Morgunblaðið - 22.02.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 22.02.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Nøsted Kjetting as Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ný hönnun Óli Björn Kárason alþingismaðurfjallar um skatta og kjaramál í grein hér í Morgunblaðinu í fyrra- dag. Þar segist hann vera „sammála þeim forystumönn- um verkalýðshreyf- ingarinnar sem halda því fram að tekjuskattskerfi ein- staklinga sé rang- látt og að hvatar kerfisins séu vit- lausir. Launafólki er oft refsað fyrir að bæta sinn hag. Við eigum samleið í baráttunni um að lækka skatta á venjulegt launa- fólk.“    Hann segir svo að hann eigi„hins vegar enga samleið með þeim sem telja nauðsynlegt að láta kjarabaráttu snúast um að rýra kjör annarra. Hugmyndir um marg- þrepa tekjuskatt með sérstöku há- tekjuþrepi 55% (og jafnvel hærra) er dæmi um hvernig höfð eru enda- skipti á hlutunum. Kjarabaráttan sem miðar að því að jafna lífskjör niður á við leiðir okkur í efnahags- legar ógöngur. Markmiðið á að vera að jafna upp á við – lyfta þeim upp sem lökust hafa kjörin – létta undir með þeim og fjölga tækifærunum.“    Hægt er að taka undir þessi sjón-armið. Áherslan á að vera á að létta byrðar sem flestra en ekki að þyngja byrðar fárra. Það getur aldrei orðið réttmæt kjarabarátta og ekki hagsmunir launamanna.    Ríkið getur létt byrðarnar, enþað geta sveitarfélögin einnig gert. Þau leggja háa og vaxandi skatta á almenning, en af ein- hverjum ástæðum beinast aldrei kröfur að þeim um lækkun skatta eða bætt kjör.    Er það ekki tímaskekkja í ljósiþróunar skattlagningar hjá ríki og sveitarfélögum? Óli Björn Kárason Lífskjörin þarf að jafna upp á við STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Persónuvernd hefur kveðið upp úr- skurð þess efnis að vinnsla Alþingis á persónuupplýsingum um fyrrver- andi alþingismann og núverandi varaþingmann samrýmist lögum um persónuvernd, en upplýsingarnar eru birtar í alþingismannatali. Var það hinn kjörni fulltrúi sem sjálfur leitaði til Persónuverndar í mars sl. vegna þeirra upplýsinga sem um hann er að finna á þing- vefnum. Hafði hann áður óskað eftir því við Alþingi að upplýsingarnar yrðu teknar úr birtingu. Þeirri beiðni fulltrúans var þó hafnað. Yfir 100 ára gömul hefð Í kvörtuninni segir að þingmaður- inn fyrrverandi, sem missti þingsæti sitt í síðustu kosningum, geti ekki sætt sig við að birtar séu upplýsing- ar um foreldra, skólagöngu, starfs- feril, maka og börn í alþingismanna- tali eftir að setu á þingi sé lokið. Bent er á í bréfi frá Alþingi að sú framkvæmd að halda skrá yfir þá sem tekið hafa sæti á Alþingi sé yfir 100 ára gömul. Þær upplýsingar séu einnig aðgengilegar í handbókum Alþingis, sem gefnar hafa verið út frá árinu 1984. Er með þessu ætlað að veita almenningi upplýsingar um þá sem kjörnir hafa verið fulltrúar hans á þingi. Þingmaður vildi afmá upplýsingar  Vill ekki að upplýsingar um sig séu aðgengilegar almenningi á vef þingsins Morgunblaðið/Ómar Lokað Sá sem um ræðir er enn á þingi sem varamaður flokks síns. Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að flugþjónusta við Vopnafjörð og Þórshöfn verði ekki skert. Miklu máli skipti að jaðarbyggðir landsins búi við traustar og skilvirkar al- menningssamgöngur og örugga sjúkraflutninga. Kemur þetta fram í ályktun frá fundi sveitarstjórnar í tilefni af drögum að stefnu um al- menningssamgöngur sem sam- gönguráðherra hefur kynnt. Lagt er til að hætt verði að styrkja flug til Þórshafnar, Vopna- fjarðar og Hafnar og í staðinn lögð áhersla á almenningssamgöngur á landi. Áformin koma fram í drögum að heildarstefnu í almennings- samgöngum sem eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnarráðs. Bæjarráð Sveitarfélagsins Horna- fjarðar hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar sem þessum áformum er harðlega mótmælt og talin hætta á að flugsamgöngur við Höfn leggist af, verði af þessum áformum. Í ályktun sveitarstjórnar Vopna- fjarðar kemur fram að veðurfar á Norðausturlandi bjóði ekki upp á að íbúar svæðisins geti reitt sig ein- göngu á vegasamgöngur, sér í lagi á stað eins og Vopnafirði þar sem all- ar slíkar samgöngur séu um langa fjallvegi. „Það þarf varla að taka fram að forsenda þess að hér sé hægt að halda úti byggð og þjón- ustu og nýta mannvirki og fjárfest- ingar sem skila þjóðarbúinu gríðar- legum verðmætum er gott aðgengi að sjúkraþjónustu og góðar sam- göngur almennt.“ Vopnafjörður HB Grandi hefur byggt upp fiskvinnsluna. Mótmæla skerð- ingu á flugi  Samgöngur á landi ekki öruggar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.