og vill vera með kvikmyndir sem gerðar eru eftir bókum. Þannig var það skilyrði sett til að mynda mætti söguna að afdrif skötuhjúanna yrðu í samræmi við siðareglur um makleg málagjöld illþýðis í kvikmyndum þess tíma. Það er því meira myrkur í sögunni og lok hennar rökréttari. Fyrirrennara minnst Double Indemnity er ein af upphafsmyndum „noir“ kvikmyndahefðarinn- ar. Skáldsagan sem myndin byggist á kom út á íslensku fyrir stuttu. Árni Matthíasson arnim@mbl.is James M. Cain 10.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA Í JANÚAR Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 KetoGunnar Már Sigfússon 2 LKL 2Gunnar Már Sigfússon 3 Á eigin skinniSölvi Tryggvason 4 Að vetrarlagiIsabel Allende 5 Taktu til í lífi þínu!Marie Kondo 6 HeltekinFlynn Berry 7 EldrauninJørn Lier Horst 8 BrúðanYrsa Sigurðardóttir 9 Rauður maður/svartur maður Kim Leine 10 Afbrot og íslenskt samfélag Helgi Gunnlaugsson 11 Ungfrú ÍslandAuður Ava Ólafsdóttir 12 Stúlkan hjá brúnniArnaldur Indriðason 13 30 dagar – leiðir til betri lífsDavíð Kristinsson 14 Dagbók Kidda klaufa 10Jeff Kinney 15 Tíminn minn 2019 Björg Þórhallsdóttir 16 Bókasafn föður míns Ragnar Helgi Ólafsson 17 Átta vikna blóðsykurkúrinn Dr. Michael Mosley 18 Hið heilaga orð Sigríður Hagalín Björnsdóttir 19 Brandarar handa byssumönnunum Mazen Maarouf 20 Risasyrpa – sögur úr Andabæ Walt Disney Allar bækur Undanfarið hef ég mest verið að lesa bækur sem komu út fyrir jólin og ein af þeim er Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason sem ég er að klára. Hún fór hægt af stað en svo allt í einu fór allt að gerast þannig að ég er orðin mjög spennt. Svo var ég að lesa Geðveikt með köflum eftir Sigurstein Más- son. Hún er mjög forvitnileg, margt áhugavert í henni, bæði út frá þessu faglega og líka að heyra hans reynslu og upplifun, að lesa hans upp- lifun af því hvernig tekið er á málum eins og hans í Danmörku og hér heima. Svo fer hann líka um víðan völl í öllu öðru sem hann hefur verið að gera. Svo las ég fyrir jól bókina Svik eftir Lilju Sigurðardóttur og varð mjög hrifin af henni. Tempóið í henni var hratt, en ekki of hratt, kaflarnir voru nákvæmlega eins langir og þeir þurftu að vera. Mest spennandi bók sem ég hef lesið undanfarið. ÉG ER AÐ LESA Árný Ingv- arsdóttir Árný Ingvarsdóttir er sálfræðingur. „Nú vakna ég útsofinn og hv Skúli Sigurðsson Minnkar óþægindi við þvaglát Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Rannsóknir hafa sýnt að með þriggja mánaða inntöku á Brizo™ hefur blöðruhálskirtill minnkað töluvert. ™ íldur“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.