Morgunblaðið - 27.03.2019, Side 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Hugmyndin er að kort-leggja hvaða sveppirvinna á hvaða mengun.Til eru rannsóknir úti í
heimi um það, en við þurfum að
heimfæra þær á íslenskar aðstæður,
finna íslenska sveppi sem geta brot-
ið niður þrávirk efni í íslenskri nátt-
úru. Til dæmis á gömlum ruslahaug-
um, þar sem eru rafhlöður, olíur,
málning og fleira sem inniheldur
þrávirk efni, en þau eru mjög lang-
an tíma að eyðast í náttúrunni. Ef
við plöntum réttum sveppum þar þá
munu þeir sjá um að eyða þessum
eiturefnum á frekar skömmum tíma,
á nokkrum árum í staðinn fyrir á
nokkrum öldum,“ segir Sigrún
Thorlacius, líffræðingur og vöru-
hönnuður, en hún ætlar í hádeginu í
dag á Náttúrufræðistofu Kópavogs
að fjalla um sveppi sem vopn gegn
mengun. Sigrún ætlar að segja frá
Heilun jarðar, en það var upphaf-
lega útskriftarverkefni hennar úr
Listaháskólanum, þaðan sem hún
útskrifaðist árið 2015 sem vöru-
hönnuður.
„Ég er líffræðingur en þegar ég
fór í nám í vöruhönnun þá blönd-
uðust þessar tvær greinar svo ágæt-
lega saman. Í hönnunarnáminu fékk
ég gríðarlegan áhuga á umhverfis-
málum,“ segir Sigrún og bætir við
að sveppir séu klárlega stórt og
mikið afl í baráttu okkar við
mengun.
„Því þeirra hlutverk í jarðveg-
inum er að brjóta niður lífrænar
sameindir, rotnandi dýra- og plöntu-
leifar og breyta í næringu fyrir aðr-
ar lífverur. Þeir gera það sama með
þrávirk eiturefni, sem eru stórar
sameindir sem brotna seint niður
því fáar lífverur vinna á þeim.
Sveppirnir búa yfir ensímum sem
geta brotið þessar sameindir niður í
minni einingar, og þá geta aðrar líf-
verur tekið við og nýtt sér efnin til
Sveppir að störfum Hér má sjá hvernig svepplíkaminn hefur að hluta þakið vélina sem Sigrún lét mygla fyrir lokaverkefni sitt í Listaháskólanum. Hún hefur myglað í fjögur ár og gerir áfram.
Sveppir eru vopn gegn mengun
„Ef við plöntum réttum
sveppum þar sem eru
eiturefni, þá munu þeir
sjá um að eyða þeim
efnum á frekar skömm-
um tíma, á nokkrum
árum í staðinn fyrir
á nokkrum öldum,“ segir
Sigrún Thorlacius.
Líffræðingur og vöruhönnuður Sigrún við bílvélina sem hún lét mygla og var hluti af lokaverkefni hennar.
Ljósmynd/Hans Gústafsson
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is
Náttúrufræðistofa Kópavogs og
Menningarhúsin í Kópavogi standa
fyrir viðburðinum, Sveppir sem eyða
mengun, í hádeginu í dag, miðviku-
dag klukkan 12.15 til 13. Viðburður-
inn verður í Náttúrufræðistofu Kópa-
vogs sem er til húsa í Hamraborg
6a. Þar mun Sigrún Thorlacius líf-
fræðingur og vöruhönnuður segja
frá sveppum og hvernig þeir eru
færir um að eyða mengun úr jarð-
vegi. Hún fer fyrir verkefninu Heilun
jarðar, en það snýst um að finna ís-
lenska sveppi sem virkja má til sam-
starfs við hreinsun á landi. Allir eru
velkomnir á viðburðinn og aðgangur
er ókeypis.
Viðburðurinn er liður í dagskránni
Menning á miðvikudögum sem er á
vegum Menningarhúsanna í Kópa-
vogi, en þau eru Bókasafn Kópavogs,
Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Hér-
aðsskjalasafn og Salurinn. Viðburðir
eru til skiptis í húsunum fimm.
Viðburður í hádeginu í dag í Náttúrufræðistofu Kópavogs
Menning á miðvikudögum:
Sveppir sem eyða mengun
Verk Bílvélin öll sem stendur til sýnis í anddyri Húsdýragarðsins.