Morgunblaðið - 06.03.2019, Side 18

Morgunblaðið - 06.03.2019, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Justin Trudeau,forsætisráð-herra Kan- ada, stendur nú frammi fyrir erfiðu hneykslismáli eftir að Jody Wil- son-Raybould, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sakaði Tru- deau og helstu ráðgjafa hans um að hafa beitt sig þrýstingi til þess að tefja réttarhöld yfir fyr- irtækinu SNC-Lavalin. Fyrir- tækið, sem sinnir einkum verk- fræðiþjónustu, var sakað árið 2015 fyrir að hafa mútað emb- ættismönnum í Líbýu um tíu ára skeið í tíð Gaddafís einræð- isherra til að tryggja sér bita- stæða samninga þar, og mun málarekstur vegna þess hefjast á næstunni. Það vill svo til að SNC- Lavalin er frá Quebec líkt og Trudeau sjálfur og um 9.000 manns starfa hjá fyrirtækinu. Trudeau þvertekur fyrir að hafa reynt að koma í veg fyrir réttarhöldin eða að öðru leyti reynt að trufla gang réttvís- innar, en segir að hann og ráð- gjafar hans hafi einungis verið að huga að framtíð þess fólks sem hugsanlega mun missa vinnuna í kjölfar réttarhald- anna. Þær útskýringar hafa hins vegar fallið í grýttan jarðveg hjá sumum af helstu stuðnings- mönnum Trudeaus. Þeirra á meðal er Gerald Butts, sem sagði upp stöðu sinni sem helsti ráðgjafi forsætisráðherrans í mótmælaskyni. Þá sagði Jane Philpott af sér sem ráðherra en hún hafði yfirumsjón með fjár- málum ríkisins. Talið er líklegt að fleiri ráðherrar eða ráðgjafar muni fylgja í kjölfarið, sem setur Trudeau í þrönga stöðu, ekki síst þar sem kosið verður til kanadíska þingsins í október á þessu ári. Ef marka má nýjar skoðana- kannanir eru kosningarnar ekki líklegar til að tryggja Trudeau framhaldslíf í embætti. Meiri- hluti landsmanna telur að hann ætti að segja af sér og Íhalds- flokkurinn mælist með mun meira fylgi en flokkur forsætis- ráðherrans. Það bætir heldur ekki úr skák fyrir forsætisráðherrann, að þetta mál kemur upp á sama tíma og Kínverjar hafa ákveðið að þrýsta meira á kanadísk stjórnvöld vegna Huawei- málsins, en ríkin tvö hafa átt í milliríkjadeilu eftir að Kan- adamenn handtóku Meng Wanzhou, fjármálastjóra Hua- wei-tæknirisans að beiðni Bandaríkjamanna. Kínverjar brugðust skjótt við og handtóku tvo Kanadamenn fyrir meintar njósnir, auk þess sem lífstíð- ardómi yfir þeim þriðja vegna fíkniefnasmygls var breytt með handafli í dauðarefsingu. Spjótin standa því á Trudeau úr öllum áttum. Hann hefur til þessa notað hreina ímynd sína óspart til þess að ná vinsældum þó að oft hafi framgangan verið veikluleg. Þegar raunveruleik- inn slettist á ímyndina er hætt við að hratt fjari undan Tru- deau og því ríkir nú óvissa um hvort ríkisstjórn hans heldur fram að kosningum í haust. Óvænt hneykslismál skekur Kanada} Trudeau treður marvaðann Tilkynnt var ígær að bresk- ur maður, sem greindist með HIV-veiruna árið 2003, hefði ekki sýnt nein merki þess að veiran væri í líkama hans í um 18 mánuði. Þetta er einungis í annað sinn sem sjúklingur er sagður hafa „læknast“ af þess- um illvíga faraldri og hafa tíð- indin því vakið mikla athygli. Sá galli er á gjöf Njarðar að báðir þeir sjúklingar sem hingað til hafa losnað við HIV með þessum hætti urðu að ganga í gegnum mjög erfiða krabbameinsmeðferð, sem meðal annars fól í sér bein- mergsskipti í tilfelli þess sem fyrr læknaðist og stofnfrumu- meðferð hjá þeim síðarnefnda. Meðferðir af þessu tagi ganga mjög nærri þeim sem gangast undir þær og ljóst er að ekki er hægt að bjóða þeim mörgu milljónum sem greinst hafa HIV- jákvæðir upp á sambærilegar lausnir. Þá er enn eftir að sjá hvort lækningin er varanleg. Engu að síður veita tíðindin nýja von um að hægt verði að finna lækningu við HIV- veirunni. Þetta er afar mik- ilvægt þegar haft er í huga að talið er að um 70 milljónir manna hafi sýkst af HIV- veirunni og þar af hafi um helmingur látist. Og þó að þessar tölur séu geigvænlegar ná þær ekki til allra þeirra vina og vandamanna sem eru að baki hverjum sýktum ein- staklingi, auk þess sem sums staðar gætir enn fordóma gagnvart sjúkdómnum og fórnarlömbum hans. Hvert spor sem færir mannkynið nær lækningu er því heilla- spor. Annar sem áður var sýktur greinist án HIV-veirunnar} Ný von E nn á ný finn ég mig knúna til að skrifa um þá grafalvarlegu stöðu sem fárveikir áfengis- og vímuefnasjúklingar búa við. Það var eitt af síðustu verkum löggjafans fyrir jólin 2018 að samþykkja auka- fjárveitingu að upphæð 150 milljónir króna. Ég tel að flestir alþingismenn hafi staðið í þeirri góðu trú að aukafjárframlagið væri sér- staklega til að styðja við starfsemi SÁÁ. Þann- ig hafi vilji löggjafans verið að koma til móts við þann dauðans alvöru vanda sem herjaði á samfélagið í formi faraldurs fíknar í morfínlyf og lyf þeim tengd. Með þessu móti vildi þing- heimur allur leggja sitt af mörkum í barátt- unni við fíknivandann. Við vildum sjá biðlist- ana styttast inn á sjúkrahúsið Vog. Þar biðu um 600 sjúklingar eftir því að komast í meðferð. Vitað var að ein- hverjir þeirra dóu á meðan þeir biðu eftir hjálp. Það er nöturlegt að ríkt samfélag sem okkar skuli þurfa að við- urkenna það að hafa brugðist þessu fólki með því að neita að horfast í augu við vandann. Ótímabær dauði tuga einstaklinga/ungmenna er ekki verjandi ef við getum eitthvað gert til að sporna við slík- um hörmungum og sorg. Hvergi í íslensku heilbrigðiskerfi er að finna meiri reynslu og fagþekkingu sérfræðinga á sviði fíkni- sjúkdóma en á sjúkrahúsinu Vogi. Hún er vandfundin sú fjölskylda sem ekki hefur einhvern tíma átt ástvin sem hefur þurft að leita þangað eftir hjálp. Þegar litið er heildstætt á fíknivandann, biðlistann inn á sjúkrahúsið Vog og hvernig á að forgangsraða í þágu sjúklinganna þá má öllum vera ljóst að fyrsta skrefið á vegferð- inni til bata hlýtur að vera þegar sjúkling- urinn losnar af biðlista og kemst inn á sjúkra- hús til umönnunar og aðhlynningar. Með viljann að vopni Ég tel ráðherra hafa villst af leið, sem tek- ur aukafjárveitinguna sem alþingi samþykkti fyrir jólin og ákveður að nýta hana ekki til að auðvelda veikustu einstaklingunum að leita sér hjálpar. Þar sem afleiðingarnar verða þær að vandinn vex og biðlistar lengjast enn frekar. Innlögnum á sjúkrahúsið Vog mun fækka um 400 á árinu 2019 að öllu óbreyttu. Það er hægt að breyta því. Ég vil trúa því að heilbrigðisráðherra vilji vel og muni fyrr en seinna skila aukafjárveitingunni þangað sem henni var ætlað að fara í upphafi. En fyrst veit ég að ráð- herrann vill bjarga göngudeild SÁÁ á Akureyri, en ár- legur rekstur deildarinnar er um 19 milljónir króna. Ég sendi því Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðis- ráðherra bjartsýni og bros í góðri trú um að hún taki af myndugleik sínum utan um sjúkrahúsið Vog og komi í veg fyrir að biðlistar lengist og að fækka þurfi innlögnum fárveikra fíkla. Ef einhver getur það þá er það hún. Inga Sæland Pistill Skýr vilji löggjafans Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verkfallsaðgerðir og deilurum boðun vinnustöðvanaeru enn á ný í brenni-depli. Atkvæðagreiðslur eru hafnar í Eflingu og VR um verkfallsaðgerðir í síðari hluta mars og apríl og um ótímabundna vinnu- stöðvun frá og með 1. maí. Í dag er von á niðurstöðu Félagsdóms í máli Samtaka atvinnulífsins gegn Efl- ingu vegna ágreinings um hvort at- kvæðagreiðslan um boðun verkfalls 8. mars hafi verið andstæð lögum. Eftir rúmar þrjár vikur renna svo út yfir 150 kjarasamningar opinberra starfsmanna o.fl. Ef höfð er í huga há verkfallstíðni á umliðn- um árum má allt eins búa sig undir að komið geti til boðunar vinnu- stöðvana í þeim kjaradeilum. En leikreglurnar um verkföll eru ólíkar eftir því hver á í hlut. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við HÍ og sérfræðingur í vinnumark- aðsfræðum, bendir á að afar sér- kennilegt sé að enn þann dag í dag skuli ólíkar reglur gilda um boðun verkfalla á almennum og opinberum vinnumarkaði. Ósamræmi er á milli vinnulöggjafarinnar sem gildir á al- menna markaðinum og er að stofni til rúmlega 80 ára gömul, og lag- anna um kjarasamninga opinberra starfsmanna frá 1986. Til að boða verkfall á almennum vinnumarkaði þarf t.a.m. að gera það með sjö sól- arhringa fyrirvara en á opinberum vinnumarkaði þurfa 15 dagar að líða frá því að tilkynnt er um vinnu- stöðvun og þar til hún má skella á. 20% þröskuldur á almenna en 50% á opinbera markaðinum Þrengri reglur gilda um verkföll opinberra starfsmanna en á al- menna markaðinum. Kröfur um lág- marksþátttöku í atkvæðagreiðslum um verkföll eru ólíkar. Á almenna vinnumarkaðinum er meginreglan sú að 20% atkvæðisbærra félags- manna þurfa að taka þátt í kosn- ingu um verkfallsboðun og meiri- hluti að samþykkja hana svo hún teljist gild. Sami 20% þröskuldur á við ef atkvæðagreiðslan nær ein- göngu til afmarkaðs hóps starfs- manna sem eiga að fara í verkfall. Hins vegar er sú undantekning heimiluð í vinnulöggjöfinni að ef fram fer almenn leynileg póst- atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls er enginn þröskuldur settur á lág- marks kosningaþátttöku og gildir niðurstaðan óháð þátttöku. Sam- kvæmt bókun sem ASÍ og SA skrif- uðu undir 2017 er heimilt að viðhafa almenna, leynilega rafræna at- kvæðagreiðslu um boðun vinnu- stöðvunar, sem hefði sömu rétt- aráhrif og þegar um póstatkvæðagreiðslu er að ræða. Meðal opinberra starfsmanna er þátttökuþröskuldurinn hins vegar 50%. 15. grein laganna um kjara- samninga opinberra starfsmanna segir að boðun verkfalls sé því að- eins lögmæt að ákvörðun um hana hafi verið tekin í almennri leynilegri allsherjaratkvæðagreiðslu í hverju stéttarfélagi um sig sem er samn- ingsaðili. Til að verkfallsboðun sé samþykkt þarf a.m.k. helmingur fé- lagsmanna sem henni er beint til að taka þátt og meiri hluti þeirra að samþykkja hana. Sitt hvorar reglur gilda á fleiri sviðum. Þannig er t.d. samninga- nefndum á almenna markaðinum heimilt að fresta boðuðum verkföll- um en það er óheimilt á opinbera markaðinum. Þá geta atvinnurek- endur á almenna markaðinum sett á verkbann. Verkbannsrétturinn nær hins vegar ekki til opinberra vinnu- veitenda, ríkis og sveitarfélaga. Ólíkar leikreglur um verkföll og kosningar Morgunblaðið/Hari Kosið Atkvæðagreiðslan í Eflingu í liðinni viku um verkfallsaðgerðir 8. mars, fóru m.a. fram í sérstaklega útbúnum bíl sem ekið var á milli hótela. Tíð ágreiningsmál um reglur vinnulöggjafarinnar og túlkun á kjarasamningum koma iðulega til kasta Félagsdóms. Sam- kvæmt yfirliti á vefsíðu Ríkis- sáttasemjara hefur Félagsdómur kveðið upp dóma í 191 máli frá árinu 2000 til 2017. Ef skoðuð er skipting dóma og úrskurða hjá Félagsdómi 2000- 2016 eftir heildarsamtökum launafólks kemur í ljós að í flest- um tilvikum var ASÍ eða stéttar- félög utan heildarsamtaka aðili að málum, ASÍ í 31% tilvika og stéttarfélög utan heildar- samtaka í 31%. BHM var aðili að næstflestum málum, eða 23%. BSRB var aðili að 12% mála og KÍ að 3% þeirra. Af launagreiðendum voru Samtök atvinnulífsins aðili mála í flestum tilvikum eða í 44% til- vika. Íslenska ríkið var aðili að næstflestum málum, eða 37%. Sveitarfélög voru aðili að 14% mála. 191 dómur frá aldamótum FÉLAGSDÓMUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.