Morgunblaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 Bandaríski leikarinn Luke Perry lést í Kaliforníu í fyrradag, aðeins 52 ára að aldri en fyrir viku var hann fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall. Hann lést á sjúkrahúsinu í faðmi fjölskyldu sinnar. Perry var einn aðalleikara hinna gríðarvinsælu sjónvarpsþátta Bev- erly Hills, 90210 sem hófu göngu sína árið 1990 og lauk tíu árum seinna. Undir lokin lék hann í hin- um vinsælu þáttum Riverdale og var í Los Angeles við tökur á einum slíkum þætti þegar hann fékk slag. Perry lætur eftir sig unnustu og tvö börn. AFP Látinn Leikarinn Luke Perry. Luke Perry látinn, 52 ára að aldri Martina Petro- vic, forstöðu- maður MEDIA Desk í Króatíu, kynningar- og upplýsingastofu MEDIA Pro- gramme sem er á vegum fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, heldur fyrirlestur í dag kl. 16 í sal 2 í Bíó Paradís. Í hon- um mun hún bera saman árangur íslenskrar og króatískrar kvik- myndagerðar og þá sérstaklega hvað varðar styrkjaveitingar frá MEDIA TV Programming-sjóðn- um. Yfirskrift viðburðarins er Ís- land & Króatía – Farsælt sam- starf! Ísland & Króatía – Farsælt samstarf! Martina Petrovic Sýning nýrrar heimildarmyndar í tveimur hlutum, Leaving Never- land, í sjónvarpi í Bandaríkjunum síðustu daga hefur vakið mikla at- hygli og umtal. Í myndinni lýsa tveir karlmenn, Wade Robson og James Safechuck, því á nákvæman og slá- andi hátt hvernig tónlistarmaðurinn Michael Jackson beitti þá ítrekað kynferðisofbeldi þegar þeir voru enn á barnsaldri. Jackson var þekktur fyrir að hafa unga drengi í kringum sig og ferðuðust þeir með honum á tón- leikaferðum. Hann var einn dáðasti og vinsælasti tónlistarmaður síðustu áratuga en lést árið 2009, fimmtugur að aldri, af blöndu sterkra svefnlyfja. Margir aðdáenda Jacksons hafa tekið til varna á samfélagsmiðlum og þá hefur fjölskylda hans og dánarbú, sem er metið á hundruð milljarða króna, sent frá sér harðorða yfirlýs- ingu. „Fólk lýgur en ekki staðreynd- ir,“ segir þar. „Michael var og verð- ur alltaf 100 prósent saklaus af þessum fölsku ásökunum.“ Árið 1993 rannsakaði lögregla vestanhafs ásakanir 13 ára pilts sem sagði Jackson hafa níðst á sér. Þá vörðu þeir Safechuck og Robson, enn á barnsaldri, Jackson báðir. Þeir sögðu foreldrum sínum og lögreglu- mönnum að söngvarinn hefði aldrei snert þá. Robson segist nú hafa verið sjö ára þegar Jackson byrjaði að beita hann ofbeldi og þegar hann var yfirheyrður 11 ára hefði strax komið upp í hugann allt það sem Jackson hefði sagt við sig frá byrjun, að ef einhver kæmist að því hvað þeir gerðu þá myndu þeir báðir fara í fangelsi til æviloka. Árið 1994 var það mál gegn Jack- son fellt niður en hann greiddi fjöl- skyldunni sem kærði hann 23 millj- ónir dala í sátt utan dómstóla. Árið 2003 var aftur höfðað mál gegn Jackson fyrir meint kynferðislegt ofbeldi gegn dreng. Það fór fyrir dóm og féllst Robson á að bera vitni fyrir Jackson og sagði aftur að hann hefði ekki brotið á sér. Safechuck neitaði Jackson hins vegar um að bera vitni. Jackson var sýknaður í því máli en nokkur ár liðu þar til Robson og Safechuck sögðu fjöl- skyldum sínum frá því að hann hefði brotið ítrekað á þeim. Móðir Safe- chuck kveðst hafa dansað af gleði er hún frétti lát söngvarans. Breska ríkisútvarpið, BBC, og það norska, NRK, hafa í kjölfar upp- lýsinganna ákveðið að útvarpa ekki tónlist Michaels Jacksons. Segja Jackson hafa ítrekað níðst á þeim Michael Jackson Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 15. mars Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 11. mars. SÉRBLAÐ Maðurinn er grimmasturdýra. Þetta virðistítalska leikstjóranumMatteo Garrone vera hugleikið í nýjasta verki sínu, Dog- man eða Hundamanninum en Garr- one er einna þekktastur fyrir kvik- mynd sína um Gomorra-mafíuna í Napólí á Ítalíu og er á svipuðum slóð- um villimennsku og miskunnarleysis í Dogman. Í henni segir af rindilsleg- um hundasnyrti, Marcello (Fonte), sem stundað hefur kókaínsölu í hjá- verkum en hefur ákveðið að hætta því og þá m.a. vegna ungrar dóttur sinn- ar sem hann ann heitt. Marcello - leikinn með tilþrifum af Fonte sem hlaut fyrir þann leik Evrópsku kvik- myndaverðlaunin í fyrra sem besti leikari í aðalhlutverki - rekur hunda- snyrtistofuna Dogman sem myndin dregur nafn sitt af og lætur vel að hundunum sem hann fær til sín í snyrtingu, strýkur þeim og kjassar og talar við þá blíðlega, jafnt gæfa hunda sem grimma. Í upphafi mynd- ar er hann að þvo tjóðruðum hundi sem lítur út fyrir að geta bitið af hon- um höfuðið í heilu lagi og er upphafs- atriðið fyrirboði um það sem koma skal. Hundasnyrtistofa Marcello er í sóðalegu úthverfi ónefndrar borgar á Ítalíu (Napólí?) og þegar hann er ekki að sinna hundum situr hann ýmist með félögum sínum að snæðingi, leik- ur með þeim fótbolta eða nýtur sam- vista við dóttur sína. Dag einn kemur til hans vígalegur náungi að nafni Simone, höfðinu hærri og kraftalega vaxinn enda fyrr- verandi hnefaleikakappi. Simone er ógnandi í tilburðum, krefst þess að Marcello útvegi honum kókaín án taf- ar og skeytir engu um þau svör að hann sé hættur að selja dóp og auk þess með dóttur sína hjá sér. Ljóst er að Simone mun ganga í skrokk á Marcello fái hann ekki kókaín sem hann svo fær og nokkrum dögum síð- ar neyðir Simone Marcello til að brjótast inn í hús. Á flóttanum kemst Marcello að því að hundur er í neyð í húsinu og snýr aftur til að bjarga honum. Marcello er greinilega ljúf- menni og Simone nýtir sér varnar- leysi hans og góðmennsku og fær hann til að fremja mun alvarlegri glæp sem dregur dilk á eftir sér. En Marcello er ekki allur þar sem hann er séður og stefnir allt í rafmagnað uppgjör kjölturakkans og bolabítsins í seinni hluta myndar. Líkt og í dýra- ríkinu snýst þetta á endanum um að éta eða vera étinn og dýrin í skóg- inum eru langt frá því að vera vinir í Dogman. Fonte er brjóstumkennanlegur í hlutverki Marcellos og samúð áhorf- andans er öll með honum. Pesce er, líkt og Fonte, mjög sannfærandi í hlutverki óþokkans Simone og var út- liti hans m.a. breytt með andlitsgervi til að gera hann enn skelfilegri. Það tókst heldur betur. Samleikur þessara tveggja leikara er virkilega góður og oftar en ekki er áhorfandinn á nálum líkt og hann sé að fylgjast með dansi óttaslegins nautabana frammi fyrir óðu nauti. Og Simone ógnar ekki aðeins tilveru Marcello heldur allra íbúa þessa fá- tæklega hverfis einhvers staðar á Ítalíu og eftirminnilegt er atriði þar sem nokkrir náungar, líklega allir glæpamenn, ræða sín á milli hvað eigi að gera við kauða, líkt og hann sé óð skepna sem þurfi að lóga. Enginn vill þó taka verkið að sér. Sagan í Hundamanninum er í grunninn einföld og í raun ekkert nýtt að finna í henni, sem er miður því gaman hefði verið að láta koma sér örlítið á óvart. Þá er ákveðið gat í frá- sögninni sem hefði mátt stoppa í og felst í því að Marcello fer á brott úr hverfinu í heilt ár. Engum sögum fer af því hvað gerðist á þessu ári eða hvort fjarveran breytti Marcello á einhvern hátt. Kannski á það að vera ráðgáta, hver veit. En endirinn bætir fyrir það og er, einn og sér, bíóferð- arinnar virði. Dogman er vægðarlaus mynd, á köflum ljót og ofbeldisfull. Ef hún væri steik þá væri hún blóðug. Útlit kvikmyndarinnar er í takt við það; drungalegt, litir daufir og lýsingin oft kuldaleg, eins og sjá má af stillunni hér fyrir ofan. Garrone er áhugaverð- ur leikstjóri og gaman verður að sjá hverju hann teflir fram næst. Að éta eða vera étinn Bíó Paradís Dogman bbbmn Leikstjórn: Matteo Garrone. Handrit: Matteo Garrone, Ugo Chiti og Massimo Gaudioso. Aðalleikarar: Marcello Fonte, Adamo Dionisi, Edoardo Pesce og Nunzia Schiano. Ítalía, 2018.103 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Sýnd 8. mars kl. 20. Ofbeldissamband Hrottinn Simone þjarmar að hunda- snyrtinum Marcello í Dogman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.