Morgunblaðið - 26.03.2019, Side 6

Morgunblaðið - 26.03.2019, Side 6
„Að því gefnu að landið verði áfram vinsælt hjá ferðamönnum finnur sú eftirspurn sér farveg í auknu framboði annarra flugfélaga. Samband gengis og ferðaþjónust- unnar er virkara en hjá öðrum út- flutningsgreinum,“ segir Jón Bjarki. Áður hafi heimsmarkaðsverð af- urða í sjávarútvegi og síðar stóriðju haft áhrif á gengið. Þegar heims- markaðsverðið lækkaði hafi það þrýst á gengislækkun en innlendar aðstæður hins vegar ekki haft mikil áhrif á gjaldeyristekjurnar. Grunnstoðirnar að styrkjast „Skammtímaáhrifin af framboðs- skelli í fluginu gætu vissulega orðið nokkur en þetta breytir ekki þeim grunnstoðum sem hafa verið að styrkjast mikið undir gengi krón- unnar. Þ.e.a.s. bætta eignastöðu gagnvart útlöndum, minni skuld- setningu í hagkerfinu, stórauknum gjaldeyrisforða og svo framvegis,“ segir Jón Bjarki sem bendir að- spurður á að gengisveiking geti haft þau áhrif að hækka hlutfall tengi- farþega sem kjósa að koma inn í landið. „Það gæti fljótlega skilað sér í töluverðri fjölgun ferðamanna. Af því að það er af stóru mengi að taka.“ Fyrirtækið Reykjavík Economics vann að beiðni WOW air álitsgerð um efnahagsleg áhrif félagsins á ís- lenskan þjóðarbúskap. Fram kemur í skýrslunni að rekstur WOW air hafi stutt við gengi krónunnar og við viðskiptajöfnuð. „Ef til brottfalls WOW air kæmi eru allar líkur á að krónan myndi veikjast. Slík veik- ing kæmi fram í hækkun innflutningsverðs og aukinni verðbólgu með tilheyrandi áhrifum á verðtryggð lán heimila og fyrir- tækja,“ segir þar m.a. Bent er á að gjaldeyristekjur af ferðamönnum hafi numið 501,5 milljörðum í fyrra og þar af hafi WOW air skapað um 119 milljarða. Gjaldeyristekjur af neyslu ferðamanna innanlands eru áætlaðar 397 milljarða kr. á árinu 2018 en hlut- ur WOW er áætlaður 92 ma. kr. Til samanburðar er áætlað að gjaldeyris- tekjurnar verði 467,6 milljarðar í ár og að hlutur WOW air í þeim tekjum verið um 78,5 milljarðar króna. Gæti veikst um 5-10% Magnús Árni Skúlason, fram- kvæmdastjóri Reykjavík Econo- mics, var annar skýrsluhöfunda. Hann segir aðspurður ekki ólík- legt að gengi krónu muni veikjast um 5-10% með brotthvarfi WOW air. Verðbólguáhrifin séu þriðjungur af gengisfalli sem þýðir að slík veiking skilar 1,7%-3,3% verðbólgu. Með því myndi verðbólga, sem nú mælist um 3%, að öðru óbreyttu fara í 5-6%. „Þetta ræðst líka af því hvernig kjarasamningar fara. Ef laun hækka langt umfram innstæðu og hagnaður fyrirtækja dregst saman gætum við séð víxlverkun launa og verðlags, líkt og á 9. áratugnum,“ sagði Magnús Árni, sem telur að Seðlabankinn muni verja gengi krónunnar meðan á kjaraviðræðunum stendur. Gengi evru gagnvart krónu s.l. 3 ár 145 140 135 130 125 120 115 110 105 1.7. 2016 1.1.2017 1.7.2017 1.1.2018 1.7.2018 1.1.2019 Heimild: mbl.is Gengi evru gæti farið í 150 krónur á næstunni  Sérfræðingar meta áhrif af mögulegu brotthvarfi WOW air Jón Bjarki Bentsson Gústaf Steingrímsson Magnús Árni Skúlason BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sérfræðingar á fjármálamarkaði telja að gengi krónu muni gefa eftir ef WOW air fer í gjaldþrot. Koma þurfi til nýtt jafnvægi við gengis- skráningu krónunnar. Krónan gaf eftir í gær og fór mið- gengi evru í 136,5 krónur. Það var til samanburðar 134,9 krónur á föstu- daginn var. Gengið hefur sveiflast síðustu misseri og evran minnst kostað 110 krónur í júnímánuði 2017. Gústaf Steingrímsson, hagfræð- ingur á hagfræðideild Landsbank- ans, segir að gjaldþrot WOW air hefði það mikil áhrif á útflutnings- tekjur þjóðarbúsins að krónan muni án efa gefa töluvert eftir. „Til að koma á nýju jafnvægi í utanríkisviðskiptum þyrfti krónan að gefa töluvert eftir. Hversu mikið verður að koma í ljós. Þar sem veik- ing krónunnar mun endurspegla að- lögun að nýju jafnvægi í utanríkis- viðskiptum mun Seðlabankinn ekki koma í veg fyrir veikingu hennar. Hann gæti samt sem áður reynt að draga úr því hversu skarpt veikingin kemur fram. Væntanlega munum við sjá verulega veikingu en þó ekki veikingu að því marki sem varð í hruninu,“ segir Gústaf, sem telur ekki ólíklegt að gengi krónunnar fari upp í a.m.k. 150 kr. fyrir hverja evru en gengið er nú um 136-137 kr. Spáir ekki mikilli veikingu Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Greiningar Íslandsbanka, telur aðspurður ekki horfur á mikilli gengisveikingu vegna mögulegs samdráttar á flugi til Íslands. „Auðvitað eru nokkrar líkur á slík- um áhrifum en undanfarið höfum við séð aðra krafta leika um markaðinn sem hafa vegið töluvert þungt. Það er að segja fjárfestingarflæðið til og frá landinu. Ég tala nú ekki um ef krónan veikist að ráði á næstu vik- um, þá dregur það bæði tímabundið úr vilja innlendra aðila til að fjár- festa út úr landinu og eykur áhuga erlendra aðila sem vilja fjárfesta hérlendis. Það getur vel deyft þessi áhrif og gengið í kjölfarið fundið sér jafnvægi sem er kannski ekki langt frá núverandi gengi, þótt auðvitað séu áhrifin frekar til lækkunar en hitt,“ segir Jón Bjarki. Greining Íslandsbanka hafi verið þeirrar skoðunar að flugmarkaður- inn verði tiltölulega fljótur að bregð- ast við með auknu framboði ef WOW air hættir starfsemi. 6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN FJARLÆGIR MENGUN ÁHRIF AUKA SKILVIRKNI HEMLUNAR KREFST EKKI AÐ TAKA Í SUNDUR BREMSU HREINSIEFNI FYRIR BÍLA Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stjórnendur Íslenskra fjallaleið- sögumanna unnu í gær að viðbragðs- áætlun vegna mögulegs brotthvarfs WOW air af markaði. Arnar Bjarnason, framkvæmda- stjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna, segir ljóst að brotthvarf WOW air muni hafa töluverð áhrif á félagið. Meðal annars hafi langflestir bandarískir viðskiptavinir Íslenskra fjallaleiðsögumanna komið með ís- lensku flugfélögunum. Viðbrögð annarra flugfélaga geti mildað áhrifin af brotthvarfinu. Það sé ekki sjálfgefið að orðið sé of seint að bjarga ferðasumrinu. „Yfirleitt hafa 50% viðskiptavina okkar í ævintýra- og fjallaferðum verið Bandaríkjamenn. Það er lang- stærsti viðskiptahópur okkar. WOW air hefur verið stórt í flugi til Banda- ríkjanna. Menn hafa því miklar áhyggjur,“ segir Arnar. Finna fyrir samdrætti Hann segir fyrirtækið lengi hafa undirbúið aðlögun. Samruni við Arcanum ferðaþjónustu hafi verið hluti af því hagræðingarferli. „Við höfum verið að aðlaga okkur að breyttu rekstrarumhverfi en það getur reynst erfitt að bregðast hratt við þar sem vörur eru seldar langt fram í tímann. Launakostnaður er orðinn alltof hár en verð hafa ekkert hækkað síðustu árin. Framlegðin hefur minnkað stöðugt síðustu ár. Þegar kjarasamningar bætast við óvissuna kallar það á að menn þurfa að sameinast mjög hratt. Við höfum fundið fyrir samdrætti frá Bandaríkununum og öðrum mörkuðum. Við höfum hins vegar náð okkar áætlunum hingað til. Við erum mjög sátt með það. Það er engu að síður gríðarleg óvissa og hún þýðir að menn þurfa að vera til- búnir að breyta mjög hratt, sem er oft á tíðum mjög erfitt,“ sagði Arnar. Hann segir fyrirtækið hafa fengið fáar afbókanir. „Það hefur þó hægt á bókunum sem við höfum ekki alveg skýringar á. Við eigum eftir að sjá hvað gerist. Við erum að mæla púls- inn og reyna að átta okkur á stöð- unni,“ segir Arnar. Hann segir að- spurður að upplýsingamiðlun næstu daga skipti mjög miklu máli. Sneiddu hjá WOW air Sigurjón Þór Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Norrænu ferðaskrif- stofunnar, segir félagið ekki verða fyrir miklu höggi ef WOW air hættir starfsemi. Ferðaskrifstofan hafi enda meðvitað bókað ferðir með öðrum flugfélögum eftir að óvissan um WOW air komst í hámæli. Hins vegar muni ferðaskrifstofan verða fyrir höggi eins og allir aðrir í íslenskri ferðaþjónustu ef flug- félagið fer í gjaldþrot. „Það fá allir skell. Mismunandi stóran. WOW air hefur átt stóran þátt í vexti ferðaþjónustunnar síð- ustu árin. Þetta er ekki gott mál,“ segir Sigurjón Þór, sem telur að fall WOW air muni þó ekki hafa neikvæð áhrif á ímynd og traust Íslands sem ferðamannastaðar. „Verkföllin eru mikla verra mál fyrir ímynd Ís- lands,“ segir Sigurjón Þór. Morgunblaðið/Heiddi Á fjöllum Leiðsögumönnum hefur fjölgað á þessum áratug. Fall WOW air yrði mikið högg  Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru með marga bandaríska viðskiptavini Sigurjón Þór Hafsteinsson Arnar Bjarnason Fari flugfélag í gjaldþrot geta kaup- endur farmiða snúið sér til greiðslu- kortafyrirtækisins sem tók við greiðslunni og óskað endurgreiðslu. Gangi sú leið ekki mun farmiðinn mynda kröfu í þrotabú félagsins. Þetta segir Þórhildur Elínar- dóttir, upplýsingafulltrúi Sam- göngustofu. Endurgreiðsluréttur flugfarþega sé tíundaður í reglugerð sem Samgöngustofa, líkt og önnur flugmálayfirvöld í Evrópu, vinnur eftir. Tilefnið er mikil óvissa um afdrif WOW air. Þórhildur bendir á að ef keypt hefur verið alferð með ferðaskrif- stofu beri skrifstofunni að útvega farþegum nýtt flug. Alferð er sam- ansett af a.m.k. tveimur eftirfarandi atriðum: flutningi, gistingu og ann- arri þjónustu við ferðamenn sem tekur til verulegs hluta ferðarinnar. Þórhildur segir aðspurð að ís- lenska ríkið ábyrgist ekki að koma flugfarþegum heim til Íslands ef flugfélag fer í þrot. Það þurfi að koma til sérstök ákvörðun stjórn- valda til að slíkt flug sé tryggt. Geri skriflega athugasemd Handhafar Visa- og MasterCard greiðslukorta sem keypt hafa flug- miða hjá gjaldþrota flugfélagi geta átt endurkröfurétt. Korthafar þurfa að gera skriflega athugasemd við færslu á vefsíðu útgáfubanka kortsins, eða á vefsíðu Valitor. Þetta kom fram í tilkynningu frá Valitor vegna umfjöllunar á mbl.is um réttindi flugfarþega. Fulltrúi Valitors kom því á fram- færi að tímafrestur til að gera endurkröfu væri 120 dagar frá því þjónusta átti að vera afhent. „Meginreglan er að handhafar Visa- og MasterCard-greiðslukorta, bæði debet- og kreditkorta, eiga endurkröfurétt þegar fyrirfram- greidd þjónusta hefur ekki verið eða verður ekki innt af hendi,“ sagði fulltrúinn um þennan rétt. Fram kemur á vef Samgöngustofu að flugrekendur ábyrgist ekki að farþegar sem staddir eru erlendis komist heim sér að kostnaðarlausu, eða endurgreiði þeim sem greitt hafa farmiða að fullu, eða að hluta, sé ferð ófarin. Nánar er fjallað um þessi mál á mbl.is. baldura@mbl.is Geta átt endurkröfurétt  Farþegar geta mögulega fengið flugmiða endurgreidda Óvissa um framtíð WOW air

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.