Morgunblaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019
Hugsun Seta við hafið er kjörin til hugleiðslu.
Kristinn
Hægt er að halda
því fram að það geti
skipt launafólk meira
máli hvaða hug-
myndafræði sveit-
arstjórnir vinna eftir
við álagningu skatta
og gjalda en hvaða
stefnu ríkissjóður hef-
ur á hverjum tíma. Út-
svarsprósentan skiptir
láglaunafólk a.m.k.
meira máli en hvað ríkið ákveður
að innheimta í tekjuskatt.
Í heild greiðir íslenskt launafólk
meira í útsvar en tekjuskatt. Árið
2017 fengu sveitarfélögin nær 193
milljarða í sinn hlut af launatekjum
í formi útsvars en ríkissjóður 139
milljarða að teknu tilliti til barna-
og vaxtabóta. Lækkun útsvars er
því stærra hagsmunamál fyrir
flesta en að lækka tekjuskattspró-
sentu ríkisins.
Launamaður með 300 þúsund
krónur í mánaðarlaun greiðir helm-
ingi meira í útsvar en í tekjuskatt
til ríkisins ef hann greiðir þá nokk-
uð, að teknu tilliti til bóta. Þannig
hefur skattastefna sveitarfélaga
meiri áhrif á ráðstöfunartekjur
launafólks en stefna ríkisins í
álagningu tekjuskatts. Lagfæringar
á tekjuskattskerfi ríkisins bera tak-
markaðan árangur gagnvart þeim
sem hafa lág laun.
Lægri ráðstöfunartekjur
Samkvæmt lögum getur útsvar
orðið hæst 14,52% en lægst 12,44%
af tekjum. Í Reykjavík er útsvar-
sprósentan í hámarki líkt og í 57
öðrum sveitarfélögum. Mikill meiri-
hluti skattgreiðenda þarf að greiða
hámarksútsvar og verður að sætta
sig við lægri ráðstöfunartekjur en
íbúar sveitarfélaga þar sem meiri
hófsemdar er gætt.
Allt frá árinu 2005
hefur Reykjavík lagt
hámarksútsvar á
íbúana. Fyrir þann
tíma var útsvarið
lægra og oft nokkru
lægra en vegið með-
altal. Eina sveitarfé-
lagið á höfuðborg-
arsvæðinu sem leggur
á hámarksútsvar er
Reykjavík, en lægst er
álagningin á Seltjarn-
arnesi og í Garðabæ.
Það skiptir venjulegan launa-
mann verulegu máli hvar hann
ákveður að halda heimili sitt. Sá
sem kemur sér fyrir í sveitarfélagi
þar sem lágmarksútsvar er inn-
heimt greiðir sem jafngildir viku-
launum lægra en félagi hans sem
er búsettur í Reykjavík, svo dæmi
sé tekið.
Á árunum 2016 og 2017 hækk-
uðu útsvarstekjur sveitarfélaganna
að jafnaði um 9,9% að raunvirði á
ári. Fasteignaskattar hækkuðu um
8,8%. Í fjármálaáætlun 2019 til
2023 kemur fram að frá því að út-
svarsprósentan var hækkuð árið
2011 vegna tilfærslu málefna fatl-
aðs fólks til sveitarfélaganna hafi
tekjur af útsvari hækkað úr 7,4%
af vergri landsframleiðslu í 8,1%.
Reiknað er með að tekjurnar haldi
áfram að aukast á komandi árum
og verði 8,3% af vergri landsfram-
leiðslu árið 2023. Þá er reiknað
með að þær verði um 72 millj-
örðum króna hærri en á síðasta
ári.
Frá árinu 2011 til 2018 jukust
tekjur sveitarfélaga um 296 millj-
arða króna á föstu verðlagi, en þar
af var 170 milljörðum ráðastafað í
aukinn launakostnað eða um 57%.
Samkvæmt greiningu Samtaka at-
vinnulífsins fór 27% af tekjuauk-
anum í annan rekstrarkostnað.
Reykjavík í kjörstöðu
Ekkert sveitarfélag er í betri
stöðu en Reykjavík til að leggja
sitt af mörkum þegar kemur að
kjarasamningum. Ekki aðeins
vegna þess að í höfuðborginni er
útsvar í hæstu hæðum, heldur ekki
síður vegna eignarhalds á Orku-
veitu Reykjavíkur.
Árið 2017 voru skatttekjur
Reykjavíkur á hverja fjögurra
manna fjölskyldu um 890 þúsund
krónum hærri á föstu verðlagi en
2013. Heildartekjur A-hluta borg-
arsjóðs voru 1,3 milljónum króna
hærri á hverja fjölskyldu.
Á föstu verðlagi voru útsvar-
stekjur í heild liðlega 16 millj-
örðum hærri og fasteignaskattar
3,5 milljörðum.
Á mánudag kynnti borgarstjórn-
arflokkur Sjálfstæðisflokksins til-
lögur um lækkun útsvars og lækk-
un rekstrargjalda heimilanna. Með
þessu eigi höfuðborgin að leggja
sín lóð á vogarskálarnar til að
greiða fyrir samningum á vinnu-
markaði. Það er því ekki tilviljun
að sjálfstæðismenn tali um „kjara-
pakkann“ þegar þeir kynna tillög-
urnar.
Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka
útsvarið úr 14,52% niður í 14%. Ár-
lega skilar lækkunin um 84 þúsund
krónum í vasa fjölskyldu með tvo
sem fyrirvinnu á meðallaunum.
Lagt er til að aðgerðin verði fjár-
mögnuð með bættum innkaupum
sem felast í auknu aðhaldi og út-
boðum á öllum sviðum borgarinnar.
Þrátt fyrir þessa lækkun yrði út-
svarið í Reykjavík nokkru hærra
en það er í Garðabæ og á Seltjarn-
arnesi.
Þá leggja borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins til að árleg rekstr-
argjöld heimila verði lækkuð um 36
þúsund krónur með lækkun á hit-
unarkostnaði, raforkuverði, sorp-
hirðugjaldi og vatnsgjaldi. (Það
kemur eflaust einhverjum á óvart
að í Reykjavík er hitun húsa dýrari
en á Selfossi, Akureyri og Egils-
stöðum. Kostnaður við að kynda
hús í Reykjavík er 30% hærri en á
Egilsstöðum. Í Reykjavík er raf-
orkuverð einnig hærra.) Í tillög-
unum er lagt til að 13 milljarða
áformaðar arðgreiðslur frá fyr-
irtækjum borgarinnar verði að
mestu nýttar til að standa undir
lækkuninni
Í tillögu borgarfulltrúanna segir
orðrétt:
„Að hverfa frá arðgreiðslum og
lækka rekstrargjöld heimila í
Reykjavík er pólitísk ákvörðun. Sú
ákvörðun mun létta byrðar heim-
ilanna í borginni og auka kaup-
máttinn. Samþykki borgin fyrsta
og annan lið kjarapakkans mun það
jafngilda því að fjölskylda með tvo
sem fyrirvinnu á meðallaunum m.v.
árið 2017 fái u.þ.b. 200 þúsund í
viðbótarlaunagreiðslur á árs-
grundvelli. Aðgerðirnar auka ráð-
stöfunartekjur þessara heimila um
120.000 kr. eftir skatta.“
Áfellisdómur
Borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins benda á að húsnæð-
isverð í Reykjavík hafi hækkað um
100% á síðustu átta árum. Þeir
halda því fram með réttu að höf-
uðborgin eigi að vera leiðandi og
aðgerðir í húsnæðismálum geti haft
mikla þýðingu í kjarasamningum
og á lífskjör almennt. Þess vegna
eigi borgin að semja við ríkið um
kaup á Keldnalandinu án skilyrða
um aðrar fjárveitingar ríkisins.
Skipulagning Keldnalandsins fyrir
stofnanir, fyrirtæki og heimili eigi
að hefjast án tafar samhliða stór-
átaki í vegaframkvæmdum og
bættum almenningssamgöngum.
Stilla eigi byggingarréttargjöldum í
hóf og leggja af svokölluð inn-
viðagjöld. Allt miðar þetta að því
að lækka byggingarkostnað.
„Sum geta það, önnur ekki,“
svaraði Eyþór Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,
þegar blaðamaður mbl.is spurði
hvort sveitarfélögin ættu almennt
að koma með innlegg í kjara-
viðræður. Þetta mat Eyþórs er
örugglega rétt. Ef niðurstaða
meirihluta borgarstjórnar verður
hins vegar sú að Reykjavík geti lít-
ið sem ekkert lagt af mörkum til að
bæta kjör íbúanna, er það þungur
áfellisdómur yfir stjórn og rekstri
höfuðborgarinnar síðustu árin.
Eftir Óla Björn
Kárason »Eina sveitarfélagið á
höfuðborgarsvæðinu
sem leggur á hámarks-
útsvar er Reykjavík,
en lægst er álagningin
á Seltjarnarnesi
og í Garðabæ.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarfélögin og kjarasamningar
Tekjuskattur
og útsvar 2017
Milljarðar króna
H
ei
m
ild
:
Fj
ár
m
ál
aá
æ
tlu
n
20
19
-2
02
3
Tekjuskattur
ríkissjóðs
138,7
Barnabætur
9,3
Vaxtabætur
4,3
Útsvar
192,7
Stjórnvöld leggja
ríka áherslu á að
efla menntun í land-
inu með hagsmuni
nemenda og þjóð-
arinnar allrar að
leiðarljósi. Í stjórn-
arsáttmálanum er
sérstaklega kveðið
á um mikilvægi
þess stuðla að við-
urkenningu á störf-
um kennara og efla
faglegt sjálfstæði þeirra. Einnig
er þar áréttað að til að bregðast
megi við yfirvofandi skorti á
kennurum hér á landi þurfi ríki,
sveitarfélög og stéttarfélög að
vinna vel saman.
Ef ekkert er að gert blasir
grafalvarleg staða við okkur. Ef
miðað er við óhagstæðustu sviðs-
mynd mannfjöldaþróunar og
óbreyttan fjölda útskrifaðra
grunnskólakennara gera spár
okkar ráð fyrir að manna þurfi
tæplega 1.200 kennarastöður í
grunnskólum með starfsfólki án
kennsluréttinda eftir fjögur ár,
2023. Þá yrði hlutfall starfsfólks
starfandi við kennslu án kennslu-
réttinda 23% en samsvarandi
hlutfall var 8,6% árið 2017. Ljóst
er að þegar vantar leikskólakenn-
ara í um 1.800 stöðugildi til þess
að uppfylla ákvæði laga um hlut-
fall fagmenntaðra leikskólakenn-
ara.
Í gær kynnti ég fyrstu skrefin
sem við hyggjumst stíga í þá átt
að auka nýliðun í kennarastétt.
Þær tillögur eru byggðar á vinnu
starfshóps sem skipaður var um
það verkefni en í honum áttu sæti
fulltrúar frá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, Kennarasambandi
Íslands, Háskólanum á Akureyri,
Menntavísindasviði
Háskóla Íslands,
Listaháskóla Ís-
lands, samtakanna
Heimilis og skóla og
Samtökum iðnaðar-
ins. Að auki komu að
vinnunni fulltrúar
fjármála- og efna-
hagsráðuneytis og
samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðu-
neytis. Um er að
ræða þrjár sértækar
aðgerðir sem allar
koma til fram-
kvæmda næsta haust.
Launað starfsnám
Fyrst ber að nefna að leik- og
grunnskólakennaranemum á
lokaári meistaranáms býðst frá
og með næsta hausti launað
starfsnám. Markmið þessa er að
stuðla að því að nemar sem komn-
ir eru af stað í M.Ed.-nám klári
nám sitt á tilsettum tíma og að
þeir skili sér til kennslu að námi
loknu. Lagt er upp með að innan
starfsnámsins verði gætt að því
að nemar hafi svigrúm til að vinna
að lokaverkefni sínu. Með þessari
aðgerð er einnig stefnt að auknu
flæði þekkingar milli háskóla ann-
ars vegar og leik- og grunnskóla
hins vegar. Um er að ræða átaks-
verkefni sem verður endurmetið
reglulega með það að leiðarljósi
að efla kennaranám enn frekar.
Styrkur til kennaranema
Kennaranemar á lokaári í leik-
og grunnskólafræðum geta sótt
um styrk til þess að auðvelda
þeim að sinna lokaverkefni sínu
jafnhliða launuðu starfsnámi.
Mennta- og menningarmálaráðu-
neyti greiðir þann styrk sem
hvata til þess að nemar klári nám
sitt á tilsettum tíma. Styrkurinn
nemur allt að 800.000 kr. og greið-
ist í tvennu lagi. Fyrri greiðslan
verður bundin við skil verkefn-
isáætlunar lokaverkefnis og sú
seinni við skil á samþykktu loka-
verkefni.
Fjölgum leiðsagnarkenn-
urum
Ljóst er að brotthvarf nýrra
kennara úr starfi í skólum er tölu-
vert og mest er hættan á því
fyrstu þrjú ár þeirra í starfi. Til
þess að mæta þeirri áskorun
verður gert átak í því að fjölga
leiðsagnarkennurum í íslenskum
skólum, en það eru starfandi
kennarar sem hafa sérþekkingu á
því að taka á móti og þjálfa nýja
kennara til starfa. Boðið er upp á
30 eininga nám fyrir starfandi
kennara sem dreifist á þrjár ann-
ir, við bæði Háskólann á Akureyri
og Háskóla Íslands, þar sem
kennarar geta bætt við sig sér-
hæfingu í starfstengdri leiðsögn.
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið mun styrkja skólana til
þess að fjölga slíkum kennurum
og er markmiðið að eftir fimm ár
verði 150 leiðsagnarkennarar
starfandi. Styrkurinn samsvarar
innritunargjöldum í námið og
verða forsendur hans meðal ann-
ars þær að skólastjóri styðji um-
sókn kennara í námið og hins veg-
ar að tryggja þurfi jafna dreifingu
þessara styrkja milli skóla og
landshluta.
Framtíðin og fagmennskan
Þessar aðgerðir eru aðeins
upphafið, fleiri eru til skoðunar í
ráðuneytinu og snerta þær til
dæmis hvernig styrkja megi nem-
endur í öðru kennaranámi, s.s.
framhaldsskóla- og listkennara-
námi og hvernig skapa megi fleiri
hvata til þess að fjölga kennara-
nemum, til dæmis gegnum Lána-
sjóð íslenskra námsmanna.
Annar mikilvægur liður í þessu
stóra verkefni okkar að bæta
menntakerfið og stuðla að bættu
starfsumhverfi kennara er nýtt
frumvarp sem nú er til umfjöll-
unar í Samráðsgátt stjórnvalda.
Með því verður í fyrsta sinn lög-
fest ákvæði um hæfni sem kenn-
arar þurfa að búa yfir til sam-
ræmis við þá ábyrgð sem felst í
starfi þeirra. Frumvarpið er mik-
ilvægt skref í þá átt að tryggja
betur réttindi og starfsöryggi
kennara óháð skólastigum. Frum-
varpið eykur ábyrgð skólastjórn-
enda til þess að velja inn þá kenn-
ara sem búa yfir þeirri hæfni,
þekkingu og reynslu sem þeir
leita eftir hverju sinni. Þannig er
stuðlað að aukinni viðurkenningu
á störfum kennara og faglegu
sjálfstæði þeirra sem aftur verður
til þess að efla skólaþróun og
fjölga tækifærum fyrir skólafólk.
Kennsla er fagið sem öll önnur
fagmennska grundvallast á. Ef
við stefnum að því að eiga fram-
úrskarandi vísindamenn, lista-
menn, frumkvöðla, blaðamenn,
múrara, íþróttafólk, viðskipta-
fræðinga, stjórnmálafræðinga
eða stýrimenn þurfum við að eiga
góða kennara. Fagmennska
kennaranna – elja, trú og ástríða
er það sem stuðlar að framförum
fyrir okkur öll.
Eftir Lilju
Alfreðsdóttur » Frumvarpið er
mikilvægt skref í
þá átt að tryggja bet-
ur réttindi og starfs-
öryggi kennara óháð
skólastigum.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Höfundur er mennta-
og menningarmálaráðherra.
Mjög góð fjárfesting