Morgunblaðið - 22.02.2019, Qupperneq 14
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hreinleiki íslenskrar kjötfram-
leiðslu skapar tækifæri fyrir land-
búnað á Íslandi. Heimurinn stendur
enda frammi fyrir vaxandi vanda-
máli vegna ofnotkunar sýklalyfja í
landbúnaði. Sú ofnotkun getur jafn-
vel leitt til dauðsfalla hjá mönnum
vegna baktería sem hafa orðið
ónæmar fyrir sýklalyfjum.
Þetta segir Lance Price, prófessor
við lýðheilsudeild George Wash-
ington-háskóla og stjórnandi
rannsóknaseturs við skólann sem
rannsakar ónæmi gegn sýklalyfjum
(ARAC).
Price hélt í gærkvöldi fyrirlestur á
Hótel Sögu um þær ógnir sem stafa
af sýklalyfjaónæmum bakteríum.
Fundurinn var hluti af fundaröð
Framsóknarflokksins sem ber yfir-
skriftina Ísland tækifæranna.
Price segir notkun sýklalyfja í
landbúnaði geta leitt til baktería
sem eru ónæmar fyrir lyfjunum.
Þegar dýrunum sé hrúgað saman,
jafnvel svo tugþúsundum skiptir,
geti þar reynst gróðrarstía fyrir
slíkar bakteríur. Við slátrun geti
bakteríurnar borist með kjötinu og í
menn við meðhöndlun.
Smit og sýkingar
Bakteríurnar geti mögulega
valdið banvænum sýkingum. Þær
séu sérstaklega hættulegar þegar
ónæmiskerfið er veikt. Til dæmis
þegar fólk er undir álagi.
Þá geti salmonella og kampýló-
bakter smitast með kjötinu og valdið
niðurgangi og veikindum. Um tvær
milljónir slíkra tilfella komi upp í
Bandaríkjunum á ári hverju.
Áætlað hafi verið að 23 þúsund
manns látist árlega á sjúkrahúsum í
Bandaríkjunum vegna fjölónæmra
baktería. „Þessi tala nær aðeins til
sjúkrahúsa. Það er ekki ósennilegt
að dauðsföllin séu nær því að vera
100 þúsund á ári,“ segir Price.
Spurður hvort hann geti útskýrt á
máli leikmanna hvers vegna bakt-
eríurnar séu svona hættulegar bend-
ir Price á að þegar sýkingar berist í
blóðrásina geti þær verið lífshættu-
legar. Þangað geti þær t.d. borist frá
nýrunum. Besta ráð læknisins sé að
beita sýklalyfjum en þegar þau virki
ekki sé lítið hægt að gera.
Leggjast á bæn
„Þá er að biðja fyrir því að sjúk-
lingurinn komist af. Það er ekki góð
staða fyrir lækni,“ segir Price og
bendir á að nú sjáist bakteríur sem
séu ónæmar fyrir yfir 20 sýkla-
lyfjum og jafnvel þeim öllum.
Spurður hvort þetta sé meira
vandamál í einum kjötflokki en
öðrum segir Price að vandamálið sé
fremur svæðisbundið.
„Á Indlandi, svo dæmi sé tekið,
eru bakteríur vandamál í kjúklinga-
framleiðslu. Þar er ónæmi gagnvart
bakteríum á háu stigi. Sömu sögu er
að segja frá Suður-Evrópu.
Evrópusambandið er með reglur
um notkun sýklalyfja í landbúnaði.
Það er hins vegar farið misjafnlega
eftir þeim. Notkun sýklalyfja er mun
meiri í Suður-Evrópu en í norður-
hluta álfunnar. Slíkar fjölónæmar
bakteríur eru einnig vandamál í Suð-
austur-Asíu og Kína.“
Spurður um dæmi þess að tekist
hafi að snúa taflinu við nefnir Price
framleiðslu á kjúklingakjöti í Banda-
ríkjunum. Árið 2012 hafi innan við
4% kjúklingakjöts verið framleidd
án sýklalyfja. Nú sé hlutfallið yfir
40%. Breytingin sé ekki síst tilkomin
vegna eftirspurnar frá neytendum
sem vilji heilnæmara kjöt.
Ýmsar ástæður séu fyrir því að
sami árangur hafi ekki náðst við
framleiðslu á svína- og nautakjöti.
Sú staðreynd sé til vitnis um að
herða þurfi róðurinn í þessu efni.
Spurður hvernig hann sjái fyrir
sér stöðuna í Bandaríkjunum árið
2030 spáir Price að þá verði um 80%
kjúklingakjöts framleidd án sýkla-
lyfja. Hvað varðar stærri dýr telji
hann að framleiðendum muni fjölga
sem vilja fá viðurkenningu þess
efnis að kjötið sé framleitt á ábyrgan
hátt með tilliti til sýklalyfja. Það séu
hagsmunir framleiðenda, enda vilji
neytendur í auknum mæli slíka vöru.
Minni hagnaður
Spurður um þróun nýrra sýkla-
lyfja bendir Price á að mörg lyfja-
fyrirtæki hafi hætt þróun slíkra
lyfja. Það sé enda mun ábatasamara
að þróa lyf sem sjúklingar þurfa að
taka daglega til dauðadags.
„Lyfjafyrirtækin horfa til hagn-
aðar á ársfjórðungum. Þegar lyfin
eru tilbúin til markaðssetningar
reyna fyrirtækin að selja eins mikið
og mögulegt er til að hámarka hagn-
aðinn meðan einkaleyfið gildir.“
Price segir Ísland njóta þess að
ónæmi gegn sýklalyfjum sé einna
minnst hér í heiminum.
Hann telur aðspurður að Íslend-
ingar ættu að gera miklar kröfur
varðandi notkun sýklalyfja í land-
búnaði. Gera eigi þá kröfu að aðeins
sé heimilt að flytja inn ferskt kjöt að
uppfylltum ströngustu skilyrðum
um framleiðslu þess.
„Það á sér stað bylting í matvæla-
iðnaði. Neytendur eru farnir að gefa
því meiri gaum hvernig matvörur
eru framleiddar og vilja mestu gæð-
in. Ef Íslendingar væru duglegri að
koma því á framfæri hvernig þeir
stunda landbúnað, og hvaða áhrif
það hefur á bragð og gæði vörunnar,
tel ég að í því fælust mikil tækifæri,“
segir vísindamaðurinn Lance Price.
Hætta af
óþoli gegn
sýklalyfjum
Sérfræðingur segir ofnotkun sýkla-
lyfja í landbúnaði mikið vandamál
Ljósmynd/Aðsend - Birt með leyfi
Sérfræðingur Lance Price er kennari við George Washington-háskóla. Hann varar við ofnotkun sýklalyfja.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019
Fjölmiðlar hafa undanfarin ár birt
fréttir af því að sýklalyf séu að
verða gagnslítil í baráttunni gegn
sjúkdómum. Fyrirsagnirnar eru
gjarnan grípandi og vekja ugg.
Spurður hvort fjölmiðlar séu að
taka of djúpt í árinni svarar Price
að þessar viðvörunarbjöllur þurfi
að klingja. „Við höfum séð þessar
bakteríur. Á Indlandi sjáum við til
dæmis bakteríur sem eru ónæmar
fyrir flestum, jafnvel öllum sýkla-
lyfjum. Fyrir aðeins tveimur árum
fékk kona í Nevada, sem ferðast
hafði til Indlands, sýkingu. Þegar
konan var heim komin reyndu
læknar í Las Vegas að bjarga henni
en hún lést af bakteríusýkingu
sem var ónæm fyrir öllum lyfjum,“
segir Price og bendir á að notkun
sýklalyfja sé mikil í landbúnaði
BRIKS-ríkjanna; Brasilíu, Rúss-
lands, Indlands, Kína og S-Afríku.
Íbúar þessara landa séu að tileinka
sér vestræna lífshætti. Því fylgi
aukin kjötneysla.
Til að mæta eftirspurninni sé
byggður upp verksmiðjulandbún-
aður að bandarískri fyrirmynd sem
einkennist af mikilli notkun sýkla-
lyfja. Litlar takmarkanir séu til
dæmis á notkun þeirra á Indlandi
og í Kína. Með því skapist hætta á
útbreiðslu fjölónæmra baktería.
Spurður hvort raunsætt sé að
þessar þjóðir muni snúa af þessari
braut segir Price að tregðulög-
málið sé sterkt. Tilhneigingin sé
að viðhalda óbreyttu ástandi.
„Ein leið til að breyta þessu er
að hafa alþjóðlegar reglugerðir,
eða viðskiptasamninga, sem taka
þessa ógn gegn heilsu almennings
til greina,“ segir Price.
Viðvörunarbjöllur klingja
FJÖLÓNÆMAR BAKTERÍUR GETA DREGIÐ FÓLK TIL DAUÐA
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla