Morgunblaðið - 22.02.2019, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Hálsmen
10.900,-
Hálsmen
8.900,-
Hálsmen
8.900,-
Hálsmen
9.900,-
Hringur
8.900,-
Hringur
8.900,-
Hringur
8.900,-
Eyrnalokkar
5.500,-
Eyrnalokkar
5.500,-
Skíðaíþróttin er skemmtileg og nú fara í hönd góðir dagar fyrirnorðan. Við verðum hér við fram yfir helgi og ætlum að njótaþess besta sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Við erum með
íbúð á leigu og erum í bæ þar sem er frábært að vera,“ segir Dögg
Hjaltalín, bókaútgefandi hjá Sölku, en hún er 42ja ára í dag.
„Lífið snýst að sjálfsögðu mikið um bækurnar. Rekstur útgáf-
unnar er umsvifamikill og í mörg horn að líta og ég les mikið, bæði
handrit og aðrar bækur sem tengjast Sölku en einnig allskyns bæk-
ur sem vekja áhuga minn. Ég lauk nýlega við Brennu-Njálssögu
sem ég hafði ekki lesið síðan í skóla og svo er ég alltaf með ljóða-
safn Tómasar Guðmundssonar á náttborðinu. Núna er ég líka að
hlusta á og lesa bókina Becoming, ævisögu Michelle Obama, fyrrver-
andi forsetafrúar Bandaríkjanna. Ég kemst alls ekki yfir allar þær
bækur sem mig langar til að lesa enda hef ég áhuga á mörgu,“ seg-
ir Dögg sem var blaðamaður til fjölda ára. Starfaði lengst á Við-
skiptablaðinu, rak eigin bókabúð og var síðan um nokkurt skeið
upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, svo eitthvað sé nefnt.
Vetrarfrí í grunnskólum landsins er nú framundan og þá bregða
margir undir sig betri fætinum. „Það vill svo skemmtilega til að
mjög margir vina minna eru fyrir norðan í fríi og því ætla ég að
halda upp á afmælið mitt þar, skála og bjóða upp á eitthvað gott í
gogginn eftir vonandi góðan dag í brekkunum,“ segir Dögg sem er
gift Ólafi Finnbogasyni fasteignasala hjá Mikluborg. Dæturnar eru
þrjár; Agnes sem er nýorðin tvítug, Freyja sem verður níu ára á
mánudaginn og yngst er Rán sem verður þriggja ára í vor.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Ófeigur
Salka „Lífið snýst mikið um bækurnar,“ segir Dögg Hjaltalín.
Dagar á Akureyri
Dögg Hjaltalín útgefandi er 42ja ára í dag
B
ryndís Víglundsdóttir
fæddist 22. febrúar
1934 í Reykjavík.
„Heimili okkar var við
Laugaveg 70 þar sem
við vorum á veturna. Faðir minn
byggði sumarbústað í Fossvoginum,
sunnan og austan við þar sem
Borgarspítalinn stendur nú. Þar var
yndislegt að vera og busluðum við
krakkarnir í Fossvoginum þegar
féll að á kvöldin eftir sólríka daga
því að þá var sjórinn volgur. Mikið
fuglalíf var í móunum allt í kring og
ævintýrin alls staðar.
Ég fór ung í sveit austur í
Rangárvallasýslu til Jóns Árna-
sonar, bónda á Lækjarbotnum í
Landsveit, og konu hans Steinunnar
Loftsdóttur. Hjá þeim átti ég mörg
góð sumur og get ekki nógsamlega
þakkað að fá að kynnast hinum
fornu búskapar- og lífsháttum sem
voru enn stundaðir á Lækjar-
botnum árin sem ég var þar.“
Bryndís var í Austurbæjarskóla
og tók stúdentspróf frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1955, tók
kennarapróf frá KÍ 1956, var í námi
við Iowa State Teacher’s College
1958-59 og við Perkins School for
the Blind, Boston University, 1961-
Bryndís Víglundsdóttir, kennari og fv. skólameistari – 85 ára
Á Möltu Á myndinni, tekinni í október 2015, eru, ásamt Bryndísi, Grímur, Geirlaug og börn þeirra: Guðmundur Ottó,
Grímur Dagur með fuglinn og Snæfríður og eiginmaður Snæfríðar, Jónas sem er Maltverji og er lengst til vinstri.
Slær ekki slöku við
Lestrarstund Bryndís les fyrir Frosta Þey, son Bryndísar Gyðu, sonar-
dóttur hennar, og Gísla Katrínarsonar manns hennar. „Ég hef stundað það
að segja börnum sögur og hvet fólk til að gera slíkt hið sama.“
Súðavík Malía Charlotta
Antonsd. Christensen
fæddist 14. júní 2018 kl.
6.17. Hún vó 3.944 g og
var 49 cm löng. Foreldrar
hennar eru Eva Rós Gunn-
arsdóttir og Anton Ívar
Ísaksson Christensen.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.