Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Við mannfólkið höfum þann ótrú- lega hæfileika að geta ferðast fram og aftur í tíma. Þetta gerir okkur kleift að læra af mistökum, íhuga hegðun okkar og sjá fyrir okkur og skipuleggja fram- tíðina. Philip Zimb- ardo, prófessor emeritus í sálfræði við Stanford- háskóla, staðhæfir að lykillinn að góðu lífi sé rétt sjónarhorn hvað varðar tímann. Mikilvægt sé ekki aðeins að vita hve miklum tíma við verjum í fortíð, nútíð og framtíð heldur einnig að geta tengt sig við þessi mismunandi tímabil á já- kvæðan hátt. Tvær spurningar geta hjálpað okkur við að taka betri ákvarðanir og lifa lífinu til fulls: 1) Stígðu aft- ur í tíma og veltu fyrir þér hvað fjögurra ára sjálfið myndi vilja. 2) Stígðu fram í tíma og veltu fyrir þér hvað 80 ára sjálfið myndi segja. 1) Hvað myndi fjögurra ára sjálf- ið vilja? Það er ekki augljóst að átta sig á því hvað óþroskað sjálf myndi gera í aðstæðum sem kalla á innsæi og skynsemi. Þó er það oft ástæða þess að við verðum ofgreiningum að bráð, aftengjumst því sem við þráum heitast og gerum það sem aðrir ætlast til af okkur. Við rétt- lætum ótta okkar, rökstyðjum ástæður okkar fyrir að halda okkur á mottunni og forðumst ákveðnar aðstæður undir þeim formerkjum að það sé það besta í stöðunni. Spurningin um hvað fjögurra ára sjálfið myndi vilja gerir okkur ber- skjölduð þegar við stöndum and- spænis ringulreið, einmanaleika eða pirringi. Við tengjumst heit- ustu þrám okkar og löngunum, því sem við stöndum fyrir og þeim styrkleikum og þeirri ástríðu sem togar í okkur. 2) Hvað myndi 80 ára sjálfið segja? Þrátt fyrir að það geti verið áskorun að sjá 80 ára sjálfið fyrir sér án þess að upplifa skort á tengingu við sjálfan sig er gagnlegt að fá fram- tíðarsjálfið til ræða við sig og tengjast þannig visku þess, hugrekki og sjónarhorni. Dr. Paul Gilbert, pró- fessor við Háskólann í Derby á Englandi, kallar þessa fróðari út- gáfu af sjálfum okkur „velvildar- sjálfið“. Rannsóknir sýna að það að tengjast velvildarsjálfinu gerir okkur kleift að sýna hugrekki í óvissuaðstæðum og nálgast okkur með opnum huga þegar okkur verður á. Í ljósi þess hve dugleg við erum að rakka okkur niður akk- úrat þegar við þurfum mest á okk- ur að halda er ljóst að við þurfum öll á áttræðu sjálfi að halda. Við nýtum oft ekki tækifæri sem bjóð- ast af því að við óttumst óvissu eða erum með hörmungahyggju og ímyndum okkur það versta sem gæti gerst. Áttatíu ára sjálfið hefur upplifað þetta allt og getur sefað óttann, fullvissað okkur um að allt verði í lagi og gefið okkur kraft. Það getur verið okkar besti leiðsögumaður. Fortíðar- og fram- tíðarsjálfið – frá- bærir leiðsögumenn Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Kuhlman » Áttatíu ára sjálfið getur sefað óttann, fullvissað okkur um að allt verði í lagi og verið okkar besti leiðsögu- maður. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. ingrid@thekkingarmidlun.is Formaður Flokks fólksins, Inga Sæ- land. Tilneyddur skrifa ég þér þetta bréf opinberlega sem loka- samskipti mín við þig og Flokk fólksins. Aðdragandann þekkir þú: Óskiljanlega og ólögmæta brottvikn- ingu tveggja þing- manna, þeirra dr. Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, ásamt opinberri um- ræðu og blaðaskrifum okkar um þau mál, auk fjölmargra viðtala í fjölmiðlum þar sem þú „hatast“ við okkur á þinn sérstaka hátt, sbr. grein þína í Morgunblaðinu 17.1. 2019: „Karlar sem hatast við konur“. Þegar aðför þín að þingmönnum hélt áfram eftir brottvikninguna, með illmælgi þinni, sagði ég í blaðagrein frá málefnabaráttu flokksins sem þessir þingmenn hefðu einir borið fram á Lands- fundi flokksins og einir flutt í laga- frumvörpum og ályktunum á þingi. Uppistaðan í áramótagrein þinni í Morgunblaðinu var að guma af þingmálum dr. Ólafs, þar á meðal um skattleysi lægstu tekna og tangarsókn að verðtryggingunni. Hann hefur auk þessa lagt fram fjölmörg önnur mál og frumvörp, og Karl Gauti hefur einnig lagt fram sín mál, báðir í samræmi við baráttumál flokksins. Þú hins veg- ar hefur aðeins flutt eitt mál, sem ég veit að þeir félagar veittu þér liðsinni við að setja fram. Endur- teknar upphrópanir frá þér á þingi hrökkva skammt í baráttu fyrir þá sem standa höllum fæti og níðst er á. Í framhaldi af blaðagrein minni „Ný sóknarfæri fyrir kjósendur Flokks fólksins“ í Morgunblaðinu 25.2. 2019 lést þú þau orð falla opinberlega að þú þyrftir ekki að hafa fyrir því að reka mig úr flokknum, ég hefði gert það sjálfur. Því sendi ég eftirfarandi bréf til stjórnarinnar og þín sama dag: „Undirritaður vill árétta að hann er enn flokksbundinn í Flokki fólksins og hefur ekki gengið í annan flokk. Áskorun hans til kjós- enda í Morgunblaðs- grein 25.2. 2019 teng- ist því að kjósendur flokksins, sem studdu dr. Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason ásamt málflutningi þeirra á Alþingi og á landsfundi Flokks fólksins, fylgi þeim í áfram- haldandi baráttu fyrir þeim mál- um, sem þeir hafa barist fyrir.“ Hygðist stjórn flokksins reka mig úr flokknum vegna þeirrar áskorunar áskildi ég mér and- mælarétt gagnvart þeirri ákvörðun á stjórnarfundi. Þú virtir mig ekki svars við þessu bréfi. Hins vegar gerðir þú það óbeint með því að skipa annan fulltrúa í minn stað, án þess að til- kynna mér það áður, í stjórn Ís- landspósts ohf. á aðalfundi félags- ins 15.3. þar sem þú mættir með tveimur stjórnarmönnum. Ég sagði þar við þig að ákvörðun þín jafn- gilti brottrekstri mínum og hvort þú ætlaðir ekki að svara bréfi mínu eða gefa mér færi á að mæta á stjórnarfund. Þú neitaðir því. Því skrifa ég þér þetta opna bréf því það er eini samskiptamátinn við þig sem ég á eftir eins og þú hefur sjálf ákveðið. Á þessum stjórnarfundi vildi ég sjá hvernig fundarritari ritaði munnlega bókun mína um loforð við mig sem þú sveikst um brottvikningu þing- mannanna og ósannsögli þína við trúnaðarmann flokksins í Norð- austurkjördæmi, þegar ég ætlaði að stofna kjördæmaráð flokksins þar og undirbúa framboð fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akur- eyri. Þú sagðir honum að ég hefði ekki nefnt þetta við þig, en á sama þingflokksfundi og þú tilkynntir stofnun kjördæmaráðs Reykja- víkurkjördæma tilkynnti ég mína ætlan. Í framhaldi boðaðir þú mig á stjórnarfund þar sem þú lést samþykkja að ég hefði ekki leyfi til fara norður á vegum flokksins. Svo langt gekkst þú til að leyna ósann- sögli þinni að þú reyndir að breyta fundargerð frá þingflokksfundi um tilkynningu mína á fundinum. Hið síðasta og alvarlegasta sem ég ætlaði að segja á þessum stjórnarfundi við þig og aðra stjórnarmenn þar sem ég hefði andmælarétt við brottrekstri, var að ósk Jóns Kristjáns Brynjars- sonar á Facebook, sem ég sá ný- lega, um að staðfesting banka yrði lögð fram að um 470.000 krónur sem söfnuðust á fundi flokksins í Háskólabíói 13. júlí 2017 hefðu komið fram á bankareikningi flokksins. Hann sagði mér að- spurður að hann ásamt stjórnar- manni og þér hefði talið þessa upphæð upp úr söfnunarfötum og þú hefðir farið heim til þín með þessa fjárhæð. Þar sem ég var í fjármálaráði flokksins ætlaði ég að staðfesta á stjórnarfundinum að þessi fjárhæð hefði ekki verið greidd í banka- reikninga flokksins 2017. Með þá vitneskju bæri mér sem félags- manni flokksins og fyrrverandi stjórnarmanni og fjármálaráðs- manni að óska eftir því að opinber rannsókn færi fram á fjárreiðum flokksins. Þar sem ég tel að brott- rekstur minn hafi verið staðfestur af þér losna ég undan þessari skyldu en vísa henni til hvers og eins félagsmanns í Flokki fólksins að fylgja þessu eftir en ganga ann- ars úr flokknum verði þetta látið afskiptalaust af stjórn flokksins. Opið bréf til formanns Flokks fólksins Eftir Halldór Gunnarsson »Ég ætlaði að stað- festa á stjórnarfund- inum að þessi upphæð, 470.000 kr., sem söfnuðust á fundi, hefði ekki verið greidd í bankareikninga flokks- ins 2017. Halldór Gunnarsson Höfundur er fyrrverandi stjórnar- maður í Flokki fólksins. flokksins af stóli. Þeir fóru aðeins fram á málfrelsi, viðræður við stjórnvöld um sjálfstæð stéttar- félög og að flett yrði strax ofan af spillingunni sem hefur viðgengist alltof lengi í stjórnkerfinu. Áður en hernum var beitt gegn mótmælendum vöruðu nokkrir námsmenn róttæku stúdenta- leiðtogana við því að sýna glanna- skap þegar þeim hefði mátt vera ljóst að hreyfing þeirra yrði strax brotin á bak aftur með valdi. Af minnsta tilefni voru mörg þúsund Kínverjar drepnir fyrir að setja fram kröfur um að komið yrði á umbótum í landinu. Fljótlega leiddi lögreglan marga stjórnarandstæðinga inn í réttar- sal og skaut þá fyrir framan dóm- ara. Hrokafullir harðlínumenn í kommúnistaflokknum brugðust hinir verstu við þegar myndirnar sem teknar voru af morðunum á Torgi hins himneska friðar fóru um heimsbyggðina. Fyrir það var fréttamönnum umsvifalaust varp- að í fangelsi og þeir dæmdir í þrælkunarvinnu. Spurningunni um örlög annarra fréttamanna sem hurfu í ofsóknum kínversku lög- Síðustu 30 árin hafa refsiglaðir einræðisherrar í Kína verið í frétt- um eftir blóðbaðið á Torgi hins himn- eska friðar. Þar var réttlætið fótum troðið þegar frið- samleg mótmæli voru barin niður í skjóli blóðsúthell- inga, sem kínverskir ráðamenn sökuðu vestrænar ríkisstjórnir um að hafa sviðsett í pólitískum tilgangi. Úti- lokað er að námsmenn- irnir hafi vitað hvað fram fór á bak við tjöld- in áður en kommúnista- stjórnin í Peking gaf fyrirmæli um að láta hart mæta hörðu. Þá féllu friðsamir og óvopnaðir mótmælendur fyrir byssuskotum kín- verska hersins. Engar vísbendingar eru til um að mótmælendurnir hafi ætlað að beita ofbeldi til að steypa ríkisstjórn kommúnista- reglunnar vísuðu stjórnvöld norð- ur og niður. Útgáfa dagblaða sem birtu fréttir af tíðum mannrétt- indabrotum í landinu var stöðvuð og vefsíðum lokað þegar frásagn- irnar af atburðunum voru skeyt- ingarlausum ráðamönnum þvert um geð. Ritstjórar annarra dag- blaða fá ævilanga fangelsisdóma og sæta grimmilegum ofsóknum lögreglunnar fyrir að birta fréttir af illri meðferð á pólitískum föng- um í landinu. Á meðan ritskoðun er beitt af fullri hörku sjást þess engin merki að refsiglaðir harðlínumenn slaki á klónni gagn- vart þeim fjölmiðlum sem eru stjórnvöldum ekki að skapi. Aðalritari kommúnistaflokksins, Zhao Ziyang, var enginn lýðræðis- sinni þótt hann hefði samúð með námsmönnum sem mótmæltu yfir- gangi valdhafanna. Fyrir andstöð- una gegn harðlínumönnum í eigin ríkisstjórn lenti hann í stofufang- elsi og var þar til dauðadags. Til- lögu aðalritaranns um sáttaleið sem hefði hugsanlega haft í för með sér opnara stjórnkerfi var hafnað þegar harðlínumennirnir sem ferðinni réðu neituðu að gefa eftir einokun sína á valdinu. Fljótlega var endurminningum hans smyglað úr landi á kass- ettum sem voru dulbúnar sem upptökur úr Pekingóperunni. Nú koma þær út á ensku og kín- versku. Þeim getur enginn dreift löglega í Kína án þess að þarlend yfirvöld bregðist hin verstu við og hóti andstæðingum sínum lífláti. Besta leiðin til að minnast mót- mælendanna sem féllu í árás kín- verska hersins er að ítreka rétt þeirra til frelsis sem milljónir manna í Evrópu, Bandaríkjunum, Asíu og víðar líta á sem sjálfgef- inn hlut. Í borgarastríðinu í Kína hófust grimmilegar ofsóknir gegn öllum menntamönnum þegar ógnarstjórn komst til valda haustið 1949. Þar var málfrelsi stranglega bannað þegar andstæðingar einræðisherr- anna voru vistaðir í þrælkunar- búðum áður en þeir voru teknir af lífi fyrir framan samfanga sína. Í Austur-Þýskalandi var alræðisstjórn kommúnista mót- mælt þegar andstæðingar þar- lendra stjórnvalda höfðu enga tryggingu fyrir því að þeim tækist ætlunarverk sitt. Nokkrir harð- línumenn héldu til streitu kröfunni um að skriðdrekum yrði beitt gegn mótmælendum af fullri hörku líkt og félagar þeirra í Pek- ing gerðu. Þegar Mikhail Gorb- atsjov, síðasti forseti Sovétríkj- anna sem átti í hörðum deilum heima fyrir, snerist gegn þessari kröfu um að gripið yrði til vopna gegn andstæðingum kommúnism- ans brutust út mótmæli almenn- ings rétt áður en Berlínarmúrinn hrundi. Mannréttindabrot í Kína Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmund Karl Jónsson » Þar var réttlætið fótum troðið þegar friðsamleg mótmæli voru barin niður í skjóli blóðsúthellinga. Höfundur er farandverkamaður. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.