Morgunblaðið - 26.03.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.03.2019, Blaðsíða 27
Að námi loknu starfaði Jóhann við rannsóknir í Bandaríkjunum og eftir að fjölskyldan kom heim starfaði hann sem ráðgjafi á sviði lýðheilsu og vinnuverndar. Jóhann var síðan ráðinn sem sérfræðingur til Vinnu- eftirlitsins þar sem hann starfar nú. Jóhann bauð sig fram til Alþingis fyrir Framsóknarflokkinn 2017 og er varaþingmaður í Suðurkjördæmi. Í sveitarstjórnarkosningunum 2018 var Jóhann oddviti flokksins í Reykjanesbæ og hlaut flokkurinn góða kosningu og myndar nú meiri- hluta en Jóhann gegnir embætti forseta bæjarstjórnar. Áhugamál Jóhanns eru lýðheilsu- mál, íþróttir og hönnun auk þess sem hann er liðtækur trommu- leikari. Sem fyrr segir hefur Jóhann ætíð látið sig samfélagsmál varða og bent á mikilvægi forvarna bæði í skólum, bæjarfélögum og ekki síst vinnustöðum. Jóhann á sæti í skóla- nefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur lagt áherslu á mikilvægi menntamála svo sem starfsumhverfi kennara og mikilvægi þess að íbúar geti sótt nám í heimabyggð. Fjölskylda Eiginkona Jóhanns er Erla Haf- steinsdóttir, f. 16.mars 1975, tal- meinafræðingur. Foreldrar hennar eru hjónin Hafsteinn Eide Ingólfs- son, f. 3. ágúst 1949, skipstjóri og Al- dís Jónsdóttir, f. 22. júlí 1952, skrif- stofukona. Þau eru búsett í Keflavík. Fyrri maki Jóhanns er Halla Björg Evans, f. 20. júní 1980, lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Börn: 1) Guðrún Elfa Jóhanns- dóttir, f. 29. ágúst 2001, nemi, móðir: Halla Björg Evans; 2) Hafsteinn Orri Jóhannsson, f. 3. maí 2012; 3) Matthildur Hanna Jóhannsdóttir, f. 10.7. 2013. Systkini Jóhanns eru Guðrún S. Friðriksdóttir, f. 17. febrúar 1964, snyrtifræðingur, búsett í Reykja- nesbæ; Georg E. Friðriksson, f. 21. nóvember 1965, deildarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, búsettur í Keflavík, og Júlíus G. Þ. Friðriks- son, f. 21. febrúar 1969, prófessor í Bandaríkjunum. Foreldrar Jóhanns eru hjónin Friðrik Georgsson, f. 17. júlí 1944, fyrrverandi deildarstjóri hjá toll- gæslunni, og Anna Jónsdóttir, f. 13. febrúar 1948, fyrrverandi skrifstofu- kona hjá Hitaveitu Suðurnesja. Þau eru búsett í Keflavík. Jóhann Friðrik Friðriksson Anna Jónsdóttir fv. skrifstofukona hjá Hitaveitu Suðurnesja Lovísa Georgsdóttir krifstofum. í Keflavíks Georg Brynjarsson hagfræðingur BHM Guðrún Bjarndís Þorvaldsdóttir húsfreyja í Höfða Þórarinn Einarsson bóndi og sjómaður í Höfða á Vatnsleysuströnd Ásta Gunnþórunn Þórarinsdóttir verkakona í Bergskoti Þorvaldur Þórarinsson hæstaréttarlögmaður í Reykjavík Margrét Þórarinsdóttir húsfreyja í Minna- Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður Brynjólfur Hólm Ásþórsson smiður í Reykholti, Biskupstungum Ólafía Sigríður Brynjólfsdóttir húsfreyja í Rvík Þórarinn Brynjólfsson bifreiðastjóri í Keflavík Birgir Þórarinsson alþingismaður Jón Guðbrandsson bílstjóri í Bergskoti á Vatnsleysuströnd Guðrún Helga Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðbrandur Jónasson verkamaður í Reykjavík Eyjólfur Jónasson bóndi í Sólheimum í Laxárdal, Dal. Sigtryggur Jónsson sýsluskrifari Úr frændgarði Jóhanns Friðriks Friðrikssonar Lovísa Jóhannsdóttir húsfreyja á Borgum Friðrik Eyjólfsson bóndi á Borgum í Reyðarfirði Jóhanna Friðriksdóttir verkakona í Keflavík Árni Helgason símstöðvarstjóri í StykkishólmiHelgi Árnason skólastjóri Rimaskóla Georg Helgason verkstjóri í Keflavík Vilborg Árnadóttir húsfreyja á Eskifirði Helgi Þorláksson kaupmaður á Eskifirði Friðrik Georgsson fv. deildarstjóri hjá tollgæslunni JónArnór Stefánsson körfuknattleiksmaður Ingigerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri í Rvík Öll börnin Jóhann, Hafsteinn, Guðrún Elfa og Matthildur. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Eirvík flytur heimilistæki inn eftir þínum séróskum Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is 90 ára Áslaug Andrésdóttir Ragnheiður Tryggvadóttir 85 ára Svana Svanþórsdóttir 80 ára Aðalbjörg Jóna Sigfúsdóttir Sólveig Guðmundsdóttir 75 ára Friðgeir K. Karlsson Guðbjartur Vilhelmsson Jóna Einarsdóttir Sólveig Haraldsdóttir Stefán Jóhann Óskarsson 70 ára Alma Vestmann Anton Antonsson Guðrún Júlíusdóttir Gylfi Pálsson Höskuldur H. Dungal Kolbrún Sigríður Hilmarsdóttir Ragnheiður Brynjólfsdóttir Smári Kristjánsson Sólveig Pálsdóttir 60 ára Anna Heiða Reynisdóttir Elísa Guðrún Ragnarsdóttir Hallgrímur Stefánsson Hrafnhildur Sigurbergsdóttir Jónas Pétur Bjarnason Óskar Knudsen Rúnar Már Sverrisson Sigurgeir Þór Bjarnason Unnur Heba Steingrímsdóttir Þorfinnur Þ. Guðbjartsson 50 ára Aðalheiður Sigtryggsdóttir Anna Sigríður Brynjarsdóttir Elín Davíðsdóttir Gréta Björk Eyþórsdóttir Guðbjörg Halldórsdóttir Helga Steinunn Torfadóttir Jaroslaw Slawomir Lenski Margrét J. Jóhannsdóttir María Guðmundsdóttir Rodrigo Vito Cruz Corcuera Sigríður Björg Haraldsd. Sigurður Gíslason Stella Björk Guðjónsdóttir Vita Makojeva Þorbjörg Bjarnadóttir Þuríður Unnarsdóttir 40 ára Anna Björk Þorvarðardóttir Ársæll Freyr Hjálmsson Ásbjörn Stefánsson Benedikt Hjalti Sveinsson Bjarki Þór Jónsson Dagný Huld Hinriksdóttir Guðmundur Birgir Kiernan Hinrik Ingi Guðbjargarson Jóhann Friðrik Friðriksson Kjartan Ari Jónsson Pálmi Sigurðsson Sanna H. Elísabetardóttir Sigurlaug Rósa Guðjónsd. Stefanía Sigfúsdóttir Thelma Ólafsdóttir 30 ára Aleksandra Strelnika Artur Henryk Nigot David S. Pascal Gurdjian Emanuela Maria Reder Guðjón Bjarki Ólafsson Hanna Björk Vigfúsdóttir Hlynur Vídó Ólafsson Jakub Vataha Kristín Inga Vigfúsdóttir Pálína Dagný Guðnadóttir Radoslaw Petryka Zydrunas Bandorius 40 ára Benedikt er Keflvík- ingur og vinnur í Dósaseli. Maki: Erna Kristín Brynj- arsdóttir, f. 1996, vinnur í Nettó. Börn: Sindri Páll, f. 2001, Birgir Sveinn, f. 2004, Tanja Sól, f. 2007, Hanna Guðný, f. 2009, og Margrét Ýr, f. 2011. Foreldrar: Sveinn Árna- son, f. 1955, bús. í Mos- fellsbæ, og Guðný Páls- dóttir, f. 1959, bús. í Keflavík. Benedikt Hjalti Sveinsson 40 ára Ársæll er Reykvík- ingur og er rafvirki og verkstjóri hjá Veitum. Maki: Ásta Dögg Sigurð- ardóttir, f. 1980, vinnur í mötuneyti Orkuveitunnar. Börn: Hreiðar Páll, f. 2001, og Björgvin Máni, f. 2005. Foreldrar: Páll Hjálmur Hilmarsson, f. 1958, kennari í Ölduselsskóla, og Þóra Ársælsdóttir, f. 1957, talmeinafræðingur í Melaskóla. Ársæll Freyr Hjálmsson 30 ára Hlynur er Vest- manneyingur og er bruggmeistari hjá The Brothers Brewery. Maki: Kristín Laufey Sæmundsdóttir, f. 1993, vinnur í afgreiðslu hjá Herjólfi. Börn: Hekla Rannveig, f. 2016, og Katla Laufey, f. 2018. Foreldrar: Ólafur Einar Lárusson, f. 1954, og Emma Hinrika Vídó Sigurgeirsdóttir, f. 1956. Hlynur Vídó Ólafsson Til hamingju með daginn  Jóhanna Margrét Grétarsdóttir hef- ur varið doktorsritgerð sína í efna- fræði við Háskóla Íslands. Heiti rit- gerðarinnar er Efnasmíðar nýrra mólybdenum-brennisteins komplexa: Hvötunarvirkni á umbreytingu sýaníðs í þíósýanat og in vitro líffræðilegar rannsóknir (e. Syntheses of new molybdenum-sulfur complexes: Catalytic transformation of cyanide to thiocyanate, and in vitro biological studies). Leiðbeinandi var dr. Sigríður G. Suman, prófessor við raunvísinda- deild HÍ. Blásýra er hraðvirkt og banvænt eit- ur sem hefur lengi verið þekkt. Tilvist blásýru í reykeitrunum hefur vakið at- hygli lækna og björgunarfólks nýverið, og afleiðingar eiturverkana hennar verið kannaðar. Nýir alfa-amínó mólybdenum-brennisteins komplexar voru smíðaðir sem möguleg efni til að þróa neyðarmeðferð gegn blásýrueitr- un. Komplexarnir voru greindir með segulómun, innrauðum titringsrófum og rafeindarófum, og mólmassi þeirra ákvarðaður með massarófum og frum- efnagreiningu. Hringstraumsspennurit voru skráð auk kristalbygginga tveggja efna. Kalíum sölt af þreonín, serín, meþíonín, og leusín voru ein- angruð í fyrsta skipti sem hvarf- efni fyrir efna- smíðar komplex- anna. Söltin voru greind með segul- ómun og frum- efnagreiningu. Flöskuháls í lyfjaþróun hvataðra lyfjameðferða með efnum byggðum á málmkomplexum felst oft í vatns- leysni og eiturverkunum auk annarra lífeðlisfræðilegra eiginleika. Komplex- arnir hvata hvarf blásýru og þíósúlfats til að mynda þíósýanat og súlfít in vitro. Hvötunin er hraðvirk og allt að 60% af blásýrunni er umbreytt á 20 mínútum. Komplexarnir sýna jafn- framt háa vatnsleysni og litlar eitur- verkanir samanborið við þekkt lyf. Frumutilraunir á hegðun komplexanna in vitro sýna að komplexarnir fara inn í frumur og þaðan inn í frumuhluta eins og kjarna og hvatbera. Niðurstöður lofa góðu og sýna að komplexarnir eru góðir kandídatar fyrir frekari þróun á neyðarmeðferð gegn blásýrueitrun. Jóhanna Margrét Grétarsdóttir Jóhanna Margrét Grétarsdóttir lauk BS-gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Sama ár hóf hún framhaldsnám í efnafræði við Háskóla Íslands. Jó- hanna er núna nýdoktor við Háskóla Íslands. Foreldrar hennar eru Grétar Skúla- son og Ásta Júlía Arnardóttir. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.