Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2019 MATUR Getty Images/iStockphoto Hvað á ég að gefa ástinni minni að borða? Valentínusardagur er í næstu viku, fimmtudaginn 14. febrúar. Það er alltaf gaman að lyfta sér upp og bjóða elskunni sinni upp á eitthvað huggulegt. Það þarf alls ekki flóknar uppskriftir til að láta ást sína í ljós heldur er það hugurinn sem gildir. Allir ættu að geta spreytt sig á þessum bragðgóðu réttum. Inga Rún Sigurðardótti ingarun@mbl.is Það má vel nota tilbúið pítsu- deig, aðalatriðið er að botn- inn sé flattur út í formi hjarta. 2½-3 bollar hveiti pakki af þurrgeri ½ tsk. salt 1 bolli volgt vatn 2 msk. olía Blandið saman allt að bolla af hveiti, geri og salti og bæt- ið síðan við volgu vatni og olíu. Hrærið vel saman í hrærivél. Notið trésleif til að blanda megninu af því hveiti sem eftir er saman við. (Það er mun auðveldara að bæta hveiti við til að fá rétta áferð á deigið en að þurfa að bæta við vatni.) Setjið deigið á hveitistráð undirlag og byrjið að hnoða. Bætið við hveiti eftir þörfum og hnoðið í um sex mínútur. Breiðið yfir deigið og látið það hvíla í 10 mínútur. Forhitið ofninn í 220°C. Rúllið deiginu út þannig að það sé hjartalaga (líka er hægt að gera tvær minni pítsur með því að skipta deiginu í tvennt). Setjið pítsusósu og ost (blanda af mozzarellakúlu og rifnum osti virkar vel) og því næst gott salamí. Bakið pítsuna í um 12 mínútur en tíminn styttist ef notaður er pítsu- steinn. Stráið fersku rós- maríni og nýmöluðum svörtum pipar yfir pítsuna. Berið strax fram. Flatbaka með salamí og rósmaríni Fátt er huggulegra en að borða nýsteiktar amer- ískar pönnukökur í morgunmat. Um að gera að breyta til á valentínus- ardegi, sleppa hafra- grautnum einn dag og koma elskunni sinni á óvart. Hægt er að skreyta pönnukökur með hjarta- laga meðlæti til að setja punktinn yfir i-ið. 1 bolli hveiti 1 msk. sykur 2 tsk. lyftiduft 1⁄4 tsk. salt 1 egg 1 bolli mjólk 2 msk. olía Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti og salti. Búið til holu í miðjuna og setjið til hliðar. Blandið saman eggjum, mjólk og olíu. Blandið blautu efnunum öllum í einu saman við þurr- efnin. Hrærið þangað til rétt blandast saman. Deigið má vera aðeins kekkjótt. Hellið um 1⁄4 bolla af deigi á heita pönnu með smá smjöri, eldið í um tvær mínútur á hvorri hlið. Berið fram heitt með hindberjum eða jarðar- berjum, smjöri og hlyn- sírópi. Amerískar pönnukökur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.