Morgunblaðið - 22.02.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 22.02.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019 Veður víða um heim 21.2., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Hólar í Dýrafirði 8 alskýjað Akureyri 8 skýjað Egilsstaðir 1 heiðskírt Vatnsskarðshólar 8 skýjað Nuuk -8 skúrir Þórshöfn 8 þoka Ósló 0 skýjað Kaupmannahöfn 7 rigning Stokkhólmur -2 snjókoma Helsinki -7 heiðskírt Lúxemborg 12 léttskýjað Brussel 12 alskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 12 skýjað London 14 léttskýjað París 13 heiðskírt Amsterdam 8 súld Hamborg 8 súld Berlín 9 skýjað Vín 12 heiðskírt Moskva -5 snjóél Algarve 17 léttskýjað Madríd 17 heiðskírt Barcelona 14 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 14 heiðskírt Aþena 14 léttskýjað Winnipeg -16 snjókoma Montreal -5 snjókoma New York 3 þoka Chicago -1 þoka Orlando 24 þoka  22. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:00 18:23 ÍSAFJÖRÐUR 9:13 18:20 SIGLUFJÖRÐUR 8:56 18:03 DJÚPIVOGUR 8:32 17:51 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag S 13-20 m/s og rigning, mikil SA-til. Snýst í SV 15-23 m/s síðdegis með slyddu eða jafn- vel snjókomu en þurrt að kalla NA-lands. Kólnar í veðri og hiti um og undir frostmarki um kvöldið. Hægur vindur að morgni en vaxandi A-átt og rigning um hádegi, fyrst SA-lands en N-lægari á V- verðu landinu. Sunnan 18-25 m/s A-til síðdegis og rigning en 13-18 V-til í kvöld. Hiti 2-10 stig. Guðrún Erlingsdóttir Jóhann Ólafsson Svandís Svavarsdóttir, heilbrigð- isráðherra kynnti á blaðamanna- fundi í gær að 630 milljónum króna yrði varið í að styrkja geðheil- brigðisþjónustu í fremstu línu heil- brigðisþjónustunnar. Svandís segir að fénu verði annars vegar varið til að efla fyrsta stigs þjónustu heilsu- gæslunnar með aukinni aðkomu sál- fræðinga og hins vegar til að efla sérhæfðari þjónustu á sviði geðheil- brigðismála með áframhaldandi uppbyggingu geðheilsuteyma í öll- um heilbrigðisumdæmum landsins. Geðheilsuteymi séu ætluð þeim sem þurfi meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á heilsugæslustöðvum. Milljónirnar 630 skiptast þannig að sálfræðingar á höfuðborgarsvæð- inu fá 45, Heilsugæsla höfuðborgar- svæðisins 322, Heilbrigðisstofnun Vesturlands 46, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 21, Heilbrigðisstofnun Norðurlands 50, Heilbrigðisstofnun Austurlands 35, Heilbrigðisstofnun Suðurlands 58 og Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 53 milljónir. Fram kom á fundinum með Svan- dísi að undirbúningur vegna ákvörð- unar hennar um að fela Landspítala að sinna börnum og ungmennum í fíknivanda sé farinn af stað. Notendafulltrúar ráðnir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fagnar því að Landspítala sé falið að sinna börnum og ungmennum í fíknivanda. Geðhjálp hafi gagnrýnt og þekki tilfelli þar sem börn með margþættan vanda hafi verið send af BUGL inn á fíknideild Land- spítala fyrir fullorðna. „Við fögnum því að meira fjár- magn sé veitt til geðheilbrigðismála. Okkur hefur fundist hlutirnir ganga allt of hægt fyrir sig en það er gott að nú skuli þjónustan bætt,“ segir Anna Gunnhildur, sem telur nauð- synlegt að ráða fleiri sálfræðinga fyrir fullorðna. Það úrræði myndi nýtast tekjulágu og meðaltekjufólki sérstaklega vel. „Stofnun og styrking geðheil- brigðisteyma á höfuðborgarsvæðinu og úti um allt land líkt og teymið sem starfað hefur í austurborg Reykjavíkur er jákvætt. Geðheilsu- teymin hafa sýnt fram á að þau eru mjög verðmætur stuðningur við fólk með geðrænan vanda,“ segir Anna Gunnhildur, sem bendir á að með geðheilsuteyminu í austurborg Reykjavíkur hafi fólk með reynslu af geðheilbrigðiskerfinu starfað með teyminu og verið mjög góður stuðn- ingur við notendur geðheilsu- teymisins. „Það er mikilvægt fyrir fagfólk og notendur að starfa saman. Það á víst að auglýsa um mánaðamótin eftir notendafulltrúum til starfa í geðheilsuteymum í austur- og vesturborg Reykjavíkur,“ segir Anna Gunnhildur en um eitt stöðu- gildi er að ræða í hvort geðheilsu- teymi sem brjóta má niður í smærra hlutfall og því er líklegt að nokkrir notendafulltrúar verði ráðnir í hlutastörf, sem er mjög jákvætt. Anna Gunnhildur segir nauðsynlegt að vinna hefjist við að binda í lög samvinnu ríkis og sveitarfélaga um þjónustu. Geðheilbrigðis- þjónusta á landsvísu efld  630 milljónir í geðheilbrigðismál  Notendafulltrúar í geðheilsuteymin Morgunblaðið/Árni Sæberg Átak Svandís Svavarsdóttir kynnir átak í geðheilbrigðisþjónustu. 630 milljónir » Geðheilbrigðisþjónusta í fremstu línu heilbrigðisþjón- ustunnar verður efld. » Fyrsta stigs þjónusta heilsu- gæslunnar verður efld með aukinni aðkomu sálfræðinga. » Sérhæfðari þjónusta á sviði geðheilbrigðismála verður efld. Skúli Halldórsson Gunnlaugur Árnason Víða um land flæddi sjór upp á hafnarbakka á stórstraumsflóði í gærmorgun. Einna mest urðu áhrif- in á Flateyri þegar rafmagn sló út í bænum eftir að sjór flæddi inn í masturshús á bryggjunni en þar eru rafmagnstöflur fyrir hafnarsvæðið. Háflóð var þegar sjórinn flæddi yfir höfnina. Ágústa Guðmunds- dóttir, hafnarvörður á Flateyri, sagði við 200 mílur á mbl.is í gær að yfirleitt flæddi eitthvað yfir bryggj- una á háflóði en ekki eins langt og raunin varð í gærmorgun. Starfsmönnum Orkubús Vest- fjarða tókst að koma rafmagni á að nýju en höfnin var lengur án raf- magns en íbúarnir. Nokkurt tjón varð vegna þessa. Að sögn Ágústu reiknuðu rafvirkjar ekki með því að setja rafmagnstöflur aftur upp á sama stað. „Ég hugsa að þeir finni nýjan stað, en það mun taka ein- hverja daga,“ sagði Ágústa. Flæddi upp um niðurföll Í Stykkishólmshöfn var sjávar- staðan hærri en sést hefur þar í bæ í tugi ára, að sögn fréttaritara Morgunblaðsins. Hólmarar, komnir yfir miðjan aldur, höfðu ekki séð svo mikil flóð fyrr. Á flóðinu flæddi yfir veginn út í Súgandisey og var hann ekki ökufær nema stórum farar- tækjum. Háflóð var kl. 8.05 og mæld- ist sjávarstaðan 5,10 metrar. Hrannar Pétursson hafnarvörður sagðist ekki muna eftir svona miklu flóði. Stórstreymt er þessa dagana en flóðið var um 20 cm hærra en hann bjóst við og áhrifin mjög greini- leg. Ástæðuna telur hann vera mikla lægð yfir hafinu út af Breiðafirði sem hefur ýtt meira sjómagni á undan sér inn Breiðafjörðinn. Hrannar sagðist þakka fyrir að ekki hefði ver- ið vestanátt því þá hefði ástandið í höfninni orðið mun verra. Tjón var lítið, það flæddi upp um niðurföll í húsum sem standa lægst og skoða þurfti rafmagnskassa og landteng- ingar á hafnarsvæðinu. Breiðafjörður er þekktur fyrir mikinn mun á sjávarföllum og straumum sem þeim fylgja. Í gær- kvöldi var stórstraumsfjara og hæðarmunur milli flóðs og fjöru um 5,20 metrar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stykkishólmur Á háflóði í gær flæddi yfir veginn út í Súgandisey, nokkuð sem sjaldan hefur gerst áður. Hafa vart séð áður svo mikla sjávarhæð  Víða flæddi yfir hafnarbakka á stórstraumsflóði í gær Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Flateyri Nokkurt tjón varð á hafnarsvæðinu í gær þegar rafmagn sló út í masturshúsinu á bryggjunni og rafmagn fór ekki af öllum bænum um stund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.