Morgunblaðið - 06.03.2019, Page 27
egs en einnig Patreksfjarðar þar
sem hann gegndi yfirlæknisstöðu við
Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar
árin 2006-2015. Við samruna stofn-
unarinnar við Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða í árslok 2014 tók Hall-
grímur við stöðu yfirlæknis heilsu-
gæslu. Hann gegndi jafnframt stöðu
framkvæmdastjóra lækninga við
hina nýju stofnun til haustsins 2018.
„Samhliða lækningastörfum mín-
um hef ég, ásamt Davíð bróður mín-
um, byggt upp fiskeldi í sjó, sem
starfrækt hefur verið á norðan-
verðum Vestfjörðum frá árinu 2002.
Það hefur verið afar gefandi að geta
tekið þátt í þeirri atvinnuuppbygg-
ingu hér fyrir vestan.
Áhugamálin eru ýmisleg og tengj-
ast að nokkru leyti börnunum – þrjú
þeirra stunda körfubolta af miklum
krafti og það krefst þess að þeim sé
fylgt í ferðir og mót. Vetrarferðir á
fjöllum hafa verið áhugamál hjá mér
um áratugaskeið en tíminn er ekki
alltaf nægur til að stunda slíkar ferð-
ir af krafti. Annars eiga fornar slóðir
forfeðra minna í Jökulfjörðum og á
Hornströndum hug minn allan. Ég
fór alltaf sem krakki með föður mín-
um norður í Hornvík en hann var
mikill bjargmaður og sótti egg í
Hornbjarg. Þegar ég fullorðnaðist
fékk ég fara með í bjargið. Mér þyk-
ir fátt skemmtilegra en dvelja á
þessu einstaka landsvæði með fjöl-
skyldu og vinum en ég á hlut í húsi í
Hornvík og stórfjölskylda mín móð-
urmegin á sumarhús í Grunnavík og
Leirufirði.“
Fjölskylda
Eiginkona Hallgríms er Birna
Lárusdóttir, f. 14.3. 1966, fjölmiðla-
fræðingur. Foreldrar hennar voru
hjónin Lárus Geisli Gunnarsson, f.
24.12. 1937, d. 4.4. 2004, flugvirki, og
Dóra Ketilsdóttir, f. 12.5. 1937, d.
8.6. 2012, skrifstofumaður. Þau voru
búsett í Reykjavík.
Börn Hallgríms og Birnu eru
Hekla, f. 22.1. 1999; Hilmir, f. 2.2.
2002; Hugi, f. 2.2. 2002, og Heiður, f.
8.8. 2006.
Systkini Hallgríms eru Kristín
Kjartansdóttir, f. 1962, versl-
unarmaður, bús. í Noregi, Davíð
Björn Kjartansson, f. 1964, skip-
stjóri og fiskeldisstjóri, bús. í Hnífs-
dal og Bergrós Kjartansdóttir, f.
1968, þjóðfræðingur og prjónahönn-
uður, bús. í Reykjavík. Hálfbróðir er
Bjarni Sigmar Kjartansson, f. 1948,
fv. fisksali, bús. í Reykjavík.
Foreldrar Hallgríms voru hjónin
Kjartan Sigmundsson, f. 22.12. 1927,
d. 11.6. 2009, sjómaður á Ísafirði, og
María Hallgrímsdóttir, f. 2.7. 1938,
d. 26.3. 2010, verkakona á Ísafirði.
Hallgrímur
Kjartansson
Kristín Jakobsdóttir
vinnukona á Dynjanda
Kristín Benediktsdóttir
ljósmóðir í Grunnavík
María Hallgrímsdóttir
verkakona á Ísafirði
Hallgrímur Jónsson
oddviti og hreppstjóri á Dynjanda
og í Sætúni í Grunnavík
Sigrún Guðmundsdóttir
húsfreyja, síðast á Ísafirði
Jón Guðmundsson
bóndi á Gjögri, í Langeyjarnesi, síðast á Hrafnsfjarðareyri
Stefanía Halldóra
Guðnadóttir húsfreyja
í Hælavík
Jakobína Sigurðardóttir rithöfundur
Fríða Á. Sigurðardóttir rithöfundur
Kristján Sigurðsson
yfirlæknir í Keflavík
Sigurður Kristjánsson
barnalæknir á LSH
Hjalti Kristjánsson
heimilislæknir í Eyjum
Benedikt Kristján Benediktsson
bóndi á Dynjanda í Jökulfjörðum
Kristín Benediktsdóttir
ljósmóðir í Grunnavík
Pétur Tryggvi
Pétursson
netagerðar-
maður á ÍsafirðiOddur Pétursson
bæjarverkstjóri á
Ísaf., skíðam. og
ólympíufari
Margrét
Oddsdóttir
skurðlæknir
og prófessor
við HÍ
Gunnar
Pétursson
bifreiðarstj. á
safirði, skíðam.
og ólympíufari
Í
Ólafur Þór
Gunnarsson
öldrunarlæknir
og alþingis-
maður
Petólína Elíasdóttir
húsfreyja
Pétur Tryggvi Jóhannsson
húsmaður í Hælavík og Rekavík
Bjargey Halldóra Pétursdóttir
húsfreyja
Sigmundur Ragúel Guðnason
bóndi, vitavörður og skáld í Hælavík, Rekavík og Látravík
Hjálmfríður Ísleifsdóttir
húsfreyja
Guðni Kjartansson
bóndi í Hælavík
Úr frændgarði Hallgríms Kjartanssonar
Kjartan Sigmundsson
sjómaður á Ísafirði Afmælisbarnið Hallgrímur staddur
í Grunnavík síðastliðið haust.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019
Ólafur Jónsson fæddist í Hörgs-dal á Síðu 6. mars 1919. For-eldrar hans voru hjónin Jón
Bjarnason, f. 1887, d. 1977, bóndi þar
og víða á Síðu, og Anna Kristófers-
dóttir, f. 1891, d. 1967, húsfreyja.
Ólafur ólst upp í Hörgsdal og frá
1927 á Keldunúpi í sömu sveit. Hann
fór ungur á vertíðir til Keflavíkur og í
vinnumennsku á Kirkjubæjar-
klaustri. Þar kynntist hann Ástu
Ólafsdóttur, f. 30.5. 1921, d. 9.7. 1995,
og þau giftust 30.6. 1945 en höfðu
flutt í Kópavog 1944. Börn þeirra:
Bjarni, f. 1943, Anna, f. 1948. dreng-
ur, f. 1955, d. 1955, og Hafdís, f. 1959.
Ólafur bjó með Önnu Sigríði Gunn-
laugsdóttur, f. 18.3. 1920, d. 30.10.
2015, frá 1996.
Eftir að Ólafur og Ásta fluttust í
Kópavog gerðist Ólafur fljótlega
leigubílstjóri, fyrst hjá BSR og síðar
Hreyfli. Hann var kosinn í hrepps-
nefnd af lista Félags óháðra kjósenda
1954 og í bæjarstjórn af sama lista
1955 og sat samfleytt til 1970. Svo sat
hann í bæjarstjórn fyrir Alþýðu-
bandalagið 1974-1978. Hann var for-
stjóri Strætisvagna Kópavogs við
stofnun fyrirtækisins 1957 til 1972.
Hann var framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins og starfsmaður þing-
flokksins 1972-1981. Síðasta starf
Ólafs var fulltrúastarf hjá Verka-
mannabústöðum Reykjavíkur 1982-
1989.
Ólafur sat í stjórn KRON og var
stjórnarformaður í allmörg ár. Hann
var fyrsti formaður Útgáfustjórnar
Þjóðviljans 1968-1978, formaður
Verkamannabústaða í Kópavogi á 6.
og 7. áratugnum og formaður nefnd-
ar um byggingu íbúða fyrir aldraða á
vegum bæjarfélagsins í Vogatung-
ureit 1986-1990. Ólafur var fyrsti for-
maður Félags eldri borgara í Kópa-
vogi 1988-1993 og formaður
Landssamtaka eldri borgara 1991-
1997. Ólafur var kjörinn heiðurs-
félagi Félags eldri borgara í Kópa-
vogi 1998. Ólafur var sæmdur ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
fyrir félagsstörf 2002.
Ólafur lést 31. desember 2006.
Merkir Íslendingar
Ólafur
Jónsson
95 ára
Jónína Ragúels
Jóhannsdóttir
85 ára
Benedikt Sigurðsson
Ingólfur Helgi Þorsteinsson
Jón Elli Guðjónsson
Þorbjörg Samúelsdóttir
80 ára
Halldóra Valgerður
Steinsdóttir
Lovísa Sampsted
75 ára
Magnús Ólafsson
Reynir Axelsson
Sólveig Sigrún
Sigurjónsdóttir
Tuan Nehar Packeer
Packeer
70 ára
Ari Kristinn Jónsson
Árni Ragnarsson
Friðbjörn Björnsson
Gerda Farestveit
Kolbrún Lilja
Sigurbjörnsdóttir
Kristín Dagný Magnúsdóttir
Metta S. Guðmundsdóttir
Pétur Þorsteinsson
Rósamunda Óskarsdóttir
Sigurður Ágústsson
Teresa Bodio
60 ára
Anna Björk Guðjónsdóttir
Egill Strange
Guðrún Snæbjörnsdóttir
Hallgrímur Kjartansson
Heiðar Jón Hannesson
Inga Birna Magnadóttir
Jónas Guðjónsson
Jónas Kristján Ingimarsson
Jón Tryggvason
Kristín Alfreðsdóttir
Rósa Áslaug Valdimarsd.
Salvar Hákonarson
Sigurður Ólafsson
Ægir Einarsson
50 ára
Carolina Cuesta Rojas
Eyrún Sif Ingólfsdóttir
Freyr Kristjánsson
Ingiríður Ásta Þórisdóttir
Jolanta Janina Konieczna
Pétur Karl Karlsson
Signý Gyða Pétursdóttir
Stella Stefánsdóttir
40 ára
Elísabet Ingunn Einarsd.
Emma Rakel Björnsdóttir
Eyþór Árni Úlfarsson
Grzegorz Kosowski
Guðrún Ósk Gunnlaugsd.
Gyða Waage Pálmadóttir
Haukur Þór Jóhannsson
Inga Lára Óladóttir
Ireneusz Piotr Formela
Íris Hrönn Andrésdóttir
José Luís Castro
Goncalves
Marcin Brzakowski
Melanie Ann Powell
Priyadarshani Kankanam
Rhian Atta
Tomasz Piotr Kwiatkowski
30 ára
Arna Ósk Óskarsdóttir
Arnar Már Jóhannsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Elín Rún Ström Kristjánsd.
Grétar Már Pálsson
Krzysztof Michal Dubel
Róbert Vilhjálmsson
Sigurður Hlíðar Rúnarsson
Smári Öfjörð Jóhannesson
Valgerður Rut Jakobsdóttir
Þóra Margrét Ólafsdóttir
40 ára Eyþór er fæddur í
Reykjavík en ólst upp á
Suðurnesjum og býr í Innri-
Njarðvík.
Dóttir: Embla Máney, f.
2015.
Hálfsystkini: Eyjólfur, Sig-
ríður Stefanía, Ólöf Marín,
og Sigríður.
Foreldrar: Úlfar Hermanns-
son, f. 1947, fv. lögreglu-
maður og verkstjóri, og Sig-
rún Eyjólfsdóttir, f. 1947,
grunnskólakennari. Þau eru
bús. í Innri-Njarðvík.
Eyþór Árni
Úlfarsson
30 ára Grétar Már er
Garðbæingur og er verk-
fræðingur og verkefna-
stjóri hjá Eykt.
Maki: Elísabet Pálma-
dóttir, f. 1986, náttúru-
vársérfræðingur hjá
Veðurstofu Íslands.
Foreldrar: Páll Grét-
arsson, f. 1956, fjármála-
stjóri Stjörnunnar, og
Svanhildur Jónsdóttir, f.
1957, skurðhjúkrunar-
fræðingur á Landspít-
alanum, bús. í Garðabæ.
Grétar Már
Pálsson
30 ára Þóra er Selfyss-
ingur en býr í Reykjavík.
Hún með BS í ferða-
málafræði og er þjón-
ustustjóri hjá GoDo
Property.
Maki: Ævar Ómarsson, f.
1981, leiðsögumaður hjá
Arctic Adventures.
Foreldrar: Ólafur Þór
Ólafsson, f. 1953, fv. skip-
stjóri, bús. í Rvík, og
Sigurveig Margrét And-
ersen, f. 1951, vann við
aðhlynningu, bús. Eyjum.
Þóra Margrét
Ólafsdóttir
Til hamingju með daginn
130 ÁRA
STABILA
Afmælispakki frá Stabila - 4 hallamál
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS