Morgunblaðið - 22.02.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 22.02.2019, Qupperneq 27
62, og tók sérkennarapróf þar. Hún var einnig í námi við University of Southern Florida, Tampa, 1980-81. Bryndís var kennari við Austur- bæjarskólann 1956-58 og 1959-61, var við kennslu og nám við Perkins School for the Blind, 1961-64, kenn- ari við Heyrnleysingjaskólann 1964- 68, kennari við Perkins School for the Blind 1968-72, skólastjóri skóla fyrir fjölfötluð börn 1972-73, kenn- ari við Flataskóla í Garðabæ 1973- 76 og skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands 1976-97. Hún vann einnig að menntamálum fjölfatlaðra á Norðurlöndum og á alþjóðlegum vettvangi. „Þegar ég lauk launavinnu tók við tími afskipta og stuðnings við af- komendur og þátttaka í félagsstarfi aldraðra. Ég er upphafsmaður rannsóknar um framlag eldri borg- ara til samfélagsins sem Rann- sóknastofnun Kennaraháskóla Ís- lands gerði með Samband íslenskra sparisjóða að bakhjarli. Að lokinni rannsókninni sem fræðimenn telja einstaka að umfangi og uppbygg- ingu fóru rannsakendur, þær Ingi- björg Harðardóttir, lektor við KHÍ, og Amalía Björnsdóttir, dósent við KHÍ, ásamt mér í hringferð um landið og kynntum við eldri borg- urum niðurstöðurnar við afar góðar viðtökur hvarvetna. Alls var haldinn 21 fundur.“ Bryndís hefur enn fremur sinnt ritstörfum og þýðingum og flutt fjölda erinda í útvarpinu. Hún var t.d. með þáttaröðina Á indíána- slóðum sem voru 30 erindi flutt í RÚV um indíána Norður-Ameríku á árunum 1975-1980. Hún stofnaði hljóðbókaútgáfuna Gaman að lifa 2007 með Elínu Sigurgeirsdóttur tannlækni og voru gefnar út nokkr- ar bækur, m.a. frumsamdar sögur eftir Bryndísi eins og Sögur af Munda. Bryndís hlaut riddarakross hinn- ar íslensku fálkaorðu 1989 vegna starfa að málefnum fatlaðra og var sæmd gullmerki Skólameistara- félags Íslands 2001. „Í gær var ég á fundi með fólki sem er að vinna að verkefni sem er kallað Snorri deaf og snýst um það að tengja heyrnarlaust fólk á Ís- landi og heyrnarlaus skyldmenni í Norður-Ameríku. Það þarf að huga að mörgu í tengslum við verkefnið sem er bæði skemmilegt og gef- andi.“ Fjölskylda Eiginmaður Bryndísar (giftu sig 23.6. 1962) var Guðmundur Bjarna- son, bóndi og skógræktarmaður hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, f. 16.8. 1922 í Álfadal á Ingjaldssandi, d. 26.4. 1983. Foreldrar hans voru hjónin Jóna Guðmundsdóttir, hús- móðir þar, f. 15.10. 1889, d. 10.5. 1979, og Bjarni Ívarsson, bóndi þar, f. 5.4. 1888, d. 5.9. 1970. Börn Bryndísar og Guðmundar eru: 1) Grímur Guðmundsson raf- eindavirkjameistari, f. 17.4. 1964 í Boston, maki: Geirlaug Ottósdóttir, táknmálstúlkur og grunnskólakenn- ari, börn þeirra: Bryndís Gyða, Snæfríður, Guðmundur Ottó og Grímur Dagur; 2) Sólbjört Guð- mundsdóttir, ráðgjafi og jógakenn- ari, stofnandi og eigandi Ljósheima, f. 23.11. 1969 í Boston, maki: Pálmi Símonarson verkfræðingur. Systkini: Bergþóra, f. 3.1. 1931, d. 10.12. 2006, húsfreyja og skrifstofu- maður í Reykjavík; Sigrún, f. 22.5. 1932, húsfreyja í Reykjavík; Jón, f. 30.6. 1930, bakarameistari í Reykja- vík; Björgvin, f. 4.5. 1946, verk- fræðingur í Reykjavík. Foreldrar Bryndísar voru hjónin Margrét Grímsdóttir húsmóðir, f. 12.8. 1908 í Reykjavík, d. 19.12. 1999, og Víglundur Jósteinn Guð- mundsson bifreiðarstjóri, f. 30.9. 1905 á Stokkseyri, d. 15.1. 1987. Úr frændgarði Bryndísar Víglundsdóttur Bryndís Víglundsdótttir Víglundur Jósteinn Guðmundsson bílstjóri í Reykjavík Þóranna Þorsteinsdóttir húsfr. í Reykjavík Þorsteinn Oddsson bóndi á Ragnheiðarstöðum, síðar verkamaður í Reykjavík Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja á Ragnheiðarstöðum í Flóa Guðný Pétursdóttir vinnukona í Rvík Hörður Ársælsson bifvélavirki í Rvík Ársæll Harðarson forstöðum. hjá Icelandair og formaður stjórnar Íslenska-kínverska viðskiptaráðsins Guðbjörg orsteinsdóttir húsfr. í Reykjavík Þ Þorsteinn Ingvarsson akarameistari í Rvík b Þorsteinn Þorsteinsson fv. skólameistari Fjölbrautaskóla Garðabæjar Magnús Pétursson iðnverkamaður í Rvík Siguroddur Magnússon rafverktaki Bogi Þór Siguroddsson eigandi og stjórnar- formaður Johan Rönning Sigríður Jónsdóttir húsfreyja Reykjavík Guðmundur Sigurðsson kaupmaður í Reykjavík Sigurður Hansson sjómaður í Hull Magnús Gíslason verslunarmaður í Garði Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmála- ráðuneytisins Gísli Matthías Sigurðsson bóndi að Miðhúsum í Garði Jón Grímsson formaður á Stokkseyri Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja á Stokkseyri Grímur Jónsson sjómaður í Reyjavík Sumarlína Pétursdóttir húsfr. í Reykjavík Pétur Árnason bóndi í Miðdal Margrét Benjamínsdóttir húsfreyja í Miðdal í Kjós Margrét Grímsdóttir húsfreyja í Reykjavík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Figgjo er norskt hágæða merki í borðbúnaði GLÆSILEGUR BORÐBÚNAÐUR FYRIR HÓTEL OG VEITINGASTAÐI Ágúst Einar Birgir Björnssonfæddist 22.2. 1935 á Sjón-arhóli í Hafnarfirði. For- eldrar hans voru hjónin Guðbjörg Jónsdóttir, f. 1894, d. 1993, húsfreyja á Sjónarhóli, og Björn Eiríksson, f. 1894, d. 1983, bifreiðarstjóri. Birgir lauk Barnaskóla Hafnar- fjarðar 1948, tók sveinspróf í vél- virkjun 1956, hlaut meistararéttindi 1960 og lauk vélstjóraprófi 1957. Birgir starfaði m.a. hjá Vélsmiðj- unni Kletti, rak Bílaleiguna hf. og verslunina Hjólið í nokkur ár. Síðan starfaði hann hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli, Steypustöð Breiðholts og Slippstöðinni á Akur- eyri. Birgir varð forstöðumaður íþróttahúss FH í Kaplakrika 1989 og starfaði þar til 67 ára aldurs. Þá fór hann til Englands og lærði kylfu- smíði hjá Golfsmith og starfaði við það sér til ánægju. Birgir var virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins á sínum yngri árum og var meðal annars for- maður Stefnis – félags ungra sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði. Birgir lék 500 meistaraflokksleiki í handbolta með FH á 20 ára ferli sínum og var fyrirliði allan tímann. Einnig þjálfaði hann liðið í mörg ár. Hann varð 27 sinnum Íslands- meistari með FH. Birgir lék 29 landsleiki fyrir Ísland, var m.a. fyrir- liði landsliðsins er Ísland tók í fyrsta sinn þátt í heimsmeistarakeppni í handbolta 1958. Birgir var einnig þjálfari landsliðsins um tíma og átti sæti í landsliðsnefnd HSÍ. Birgir var einn af stofnendum Golfklúbbsins Keilis og var m.a. for- maður klúbbsins í tvö ár. Hann fékk margar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu íþróttanna, m.a. er hann heiðursfélagi í FH, fékk gullmerki HSÍ, Keilis, ÍBH, KA og heiðurs- kross ÍSÍ. Hinn 18.4. 1959 kvæntist Birgir Ingu Magnúsdóttur, f. 10.3. 1939, bús. í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Magnús, f. 1959, Sólveig, f. 1961 og Laufey, f. 1966. Birgir lést 2. september 2011. Merkir Íslendingar Birgir Björnsson 101 árs Snæbjörn Gíslason 100 ára Ágústína Sveinsdóttir 95 ára Jóhanna Gunnlaugsdóttir 90 ára Guðrún Guðmundsdóttir Steinunn Guðbjörg Jónasd. 85 ára Bryndís Víglundsdóttir Ragnheiður Þórðardóttir 80 ára Guðrún Bjarnadóttir Guðrún Pála Hannesdóttir Helga Jarþrúður Jónsdóttir Hrönn Vilborg Hannesdóttir 75 ára Ingvar Benediktsson Mary Pat Frick Sigrún Magnúsdóttir Svala Ernestdóttir Þórarinn Jónsson 70 ára Arndís Lilja Albertsdóttir Auður Reinhardsdóttir Erna Kristjánsdóttir Eyjólfur Garðarsson Fríða Kristín E. Guðjónsd. Guðfinna Ingimarsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Jens P. Hjaltested Jósep Sigurjónsson Kristín Katla Árnadóttir Kristján Benediktsson Ómar Árni Kristjánsson Svanfríður Hagvaag Sveinbjörn Jónsson 60 ára Barbara Muczynska Elí Leó Dýri Nönnuson Guðlaug Böðvarsdóttir Guðrún Sverrisdóttir Hanna Magnúsdóttir Jónas Arndal Leifsson Jónína Valsdóttir Kolbrún Eggertsdóttir Nanna Kristjana Árnadóttir Stefán H. Sigmundsson Sævar Berg Ólafsson Una Guðrún Einarsdóttir 50 ára Belinda Mirandilla Bergur Garðarsson Bjarki Haraldsson Guðrún Geirsdóttir Ómar Dagbjartsson Stefanía A. Halldórsdóttir Sverrir Þór Gústafsson Þór Emilsson Þórhalla Sigmundsdóttir 40 ára Aðalheiður Elín Bergsdóttir Alfreð Hjörtur Samúelsson Árni Víkingur Hafsteinsson Davíð Halldór Erlingsson Elínborg Jóhannesdóttir Guðbjörg Rúna Vilhjálmsd. Helga Björk Gunnarsdóttir Karl Henry Hákonarson Kulisara Tonan Margrét A. Hauksdóttir Ragnar Már Róbertsson Ragnheiður Kolsöe 30 ára Arnar Jónsson Ágústa Ýr Sveinsdóttir Elma Rut Jónsdóttir Estera Natalia Mikulska Karen Lena Óskarsdóttir Margrét Lilja Gunnarsdóttir Saga Líf Friðriksdóttir Steinar Þorri Tulinius Þór Högni Hrafnsson 30 ára Börkur er Njarðvík- ingur og er sölu- og þjón- ustustjóri hjá ALP. Maki: Guna Mezule, f. 1991, sölustjóri í höfuð- stöðvum ABG Group í London. Börn: Natalía Björk, f. 2009, og Óttar Bjarni, f. 2013. Foreldrar: Bjarni Stein- grímsson, f. 1957, bifreið- arstj., og Guðmundína Lára Guðmundsdóttir, f. 1959, d. 1995, hjúkrunarfr. Börkur Óðinn Bjarnason 40 ára Haukur ólst upp á Álftanesi en býr í Reykja- vík. Hann er tölvufræði- menntaður og er forritari hjá Námfús. Dóttir: Sara Lilja, f. 2000. Bræður: Magnús Valur, f. 1983, Benjamín Hrafn, f. 1986, og Samúel Örn, f. 1992. Foreldrar: Böðvar Magn- ússon, f. 1956, rafsuðu- maður, og Karitas Hrönn Hauksdóttir, f. 1957, vinn- ur á sambýli. Haukur Már Böðvarsson 40 ára Valdi er Akureyr- ingur en býr á Dalvík. Hann er málmsuðum. og vinnur á bifreiðaverkstæði Bjarn- héðins. Maki: Saga Árnadóttir, f. 1971, hársnyrtir. Börn: Birgitta Ösp, f. 2001, og Rebekka Rut, f. 2007. Foreldrar: Valdimar Valdi- marsson, f. 1951, d. 2015, bifreiðarstj., og Helga Ing- ólfsdóttir, f. 1953, hús- móðir á Ysta-Felli í Köldu- kinn. Valdimar Geir Valdimarsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.