Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Styrmir Gunnarsson fjallar umvinnudeilur, sem beri engin merki þess að samkomulag sé í nánd, og fullveldis- mál á heimasíðu sinni og segir: „Það fer ekki fram hjá nokkrum manni, að það ríkir uppnám á vettvangi stjórn- málanna um þessar mundir. Það er ekki hægt að nota vinsæl orð eins og „festa“ og „stöðugleiki“ um það ástand.“    Styrmir heldur áfram: „Svo virð-ist sem stjórnarflokkarnir séu búnir að berja þingflokka sína saman um yfirborðskennda fyrir- vara vegna orkupakka 3 en það þýðir ekki að það sama eigi við um samfélagið allt.    Reyndar hefur tilhneiging for-ystusveita bæði Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks til þess að gefa eftir í fullveldis- málum á seinni árum valdið óróa í báðum flokkunum. Opinber stefna þeirra er sú að þeir eru andvígir aðild Íslands að ESB, en þegar þeir höfðu tækifæri til létu þeir duga að aðildarumsóknin yrði geymd í skúffu í Brussel en hún var ekki dregin til baka með form- legum hætti. Það auðveldar þeim leikinn síðar meir sem vilja inn- göngu í ESB.    Nú virðast forystusveitir flokk-anna með sama hætti vera tilbúnar til að opna ESB leið til yfirráða yfir einni af auðlindum okkar, orku fallvatnanna. Hvers vegna?    Allt mun þetta valda miklumumbrotum á sviði stjórnmál- anna“ næstu vikur og mánuði og ómögulegt að vita til hvers það kann að leiða. Styrmir Gunnarsson Hví að opna ESB leið til orkuyfirráða? STAKSTEINAR Pappírsnotkun Alþingis hefur minnkað jafnt og þétt á undan- förnum árum, samkvæmt skriflegu svari Steingríms J. Sigfússonar, for- seta Alþingis, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Segir í svarinu að til dæmis séu fundargögn á nefndafundum ekki lengur prentuð út heldur séu þau nú aðgengileg rafrænt. Þá segir að Al- þingi sé þátttakandi í Grænum skrefum og því sé leitast við að prenta ekki út efni að óþörfu. Þá hafi prenturum verið fækkað og not- endur hvattir til að prenta báðum megin á blöðin til að spara pappír. Í svarinu kemur jafnframt fram að Alþingi hafi eytt 955.558 krónum á síðasta ári í pappírskaup, og að fjöldi keyptra blaða hafi verið 539.500. Þá er pappírsnotkunin sundurliðuð eftir svæðum, og kemur þar meðal annars fram að á prentara sem staðsettur er hjá skrifstofum Pírata hafi verið prentuð út 3.070 blöð, en tveir prentarar á skrif- stofusvæðum Miðflokksins prentuðu út samtals 11.949 blöð á síðasta ári. sgs@mbl.is Morgunblaðið/Hari Alþingi Dregið hefur verið úr pappírsnotkun þingsins jafnt og þétt. Pappírsnotkun þingsins minnkað  Tæp milljón í pappírskaup árið 2018 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ 27,3% þeirra sem leituðu aðstoðar hjá embætti umboðsmanns skuldara í fyrra voru á aldrinum 18-29 ára, en árið 2012 var hlutfallið 5%. Þetta var á meðal þess sem kom fram í erindi Ástu Sigrúnar Helgadóttur, um- boðsmanns skuldara, á ráðstefnu um ungt fólk og lánamarkaðinn sem haldin var á Grand hótel í gær- morgun. Vakti Ásta Sigrún í erindi sínu sérstaka athygli á þætti svonefndra „smálána“, en hún sagðist frekar vilja kalla þau skyndilán. „Smálán er ekkert smá lán. Það er bara stórt lán,“ sagði Ásta meðal annars. Umsóknum fjölgar milli ára Í máli Ástu Sigrúnar kom fram að umsóknum til embættisins væri aft- ur tekið að fjölga eftir að þeim fækk- aði jafnt og þétt á árunum 2012-2015. Nú hafi umboðsmanni borist fleiri umsóknir í ár en á sama tíma í fyrra, og aukningin sé mest í yngsta aldurshópnum. Benti Ásta Sigrún á að árið 2012 hafi 6% þeirra sem leituðu til um- boðsmanns skuldara verið með skyndilán, en að árið 2018 hafi hlut- fallið verið komið upp í 57%. „Það eru viðvörunarljós farin að blikka og við erum kannski bara að sjá toppinn á ísjakanum,“ sagði Ásta, en hún benti jafnframt á að tölur embættis- ins næðu eingöngu yfir þá sem leit- uðu þangað. „Við heyrum hins vegar líka af foreldrum sem eru að borga lán barna sinna, en þeir koma ekki endilega til okkar.“ Ásta sagði nauðsynlegt að bregð- ast við þessum vanda, og þörf væri á miðlægum skuldagrunni til að hafa yfirsýn yfir umfang skyndilánastarf- semi hér á landi og hlutfall vanskila. Hins vegar þyrfti að breyta lögum til þess að draga úr líkunum á að farið væri út í óábyrgar lánveitingar. Smálánin eru ekki svo smá lán  Nokkur fjölgun umsókna til umboðsmanns skuldara  57% eru með „smálán“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.