Morgunblaðið - 06.03.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég held að þeir hafi ekkifarið í fangelsið fyrirmiklar misgerðir þessirfyrstu fangar, þetta var
á bannárunum, svo kannski voru
þeir að brugga,“ segir Lýður Páls-
son, safnstjóri í Húsinu á Eyrar-
bakka, Byggðasafni Árnesinga, en
þar verður opnuð nk. föstudag
sögusýning um fangelsið Litla-
Hraun.
„Byggingin Litla-Hraun reis
1920 og átti að vera sjúkrahús fyrir
Suðurland, en ekki fékkst rekstr-
arfé til að reka það. Árið 1928 seldi
Landsbankinn ríkissjóði húsið því
þá voru refsifangamál í ólestri, eina
fangelsið var á Skólavörðustíg og
gat ekki tekið við þeim fjölda sem
þurfti að hýsa. Samt sem áður var
frekar lítið um fanga á Litla-Hrauni
til að byrja með,“ segir Lýður og
rifjar upp frásögn úr Nonnabók-
unum sem hann las sem ungur
drengur, en þar segir af því þegar
Jónas frá Hriflu bauð Nonna í bíl-
túr austur fyrir fjall, og þeir komu
við á Eyrarbakka.
„Þá var aðeins einn fangi á
Litla-Hrauni, sem hefur verið heil-
mikið rými fyrir einn mann, enda
sagði Nonni að fanginn vildi hvergi
annars staðar vera. Starfsemin var
því róleg fyrstu áratugina, en fang-
elsið hefur stækkað með árunum,
mikið verið byggt við það, ég held
að þetta séu tíu byggingar núna.
Og nú eru þar allt að 87 fangar í
einu. Litla-Hraun
er stór vinnu-
staður, þarna eru
57 stöðugildi.
Störf fanga eru
fjölbreytt, þeir
búa m.a. til skilti
á bíla, þar er tré-
smíðaverkstæði
og fangarnir
smíða fuglabúr í
samvinnu við
Fuglavernd, þeir taka að sér bíla-
þrif og ýmislegt fleira. Fangelsið er
líka í samstarfi við Listaháskólann
um að búa til listræna gripi. Á sýn-
ingunni verðum við með sýnishorn
af því sem fangar búa til, segjum
söguna og verðum með ýmsa gripi
úr fangelsinu, sumir eru úreltir eins
og gömlu rimlarnir af aðal-
byggingunni, en þeir voru fjar-
lægðir um aldamótin 2000 þegar
gerðar voru endurbætur.“
Óvenjulegir skrifandi fangar
Lýður segir að einnig verði á
sýningunni bækur sem skrifaðar
hafa verið á Litla-Hrauni.
„Á stríðsárunum voru vistaðir
á Litla-Hraun þrír fangar vegna
pólitískra afskipta, verkalýðs-
forkólfar. Átta menn voru dæmdir
fyrir að dreifa bréfi sem innihélt til-
mæli til breskra hermanna um að
þeir gengju ekki í störf íslenskra
verkamanna. Herinn tók hart á
þessu, því bréfið var nokkuð niðr-
andi, og mennirnir voru dæmdir í
hæstarétti. Þrír þeirra fóru á Litla-
Hraun, og einn þeirra, Hallgrímur
Hallgrímsson skrifaði þar bókina
Undir fána lýðveldisins. Bókin var
gefin út en hún fjallaði um veru
Hallgríms í spænsku borgarastyrj-
öldinni 1936-1940. Hallgrímur var
því mjög óvenjulegur fangi,“ segir
Lýður og bætir við að fleiri fangar
hafi nýtt tímann á Hrauninu til
sköpunar, því eitt sinn hafi hljóm-
sveit verið starfandi í fangelsinu.
„Fangahljómsveitin Fjötrar
varð til í fangelsinu en hún var
skipuð þeim Rúnari Þór Péturssyni,
Halldóri Fannari Ellertssyni, Sæv-
ari Ciesielski og Sigurði Pálssyni.
Þeir gáfu út plötuna Rimlarokk
sem alfarið varð til á Hrauninu,“
segir Lýður og bætir við að einnig
muni hann eftir stórri tréstyttu af
fangaverði sem fangi nokkur bjó til.
„Hún er úr trékubbum, ekki ósvip-
uð aðferðinni sem Aðalheiður á
Siglufirði notar við sína skúlptúra.“
Fangar á skautum á Hópinu
Lýður segir Litla-Hraun vera
hluta af bænum þar sem það stend-
ur í útjaðri Eyrarbakka.
„Þarna dvelja menn sem verð-
ur á í lífinu og samfélagið heimtar
refsingu, svo það er hluti af nútíma-
ríki að reka fangelsi. Það hefur ver-
ið góð sátt um starfsemina á Litla-
Hrauni og ýmsir Eyrbekkingar
hafa unnið þar sem fangaverðir.
Reyndar voru gerðar athugasemdir
við það um miðja síðustu öld þegar
fangar voru á skautum með börnum
á Hópinu, sem er þar rétt hjá. Þeg-
ar þurfti hér áður að bjarga verð-
mætum í frystihúsinu var oft hóað í
fanga til að gera að aflanum. Það er
mikil sátt um fangelsið, sem er góð-
ur vinnustaður og sést best á því
hversu lengi þeir haldast í starfi
fangaverðirnir. Algengt er að þeir
starfi þar í 30 til 40 ár.“
Hefði ekki enst í harkinu
Sigurður Steindórsson er einn
þeirra, en hann hefur starfað á
Litla-Hrauni frá því árið 1977, eða í
42 ár.
„Samstarfsfólkið er mér efst í
hug, því ég hef verið hér með
gríðarlega mörgu fólki, bæði fanga-
vörðum og föngum. Ætli ég sé ekki
búin að starfa með 400 fangavörð-
um þegar með eru taldir sumar-
afleysingamenn. Fangarnir gætu
verið milli fjögur og fimm þúsund
sem hafa verið hér á minni starfs-
ævi,“ segir Siggi.
„Þetta hefur á vissan hátt verið
eins og að vera kennari í skóla, en
ég hef undanfarin tuttugu ár ekki
verið í dæmigerðri fangavörslu,
heldur sinnt skrifstofu- og móttöku-
störfum hér í fangelsinu. Ég hefði
ekki enst í 40 ár í mesta harkinu
inni á göngunum sem dæmigerður
fangavörður, það er þrekvirki hjá
þeim sem geta það, en nokkrir
menn hafa enst þar í þrjátíu ár.“
Siggi segist fyrstu tæplega
tuttugu árin hafa haft umsjón með
útivinnu fanga. „Rétt eins og núna
þá sáu fangarnir um lóðarvinnu,
slátt og hirðingu, snjómokstur á
vetrum, málningarvinnu og smávið-
hald fangelsisins. Hér var líka mikil
steypuvinna um tíma, tuttugu fang-
ar unnu við gangstéttarhellugerð.“
Með hnífa að taka upp rófur
Siggi segir að það sem hafi
verið einna erfiðast í starfinu hafi
verið tortryggnin.
„Það er býsna erfitt að geta
ekki alltaf treyst fólki og auðvitað
tortryggja fangar líka fangaverði.
Þannig að samskiptin geta verið
snúin en menn eru stöðugt að leita
leiða til að gera lífið bærilegra inn-
an veggja fangelsis. “
Siggi segir að eitt af því sem
hafi mikið breyst séu reglur í sam-
skiptum fanga og fangavarða.
„Fyrstu árin mín hér var litið
svo á að við fangaverðir ættum ekki
að hafa samneyti við fanga, ekki um
nein málefni og alls ekki persónu-
leg. Þetta hefur snarbreyst, nú er
lagt upp úr því að fangaverðir séu
ákveðinn stuðningur fyrir fanga.“
Siggi segir margs að minnast
frá löngum starfsferli.
„Sennilega þætti skondið í dag
að hér áður fór ég með fimm fanga
í rútu á Selfoss í sund á hverju
mánudagskvöldi. Þá var allt frjáls-
ara. Við vorum með mikla rófurækt
hér í mýrinni um 1982 og þá var
kannski einn fangavörður sendur
þangað með fjóra fanga að upp-
skera, og fangarnir fengu hnífa til
verksins. Allir rólegir og ekkert
mál,“ segir Siggi og hlær.
„Framan af var Litla-Hraun
nánast eins og sveitaheimili, til-
tölulega frjálslegt, lítið var um
girðingar og menn fóru ekki mikið í
burtu. Nú er þetta allt orðið öfl-
ugra, stærsta breytingin er tilkoma
eftirlitsmyndavéla og tækja til að
auðvelda okkur störfin,“ segir Siggi
sem hefur gengið og hjólað til og
frá vinnu í meira en 40 ár, sem
hann segir ótvíræðan kost.
Langur starfsaldur Sigurður Steindórsson á kontórnum á
Hrauninu þar sem hann hefur unnið í rúma fjóra áratugi.
Ljósmynd/Aðalsteinn Sigmundsson
Í árdaga Litla-Hraun fyrir 1928, áður en það varð fangelsi.
Fangaverðir Þeim leiðist ekki, f.v. Ari Björn Thorarensen, Jón
Ingi Jónsson, Grétar Þorsteinsson og Jóhann Páll Helgason.
Hóað í fanga til að gera að afla
Næsta föstudag verða lið-
in 90 ár frá því fyrstu
fangarnir komu á Litla-
Hraun, árið 1929, tveir
Danir og einn Íslend-
ingur. Af því tilefni verð-
ur sögusýning opnuð í
Húsinu á Eyrarbakka.
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson. Úr tímaritinu Vikunni.
Fangahljómsveit Fjötrar varð til á Litla-Hrauni og gaf út Rimlarokk. Sæv-
ar Ciesielski og Halldór Fannar Ellertsson fyrir framan, en aftan Ívar Stein-
dórsson og Rúnar Þór Pétursson. Á myndina vantar Sigurð Pálsson.
Lýður
Pálsson
Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Traust og fagleg
starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum
fyrirtækjum í áraraðir