Morgunblaðið - 27.03.2019, Page 23

Morgunblaðið - 27.03.2019, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 ✝ Helga Ara-dóttir lyfja- fræðingur fæddist í Skagafirði 8. ágúst 1925. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 10. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Ari Ara- son, f. 18.3. 1892, d. 15.7. 1967, og Karitas Halldóra Jónsdóttir, f. 6.12. 1896, d. 28.4. 1966. Systir Helgu er Guðríður Katrín Arason, f. 12.12. 1926, og hálfsystir Helgu samfeðra var Guðrún Gunn- arsdóttir, f. 4.5. 1923, d. 25.5. 2010. Helga giftist 1. desember 1949 Eggerti Ó. Jó- hannssyni yfir- lækni, f. 15.1. 1925, d. 13.6. 1992. Börn þeirra eru Anna Vigdís Eggerts- dóttir, Sveinn Egg- ertsson og Ari Eggertsson. Barnabörnin eru 10 og langömmubörnin níu. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 27. mars 2019, klukkan 13. Ég minnist tengdamóður minn- ar með miklum hlýhug. Þegar ég kynntist henni var hún orðin 67 ára gömul, nýlega orðin ekkja og hætt að vinna sem lyfjafræðingur. Hún nýtti flestar stundir í fallega garðinum sínum í Dynskógum enda ástríðufullur garðyrkju- áhugamaður. Það var langlíkleg- ast að finna hana þar milli runna að reyta arfa þegar komið var í heimsókn og þótt sjónin dapraðist verulega næstu árin á eftir þá var eins og hún hefði sérstakan skynj- ara til þess að greina illgresi frá öðrum jurtum. Helga var kappsöm í flestu sem hún tók sér fyrir hendur og hafði metnað. Metnaðurinn náði líka yf- ir í spilamennsku og leiki þar sem hún dró ekki af sér og vakti það oft mikla kátínu hjá barnabörnunum, sérstaklega þegar hún svaraði spurningum fyrir „hitt liðið“ í spurningaspilum. Helga var duglega að ferðast meðan heilsan leyfði og tók virkan þátt í félagsstarfi blindrafélagsins. Eitt sinn fór hún með blindra- félaginu í minigolf og kom heim með verðlaunaskjal fyrir að hafa farið holu í höggi. Helga var vel lesin og fróð um ýmsa hluti og eftir að hún komst upp á lagið með að hlusta á hljóð- bækur og líkamleg heilsa var ekki eins góð veitti það henni mikla ánægju að geta hlustað á hljóð- bækur og var það óþrjótandi um- ræðuefni. Helga hafði gaman af því að segja sögur og þar bar hæst sögur frá því hún var í Danmörku og Sví- þjóð meðan Eggert var þar í sér- námi. Hún sagði það hafa verið hennar bestu ár. Einnig rifjaði hún stundum upp atvik frá Borg- arfirði eystra og Seyðisfirði þar sem Eggert vann á námsárunum. Skagafjörðurinn skipaði þó alltaf mjög stóran sess í hennar lífi og lifnaði yfir henni við að rifja upp gamlar minningar þaðan. Helga var fædd í Skagafirðin- um í apótekinu á Sauðárkróki þar sem fjölskyldan bjó á efri hæðinni. Hún sagði stundum að líklega hefði hún tengst apóteki og lyfjum strax þá en hún lærði síðar lyfja- fræði og vann í apóteki Austur- bæjar frá 1970 og fram til 1992. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur þegar Helga var þriggja ára. Helga gekk í MR og varð stúd- ent. Sumarið eftir stúdentsprófið fór Helga til Bolungarvíkur að hjálpa frændfólki sínu þar. Þang- að kom einnig ungur maður með stúdentshúfu til þess að mála skip. Þau hittust á balli stuttu síðar og var það upphafið að kynnum þeirra Eggerts. Um haustið hafði hann boðið henni í bíó og var það í fyrsta skipti sem Helga fór í níu bíó. Þetta var dýramynd og Helga sofnaði. Engu að síður leiddu þessi kynni til hjónabands 1949 sem varði þar til Eggert lést 1992. Helga á eftirlifandi systur, Guðríði Katrínu sem er ári yngri og hefur alla tíð verið mjög náið og gott samband þeirra á milli. Helga frétti að hún ætti hálfsystur, Guð- rúnu Gunnarsdóttur, þegar hún var á síðasta árinu í MR. Hún kynntist henni nokkru síðar og með þeim tókst góð vinátta. Guð- rún lést 2010. Heilsu Helgu fór hrakandi ásamt því að sjónin varð mjög döpur og síðustu fjögur árin dvaldi hún á Hrafnistu þar sem hún lést 10. mars. Ég þakka fyrir góð og gefandi kynni, minningarnar eiga eftir að hlýja um ókomna tíð. Guðrún Elínborg. Ég minnist ömmu minnar sem konunnar sem kenndi mér að bera virðingu fyrir handverki og textíl og þykja vænt um hluti sem eiga sér sögu. Hún kenndi mér sköpun á sinn hátt og var skapandi í leik með okkur krökkunum. Skuggamynd- ir á vegg, hálsmen úr tölum sem átti svo að taka í sundur svo hægt væri að búa til aðra útgáfu næst. Minn fyrsti krosssaumur. Að skoða með henni Hug og hönd og myndlistarbækur voru mér dýr- mætar stundir sem víkkuðu sjón- deildarhringinn, án þess að ég vissi af því þá. Hún kenndi mér að þekkja plöntur og reyta arfa. Apablóm og hádegisblóm voru mín uppáhalds. Í Dynskógunum fyrir 8 ára ald- ur fékk ég bitlausan hníf til að fjarlægja mosann sem myndaðist á milli hellusteinanna í garðinum, mér þótti það ágætt starf. Amma missti sjónina, fyrst hægt, svo hratt, en samt var eins og hún sæi alltaf eitthvað. Hún var virkur meðlimur í Blindrafélag- inu, fór hvergi til að dvelja yfir nótt án hljóðbókanna sinna og stækkunarglerið fylgdi henni hvert sem var. Það var alltaf not- að, þó að stundum hjálpaði það ekki mikið, en það sýndi vel að hún vildi gera sitt besta til að skilja og vita. Ég bjó í útlöndum seinustu sex ár ævi hennar en heimsótti hana alltaf þegar ég kom heim. Fyrir lokaverkefnið mitt í grunnnáminu fléttaði ég í verkefnið sögurnar hennar og textílinn sem aðrir höfðu búið til og hún safnað sam- an. Við áttum þá góðar stundir saman þar sem við fórum aftur í tímann og hún notaði þau skyn- færi sem hún hafði. Snertingin vakti minningar og sögur, persón- ur og slúður, sögur sem enduðu oft með, en þú segir þetta ekki nokkrum manni! Margar sagnanna hafði ég heyrt áður en það skipti engu máli, við áttum eitthvað sérstakt saman. Helga Aradóttir. Ég var svo heppin að hafa átt ömmu í öll þessi ár sem var alltaf tilbúin að taka á móti mér, hlusta, hlýja kaldar hendur, segja sögur, hafa áhyggjur af öllu og að sjálf- sögðu alltaf að gefa mér nammi. Fyrstu minningarnar mínar um hana eru úr Dynskógunum þar sem hún var yfirleitt með and- litið ofan í plöntunum, að kenna mér nöfnin á þeim og jafnvel handtökin í að reyta arfa. Einnig hvíta kisustyttan inni á baði sem ég hélt svo mikið upp á og hún gaf mér seinna í afmælisgjöf. Sjón- leysið fór að hrjá hana fljótt eftir að hún flutti í Árskógana en henni tókst að sjá ólíklegustu hluti sem maður reyndi að fela. Hún var dugleg við að fá okkur krakkana til að aðstoða sig og þá voru búðar- ferðirnar í Nettó oft mjög skraut- legar þar sem hún var vopnuð stækkunarglerinu til að skoða hálfa eða alla búðina. Verðlaunin fyrir þessar ferðir voru yfirleitt frosin pítsa í kvöldmatinn og ís- blóm í eftirmat. Hún æfði handbolta á yngri ár- um og talaði oft um glæstan íþróttaferilinn með KR og viður- nefnið sem hún fékk – þessi litla freka með flétturnar. Enda var hún alltaf með bein í nefinu og vildi meina að ég hefði erft frekj- una frá henni, þótt við sammælt- umst um að þetta kallaðist ákveðni. Hún hafði sérstakt lag á að rifja upp gamla tíma og segja sögur úr fortíðinni. Það var áberandi undir það síðasta þegar hún var sjálf farin í tímaflakk um víðan völl sem veitti henni mikla gleði þótt hún væri orðin heilsulaus. Eftir að ég flutti heim frá Sval- barða var ég mikið hjá henni og finnst dýrmætt að eiga þær minn- ingar. Yfirleitt enduðu heimsókn- irnar á því að hún sagði mér að halda áfram að vera dugleg og fara varlega. Ég minnist hennar með mikilli hlýju og minningin mun varðveit- ast í öllum sögunum sem hún sagði mér og í fallegu mununum sem henni sjálfri þótti svo vænt um. Nína Aradóttir. Amma passaði upp á mig þegar ég var lítill. Hún gaf mér kleinur og kókómjólk og spilaði við mig domino og löngu vitleysu. Hún var hugmyndarík í leik og sagði skemmtilegar sögur. Á seinni árum vorum við farin að passa upp á hvort annað. Ég heimsótti hana í Árskógum þar sem ég las fyrir hana upphátt úr skólabókum en þá var hún var orðin of sjóndöpur til að spila við mig domino. Ég minnist samver- unnar af miklum hlýhug því amma var bæði ráðagóð og sagði skemmtilegar sögur. Vináttan sem óx með okkur var falleg og sönn. Þegar hún var heilsulaus og úrill var henni tamt að segja að hún væri orðin óttalega vitlaus. Þannig myndi ég aldrei lýsa henni, enda var þetta hennar leið til að hafa húmor fyrir lífinu. Þrátt fyrir heilsuleysi síðustu árin er hún ein hraustasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Hún mætti lífinu af seiglu og af miklum húmor og það var alltaf stutt í hlátur. Hvort sem við hittumst í bjór og horfðum saman á Útsvar eða ég hringdi í hana frá Dan- mörku. Ég er leiður yfir því að fá aldrei að hlæja með ömmu framar en jafnframt glaður að hafa fengið að hlæja með henni síðustu 25 árin. Eggert Arason. Hún brosti blíðlega og tók alltaf vel á móti okkur með hlýjan faðm- inn. Helga móðursystir okkar sem við kölluðum ávallt Helgu mömmu var áhugasöm um líf okkar og til- veru. Hún stóð okkur nærri og fal- legt heimili hennar og Eggerts eiginmanns hennar, Edda pabba, var alltaf opið fyrir fyrirferðar- miklum skellibjöllum og systra- dætrum. Þau bæði voru stór hluti af lífi okkar. Þegar Helga er nú farin til síns heittelskaða Eggerts verða ákveð- in kaflaskil sem kalla fram þakk- læti yfir því að hafa átt gott sam- ferðafólk í gegnum tíðina. Minningar okkar með Helgu mömmu eru fjölbreyttar, allt frá ævintýraljóma fyrstu áranna okk- ar á Þurá í Ölfusi yfir í jóladags- boðin með hinni margrómuðu sænsku jólaskinku, fyrst í Karfa- vogi og síðan Dynskógum. Allt sem Helga mamma kom nærri var fallega hannað og skreytt. Hún kláraði stærðfræðideild MR árið 1945 og lagði síðar stund á lyfja- fræði í Háskóla Íslands. Vann lengi hjá Reykjavíkurapóteki, síð- ar Austurbæjarapóteki og kynnti okkur fyrir dásemdum apótekara- lakríss og saltpillna. Ekki hefði það þó komið okkur á óvart að leið hennar í dag hefði legið í gegnum arkitektúr eða aðrar þær greinar þar sem sköpunarkraftur hennar hefði notið sín enn betur. Hún var útsjónarsöm og mikill fagurkeri. Var einnig áhugamann- eskja um garðrækt eins og afi Ari enda garðar hennar og Edda pabba í gegnum tíðina fallegur vitnisburður þar um. Helga mamma var íþrótta- manneskja, spilaði handbolta og stakk alla af í spretthlaupum. Hún var í sveit nokkur sumur í Álfta- gerði og ljómaði öll þegar Skaga- fjörðinn ástsæla bar á góma eða Álftagerðisbræður hófu sína raust. Mest brosti hún og jafnvel roðnaði þegar Eddi pabbi var nærri. Eins og hún væri jafn skot- in í honum og á fyrsta degi. Þau kynntust á Flateyri árið sem þau urðu stúdentar og fluttu síðan til útlanda þegar Eddi pabbi hóf nám í læknisfræði. Bjuggu þau fyrst í Danmörku og síðar í Svíþjóð þeg- ar framhaldsnámið tók við. Helga naut þess að ferðast með Edda pabba og hafði gaman af því að segja okkur frá margs konar upplifun frá ferðalögum sínum. Þau eignuðust fimm börn en þrjú þeirra komust á legg, þau Anna Vigdís, Sveinn og Ari. Helga mamma var stolt af sínu fólki og fylgdist vel með því hvernig lífið færði hvert og eitt þeirra áfram. Mamma og Helga voru tvær al- systurnar og einungis ár á milli þeirra. Þær voru afar nánar alla tíð sem nú spannar hátt á tíunda tug ára. Vart leið sá dagur sem þær systur heyrðu ekki hvor í annarri. Það þurfti jú að fara yfir sviðið, ræða fjölskylduna, menn- inguna, pólitíkina, lífið og til- veruna. Það er einhvern veginn eins og orðið systrakærleikur hafi verið búið til um þær systur. Samband þeirra var inntak þess orðs og til eftirbreytni fyrir okkur öll. Við systur erum einnig minningunni ríkari um manneskju sem auðgaði líf okkar á svo margvíslegan hátt og gerði það skemmtilegra. Fyrir þessa gifturíku samfylgd viljum við þakka. Elsku Önnu, Svenna og Ara, ásamt öðrum afkomendum Helgu mömmu sendum við hlýjar sam- úðarkveðjur. Megi hið eilífa ljós lýsa Helgu Aradóttur. Karitas og Þorgerður. Helga Aradóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskulegur faðir okkar, BJARGMUNDUR EINARSSON, Efri-Ási, Hofsósi, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laugardaginn 9. mars. Jarðsungið verður frá Hofsóskirkju föstudaginn 29. mars klukkan 15. Erla H. Bjargmundsdóttir Gunnar Þór Björnsson Einar P. Bjargmundsson Guðrún Ingimarsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KAREN JÚLÍA MAGNÚSDÓTTIR, Didda, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold þriðjudaginn 19. mars. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 29. mars klukkan 15. Víðir Finnbogason Anna Jóna Víðisdóttir Stella K. Víðisdóttir Berglind Víðisdóttir Knútur Þórhallsson Harpa Víðisdóttir Oddur Ingason barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA KRISTINSDÓTTIR, áður til heimilis í Miðleiti 7, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 21. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. mars klukkan 15. Sigurður Sveinbjörnsson Dagný Jónasdóttir Árni Sveinbjörnsson Áslaug Sigurðardóttir Sveinbjörn Sveinbjörnsson Soffía Theodórsdóttir Anna María Sveinbjörnsd. Valgerður Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 29. mars klukkan 13. Þorgerður Jónsdóttir Steingrímur Þórðarson Viðar Hrafn Steingrímsson Lena Karen Sveinsdóttir Sigrún Steingrímsdóttir Nikulás Árni Sigfússon og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og sambýliskona, JÓHANNA BJARNADÓTTIR, áður Kleppsvegi 36, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, mánudaginn 11. mars. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 29. mars klukkan 13. María Olgeirsdóttir Hreiðar S. Albertsson Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir Sigurður Steindórsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍSLEIFUR GUÐMANNSSON bifvélavirki frá Jórvík í Álftaveri til heimilis í Víkurási 2, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 21. mars. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. mars klukkan 15. Trausti Ísleifsson Hafdís Rósa Jónasdóttir Guðmann Ísleifsson Benný Hulda Benediktsdóttir Ásgeir Logi Ísleifsson Helga Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.