Morgunblaðið - 22.02.2019, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019
✝ Arnþór Krist-ján Jóhannes
Jónsson var fæddur
í Möðrudal, N-Múl.,
21. febrúar 1933.
Hann lést á dval-
arheimilinu Ísafold í
Garðabæ 15. febr-
úar 2019.
Foreldrar hans
voru Jóhanna Arn-
fríður Jónsdóttir
frá Möðrudal á
Hólsfjöllum, f. 16. janúar 1907, d.
6. maí 1986, og Jón Eyjólfur Jó-
hannesson frá Fagradal á Fjöll-
um, f. 9 apríl 1906, d. 5. október
1981.
Arnþór var annar elstur af
ára var Guðbjörg Ásgeirsdóttir,
alltaf kölluð Stella. Þau héldu
góðum vinskap eftir að þau slitu
sambúð. Stella lést árið 2012.
Arnþór var tónlistarmaður
mikill og var lengi með eigin
hljómsveit, Tónatríóið, og spilaði
um land allt og einnig með öðr-
um hljómsveitum. Addi var einn-
ig með í leikritum og kvik-
myndum.
Sem ungur maður vann Addi
hjá Geir í Eskihlíð. Hann starfaði
einnig lengi á þungavinnuvélum
og við vörubílaakstur hjá Vél-
tækni og fleiri fyrirtækjum.
Addi flutti til Hafnar í Horna-
firði og bjó hjá Jóhanni og Hall-
dóru systur sinni eftir að hafa
lent í alvarlegu slysi árið 1976.
Síðar flutti hann með þeim suður
þar sem hann fyrst bjó í Kópa-
vogi og síðan í Garðabæ.
Útförin fer fram frá Digranes-
kirkju í dag, 22. febrúar 2019,
klukkan 15.
átta systkinum: 1)
Gunnlaugur Aðal-
steinn, látinn. Maki
Sigríður Jóna Clau-
sen. 2) Þórlaug Aðal-
björg, látin. Maki
Sigbjörn Sigurðsson
3) Gunnþórunn
Anna. Maki Helgi Ei-
ríkur Magnússon,
látinn. 4) Viggó Arn-
ar, látinn. Maki Her-
dís Eiríksdóttir. 5)
Valgerður Steinunn. Maki Jón Sæ-
mundsson. 6) Halldóra Jóna. Maki
Jóhann Marion Magnússon Snæ-
land, látinn. 7) Kristín Dúlla. Maki
Ólafur Rúnar Þorvarðarson.
Sambýliskona Adda til margra
Þá er Addi frændi farinn í sitt
síðasta ferðalag.
Okkar fyrstu kynni af Adda
voru þegar hann og Stella gáfu
okkur páfagaukana Stínu og
Stjána.
Addi frændi flutti inn á heim-
ilið okkar þegar við vorum börn
eftir alvarlegt slys sem hann lenti
í.
Addi var mjög barngóður og
var mikið sungið og spilað á gítar
og harmonikku.
Addi reyndi að kenna okkur á
gítar en við tókum ekki svo vel við
og lærðum við aldrei að spila
nokkuð af viti.
Okkar fyrstu kynni af rokki og
róli voru hjá Adda. Við hlustuðum
mikið á Elvis Presley með Adda
og var sungið hátt og líka dansað.
Munum við með gleði eftir
ferðunum til Reykjavíkur þar
sem Addi bauð okkur í Þjóðleik-
húsið. Við sátum alltaf í stúku
eins og prinsessur og horfðum
niður á leikarana.
Við fórum líka með Adda í
gamla útvarpshúsið þar sem við
sáum fólkið sem við höfðum heyrt
í útvarpinu. Addi þekkti svo
marga þarna og við fengum að sjá
hvar allar plöturnar voru geymd-
ar og velja hvor sitt lagið, með
ABBA og Olivia Newton-John.
Addi þekkti mikið af litríku fólki
og vorum við svo heppnar að fá að
hitta nokkra af þeim.
Með Adda upplifðum við
menningu stórborgarinnar.
Addi gaf Hörpu fyrsta hjólið,
appelsínugult hjól með banana-
sæti og lærði hún að hjóla á þessu
æðislega hjóli.
Þegar við urðum eldri stóð
aldrei á Adda að hjálpa okkur,
hvort sem það var með bílana
okkar, íbúðir eða hús.
Við vitum að það hefur verið
tekið vel á móti þér hinumegin við
hæðina.
Pabbi hefur nú verið fyrstur í
flokki að taka á móti Herforingj-
anum ásamt foreldrum þínum,
systkinum og mörgum fleirum.
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum;
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði;
kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði;
blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.
Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal, að kveða kvæðin þín,
heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil, með húfu og rauðan skúf, í peysu;
þröstur minn góður, það er stúlkan mín.
(Jónas Hallgrímsson)
Þínar frænkur
Alma Dögg Jóhannsdóttir og
Harpa Mjöll Jóhannsdóttir
Snæland.
Elsku besti Addi minn.
Nú er komið að kveðjustund,
minningarnar streyma í huga
minn. Elsta minningin sem ég á er
um jólasvein sem kom í Barma-
hlíðina og það í eitt skipti á bílnum
hans Viggós.
Minningarnar um töffarann
sem spilaði á gítar eða harmon-
ikku og söng rokklög, alltaf var
gleði og kærleikur í kringum þig,
flottari frænda var ekki hægt að
eiga.
Seinna þegar þú komst í
Barmahlíðina og við hlustuðum á
Elvis og sungum saman, ræddum
um lögin hans. Þú kenndir mér að
dansa við Tutti Frutti, og mikið
var gaman alltaf í kringum þig.
Elsku Addi, takk fyrir allar
minningarnar sem við krakkarnir
eigum um þig, takk fyrir að vera
fallegi og góði frændi minn.
Þín frænka,
Jóhanna Jóna.
Í dag kveð ég góðan vin og fé-
laga Arnþór Jónsson, eða Adda
eins og hann var ævinlega kall-
aður. Á árum áður ók Addi flutn-
ingabíl milli Reykjavíkur og Eg-
ilsstaða og oft í misjöfnu veðri
eins og gengur. Síðar vann hann
um tíma í ofnaverksmiðjunni
Runtal. En fyrst og fremst átti
tónlistin hug hans allan. Á
Grettisgötunni hjá þeim Adda og
Stellu var oft gestkvæmt og þétt
setinn bekkurinn. Sumir komu
þar til að fá sína fyrstu tilsögn í
tónlist, aðrir til að spjalla. Síðustu
árin dvaldi Addi á dvalarheimili
fyrir aldraðra og þangað heim-
sótti ég hann oft. Þegar leikið var
á hljóðfæri, harmonikku eða gítar
tók hann gjarnan lagið og söng þá
manna hæst. Ég kveð Adda með
hlýjum huga.
Herdís Eiríksdóttir.
Arnþór Kristján
Jóhannes Jónsson
Fleiri minningargreinar
um Arnþór Kristján Jóhannes
Jónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
HINSTA KVEÐJA
Elsku Addi frændi.
Ég á eftir að sakna þín.
Alltaf varstu með bros á vör
þegar ég hitti þig. Það var
svo gaman að heimsækja
þig og púsla með þér.
Þinn frændi,
Jón Ágúst.
Elsku frændi.
Það er alltaf erfitt að
kveðja, þó svo kominn hafi
verið tíminn fyrir þína
hvíld.
Ég mun aldrei gleyma þér,
eða okkar góðu stundum
saman.
Ekki var langt í hláturinn,
já eða Elvis, gamla góða
Elvis.
Ég bið endilega að heilsa
honum og ímynda mér ykk-
ur taka nokkur lög saman.
Þinn frændi
Jóhann.
✝ María GuðrúnGuðmunds-
dóttir fæddist á
Kaldeyri við Ön-
undarfjörð 19.
ágúst 1933. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
10. febrúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ur Friðriksson, f.
22. desember 1892
á Kvíanesi, Staðarsókn, V-
Ísafjarðarsýslu, d. 5. janúar
1974, og Guðrún Jóna Kristjáns-
dóttir, f. 1. júlí 1892 í Svalvog-
um í Dýrafirði, d. 14. mars
1972.
María var elst fjögurra systk-
ina, þau eru: Ólafur, f. 1934, d.
2015, Kristjana, f. 1936, og Jón,
f. 1942.
María giftist 17. október 1953
Gunnlaugi Einari Kristjánssyni,
f. 8. maí 1930, d. 20. mars 2017.
Börn þeirra eru. 1) Guðrún, f.
1953, maki Jónas Steinþórsson,
f. 1952, þau eiga þrjú börn. 2)
Kristján, f. 1956, maki Dallilja
Inga Steinarsdóttir, f. 1959, þau
eiga þrjú börn. 3) Guðmundur,
f. 1959, maki Dag-
björt I. Bærings-
dóttir, f. 1964, þau
eiga fjögur börn, 4)
Þröstur, f. 1961,
maki Helga Guð-
mundsdóttir, f.
1964, þau eiga þrjú
börn. 5) Jóhann, f.
1962, maki Vaka
Helga Ólafsdóttir.
f. 1958, hann á þrjú
börn. Barnabörn
og barnabarnabörn eru 27 tals-
ins.
María bjó á Efstabóli við Ön-
undarfjörð til 14 ára aldurs, þá
fluttist hún til Flateyrar, þar
sem hún hafði ráðið sig í vist.
Hinn 1. júlí 1951 flutti hún til
Stykkishólms og gerðist vinnu-
kona hjá fjölskyldu Ebenesar
Ásgeirssonar, sem flutti á sama
tíma til Stykkishólms.
María vann m.a. í fiski, í eld-
húsi St. Franciskusspítalans, og
yfir 20 ár á Dvalarheimili aldr-
aðra í Stykkishólmi, þar til hún
lét af störfum sakir aldurs.
Útför Maríu fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag, 22.
febrúar 2019, klukkan 14.
Elsku langamma.
Allar minningarnar sem við
eigum saman, ég mun aldrei
gleyma þeim. Ég mun aldrei
gleyma því þegar ég byrjaði að
vinna á Dvaló, hvað þú varst stolt
af mér, hvað ég væri dugleg og
ynni vel, og væri dugleg að hjálpa
öllum, væri alltaf á hlaupum.
Minningarnar sem ég á heima hjá
þér á Tjarnarási með dollurnar að
búa til virki, hús og í dollukasti, og
þegar ég var yngri kom ég oft til
þín og afa og fór stundum með þér
í búðina, þá setti ég fjölnota bón-
uspoka á hausinn til þess að vita
ekki hvenær við færum af stað.
Það var gott að koma til ykkar
langafa og fá mjólk, kex og kökur,
allar þessar minningar elska ég og
mun aldrei gleyma þeim. Ég er
glöð að hafa fengið að vinna á
Dvaló síðastliðið ár þar sem þú
bjóst og fengið að passa uppá þig.
Þú verður alltaf ofarlega í hjarta
mínu og ég mun elska þig alla ævi
og reyna að fara varlega í umferð-
inni eins og þú baðst mig svo oft
um. Ég mun heldur ekki gleyma
„eitt djúsglas“ fyrir nóttina og
smá kex ef það var í boði.
Útilegurnar sem ég átti með
þér og langafa í Skógarnesi voru í
miklu uppáhaldi hjá mér, alltaf
með nammi og eitthvert góðgæti-
.Það voru forréttindi að hafa lang-
ömmu eins og þig, alltaf að hrósa
mér. Ég elska þig alltaf og veit að
þú verður með mér, ég vona að
þér líði vel núna hjá langafa.
Hvíldu í friði, elsku langamma,
Margrét Lilja.
María Guðrún
Guðmundsdóttir
✝ Guðrún BetaGrímsdóttir,
fæddist 25. maí
1923 í Leiti í Ör-
lygshöfn við Pat-
reksfjörð. Hún
andaðist í Brák-
arhlíð, hjúkrunar-
og dvalarheim-
ilinu í Borgarnesi,
17. febrúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
María Jónsdóttir, húsmóðir, f.
11.4. 1893, d. 1.11. 1946, og
Grímur Árnason, útvegsbóndi,
f. 30.11. 1891, d. 2.1. 1972.
Guðrún var þriðja í röðinni í
10 systkina hópi, en systkini
hennar eru: Ólína Sigríður, f.
19.7. 1920, d. 1934, Hrefna, f.
22.9. 1921, d. 15.2. 1924, Arn-
gerður Jóhanna, f. 13.6. 1925,
Guðmundur Bjarni, f. 21.10.
1926, d. 24.1. 2001, Rakel, f.
25.6. 1928, d. 18.7. 2016, Elín
Gréta, f. 3.1. 1930, Kristrún, f.
3.7. 1931, Sólveig, f. 20.1.
1933, og Óskar Veturliði, f.
11.4. 1934.
Eiginmaður hennar var Ein-
ar Tómas Guðbjartsson, f. 27.
júlí 1911, d. 23. ágúst 1979.
föður sínum ung að árum og
vann öll almenn sveitastörf og
aðstoðaði við uppeldi systkina
sinna. Þegar heimili foreldra
hennar leystist upp í kjölfar
veikinda föður hennar, þá bjó
Kristrún hjá henni og Einari.
Fyrstu sambúðarárin voru þau
Einar í Kollsvíkinni, en flutt-
ust síðan í Örlygshöfn og
byggðu sér lítið hús á Gjögr-
um, en þar var Einar kaup-
félagsstjóri, við Sláturfélagið
Örlyg. Árið 1950 fluttu þau úr
sveitinni sinni til Súðavíkur.
Eftir það bjuggu þau í Flatey,
á Ásum í Saurbæ, Vegamótum
á Snæfellsnesi, Hellissandi,
Selfossi og Laugarvatni, þar
sem hann vann við kaup-
félögin, sem útibús- eða kaup-
félagsstjóri. Þau fluttu í
Borgarnes 1967. Guðrún starf-
aði einnig í verslunum kaup-
félaganna og sá um veit-
ingarekstur á Vegamótum. Í
Borgarnesi vann hún í versl-
unum Kaupfélags Borgfirð-
inga til sjötugs. Þau voru bæði
mikið samvinnufólk. Þau Ein-
ar unnu mikið við byggingu á
húsi sínu, sem þau reistu á
Böðvarsgötu 17, er þau fluttu
í Borgarnes. Einnig gerðu þau
upp lítinn sumarbústað.
Síðustu fimm árin bjó hún í
Brákarhlíð.
Útför Guðrúnar fer fram
frá Borgarneskirkju í dag, 22.
febrúar 2019, klukkan 14.
Hann var frá
Láganúpi í Kolls-
vík. Kjördóttir
þeirra er María
Jóna Einarsdóttir,
f. 13.2. 1953 í
Súðavík. Eigin-
maður hennar er
Hreggviður
Hreggviðsson, f.
14.2. 1951. Sonur
Maríu og Halldórs
Guðlaugssonar, f.
28.8. 1953, er Einar Guðmar,
f. 10.6. 1975, eiginkona hans
er Halla Kristjánsdóttir, f.
16.4. 1981, dóttir þeirra er El-
ísabet María, f. 2016. Börn
Maríu og Hreggviðs eru: 1)
Magnús, f. 15.8. 1982, unnusta
hans er Fía Ólafsdóttir, f.
25.2. 1989. 2) Guðrún Jóna, f.
21.3.1984, eiginmaður hennar
er Sigurður Hjalti Magnússon,
f. 30.4. 1983, þeirra börn eru:
Signý Ylfa, f. 2001, Hregg-
viður Magnús, f. 2008, og
Starkaður Enok, f. 2010. 3)
Sesselja Hreggviðsdóttir, f.
23.8. 1992.
Guðrún ólst upp á Grundum
í Kollsvík á næsta bæ við
Einar. Hún reri til fiskjar með
Það er ein bæn sem hljóðar
svo: Guð gefðu mér hlutverk í
lífinu og líf til að sinna því hlut-
verki.
Hún mamma fékk mörg hlut-
verk í lífinu og langt og farsælt
líf til að sinna þeim.
Fyrsta hlutverkið var að
vera góð og hjálpsöm dóttir og
systir, sem aðstoðaði við upp-
eldi systkina sinna og gekk til
verka með föður sínum, s.s. að
róa til fiskjar og að sinna úti-
verkum. Mörg þeirra verka
voru það erfið að þau gengu
nærri henni, en ekki var kvart-
að. Vildi til að hún var hraust
og metnaðargjörn.
Annað hlutverk sem hún var
trú, en það var að vera eigin-
kona og leit hún upp til Einars
manns síns og hélt myndar-
heimili, sem prýtt var ýmiss
konar hannyrðum. Einnig var
ætíð til nóg með kaffinu og
rausnarlega tekið á móti öllum
sem komu.
Það stóra hlutverk að ganga
mér í móðurstað, þó að ég ætti
aðra mömmu og ala mig upp og
koma mér til manns, var ekki
lítið, þó held ég að ég hafi verið
frekar hlýðin. Því hlutverki
sinnti hún út í æsar ásamt
pabba.
Ömmuhlutverkið var stórt og
kölluðum við öll í fjölskyldunni
hana ömmu. Ef hefði verið
handrit til staðar fyrir það hlut-
verk er ég ekki viss um að höf-
undur hefði haft hugmyndaflug
að skrifa það hlutverk sem hún
lék. Allavega ekki dottið í hug
öll prakkarastrikin sem hún
framkvæmdi með ömmubörn-
unum.
Eitt stærsta hlutverk hennar
í lífinu var að rækta samband
við systkini sín, en þau hafa
alla tíð verið einstaklega sam-
heldin og náin. Einnig var mik-
ið vináttusamband við systkini
pabba og frændfólk þeirra
beggja.
Þá entist vinátta við marga
sem hún vann með út ævina,
svo og þá sem þau pabbi kynnt-
ust á öllum þeim stöðum sem
þau bjuggu á. Í sumarfríum var
ferðast og frændfólk og vinir
heimsóttir.
Það hlutverk í lífinu sem hún
var einstaklega trú var að sinna
í verki samvinnuhugsjóninni og
helst var ekki verslað nema í
kaupfélaginu.
Enda unnu þau pabbi þar
alla tíð. Leitun að jafn miklum
kaupfélagsmanneskjum og þau
voru. Væri akkur fyrir hvaða
fyrirtæki sem er að hafa jafn
trúa manneskju í vinnu og hún
var.
Það hlutverk sem var efst á
lista ungmennafélagsins í henn-
ar ungdæmi var bindindi á vín.
Enda var messuvínið við ferm-
inguna, sem hún kyngdi ekki og
ætlaði að reyna að skyrpa út úr
sér, þegar út væri komið, eina
vínið sem hún drakk um ævina.
Þá reykti hún eina og hálfa
sígarettu við tannpínu og þar
lauk reykingum hennar.
Vestfirðingshlutverkið litaði
öll önnur hlutverk hennar í líf-
inu og neitaði hún m.a. að kalla
sig Borgnesing, þrátt fyrir
meira en hálfrar aldar búsetu í
Borgarnesi. Hún sagðist vera
Vestfirðingur og ekkert annað.
Hafðu þökk fyrir allt.
Þín dóttir,
María Jóna Einarsdóttir.
Er ég minnist Guðrúnar
tengdamóður minnar, koma
ýmsir eiginleikar í huga, sem
ekki eru öllum gefnir. Þar má
nefna heiðarleika, dugnað,
sjálfsaga, reglusemi, auðmýkt
gagnvart minnimáttar, að
fresta engu sem hægt er að
gera í dag, snyrtimennsku og
myndarskap í öllu og gestrisni.
Einnig var Guðrún einstök
áhugamanneskja um samvinnu-
hreyfinguna og kaupfélögin,
björgunarsveitir og veru í
kvenfélaginu heima í Borgar-
nesi.
Einar heitinn og Guðrún
bjuggu og störfuðu víða við lítil
kaupfélög vestanlands, en af
öllum þeim stöðum sem hún
unni, var henni sérstaklega
minnisstæð vera í Dölunum þar
sem þau ráku Kaupfélagið í
Saurbæ. Þar tók á móti þeim
sérstakur hlýhugur og sam-
heldni.
Við hjónin, Guðrún og börn
okkar bjuggum undir sama þaki
á Böðvarsgötu 17 í Borgarnesi.
En slíkt treysta sér ekki allir til
að gera. Ef María brá sér af
bæ, lét hún undirritaðan og
börnin ekki skorta fæðu, enda
þeirrar skoðunar að húshald og
eldamennska væri eingöngu
konum fært og ætlað.
Það má segja að auðveldara
væri að telja upp það sem Guð-
rún gerði ekki í höndunum, en
það sem hún gerði og gerði vel.
Ýmis námskeið sótti hún hvað
handverk snerti og handverks-
sýningar sem hún hafði áhuga
á.
En prjóna- og saumaskapur
stóðu þar sannarlega upp úr,
enda afkastamikil með afbrigð-
um á þeim sviðum. Guðrún var
líka mikil barna- og dýragæla.
Gæsir voru af dýrum efstar á
blaði, enda hélt hún aligæs fyrir
vestan.
Mikill og trúr Vestfirðingur
er genginn með Guðrúnu og
virðingarverð persóna í verki.
Hún og Einar heitinn voru ævi-
félagar í Slysavarnafélaginu, nú
Landsbjörg, enda upplifðu þau
tvo hörmulega sjóskaða í ná-
lægð með eins árs millibili og
tóku þátt í að aðstoða við björg-
un í þeim síðari.
Hreggviður Hreggviðsson.
Guðrún Beta
Grímsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu Betu Gríms-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.