Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin hefur lýst því yfir að sýkla- lyfjaónæmi sé ein mesta ógn við lýð- heilsu í heiminum. Sú ógn hefur aukist um allan heim á undan- förnum árum. Ísland hefur að mestu slopp- ið og líkja má nú landinu við vin í þess- ari eyðimörk. Fjöldi fólks metur það svo að verði nýtt frumvarp landbún- aðarráðherra um innflutning á hráu kjöti o.fl. að lögum, tapist þessi sérstaða landsins. Þetta frumvarp er m.a. viðbrögð við dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar um að ákvæði í EES- samningnum hafi verið brotið hér- lendis. Einn andstæðinga frum- varpsins; Guðni Ágústsson, vísar til þess, í góðri grein (Mbl. 26/2 sl.) að undanþáguákvæði sé að finna í þessum EES-samningi, til- greinir það og mögulegar notk- unarástæður þess. Eitt virðast deiluaðilar vera sammála um, en það er að varð- veita sérstöðu Íslands, með því að vinna að vernd þjóðar og búfjár fyrir þessum ofurbakteríum. Ágreiningur ríkir milli andstæð- inga og fylgismanna frumvarpsins, um hvernig sérstaða landsins verði sem best varðveitt. Hann kemur m.a. fram í ólíku mati á líklegustu sýkingarleið. Í ítarlegri grein sinni (Mbl. 28/2 sl.) fjallar Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnu- rekenda (FA) m.a. um þetta. Hann tilgreinir mat ýmissa sérfræðinga sem staðhæfa eitthvað í þá veru að slíkar bakteríur, sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum, eigi ekki að ber- ast í fólk með neyslu búfjárafurða. Í þessari grein er vitnað í skýrslu/ niðurstöður sérfræðinga, unnar fyrir FA. Þar kemur fram að ekki séu „haldbær rök fyrir því að inn- flutningur á ferskum búvörum hafi neikvæð áhrif á lýð- heilsu fólks og lýð- heilsu dýra.“ Nokkru neðar kemur fram í sömu skýrsluniður- stöðum „að aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá land- inu virðist líklegri til að hafa áhrif á út- breiðslu lyfjaþols en innflutningur á mat- vælum“. Rangt mat Sérstaða á Íslandi í þessum málum er sú sama nú og áður. Lýðheilsa fólks er yfirleitt laus við þessar ofurbakteríur og lyfjaþol gagnvart sýklalyfjum. Hér á undan er staðhæft að ferðalög fólks til og frá landinu séu líkleg- asta sýkingarhættan. Ljóst er að mörg undanfarin ár hefur mikill fjöldi fólks ferðast til og frá land- inu, bæði erlent og innlent. Það þýðir að ofangreint mat, sem nefnt er í grein Ólafs, er rangt. Helsta smitleiðin hlýtur að vera önnur og hingað til óþekkt hérlendis, nema íslenska þjóðin sé sú eina í heim- inum sem er ónæm fyrir þessum bakteríum. Það er mjög ólíklegt og sennilegt að sýkingarhættan felist í innflutningi búfjárafurða frá ESB-löndum. Fjallað er um það af sérfræðing- unum og prófessorunum Lance Price og Karli G. Kristinssyni í Bændablaðinu hinn 28/2 sl. Þar kemur m.a. fram að Lance hafi skoðað ferðir fólks sem mögulega smitleið en metið það svo að það ætti lítið við. Hann segir „afnám frystiskyldu á innfluttu kjöti er mikið áhyggjuefni“ og mikilvæg sérstaða Íslands glatist verði frystiskyldan afnumin. En hér er ekki bara um sjúkdómahættu fyrir fólk að ræða, heldur einnig mögu- lega búfjársjúkdóma. Ef sérstaða Íslands í þessum efnum glatast verður erfitt að endurheimta hana. Hjá Karli kemur fram að hér hafi bústofnar verið ræktaðir í ein- angrun í meira en þúsund ár og ís- lenskt búfé sé sérlega viðkvæmt ef hingað berist sjúkdómar frá út- löndum. Karl nefnir einnig þarna (bls. 28) „að lítil tíðni sjúkdóma í íslensku búfé skipti lýðheilsu Ís- lendinga líka miklu máli“. Ekki er að finna álíka verk- smiðjubú hérlendis og víða í Evr- ópu, sem þýða verri aðstæður í líf- inu fyrir dýr eins og sauðfé. Hér skiptir hver skepna meira máli og íslenskum bændum er yfirleitt um- hugað um velferð þeirra. Ég minn- ist leiðbeininga sem sem ég fékk við smalamennsku í æsku: „Allar kindurnar, lömbin líka, verða að skila sér niður fjallshlíðina og síð- an í réttirnar.“ Eru til nærtækar ritaðar leiðbeiningar um þetta? Í Biblíunni kemur fram að Jesús sagði eitt sinn „Hvað virðist yður? Ef einhver á hundrað sauði og einn þeirra villist frá, skilur hann þá ekki þá níutíu og níu eftir í fjallinu og fer að leita þess sem villtur er?“ (Matteus; 18:12) Ávinningur og áhætta Aftur að upplýsingaþræðinum í Bændablaðinu; Karl nefnir jafn- framt að aukin innflutningur sem hér til umræðu, gæti leitt til þess að nýir fjársjúkdómar berist til landsins. Nefna má í Þessu sam- bandi að í stjórnarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar er talað um að Ísland eigi að vera leiðandi í fram- leiðslu á heilnæmum landbúnaðar- afurðum. Margt fleira mætti nefna um þessi mál sem ekki er svigrúm fyrir hér, en samt hafa verið nefndir mikilvægir lykilþættir. Ef áðurnefnt frumvarp landbún- aðarráðherra verður að lögum fylgir því bæði ávinningur og áhætta. Ávinningurinn myndi væntanlega vera lægra vöruverð og einnig meira úrval matar af þessu tagi. Áhættan kæmi að öll- um líkindum fram í verri lýðheilsu landans og auknum heilbrigðis- kostnaði. Einnig gæti hún komið fram í nýjum búfjársjúkdómum og minni matvælahollustu. Mikil áhætta, minni ávinningur? Álita- mál í lýðræðisþjóðfélagi, því verð- mætamat fólks er mismunandi. Væri ekki besti leikur í stöðunni að leita annarra lausna við lag- færslu á EES-samningnum? Mikil áhætta – minni ávinningur Eftir Ævar Halldór Kolbeinsson Ævar Halldór Kolbeinsson »Deiluaðilar eru sam- mála um að varð- veita sérstöðu Íslands m.t.t. þessa sýkla- lyfjaónæmis. Höfundur er (h)eldri öryrki og áhuga- samur um íslenska velferð. Vantar þig pípara? FINNA.is Of fáir virðast vita, að það er koldíoxíð, ekki súrefni, sem er hin raunverulega undirstaða alls lífs á jörðinni. Þegar jörðin var ung, fyrir um fjórum milljörðum ára, áður en lífs varð vart, virð- ist það hafa verið yfir 20% gufuhvolfsins. Það hefur streymt úr iðrum jarðar æ síðan og ef lífsins nyti ekki við væri það nú örugglega meg- inuppistaða gufuhvolfsins eins og á systurplánetu jarðar, Venusi. En á Venusi er ekki fljótandi vatn, svo líf getur ekki þrifist. Hér hefur koldíoxíðið, ásamt vatni og með því að tengjast ýms- um frumefnum myndað þær gífur- lega flóknu keðjur kolvetnissam- banda sem eru lífið sjálft. Það er fráleitt og beinlínis fáránlegt að tala um þessa undirstöðulofttegund í gufuhvolfinu frá upphafi og bygg- ingarefni sjálfs lífsins sem „meng- un“, eins og gróðurhúsatrúarmenn gera í ofstæki sínu og fáfræði. Réttara væri að tala um óbundið súrefni og hið þrígilda afbrigði þess, ósón, sem „mengun“, því óbundið súrefni er ekki uppruna- legt í gufuhvolfinu og ekki nauð- synlegt lífi, heldur úrgangsefni frá jurtalífinu sem dýrin, sumar bakt- eríur, allir sveppir (og maðurinn) nýta sér. Þessi „saur jurtanna“, þ.e. hinn helmingur koldíoxíðsam- eindarinnar, myndar nú 20,9% gufuhvolfsins en koldíoxíðið, sjálf undirstaða lífsins, var komið nokk- urn veginn í jafnvægi, þ.e. niður undir ca eitt kíló í hverju tonni gufuhvolfsins á fyrstu ármillj- örðum lífsins, löngu fyrir daga risaeðlanna. Það er nú um 0.038% eða ca 400 grömm í tonni andrúms- lofts. Það er rúmlega fimmtíu sinnum meira af því í höfunum (sem eru basísk og geta því ekki orðið súr). Af þessum 400 grömmum í tonni andrúmslofts eru kannski 10 grömm manngerð, en vel hugsan- lega miklu minna. Raunar mælist koldíoxíð mjög mismikið eftir land- svæðum og árstíðum og tímum sólarhrings, eykst á nóttinni, minnkar á daginn. Koldíoxíð kemur að sjálfsögðu að hluta frá andardrætti manna, dýra, fugla, fiska, (neðansjávar) skor- dýra (gífurlegt magn, sem alltaf gleymist) og ekki síst kemur það frá sveppagróðri og aeróbískum (ildiskærum) bakt- eríum. Allt sem deyr ofan- sjávar og neðan breyt- ist að miklu leyti í kol- díoxíð fyrir tilverknað þessara örvera. Menn ættu að hafa í huga að örverur eru meira en helmingur lífmassa jarðar og þetta magn er gífurlegt (sbr. t.d. framræslu mýra). Þá er ótalið allt það sem hefur streymt frá því í árdaga af þessari ósýnilegu, lyktarlausu lofttegund upp úr jörðinni úr öllum lág- og háhitasvæðum jarðar ofan sjávar og neðan auk þess sem eld- fjöllin leggja öðru hvoru til. Jafnvel í ýmsum jarðfræðilega „köldum“ löndum eru víða ölkeldur og loftop, sem koldíoxíð streymir upp um all- an sólarhringinn, alla daga. Auk þess ná eldvirkir neðan- sjávarhryggir um 50 þús. kíló- metra í mörgum hlykkjum um- hverfis jörðina og á þeim eru hundruð þúsunda eða milljónir loft- ventla og eldgíga sem koldíoxíð streymir úr. Þetta er óskaplegt magn, sem nánast aldrei er talað um. Mætti halda að margir sem titla sig „vísindamenn“ viti ekki af þessu. Allar jurtir, ofansjávar og neðan eru að miklu leyti úr kolefni, oft 30-50% og bókstaflega allt þetta kolefni kemur úr koldíoxíði. Menn og dýr eru líka að miklu leyti úr kolefni, sem upphaflega hefur kom- ið úr koldíoxíði gufuhvolfsins gegn- um jurtalífið og fæðuna. Jurtirnar þurfa gífurlegt magn koldíoxíðs á hverjum degi til að vaxa og dafna, mynda nýjar frum- ur og vefi og nýtt súrefni. Þessi hringrás tekur aðeins fáein ár. Raunar byggir C 14 aldursgrein- ing fornleifafræðinga einmitt á þeirri staðreynd, að þetta er hring- rás sem sífellt endurnýjast, kol- díoxíð eyðist og nýtt tekur við á innan við tíu ára fresti. Þannig hef- ur þetta verið í milljarða ára, síðan jörðin var ung. Í samanburði við þessa risa- vöxnu hringrás sem nær til allra jurta og þörunga í öllum löndum og höfum verður brölt mannanna heldur lítilfjörlegt og beinlínis hjá- kátlegt. Þegar „umhverfisverndarsinn- inn“ hefur upp raust sína í heilagri vandlætingu og bölvar þessu voða- lega „mengunarefni“, veit hann örugglega ekki, að um 19% líkama hans er kolefni, sem allt er upp- runnið úr koldíoxíði (gegnum jurta- lífið og fæðuna): Þegar hann hróp- ar spýr hann reyndar sjálfur nýju koldíoxíði út í gufuhvolfið og þegar hann andar aftur að sér dregur hann súrefni ofan í lungun, en bók- staflega allt súrefnið er fyrrver- andi koldíoxíð. Hugsið um það! Hugleiðing um undirstöðu lífsins Eftir Vilhjálm Eyþórsson » Jurtirnar þurfa gífurlegt magn kol- díoxíðs á hverjum degi til að vaxa og dafna, mynda nýjar frumur og vefi og nýtt súrefni. Vilhjálmur Eyþórsson Höfundur stundar ritstörf. vey@talnet.is Matur SMARTLAND MÖRTUMARÍU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.