Morgunblaðið - 22.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga GÆÐA TRÉLÍM Á FRÁBÆRU VERÐI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Söfnunarátak fjölskyldu og vina Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf spor- laust í Dublin fyrir 13 dögum, hefur skilað rúmum 5.000 evrum af 10.000 evra markmiði. Síðdegis í gær höfðu alls 103 veitt átakinu lið, sem hófst fyrir þremur dögum. Enn er hægt að styrkja leitina en átakið er að finna á söfnunarsíðunni gofundme.com. Fjölskyldan hefur staðið fyrir skipulagðri leit að Jóni alla vikuna en ekki haft erindi sem erfiði. Borgara- þjónusta utanríkisráðuneytisins hef- ur verið í sambandi við aðstandendur Jóns frá 10. febrúar. Þá hafa sendi- herra Íslands í London og ræðismað- ur Íslands á Írlandi einnig haft milli- göngu í samskiptum við yfirvöld á Írlandi. „Hlutverk borgaraþjónustunnar í þessum málum er fyrst og fremst að styðja aðstandendur og leiðbeina þeim um hvert þeir eigi að leita. Þetta er lögreglumál á Írlandi, Írland er rannsóknarvettvangurinn. Það ríkir algjört traust á milli írskra og ís- lenskra lögregluyfirvalda með þetta mál. Borgaraþjónustan mun halda áfram að veita aðstandendum stuðn- ing,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytis- ins. Alþjóðadeild lögreglunnar á Ís- landi hefur einnig verið í samskiptum við lögregluna á Írlandi. Heimamenn í Dublin hafa boðið fram aðstoð sína síðustu daga og skutlað Íslendingunum sem eru að leita milli leitarsvæða. Alls eru 13 Íslendingar úti í Dublin að leita að Jóni um þessar mundir. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær mun fjöldi írskra sjálfboðaliða aðstoða fjölskylduna við leit um helgina. Safna fyrir leitinni að Jóni  Söfnunarátak fyrir Jón Þröst Jónsson  Leitað um helgina Leitað Jón Þröstur Jónsson hvarf um morguninn 9. feb. í Dublin. Stefán Gunnar Sveinsson Gunnlaugur Snær Ólafsson Samninganefnd Eflingar boðaði í gær til atkvæðagreiðslu innan fé- lagsins um boðun skæruverkfalls 8. mars næstkomandi, eftir að viðræð- um verkalýðsfélaganna VR, Efling- ar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hafði verið formlega slitið á fundi hjá ríkissátta- semjara fyrr um daginn. Þá fól stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Grindavíkur Herði Guðbrandssyni, formanni félagsins, að hefja skipulag verkfallsaðgerða. Segir í ályktun félagsins að það sé al- farið á ábyrgð atvinnurekanda ef komi til verkfalla, þar sem SA hafi haft 52 daga síðan samningar losn- uðu til að koma með raunhæft tilboð að borðinu, en ekki gert. „Allar verkfallsaðgerðir þarf að samþykkja í kosningu og nú hefst sú vinna,“ segir Sólveig Anna Jóns- dóttir, formaður Eflingar, í samtali við Morgunblaðið, en atkvæða- greiðsla félagsins hefst á mánudags- morgun og lýkur að kvöldi næstkom- andi fimmtudags, 28. febrúar. Samkvæmt tilkynningu frá samn- inganefnd Eflingar mun fyrirhuguð vinnustöðvun ná til allra þrifa, hrein- gerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu, þar með talið á göngum, salernum og í sameigin- legu rými á öllum hótelum og gisti- húsum innan höfuðborgarsvæðisins, Hveragerðis og Sveitarfélagsins Ölf- uss. Þá á vinnustöðvunin, verði hún samþykkt, að hefjast kl. 10 að morgni 8. mars og ljúka á miðnætti sama dag nema kjarasamningar hafi tekist fyrir þann tíma. Markviss undirbúningur Fulltrúar verkalýðsfélaganna fjögurra munu hittast um helgina, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði að félögin fjögur væru að skipuleggja aðgerðaáætlanir sínar sameiginlega, en samninganefnd VR mun funda með forystu félagsins í dag um stöðuna. „Við hér hjá Eflingu höfum verið að vinna mjög markvisst að því undanfarið að undirbúa hvað ætti að gera ef þessi stund rynni upp, þann- ig að við erum komin mjög langt í þeirri vinnu,“ segir Sólveig Anna og bætir við að margt fært fólk hafi komið að undirbúningi aðgerðanna. Aðspurð hvort verkalýðsfélögin hafi stefnt að verkfallsaðgerðum allan tímann, segir Sólveig Anna að hún hafi heyrt af þeirri umræðu í samfélaginu. „Þetta eru skilaboðin frá vissum hópi innan samfélagsins, að það hafi aldrei verið neinn alvöru samningsvilji hjá okkur í Eflingu, að við höfum bara verið að þessu til að komast að þessum tímapunkti. Það er alrangt,“ segir Sólveig Anna. „Auðvitað förum við inn í samninga í þeim tilgangi að ljúka þeim og ná ár- angri, en að sjálfsögðu skrifum við ekki undir samning sem uppfyllir að engu leyti þær kröfur sem fé- lagsmenn settu fram,“ segir Sólveig Anna. Hún segir jafnframt að tilboð Samtaka atvinnulífsins hafi gert ráð fyrir kaupmáttarrýrnun. Að lokum segir Sólveig Anna að það sé rangt að framganga verka- lýðsfélaganna sé ógn við stöðugleik- ann í samfélaginu. „Það getur aldrei ríkt nein sátt í samfélaginu um lög- mál sem byggjast á því að sumt fólk sé svo mikils virði að það eigi millj- ónir og milljarða skilið á meðan ann- að fólk þarf að vinna alla sína ævi án þess að komast af á laununum. Það er samfélagslegt hneyksli og bláköld staðreynd í íslensku samfélagi sem enginn getur neitað.“ Engin óskastaða neins „Þetta er náttúrlega alvarleg staða og ég hvet aðila til þess að nýta þann tíma sem er framundan til að reyna sitt ýtrasta til að ná samning- um, því verkfallsaðgerðir eru í eðli sínu alvarlegar og geta ekki verið óskastaða neins,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is í gær. Sagði Katrín að ríkisstjórnin hefði ekki fundað vegna stöðunnar á vinnumarkaði. „Við kynntum hug- myndir okkar að samfélagslegum umbótum til þess að greiða fyrir samningum, við ræddum við þessa aðila á þriðjudaginn. Við teljum að þær aðgerðir skipti verulegu máli fyrir launafólk í landinu, hvort sem um ræðir uppbyggingu á félagslegu húsnæði, skattkerfisbreytingar sem nýtast þeim tekjulægstu eða leng- ingu fæðingarorlofs,“ segir Katrín. Þá segir hún ríkisstjórnina hafa gengið að kröfu verkalýðshreyfing- arinnar um að upplýsa félögin um þær aðgerðir sem stjórnvöld hyggj- ast leggjast í. „Þetta eru allt gríðar- lega stór lífskjaramál og umfang þessara aðgerða höfum við metið á um 30 milljarða. Þannig að við telj- um að við höfum sýnt á spilin.“ Katrín segir að það skipti almenn- ing verulegu máli að það náist saman um kjarasamninga og að fyrrnefnd- um verkefnum verði hrint í fram- kvæmd. Vilja meiri festu í viðræðurnar Starfsgreinasambandið ákvað einnig í gær að vísa viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins til ríkis- sáttasemjara. Björn Snæbjörnsson, formaður sambandsins, sagði við mbl.is í gær að forysta þess hefði viljað færa viðræðurnar á næsta stig. „Þetta eru svo sem búnar að vera ágætis viðræður en við viljum fá meiri festu í þetta,“ segir Björn, en nú sé þess beðið að ríkissáttasemjari boði til fundar. Björn sagði jafnframt að auðvitað vonaðist hann til þess að viðræðurn- ar myndu ganga upp. Björn sagðist hins vegar ekki hafa neina skoðun á ákvörðun VR, Eflingar, Verkalýðs- félags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur um að slíta sínum samn- ingaviðræðum. „Hvert og eitt félag skoðar sína stöðu,“ sagði Björn. Boðað til atkvæðagreiðslu  Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur undirbúa verkfallsaðgerðir  Félögin fjögur funda um helgina  Forsætisráðherra hvetur aðila til að reyna sitt ýtrasta til að ná samningum  SGS fer til sáttasemjara Morgunblaðið/Eggert Viðræðuslit Halldór Benjamín Þorbergsson ræðir við fjölmiðla eftir að viðræðunum var slitið í gær. Framsýn stéttarfélag á Húsavík fundaði í gær um kjaramál og samþykkti samhljóða ályktun þar sem lýst var yfir miklum von- brigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum. „Framsýn hafði vænst þess að tillögur stjórnvalda kæmu þeim lægst launuðu best, enda afar mikilvægt að auka ráðstöfunartekjur þeirra umfram aðra hópa launamanna er búa við mun betri kjör,“ segir meðal annars í ályktuninni. Þá skorar félagið á stjórnvöld og SA að „láta af þeim hroka sem endurspeglast í tillögum þeirra er varða skattamál, vel- ferðarmál og launahækkanir til lausnar kjaradeilunni“. Þá er ítrekað að samstaða hafi skilað verkafólki bestum kjörum. Skorað á stjórn- völd og SA FRAMSÝN FUNDAÐI Í GÆR UM KJARAMÁLIN Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kjaramál Aðalsteinn Baldursson á fundi Framsýnar í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.