Morgunblaðið - 26.03.2019, Page 19

Morgunblaðið - 26.03.2019, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Innlifun Að fylgjast með handboltaleik er góð skemmtun. Það upplifðu þessi kátu börn sem horfðu á leik Vals og Akureyrar og tjáðu tilfinningarnar sem leikurinn vakti hvert með sínum hætti. Eggert Loftslagsmálin eru stóra málið á okkar tímum. Áður en ég varð ráðherra hafði ég lengi kallað eftir því að íslensk stjórnvöld settu fram fjármagn- aða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Eitt af fyrstu verkefnum mín- um þegar ég kom í um- hverfis- og auðlinda- ráðuneytið var að láta vinna slíka áætlun. Hún var kynnt sameiginlega af sjö ráðherrum síð- astliðið haust. Fram komu fjölmarg- ar umsagnir um áætlunina með góð- um ábendingum sem nýtast vel við gerð annarrar útgáfu hennar sem gefin verður út síðar á árinu. Stjórnvöld vinna nú markvisst og ötullega að loftslagsmálum. Starfs- hópur skipaður fulltrúum fjögurra ráðuneyta, undir forystu Sigurðar Inga Friðleifssonar hjá Orkusetri, hefur unnið að útfærslu á öðrum meginþætti aðgerða- áætlunarinnar: Orku- skiptum í samgöngum. Hópurinn hefur unnið greiningu á stöðu inn- viða vegna orkuskipta og fyrstu verkefnin sem byggð eru á vinnu hans verða sett af stað nú á næstu vikum. Landgræðslunni og Skógræktinni var falið að útfæra í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðu- neytið hinn meginþátt áætlunar- innar, kolefnisbindingu, og nú í vor verður sú vinna einnig kynnt. Margar aðgerðir í vinnslu Almenningssamgöngur og breytt- ar ferðavenjur skipta miklu máli í loftslagsmálum. Í febrúar kynnti samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra grunn að fyrstu heildar- stefnu ríkisins um almennings- samgöngur fyrir allt landið og ríkið hefur samþykkt að veita 800 millj- ónir króna í undirbúning Borgar- línu. Hvað einstaka aðgerðir í áætl- uninni varðar á sér margvísleg vinna nú stað. Kolefnisgjald hefur sem dæmi verið hækkað í áföngum síðan ríkisstjórnin tók við, vinna er hafin við breytingar á landsskipulags- stefnu með áherslu á loftslagsmál í skipulagi og reglugerð hefur verið sett varðandi hleðslu rafbíla við ný- byggt atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Þar með höfum við tryggt að gert sé ráð fyrir hleðslu við allt nýbyggt húsnæði á landinu. Vinna stendur yfir vegna svartolíu og undirritaður hefur verið samningur um viðamikla umhverfisfræðslu í skólum með áherslu á loftslagsbreytingar. Vinna við stofnun Loftslagssjóðs er enn fremur í fullum gangi og samstarf hefur verið tekið upp við Rannís vegna hans. Eins og kveðið er á um í aðgerða- áætluninni skal Stjórnarráðið setja sér loftslagsstefnu og verið er að leggja lokahönd á gerð hennar. Gripið verður til margvíslegra að- gerða til að draga úr losun og starf- semi stjórnarráðsins kolefnisjöfnuð. Loftslagsmálin í öndvegi Fjölmörg önnur verkefni sem varða loftslagsmál eru auk þess í vinnslu án þess að vera undir hatti aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Starf Loftslagsráðs er komið á fullt og síðastliðinn föstudag kynnti ég í ríkisstjórn frumvarp um breytingar á loftslagslögum, þar sem m.a. er lagt til að skylda allar stofnanir ríkisins og fyrirtæki í meirihlutaeigu þess til að setja sér loftslagsstefnu og draga úr losun. Síðastliðna mánuði hefur enn fremur verið unnið að því að koma á fót Samstarfsvettvangi stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og gert er ráð fyrir formlegri stofnun hans innan skamms. Með núverandi ríkisstjórn hafa loftslagsmálin loks fengið þann sess sem þeir ber. Viðhorf til málaflokks- ins hafa auk þess breyst mikið á stuttum tíma, bæði hér á Íslandi og erlendis. Það er einstakt að verða vitni að þeirri fjöldahreyfingu sem farin er af stað og breiðist nú út um heimsbyggðina, þar sem ungt fólk krefst stóraukinna aðgerða í lofts- lagsmálum. Nýir tímar eru runnir upp. Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson »Með núverandi ríkis- stjórn hafa loftslags- málin loks fengið þann sess sem þeir ber. Við- horf til málaflokksins hafa auk þess breyst mikið á stuttum tíma. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Markvisst unnið að loftslagsmálum Á síðustu vikum höf- um við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins ferðast vítt og breitt um landið, haldið fundi og heimsótt fyrirtæki. Fundaherferðin fékk nafnið #áréttrileið. Við höfum verið að hitta fólk á heimavelli og ræða þau mál sem skipta fólkið mestu. Við erum langt kom- in í yfirferð okkar um landið og ferð- in hefur tekist einstaklega vel. Alls munum við heimsækja yfir 50 staði á landinu. Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur þingmenn til að eiga í beinum og milliliðalausum sam- skiptum við kjósendur og vonandi líka gott tækifæri fyrir kjósendur að koma sín- um hugðarefnum á framfæri við þingmenn og ráðherra. Hefð er fyrir því að þingmenn noti kjördæmaviku til að heimsækja fyrirtæki og halda fundi í sínu kjördæmi, en óþekkt er að þingflokkurinn allur fari saman í fundaferð eins og þessa. Opið spjall þar sem allir fá notið sín Á fundum okkar höfum við lagt áherslu á persónuleg samtöl þing- manna við fundargesti sem leiðir af sér fjölbreyttar og skemmtilegar umræður þar sem allir fá tækifæri til að koma sínum skoðunum, álitum og hugrenningum á framfæri. Í heild vil ég segja að fundargestir hafi ver- ið jákvæðir og finni vel fyrir því hversu vel hafi gengið hjá íslensku þjóðinni á síðustu misserum. Það virðist nefnilega stundum gleymast í dægurumræðunni hversu ótrúlega gott við Íslendingar höfum það. En auðvitað er af nægu að taka þegar umræðan snýr að því hvað er hægt að gera enn betur. Helstu málin – samgöngur alls staðar á dagskrá Samgöngumál eru alls staðar á landinu til umræðu, á höfuðborgar- svæðinu eru íbúar orðnir lang- þreyttir á umferðaröngþveiti, svif- ryksmengun og skorti á öflugri almenningssamgöngum. Á lands- byggðinni snúa samgöngumálin frekar að öryggi, fækkun einbreiðra brúa, jarðgöngum og malbikun vega. Atvinnumálin eru meira rædd á landsbyggðinni, sérstaklega þar sem atvinnulífið er tiltölulega fábrotið. Ferðaþjónustan hefur svo sann- arlega breytt miklu og alveg ljóst að herferðin Ísland allt árið hefur skil- að sínu. En kjaraviðræður og yfir- vofandi verkföll hræða alla og óhætt er að segja að hræðslan við afleið- ingar harðra kjaradeilna er mikil. Raforku- og fjarskiptamál eru risa byggðamál og hreint út sagt ótrú- legt að raforkuöryggi er ekki alltaf til staðar og skortur á raforku haml- ar atvinnuuppbyggingu. Heilbrigð- ismál brenna heldur meira á lands- byggðinni og þá snýr það helst að aðgengi sem oft á tíðum er erfitt. En umræðan hefur farið vítt og breitt og einnig mikill áhugi á að ræða al- þjóðamál, umhverfismál og efna- hagsmál í stórum dráttum. Það er allavega ljóst að við þing- menn höfum haft bæði gagn og gaman af þeim heimsóknum sem við höfum átt hingað til, enda hefur okkur alls staðar verið vel tekið. Takk fyrir okkur! Ég hlakka til að klára hringferðina en Vestfirðir og Vestmannaeyjar verða okkar síð- asta stopp. Eftir Bryndísi Haraldsdóttur » Við höfum haft bæði gagn og gaman af þeim heimsóknum sem við höfum átt hingað til, enda hefur okkur alls staðar verið vel tekið. Takk fyrir okkur! Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er þingmaður. bryndish@althingi.is Á réttri leið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.