Morgunblaðið - 22.02.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.02.2019, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019 Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun. 22. febrúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.35 119.91 119.63 Sterlingspund 155.53 156.29 155.91 Kanadadalur 90.49 91.01 90.75 Dönsk króna 18.131 18.237 18.184 Norsk króna 13.901 13.983 13.942 Sænsk króna 12.817 12.893 12.855 Svissn. franki 119.18 119.84 119.51 Japanskt jen 1.077 1.0832 1.0801 SDR 166.04 167.02 166.53 Evra 135.32 136.08 135.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.3836 Hrávöruverð Gull 1345.75 ($/únsa) Ál 1833.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.3 ($/fatið) Brent BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur tekið í notkun fyrsta 5G-sendinn á Íslandi og hóf í gær prófanir á 5G- farsíma- og netþjónustu. Fyrirtækið sótti um 5G-tilraunaleyfi hjá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrr í þessum mánuði og hefur fyrsti send- irinn verið settur upp á þaki höfuð- stöðva Nova við Lágmúla. Í versl- uninni er búið að setja upp þráðlausan netbeini sem móttekur 5G-merki en gert er ráð fyrir að til- raunirnar muni taka nokkra mánuði. Viðskiptavinir fyrirtækisins mega búast við því að geta nýtt sér 5G internet árið 2020 en sú tímasetning er háð nokkrum óvissuþáttum. Til dæmis hvað varðar endabúnað en í gær kynnti Samsung nýjan Galaxy S10-farsíma sem er sá fyrsti sem styður 5G. Tífalt hraðara net „Við segjum 2020 en þetta getur verið fyrr og getur verið síðar. Fyrst kemur kerfið og tæknin. Síðan koma tækin. Úthlutun á tíðnileyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun er eitt af því sem þarf að klára áður en 5G er kom- ið til viðskiptavina. Þetta eru því nokkur skref,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova. Frá upphafi hefur Nova fjárfest í fjarskiptatækni fyrir um sjö millj- arða króna. Á síðasta ári nam fjár- festingin einum milljarði. Á þessu ári verður fjárfest í 5G-tækni samhliða öðrum fjarskiptakerfum en áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir um millj- arðs fjárfestingu á þessu ári. Þegar uppfærslu fjarskiptakerfis Nova verður lokið munu notendur njóta að meðaltali tífalt meiri nethraða en þekkist með 4G. Margrét segir 5G-net vera stað- kvæmdarvöru fyrir ljósleiðarateng- ingar og í því felist mikil tækifæri fyrir landsmenn. „Það er ekki komin ljósleiðara- tenging um allt land. Þetta býður upp á heilmikil tækifæri og samtal við yfirvöld um það hvernig eigi að gera þetta. En þetta er hagkvæmara og ég tel að þetta sé samtal sem eigi eftir að fara fram,“ segir Margrét. Gríðarlegur vöxtur hefur verið á netnotkun viðskiptavina Nova á síð- ustu misserum. Á fyrri árshelmingi ársins 2018 nam meðalnotkun sex gígabætum en í dag er notkunin að nálgast 10 gígabæt að meðaltali. Samkvæmt tölum PFS nota við- skiptavinir NOVA 54% af allri gagnanotkun í farsímum. „5G er eðlileg þróun. Við töluðum um 4G sem eitthvert rosalegt stökk en þetta er stanslaus þróun til að takast á við aukningu á netnotkun sem kallar á aukna afkastagetu fjar- skiptakerfa,“ segir Margrét og bætir því við að stór stökk í nethraða hafi yfirleitt leitt af sér stofnun fjölda nýrra fyrirtækja og jafnvel beinar samfélagsbreytingar. Uppbygging fjarskiptakerfa sé því mikilvæg inn- viðafjárfesting. Að sögn Margrétar verður 5G- netið byggt upp eftir þörfum. „Þegar við byggðum upp 4G fór uppbygg- ingin eftir því hvar þörf væri á meiri afköstum. Við munum því kortleggja í sífellu hvar þörf er fyrir að bæta af- köstin.“ Tóku í notkun fyrsta 5G-sendi landsins 5G Margrét Tryggvadóttir, lengst til vinstri, ásamt 5G-teymi Nova í gær.  Stefnt er á að 5G-netið verði komið í gagnið árið 2020 Tilnefningarnefnd á vettvangi Origo hefur gert tillögu til aðal- fundar um fimm stjórnarmenn. Fyrir aðalfundi liggur tillaga um að breyta fjölda stjórnarmanna þannig að í stað þess að í félaginu sé starfandi fimm manna stjórn með einum varmanni verði enginn varamaður kosinn. Tilnefningarnefndin hefur gert það að tillögu sinni að stjórn fé- lagsins haldist óbreytt að öðru leyti en því að í stað Emilíu Þórðardóttur, sem sæti hefur átt í stjórn félagsins frá 2016, og Lofts Bjarna Gíslasonar, sem setið hefur í stjórninni frá 2014, komi þau Svafa Grönfeldt, fyrrverandi rekt- or HR og núverandi formaður stjórnar MIT DesignX, og Hjalti Þórarinsson, sem leiðir nú við- skiptaþróun á sviði gervigreindar hjá Microsoft. Svafa hefur ekki átt sæti í stjórn félagsins áður en Hjalti hefur setið í varastjórn þess frá árinu 2017. Tilnefning- arnefndin gerir tillögu um að áfram eigi sæti í stjórninni þau Guðmundur Jóhann Jónsson, for- stjóri Varðar, Hildur Dungal, lög- fræðingur hjá innanríkisráðuneyt- inu, og Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri ATMO Select ehf. Leggja til að Svafa komi ný inn í stjórn Hagnaður tryggingafélagsins Varð- ar nam 1.246 milljónum króna í fyrra og jókst um 30% frá fyrra ári. Arðsemi eigin fjár reyndist 19,2%. Iðgjöld ársins námu 10,8 millj- örðum króna og jukust um 11% frá fyrra ári þeg- ar þau námu 9,7 milljörðum króna. Tjón árs- ins jukust um 9% og fóru úr 7,2 milljörðum tæpum í ríflega 7,8 millj- arða. Segir í tilkynningu frá félag- inu að afkoma af vátrygginga- starfsemi hafi verið jákvæð að undanskildum sjótryggingum en stórt tjón féll á félagið á síðasta ári. Lögboðnar ökutækjatryggingar voru reknar með tapi eins og undanfarin ár en félagið segir að af- koma greinarinnar hafi þó batnað talsvert milli ára. Rekstrarkostn- aður lækkaði milli ára um 4% og nam tæpum 2,2 milljörðum króna. Í byrjun síðasta árs keypti félagið Okkar líftryggingar og segir Guð- mundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, að samþætting starfsem- innar hafi skilað sér í umtalsverðum samlegðaráhrifum. Fjáreignatekjur drógust saman um 24% milli ára og enduðu í 896 milljónum, samanborið við 1.181 milljón á árinu 2017. Eigið fé félags- ins hækkaði um 9% og nam í lok árs rúmum 6,7 milljörðum króna. Eign- ir félagsins stóðu í 21,7 milljörðum og höfðu aukist um 8% á árinu. Eig- infjárhlutfall félagsins var 31% í lok árs og stóð nærri því sem það var í tólf mánuðum fyrr. Samsett hlutfall batnaði talsvert milli ára. Það reyndist 92,3% en hafði verið 98,3% ári fyrr. Samkvæmt upplýsingum frá fé- laginu eru viðskiptavinir þess nú um 65 þúsund talsins. Meðaltals fjöldi stöðugilda á vettvangi þess var á síðasta ári 86,5. Hagnaður Varðar jókst um 30%  Samsett hlutfall reyndist 92,3% Vörður Guðmundur Meðfylgjandi stuttri umfjöllun á bls. 15 í ViðskiptaMogga í gær, þar sem fjallað var um Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands, sem haldið var í liðinni viku, voru birtar fimm myndir. Þau mistök urðu að sumar myndanna voru af þingi ráðsins sem haldið var í febrúar 2018. Beð- ist er velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT Rangar myndir birtust með frétt Til að sjá gengið eins og það er núna á Skannaðu kóðann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.