Morgunblaðið - 22.02.2019, Síða 33

Morgunblaðið - 22.02.2019, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019 Samsýning feðganna Björns Hauks Pálssonar og Páls Hauks Björns- sonar verður opnuð í dag, föstudag, klukkan 16 í Listasal Mosfells- bæjar. Sýninguna kalla þeir Tómir fossar. Björn Haukur er stýrimaður að mennt og sýnir nú myndverk í fyrsta sinn en Páll Haukur er menntaður í myndlist og hefur ver- ið virkur í sýningarhaldi bæði hér- lendis og erlendis. Á sýningunni munu natúralískar myndir föðurins eiga samtal við ab- straktverk sonarins svo úr verður nokkurs konar tvöfalt landslag þar sem fossar eru í aðalhlutverki. Feðgaverk Málverk föðurins, Björns Hauks Pálssonar, til vinstri og verk eftir soninn, Pál Hauk, við hliðina. Feðgar sýna sam- an Tóma fossa Tónlistarkonan Sóley kemur fram í menning- arhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld, föstudag, og hefjast tón- leikarnir kl. 21. Sóley hyggst bjóða gestum að hlýða á verk í vinnslu sem kannar enda veraldar. Með henni koma fram Albert Finn- bogason á altsaxófón, Jón Óskar Jónsson á trommur og Margrét Arnardóttir á harmóniku. Um þess- ar mundir vinnur Sóley að nýrri plötu þar sem hún kannar ný hljóð og rými, ljóð um heimsenda og lagasmíðar fyrir harmóníkudróna, theremín, raddir, mellotron og hljóðgervla. Sóley flytur verk í vinnslu í Mengi Sóley Stan & Ollie Sannsöguleg mynd um Stan Laurel og Oliver Hardy, eitt vinsælasta gríntvíeyki kvikmyndasögunnar. Í myndinni er sjónum beint að ferli þeirra undir lokin. Leikstjóri er Jon S. Baird og með aðalhlutverk fara Steve Coogan og John C. Reilly. Metacritic: 75/100 Fighting with My Family Gamanmynd sem byggist á sönnum atburðum og segir af glímudrottn- ingu sem hóf atvinnuferil 13 ára að aldri og var yngst kvenna til að fara með sigur af hólmi í Davis glímukeppninni. Leikstjóri er Stephen Merchant og með aðal- hlutverk fara Florence Pugh, Nick Frost, Jack Lowden og Dwayne Johnson. Metacritic: 70/100 Serenity Matthew McConaughey og Anne Hathaway fara með aðalhlutverkin í þessari glæpamynd. Í henni segir af Baker Dill sem leigir út bát sinn til sjóstangaveiðimanna sem vilja glíma við hákarla. Dag nokkurn kemur fyrrverandi eiginkona hans að máli við hann og biður um held- ur óvenjulegan greiða. Leikstjóri er Steven Knight. Metacritic: 38/100 Bíófrumsýningar Grín, glíma og greiði Skondnir Steve Coogan og John C. Reilly í hlutverkum Steina og Olla. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skáldsagan Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur og ljóðabókin Kóngulær í sýningargluggum eftir Kristínu Ómarsdóttur hafa verið til- nefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 fyrir Íslands hönd. Þetta var tilkynnt í gær. Landsbundnar dómnefndir til- nefna þetta árið samtals 13 verk til verðlaunanna, en sameiginleg nor- ræn dómnefnd velur vinningshafa ársins og verða verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi 29. október í tengslum við þing Norður- landaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur, sem sam- svarar tæpum 6,4 milljónum ísl. kr. Frá Álandseyjum er tilnefnd skáldsagan Det finns inga monster eftir Liselott Willén. Frá Danmörku eru tilnefnt smásagnasafnið Efter solen eftir Jonas Eika og skáldsagan de eftir Helle Helle. Frá Finnlandi eru tilnefndar skáldsögurnar Trist- ania eftir Mariönnu Kurtto og Där musiken började eftir Lars Sund. Frá Grænlandi er tilnefnd smá- sagna- og ljóðabókin Arpaatit qa- qortut eftir Pivinnguaq Mørch. Frá Noregi eru tilnefndar ljóðabókin Det er berre eit spørsmål om tid eft- ir Eldrid Lunden og Jeg lever et liv som ligner deres. En levnetsbeskri- velse eftir Jan Grue, en bókin er skilgreind sem sjálfsævisögulegur prósi. Frá samíska málsvæðinu er tilnefnd ljóðabókin Ii dát leat dat eana eftir Ingu Ravna Eira. Frá Sví- þjóð eru tilnefndar ljóðabókin Non- sensprinsessans dagbok. En sjuk- skrivning eftir Isabellu Nilsson og skáldsagan Människan är den vack- raste staden eftir Sami Said. Í umsögn íslensku dómnefndar- innar, sem í sitja Kristján Jóhann Jónsson, Kolbrún Bergþórsdóttir og Sunna Dís Másdóttir, segir um skáldsöguna Elín, ýmislegt: „Ríkjandi þemu í skáldskap Krist- ínar Eiríksdóttur eru þrá eftir ást og skilningi, baráttan við sambands- leysi, einmanaleiki, misnotkun, of- beldi og óhugnaður. Skáldsagan El- ín, ýmislegt er skýrt dæmi um þetta. Þar birtist öflug rödd ungrar konu í listrænum og markvissum texta.“ Um Kóngulær í sýningargluggum segir: „Í ljóðum Kristínar Ómars- dóttur lítur sakleysið út eins og skyrsletta á vegg, bréfið undir kodd- anum spyr: ertu þarna? Spegillinn handsamar mynd ljóðmælandans þegar hann greiðir morgunbleikt hárið, landdreymnar hafmeyjar stinga höfði upp úr sjónum, gler- brjóst eru auglýst og torgið snarað með sjóndeildarhringnum. Kristín hefur alltaf reynt hressilega á þan- þol tungumálsins. Frumlegar ljóð- myndir hennar eru óvæntar og stundum súrrealískar.“ Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs hafa verið veitt síðan 1962 og eru veitt fyrir fagurbókmennta- verk sem er samið á einu af norrænu tungumálunum. Markmiðið með verðlaununum er að vekja áhuga á bókmenntum og tungumálum grannþjóðanna sem og menningar- legri samkennd þeirra. Skrifstofa hvorra tveggja bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur verið til húsa í Norræna hús- inu frá 2014. Náið samstarf skrif- stofunnar við bókasafnið í Norræna húsinu skilar sér í því að allar til- nefndu bækur ársins voru aðgengi- legar á frummálunum á bókasafninu í Norræna húsinu frá og með deg- inum í gær. Einnig eru allar vinn- ingsbækurnar frá upphafi aðgengi- legar til útláns á safninu. Elín og Kóngulær tilnefndar Morgunblaðið/Eggert Lukkulegar Hólmfríður Matthíasdóttir útgáfustjóri Forlagsins, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Kristínar Ómarsdóttur, og Kristín Eiríksdóttir.  13 verk tilnefnd  Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs afhent 29. október Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eygló Harðardóttir myndlistarkona hlaut í gærkvöldi Íslensku mynd- listarverðlaunin fyrir árið 2018 og voru þau afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin hlaut hún fyrir sýninguna Annað rými sem sett var upp í Nýlistasafninu. Hlaut Eygló eina milljón króna í verðlaun. Þá hreppti myndlistarmaðurinn Leifur Ýmir Eyjólfsson hvatningar- verðlaun ársins fyrir sýninguna Handrit sem sjá má í D-sal Lista- safns Reykjavíkur-Hafnarhúss. Leifur fékk 500 þúsund krónur. Fjórir listamenn voru í forvali til viðurkenningarinnar Myndlistar- maður ársins, auk Eyglóar þau Guð- mundur Thoroddsen, fyrir sýn- inguna Snip Snap Snubbur í Hafnar- borg, Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Evolvement í Kling & Bang, og Steinunn Gunnlaugsdóttir fyrir úti- listaverkið Litlu hafpulsuna, sem sett var upp í Reykjavíkurtjörn í tengslum við sýninguna „Cycle Music & Art – Þjóð meðal þjóða.“ Í forvali til hvatningarverðlaun- anna voru auk Leifs Ýmis þau Auður Ómarsdóttir fyrir sýninguna Stöng- in inn í Kling & Bang, og Fritz Hendrik fyrir Draumaregluna, sem einnig var sett upp Kling & Bang. Snýst um virðingu myndlistar Íslensku myndlistarverðlaunin voru fyrst afhent í fyrra. Myndlistarráð stendur að verðlaun- unum sem hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi. Í umsögn dómnefndar um hina fallegu sýningu Annað rými sem Eygló hlaut verð- launin fyrir, segir að með verkum sem í senn voru fínleg og stórkarla- leg, en unnin í viðkvæman efnivið, hafi listakonan opnað „fyrir gáttir sem áhorfandinn gat smeygt sér inn fyrir og aukið skynjun sína og næmi á kostnað hinnar vanabundnu rök- hyggju. Eygló virðist umhugað um að áhorfendur verka hennar skynji að ekkert eitt svar sé rétt, að allar víddir hafi sama vægi og að upplifun þeirra geti verið persónuleg og án endastöðvar“. Pappír var meginefni verkanna. Eygló segir verðlaunin hafa komið sér á óvart enda sé það svo langt frá vinnu sinni við að móta sýningar að hugsa um formlegar viðurkenn- ingar. „En auðvitað hefur þetta góð áhrif. Þegar sýningum lýkur er verkunum pakkað aftur niður í myrkur en með tilnefningunum beinist kastljós aftur að öllum þess- um sýningum og það er ánægjulegt, og að þær veki umtal. Ég held að öll þessi verk hafi gott af umræðunni. En auðvitað er þetta mikill heiður og ég er mjög ánægð.“ Þegar spurt er um skoðun hennar á verðlaunum sem þessum fyrir myndlist, þá segist hún líta á þau sem mikilvægt framlag til umræð- unnar í samfélaginu. „Þetta er ekki keppnisíþrótt og ég hefði verið ánægð með að sjá verðlaunin fara til allra hinna tilnefndu. Þetta snýst ekki um persónur heldur mynd- listina í samfélaginu, um virðingu hennar og um sýningarnar.“ Verð- laun séu veitt í öðrum listgreinum og eigi vitaskuld einnig að vera veitt í myndlistargeiranum. Þegar spurt er hvernig verðlauna- féð muni nýtast segir hún peninga og tíma vera samofna hjá flestum myndlistarmönnum. „Peningur er tími og ég get unnið!“ Og hún segir þrjú sýningarverkefni í farvatninu, öll fyrir norðan: í Safnasafninu í Eyjafirði, í Alþýðuhúsinu á Siglu- firði og í verksmiðjunni á Hjalteyri. „Er mjög hvetjandi“ Á sýningunni Handrit í Hafnar- húsinu hefur Leifur Ýmir raðað á hillur sem ná upp í loft leirplötum sem hann hefur brennt og skrifað á tilfallandi orð og setningar. „Saman mynda leirtöflurnar handrit, bók, sem gengið er inn í. Leirinn minnir á forgengileika tungumálsins, sem við mótum og brjótum að vild, rétt eins og efniviðinn,“ segir í umsögn dóm- nefndar sem segir Leifi takast með „eftirminnilegum hætti að samþætta inntak og efnivið …“ „Þetta er mjög hvetjandi,“ segir Leifur um verðlaunin. Hann kveðst hafa verið að undirbúa verkfallsverk sem gjörning „en nú get ég ekki far- ið í verkfall, þetta er svo hvetjandi að ég verð að halda áfram!“ Hann segir þetta vera afar ánægjuleg viðbrögð eftir alla þá miklu vinnu sem fór í sýninguna Handrit. „Það var mikil törn en það er gaman að hafa mikið að gera. Það er líka ávanabindandi en nú ætla ég aðeins að anda,“ segir hann og hyggst leggjast í rannsóknir. Hann fékk listamannalaun í fyrsta skipti, þrjá mánuði, og hyggst nota tímann vel. En hvað gerir Leifur Ýmir við verðlaunaféð? „Það fer í það að lifa og halda áfram. Það býr til tíma fyrir mig til að sinna listinni.“ Eygló hreppti verðlaunin  Íslensku myndlistarverðlaunin féllu Eygló Harðardóttur í skaut  Leifur Ýmir Eyjólfsson hlaut hvatningarverðlaunin  „Peningur er tími,“ segir Eygló Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðurkenning Eygló Harðardóttir og Leifur Ýmir Eyjólfsson tóku við verðlaununum í Iðnó í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.