Morgunblaðið - 06.03.2019, Side 10
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sólbergið ÓF 1, skip Ramma hf., er að
ljúka hörkutúr í Barentshafið. Alls er
afli upp úr sjó orðinn um 1.760 tonn
og þar af er þorskur að nálgast 1.600
tonn. Túrinn er einn sá stærsti sem ís-
lenskt skip hefur gert í Barentshafið.
Saltkjöt og baunir
Sigþór Kjartansson skipstjóri segir
túrinn hafa gengið ágætlega með góð-
um mannskap á öflugu og góðu skipi.
„Það er mikil vinna og mörg handtök
á bak við þetta,“
sagði Sigþór í
símaspjalli um
miðjan dag í gær.
Vart þarf að taka
fram að í hádeg-
inu í gær var boð-
ið upp á saltkjöt
og baunir um borð
í Sólberginu.
Lagt var af stað
frá Siglufirði að
kvöldi 1. febrúar
og segir Sigþór að á þeim rúmlega
mánuði sem liðinn er hafi veðrið verið
alls konar. „Í dag er ágætt veður, en
þá er veiðin eitthvað brögðóttari,“
segir Sigþór. „Veður hefur verið
óstöðugt hérna norður frá og brostið á
með byl og 30 metrum fyrirvaralítið,
en veðrin hafa þó ekki verið mjög ill.
Þau hafa heldur ekki staðið lengi
þannig að við höfum getað verið við
veiðar lengst af og afli verið góður í
heildina.“
Dag farið að lengja
Hann segir að dag sé farið að
lengja og nú sé farið að birta upp úr
klukkan fimm á morgnana, en upp úr
fjögur síðdegis sé farið að rökkva.
Best hafi fiskast í rökkrinu og á nótt-
unni. Í gær voru þeir rétt norðan við
12 mílna landhelgislínu fyrir norðan
Nord Kap, nyrsta odda Noregs. Ís-
fisktogarinn Kaldbakur var á svip-
uðum slóðum. Í vetur hafa Örfirisey,
Kleifaberg, Arnar og Björgúlfur einn-
ig verið í Barentshafinu og mun afli
almennt hafa verið góður.
Sólbergið er frystitogari og er afl-
inn unninn og frystur um borð. Þeir
geta dregið tvö troll og segir Sigþór
að um 70% af tímanum hafi þeir verið
að nota bæði trollin. Skipið kom nýtt
til Ramma í Fjallabyggð frá Tyrk-
landi í maí 2017. Skipið er 3.720
brúttótonn, 80 metrar á lengd og 15,4
metrar á breidd.
Ný áhöfn í næsta túr
Sigþór sagði að þeir ættu eftir að
veiða um 140 tonn til að klára kvóta
Ramma í Barentshafinu. Hann reikn-
aði með að halda heim á leið ekki síðar
en í vikulokin. Tvær áhafnir eru á Sól-
berginu, 35 manns um borð hverju
sinni, og tekur ný áhöfn við í næsta
túr undir skipstjórn Trausta Krist-
inssonar.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Öflugt skip Á ýmsu hefur gengið frá því að Sólberg hóf veiðar í Barentshafi fyrir mánuði. Veður hefur verið óstöðugt og oft gefið á bátinn. Litlar frátafir hafa þó verið og vel fiskast allan tímann.
Hörkutúr Sólbergs í Barentshafið
Sólbergið ÓF-1 með um 1.600 tonn af þorski Góður afli, öflugt skip og góður mannskapur, segir
Sigþór Kjartansson skipstjóri Óstöðugt veður Brostið á með byl og 30 metrum fyrirvaralítið
Sigþór
Kjartansson
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019
Atvinnuveganefnd Alþingis heim-
sótti í gær rótgróið fiskeldisfyrir-
tæki í Bergen. Það er fremur lítið á
norskan mælikvarða, framleiðir um
10 þúsund tonn af laxi á ári og er
með 70 manns í vinnu, samkvæmt
upplýsingum frá Ásmundi Friðriks-
syni alþingismanni. Hann sagði að
nefndarmenn hefðu fengið miklar
upplýsingar og svör við fjölmörg-
um spurningum. Ferðin væri mikil-
væg fyrir vinnuna framundan við
lagasetningu og að búa fiskeldi á Ís-
landi umgjörð þar sem öryggi og
varkárni skipti mestu máli fyrir
greinina og náttúruna.
Sigurður Páll Jónsson alþing-
ismaður sagði að nefndarmenn
hefðu fengið að sjá hvernig fisk-
eldið gengi fyrir sig í Noregi. Hann
sagði fróðlegt að sjá hvernig eldis-
kvíarnar væru varðar fyrir laxalús
með sérstökum svuntum.
„Þeir leggja áherslu á að upplýsa
samfélagið um það sem er í gangi í
laxeldinu svo fólk sé upplýst en
byggi ekki gagnrýni sína á sleggju-
dómum,“ sagði Sigurður. Hann
taldi að fiskeldið hér gæti lært af
þessu og gert meira af því að upp-
fræða almenning um hvernig það
umgangist náttúruna. gudni@mbl.is
Ljósmynd/Aðsend
Bergen Atvinnuveganefnd heimsótti fjölskyldufyrirtækið Blom sem hefur
lengi stundað laxeldi og leggur áherslu á að kynna starfsemi sína vel.
Leggja áherslu á að
upplýsa samfélagið
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195