Morgunblaðið - 06.03.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.03.2019, Qupperneq 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 Kvikmynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hef- ur hlotið mikið lof bandarískra kvikmyndagagnrýnenda, en sýn- ingar hófust á myndinni fyrir helgi í Bandaríkjunum. Á vefnum Metacritic, sem tekur saman gagnrýni ólíkra fjölmiðla og þá einkum bandarískra, hlýtur kvikmyndin meðaltalseinkunnina 83 af 100 mögulegum, sem er afar há einkunn og fellur í svokallaðan „must-see“ flokk vefjarins, þ.e.a.s. flokk kvikmynda sem fólk verði að sjá. Virtir og þekktir gagnrýnendur eru meðal þeirra sem gagnrýna myndina fyrir miðla á borð við Los Angeles Times, Variety, The New York Times, The Wrap, The Holly- wood Reporter og Wall Street Journal. Kenneth Turan, gagnrýn- andi Los Angeles Times, segir myndina meistaralegan bræðing alvarleika, spaugs, fáránleika og tónlistar og að það sé gleðirík upp- lifun að horfa á myndina. Jay Weissberg, sem skrifar fyrir Variety, segir snilli Benedikts fel- ast í því hvernig honum takist að sameina alla þætti myndarinnar með greindarlegri hnyttni og Jeanette Catsoluis, gagnrýnandi The New York Times, fer álíka lofsamlegum orðum um myndina og segir að í henni séu þung þemu tekin fyrir með léttleika, myndin sé umhverfismáladrama í búningi duttlungafullrar gamanmyndar sem beri slaufu sjálfsskoðunar miðaldra konu. Joe Morgenstern, hinn þekkti gagnrýnandi The Wall Street Journal, er líka mjög hrif- inn og segir kvikmyndina dásam- lega klikkaða og líka grafalvar- lega. Vefsíðan Rotten Tomatoes tekur einnig saman gagnrýni 32 gagn- rýnenda og öllu fleiri en Metacritic, sem birtir gagnrýni 16 gagnrýnenda. Myndin hlýtur enn hærri einkunn á Rotten Tomatoes, eða 94 af 100 mögulegum, og eru aðeins tveir gagnrýnendur af 32 taldir neikvæðir í umsögnum sín- um. Lofsöngur Kona fer í stríð hefur hvarvetna hlotið góðar viðtökur. Kona hlýtur lof  Gagnrýnendur vestanhafs fara fögrum orðum um Kona fer í stríð Kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg hefur bæst í hóp andstæð- inga streymisveitunnar Netflix og segir veituna vera að skaða upplif- unina af því að horfa á kvikmynd með því að sýna þær ekki í kvik- myndahúsum. Nú hefur Netflix svarað fyrir sig með stuttri yfirlýs- ingu þar sem segir að stjórnendur veitunnar unni kvikmyndum og einnig bættu aðgengi þeirra að kvik- myndum sem hafa ekki efni á því að fara í bíó eða búa í bæjum þar sem engin eru kvikmyndahúsin. Þá séu þeir fylgjandi auknum möguleikum kvikmyndagerðarmanna á því að koma verkum sínum til áhorfenda. Spielberg er ekki nefndur í yfirlýs- ingunni en ljóst þykir að hún hafi verið samin í kjölfar ummæla hans. Netflix svarar ummælum Spielbergs AFP Bíómaður Steven Spielberg telur að kvikmyndar verði best notið í bíósal. Women of Mafia 2 IMDb 4,4/10 Bíó Paradís 19.30 Arctic 12 Metacritic 71/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.10 Transit Metacritic 77/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 17.30 El Angel Metacritic 61/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 22.15 Capernaum Metacritic 75/100 IMDb 8,4/10 Bíó Paradís 20.00 Eight Out of Ten IMDb 6,2/10 Bíó Paradís 17.30 Manu Delago - Parasol Peak Bíó Paradís 18.00 The Raft IMDb 6,8/10 Bíó Paradís 20.15 Zama Metacritic 89/100 IMDb 6,8/10 Bíó Paradís 22.20 Serenity 16 Metacritic 38/100 IMDb 5,2/10 Sambíóin Álfabakka 19.30 (VIP), 19.40, 21.00, 21.50 (VIP), 22.00 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 19.40, 22.00 Sambíóin Keflavík 19.40, 22.00 Alita: Battle Angel 12 Metacritic 54/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Smárabíó 17.20 (LÚX), 19.30, 20.10 (LÚX), 22.20 Stan and Ollie Metacritic 75/100 IMDb 7,6/10 Háskólabíó 18.10 Vesalings elskendur Morgunblaðið bbbnn IMDb 7,8/10 Smárabíó 20.00, 22.20 Tryggð Morgunblaðið bbbbn Háskólabíó 18.20 The Mule 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 19.50, 22.20 Vice Laugarásbíó 19.45, 22.15 La Fille du Régiment Sambíóin Kringlunni 18.00 Green Book 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 70/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Egilshöll 17.20 Sambíóin Kringlunni 16.10, 19.00, 21.15, 21.45 Sambíóin Akureyri 19.20 Að synda eða sökkva Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,2/10 Háskólabíó 20.40 The Favourite 12 Ath. Íslenskur texti. Morgunblaðið bbbbb Metacritic 90/100 IMDb 7,9/10 Háskólabíó 20.30 The Wife Metacritic 77/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.00 Instant Family Metacritic 57/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Cold Pursuit 16 Metacritic 66/100 IMDb 6,9/10 Smárabíó 19.30, 22.10 Bohemian Rhapsody 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 49/100 IMDb 8,1/10 Háskólabíó 20.40 A Star Is Born 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.20 Sambíóin Kringlunni 21.10 The Lego Movie 2 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 64/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 17.30 Sambíóin Akureyri 17.00, 17.20 Spider-Man: Into the Spider-Verse Morgunblaðið bbbbm Metacritic 87/100 IMDb 8,8/10 Smárabíó 13.00, 14.20 (LÚX), 15.40 Háskólabíó 18.00 Mary Poppins Returns 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 66/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 17.30 Sambíóin Kringlunni 14.00 Ótrúleg saga um risastóra peru IMDb 6,2/10 Smárabíó 13.20, 15.20, 17.20 Ralf rústar internetinu Metacritic 71/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 17.20 Sambíóin Kringlunni 14.00 Halaprúðar Hetjur IMDb 5,6/10 Sambíóin Kringlunni 14.00 Á sama tíma og draumur Hiccup um að búa til friðsælt fyrirmyndarríki dreka er að verða að veruleika, þá hrekja ástarmál Toothless Night Fury í burtu. Laugarásbíó 17.30, 19.45, 22.00 Sambíóin Álfabakka 16.20, 18.40 Sambíóin Egilshöll 17.30 Smárabíó 17.30 Háskólabíó 18.20, 20.20 Að temja drekann sinn 3 Fighting with My Family 12 Fyrrverandi fjölbragðaglímukappi og fjölskylda hans halda sýningar hingað og þang- að um Bandaríkin, á með- an börnin dreymir um að ganga til liðs við World Wrestling Entertainment. Metacritic 70/100 IMDb 7,8/10 Laugarásbíó 19.45, 22.00 Sambíóin Keflavík 22.10 Smárabíó 19.40, 22.10 What Men Want 12 Kona ein grípur til sinna ráða þegar gengið er freklega framhjá henni á karllæga vinnustaðnum þar sem hún starf- ar. Metacritic 49/100 IMDb 4,2/10 Sambíóin Álfabakka 19.50, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 22.00 Sambíóin Keflavík 19.40 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.