Morgunblaðið - 22.02.2019, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 2. F E B R Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 45. tölublað 107. árgangur
HÁRPRÚÐ
INNSETNING
HRAFNHILDAR
MYND-
LISTAR-
VERÐLAUN
ALLT SEM ÞÚ
ÞARFT AÐ VITA
UM ELDHÚS
PENINGUR ER TÍMI 33 16 SÍÐNA SÉRBLAÐTÍSKUVIKA Í MÍLANÓ 30
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Verkalýðsfélögin fjögur sem vísað höfðu deilu sinni
við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara slitu í
gær viðræðum og hófu undirbúning að sameiginleg-
um verkfallsaðgerðum. Munu þau funda um helgina
til að fara yfir stöðu mála, en samninganefnd Efl-
ingar samþykkti í gær að hefja á mánudag leynilega
atkvæðagreiðslu um skæruverkfall 8. mars næst-
komandi. Þá vísaði Starfsgreinasambandið jafnframt
viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins til ríkis-
sáttasemjara.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að viðræðuslitin
og undirbúningur atkvæðagreiðslu um verkfalls-
boðun sé alvarlegur hlutur sem feli í sér verulegan
þjóðhagslegan kostnað, jafnvel þótt verkföll séu ekki
hafin. „Það að slíta viðræðum er fyrsta skrefið til
þess að hefja verkfallsaðgerðir, sem eru allra tap í
samfélaginu og draga úr getu atvinnurekenda og
fyrirtækja í landinu til að standa undir sjálfbærum
launahækkunum til framtíðar,“ segir hann.
Mikið í húfi að geta afstýrt verkföllum
„Auðvitað vona ég að til þessara aðgerða komi
ekki. Það er mikið í húfi að geta afstýrt þeim, en jafn-
vel þó að viðræðum hafi verið slitið fer verkefnið ekki
frá okkur. Við munum þurfa að hittast aftur fyrir at-
beina ríkissáttasemjara og halda áfram viðræðunum
þar sem frá var horfið. Það liggur hins vegar fyrir að
það ber mikið í milli,“ bætir Halldór Benjamín við.
Hann segir að tilboð Samtaka atvinnulífsins mark-
ist af því rými sem fyrirtækin í landinu geti staðið
undir á næstu árum. „Og við förum fram úr því að
okkar viti. Hver næstu skref í deilunni verða þarf
tíminn að leiða í ljós en eftir sem áður halda áfram
viðræður okkar við aðra viðsemjendur, SGS á vett-
vangi ríkissáttasemjara, eins og var viðbúið að myndi
gerast á þessum dögum, og eins samflot iðnaðar-
manna og Landssambands verslunarmanna. Í þeim
viðræðum er fullur hugur beggja vegna borðs að
klára gerð kjarasamnings og byggja í þeim samningi
undir frekari lífskjarabót launamanna,“ segir Hall-
dór Benjamín við Morgunblaðið.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir
hins vegar að tilboð SA hafi verið óásættanlegt og
mun undirbúningur verkfallsaðgerða vera langt
kominn.
Verkföll blasa við
Morgunblaðið/Eggert
Vindasamt Stefán Ólafsson, Viðar Þorsteinsson og Sólveig Anna Jónsdóttir ganga frá fundi ríkissáttasemjara í gær eftir að viðræðum hafði verið slitið.
Verkalýðsfélögin slitu viðræðum í gær Boðað til atkvæðagreiðslu um skæru-
verkfall 8. mars Verkefnið fer ekki frá okkur, segir Halldór Benjamín
MBoðað til atkvæðagreiðslu »2, 8, 18
Tveir af ástsælustu körfuknatt-
leiksmönnum Íslands, Hlynur Bær-
ingsson og Jón Arnór Stefánsson,
léku sinn síðasta landsleik í gær-
kvöldi þegar íslenska landsliðið
mætti landsliði Portúgals í Laug-
ardalshöll í síðasta heimaleik lands-
liðsins í forkeppni fyrir Evrópu-
meistaramótið 2021.
Hlynur og Jón Arnór voru heiðr-
aðir áður en flautað var til leiks en
báðir hafa þeir leikið með landslið-
inu frá árinu 2000. Forseti Íslands,
Guðni Th. Jóhannesson, sendi þeim
kveðjur en hann var erlendis.
Jón Arnór var stigahæstur í 100.
landsleik sínum með 17 stig og
Hlynur skoraði fimm stig og tók 12
fráköst í sínum 125. landsleik.
Íslenska landsliðið vann leikinn
mjög örugglega, 91:67. Þetta var
fyrsti sigur Íslands í forkeppninni.
Morgunblaðið/Hari
Kveðja Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, Þorvaldur Ólafsson, Jón
Arnór Stefánsson, Hlynur Bæringsson og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
Voru kvaddir með
sigri í Höllinni
Hafa leikið 225 landsleiki á 19 árum
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Karl G. Kristinsson, prófessor í
sýklafræði og yfirlæknir á sýkla- og
veirufræðideild Landspítalans,
leggst gegn þeim áformum að heim-
ila innflutning á ógerilsneyddum
mjólkurafurðum. „Það bara má ekki
gerast. Ég held að það sé ennþá
möguleiki að bregðast við því,“ segir
hann en fyrir liggur lagafrumvarp
sem heimilar slíkan innflutning.
Að sögn Karls getur verið mæði-
visnu veira í ógerilsneyddri sauða-
og geitamjólk. „Í Evrópu, og nánast
alls staðar í heiminum, er mæði-
visnu veiran landlæg. Hún hefur
ekki verið á Íslandi mjög lengi en
hún barst til landsins 1933, með inn-
fluttu sauðfé frá Þýskalandi. Hún
dreifðist um allt land og tók langan
tíma að uppræta hana. Áður en tókst
að uppræta veiruna hafði hún lagt að
velli 150.000 kindur og þurfti að lóga
600.000 fjár.“
Hann segir íslenskt sauðfé mjög
móttækilegt fyrir veirunni og ekki
þurfi nema eina veiru til að sýkja
sauðfé. Veiran hefur verið í Evrópu í
árhundruð og því hefur sauðfé þar
aðlagað sig veirunni. „Við viljum
ekki fá þetta inn aftur.“ »18
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mjólk Veiran gæti verið í ógeril-
sneyddri mjólk frá útlöndum.
Mæðiveiki
gæti fylgt
mjólkinni
Ógn af innfluttri
ógerilsneyddri mjólk
Hreyfing er
komin á atvinnu-
líf og fasteigna-
markað á
Blönduósi eftir
uppbyggingu
gagnavers á
svæðinu. Er
sveitarfélagið nú
að úthluta lóðum
fyrir íbúðir eftir
langvarandi
kyrrstöðu á markaðnum.
Að sögn Valdimars O. Hermanns-
sonar sveitarstjóra er bjartsýni nú
ríkjandi í samfélaginu og segir
hann framkvæmdina hafa verið
hvalreka fyrir verktaka og þetta
940 manna samfélag. Þannig má til
að mynda nefna að fyrsta einbýlis-
húsið sem rís á Blönduósi í tíu ár
var byggt í fyrra. »6
Gagnaver reyndist
Blönduósi hvalreki
Landsbyggðin Frá
Blönduósi.