Morgunblaðið - 26.03.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.2019, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 6. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  72. tölublað  107. árgangur  GÍMAFFINN ER ÓSÝNILEG LÍFRÆN EIND MÁLAÐ Í SVÖRTU OG HVÍTU UPPÖRVANDI STJÓRNUNARSTÍLL STEINUNNAR ÞELDÖKKUR KLANSMAÐUR 33 YFIRMAÐUR ÁRSINS 12GÍMALDINSKÍFA 30 Baldur Arnarsson Stefán E. Stefánsson Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur WOW air funduðu í þriðja sinn í gær- kvöldi. Markmiðið var að afla nægi- lega margra undirskrifta vegna áætl- unar um að umbreyta skuldum í 49% hlutafjár. Fulltrúi skuldabréfaeigenda sagði söfnunina hafa gengið vel. Þó hafði ekki tekist að afla tilskilins fjölda þeg- ar Morgunblaðið fór í prentun. Taldi heimildarmaðurinn að það tækist í dag. Það tefur söfnunina að fylgja þarf ströngum verkferlum. Munnlegt samþykki dugir ekki. „Það er verið að fá menn til að kvitta undir viljayfirlýsingu. Næsta skref er að fá menn til að undirrita lagalega bindandi samninga um þessa áætlun,“ sagði heimildarmaðurinn. Fyrsti fundurinn fór fram á laug- ardag. Um 40 hagsmunaaðilar sitja við borðið. Erlendir aðilar eru í þeim hópi. Ekki stendur til að umbreyta skuld WOW air við Isavia í hlutafé. Viðræður við Isavia eru ekki hafnar. Ætlunin er að fá fjárfesti, eða hóp fjárfesta, til að kaupa 51% hlut í félag- inu fyrir 5 milljarða. Ef áætlunin verður samþykkt munu kröfuhafar ræða við fjárfesta um kaupin. Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, verð- ur þá einn margra hluthafa en ekki lengur ráðandi í viðræðum. Spá gengisfalli og verðbólgu Sérfræðingar á fjármálamarkaði telja að krónan muni veikjast ef WOW air hverfur af markaði. Gústaf Steingrímsson, hagfræðing- ur á hagfræðideild Landsbankans, segir að gjaldþrot WOW air hefði svo mikil áhrif á útflutningstekjur þjóðar- búsins að krónan myndi án efa gefa töluvert eftir. „Til að koma á nýju jafnvægi í utanríkisviðskiptum þyrfti krónan að gefa töluvert eftir. Hversu mikið verður að koma í ljós,“ segir Gústaf. Hann telur ekki ólíklegt að gengi krónunnar fari upp í a.m.k. 150 krónur fyrir hverja evru en gengið er nú um 136-137 krónur. Það yrði um 10% veiking. Samkvæmt útreikningum Reykja- vík Economics myndi slík veiking leiða til þess að verðbólga ykist um 3,3%. Verðbólgan er nú 3%. Gangi spá Landsbankans eftir myndi verð- bólgan því að óbreyttu fara yfir 5% í fyrsta sinn frá sumrinu 2012. Magnús Árni Skúlason, fram- kvæmdastjóri Reykjavík Economics, segir aðspurður ekki ólíklegt að gengi krónu muni veikjast um 5-10% með brotthvarfi WOW air. Verðbólgan muni að óbreyttu fara í 5-6%. „Þetta ræðst líka af því hvernig kjarasamningar fara. Ef laun hækka langt umfram innistæðu og hagnaður fyrirtækja dregst saman gætum við séð víxlverkun launa og verðlags, líkt og á 9. áratugnum,“ sagði Magnús. Með því mundi kaupmáttarstyrking síðustu ára ganga til baka, þrátt fyrir launahækkanir, líkt og gerðist á 9. áratugnum. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræði- deildar Háskóla Íslands, tekur undir þetta og bendir á þátt ferðaþjónust- unnar í styrkingu krónunnar. Með lækkandi þjónustutekjum séu horfur á veikari krónu og þá minni kaup- mætti. Það sé ekkert nýtt – hagur þjóðarinnar hljóti að ráðast af gengi útflutningsatvinnuveganna. Gæti fjölgað ferðamönnum Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Greiningar Íslandsbanka, telur hins vegar ekki horfur á mikilli gengisveikingu vegna mögulegs sam- dráttar í flugi til Íslands. Þá bendir hann aðspurður á að gengisveiking geti haft þau áhrif að hækka hlutfall tengifarþega sem kjósa að koma inn í landið. „Það gæti fljótlega skilað sér í töluverðri fjölgun ferðamanna. Af því að það er af stóru mengi að taka,“ segir Jón Bjarki. Í greiningu sem Morgunblaðið hef- ur undir höndum eru dregnar upp þrjár sviðsmyndir þar sem lagt er mat á hver áhrif rekstrarstöðvunar WOW air gætu orðið á þá farþega sem eiga bókað far með vélum félags- ins eftir því hvenær dags sú stöðvun ætti sér stað. Þannig yrðu um 1.500 farþegar strandaglópar á Íslandi og um 500 Íslendingar fastir erlendis ef stöðvunin ætti sér stað snemma morguns. Þá gæti tekið um tvo daga að koma erlendum ferðamönnum héðan, en allt að fimm til sex daga að fá þá Íslendinga sem væru fastir úti heim. Vilja umbreyta skuldum  Undirskriftasöfnun kröfuhafa og skuldabréfaeigenda sögð ganga vel  Verðbólga gæti farið yfir 6% hverfi WOW air af markaði  Um 1.500 farþegar gætu orðið strandaglópar hér á fyrsta degi stöðvunar MÓvissa um WOW air »2,6 og 16 Frönsku heimsmeistararnir léku íslenska karla- landsliðið í knattspyrnu grátt á Stade de France leikvanginum í útjaðri Parísar í gærkvöld og unnu sannfærandi sigur, 4:0. Þetta var annar leikur Íslands í undankeppni EM 2020 og liðið er með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Frakkar og Tyrkir eru á toppi riðilsins með sex stig hvor þjóð. Birkir Már Sævarsson lék sinn 90. landsleik og er orðinn næstleikjahæsti leik- maður landsliðsins frá upphafi en hér á hann í höggi við Blaise Matuidi í leiknum í gærkvöld. » Íþróttir AFP Leiknir grátt af heimsmeisturunum í París Neðri deild breska þingsins samþykkti um tíuleytið í gær- kvöldi að hún myndi efna til at- kvæðagreiðslu á miðvikudaginn til þess að ákveða næstu leiðir í Brexit-málinu. Greiddu 329 þingmenn atkvæði með ályktun þess efnis en 302 á móti. Ríkisstjórn The- resu May lagðist eindregið gegn ályktuninni, og sögðu þrír ráðherrar sig úr ríkisstjórninni svo þeir gætu stutt ályktunina. May hafði fyrr um daginn frestað þriðju atkvæðagreiðslunni um um- deilt samkomulag sitt við Evrópu- sambandið um útgöngu Breta, sem hefði annars farið fram á morgun, eftir að ljóst var að norðurírski DUP-flokkurinn myndi ekki styðja málið. Atkvæðagreiðslan á miðvikudag- inn mun ekki binda hendur ríkis- stjórnarinnar, en náist meirihluti í deildinni um framhaldið gæti hann reynt að binda þá leið í lög. Hefur þar jafnvel verið rætt um að efnt verði til annarrar þjóðaratkvæða- greiðslu um útgönguna. sgs@mbl.is Neðri deild- in tekur ráð- in af May Theresa May Arnar Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslenskra fjallaleið- sögumanna, segir menn hafa miklar áhyggjur af stöðu WOW air. „Yfirleitt hafa 50% viðskiptavina okkar í ævintýra- og fjallaferðum verið Bandaríkjamenn. Það er langstærsti viðskiptahópur okkar. WOW air hefur verið stórt í flugi til Bandaríkjanna. Menn hafa því miklar áhyggjur,“ segir Arnar um stöðuna. Hann segir aðspurður upplýsingagjöf næstu daga vera mjög mikilvæga. Hægt hafi á bókunum hjá fyrir- tækinu en hann hafi ekki skýringar á því. Sigurjón Þór Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Norrænu ferðaskrifstof- unnar, segir fyrirtækið meðvitað hafa sneitt hjá WOW air. »6 Leiðsögumenn eru uggandi MARGIR BANDARÍSKIR FERÐAMENN KOMA MEÐ WOW AIR Við Leifsstöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.