Morgunblaðið - 27.03.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Slettu úr klaufunum þegar þú getur
því næstu mánuðir verða ansi annasamir.
Reyndu líka að leggja fyrir eins mikinn pen-
ing og þú getur, haustið ber með sér ný
ævintýri.
20. apríl - 20. maí
Naut Hlustaðu vandlega á þá sem leita til þín
með vandræði sín. Gefðu þér tíma til að finna
út hvað það er sem hrjáir makann líka.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Treystu á hæfni þína til að finna
leiðir til að auka tekjur þínar. Vertu einbeitt/
ur í öllu því sem þú tekur að þér. Hugmyndir
þínar varðandi heimilisstörf falla í grýttan
jarðveg.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Fólki fellur vel við þig og verk þín.
Samskipti innan fjölskyldunnar einkennast af
hlýju og léttleika. Það fjölgar í fjölskyldunni á
þessu ári.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur verið lúsiðin/n að undanförnu
svo nú er komið að því að þú njótir ávaxta
erfiðis þíns og lyftir þér aðeins upp. Farðu í
stutt frí ef þú getur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Láttu það vera að segja öðrum stöð-
ugt til syndanna. Sífellt tuð fælir aðra frá þér.
Afskiptasemi ættingja fer í þínar fínustu,
forðastu einfaldlega þann aðila.
23. sept. - 22. okt.
Vog Makar ykkar geta komið ykkur á óvart í
dag. Lukkan leikur við þig næstu vikur.
Reyndu að klippa á naflastrenginn milli þín
og annars aðila.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gáta sem þú hefur lengi velt fyr-
ir þér leysist og lausn hennar mun koma þér
verulega á óvart. Láttu ástvini þína vita
hversu mikils þú metur þá.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Deildu draumum þínum og fram-
tíðarvonum með vini þínum. Reyndu að finna
jafnvægi milli vinnu og einkalífs, vinnan tekur
of mikið af tíma þínum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þar sem enginn þekkir þarfir þínar
betur en þú, geturðu forðast mistök með því
að tala um hlutina. Forðastu að taka mikil-
vægar ákvarðanir í dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú lætur tilfinningarnar ráða í
samskiptum við aðra. Gleymdu því sem ætl-
ast er til af þér, og hlustaðu á röddina innra
með þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Líkami þinn sendir þér skilaboð.
Hlustaðu. Hlutirnir eru ekki annaðhvort bara
svartir eða hvítir. Þú hittir manneskju sem á
eftir að breyta lífi þínu.
Í neðri deildum körfuboltans kennirýmissa grasa og má þar finna lið
með torkennileg nöfn og ókunnug-
leg, jafnvel þeim, sem þokkalega
fylgjast með íþróttum. Eitt þeirra
nefnist Stálúlfur og leikur í annarri
deild karla í körfunni. Víkverji fylgd-
ist með viðureign Stálúlfs við Álfta-
nes um helgina og fékk staðfest að í
íslensku samfélagi eru margar
vistarverur. Hann hefur farið á
nokkra leiki í deildinni og yfirleitt
eru aðeins nokkrar hræður á bekkj-
unum og þær láta lítið fara fyrir sér,
en nú brá svo við að þarna voru
nokkrir tugir manna, sem óhikað létu
í sér heyra.
x x x
Leikmenn Stálúlfs eru frá Litháenog eru ansi sprækir. Þótt Stál-
úlfur lenti snemma undir og tapaði á
endanum stórt vakti barátta liðsins
aðdáun Víkverja. Ekki var hann síð-
ur hrifinn af stemningunni á pöll-
unum. Áhorfendur hvöttu sína menn
og púuðu lengi vel á andstæðingana í
hvert skipti, sem þeir skutu á körf-
una. Nokkuð var um hróp og köll og
einn áhorfandinn þrumaði nokkrum
sinnum athugasemdum inn á völlinn,
sem vöktu mikla kátínu viðstaddra.
Það er þeirra sem skildu litháísku.
x x x
Litháskir íþróttamenn stofnuðuStálúlf 2010. Í samtali við Kópa-
vogsblaðið segir þjálfari þess, Alg-
irdas Slapikas, að tilgangur félagsins
sé „meðal annars að búa til vettvang
fyrir íþróttaáhugamenn af erlendum
uppruna; hvetja til heilbrigðra lífs-
hátta, efla sjálfsmynd og aðstoða inn-
flytjendur að aðlagast íslensku sam-
félagi. Þetta gerum við með því að
stuðla að virkum og skemmtilegum
samskiptum milli Íslendinga og inn-
flytjenda í gegnum íþróttir.“ Í viðtal-
inu kemur fram að þeim hafi verið
meinað að kalla félagið Lituanica og
því valið Stálúlfur, sem væri vísun í
sögu Litháens og stofnun höfuð-
borgarinnar Vilníus. Erkihertogann
Gediminius dreymdi járnúlf á hæð á
veiðiför og var draumurinn túlkaður
þannig að þar skyldi rísa borg. Jár-
núlfurinn er nú tákn borgarinnar.
Stofnendur Stálúlfs ákváðu hins veg-
ar að velja sterkari málm en járn.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Sá fer leið lífsins sem hlítir leiðsögn en
sá villist af leið sem hafnar um-
vöndun.
(Orðskviðirnir 10.17)
Helgi Zimsen skrifaði á Leir álaugardag: „Oddhendur,
hringhendur og þess háttar kitla
ævinlega eitthvað í brageyranu.
Það er best að leira með þótt helst
til fávirkur hafi ég verið í seinni tíð
hér á Leir. Vonandi horfir þó slík
ósvinna til betri hátta.
Sónarflæði saman bræði
seint það æði væði í næði.
Tóni í læði, lamdi í kvæði
leynt þó ræði fræða gæði.
En svo ég gjörist ögn óháttvísari,
þá varð samstarfskona Linda mín
fertug í dag. Ég hef iðkað sjálfum
mér það til gamans og henni að vísu
líka að yrkja afmælisvísur með
mátulegum hrellingum í nokkur ár
á slíkum tímamótum. Þótti mér við
hæfi að hafa þær fjórar í dag, eina
fyrir hvern áratug. Svona voru
þær.
Hálfnuð leið í áttrætt er,
ekki skalt þó sýta.
Framtíð býr í heimi hér,
hitt er bara mýta.
Þótt með árum eldist þú
ögn og bráðum gránir.
Á því hef ég alla trú
að þú lengi skánir.
Þolgóð rétta þrammar átt
– það er betra en ekki.
Langa braut þú labba mátt
lífs við gleði og hrekki.
Fertugri nú fagna þér
– fráleitt elli lasta.
Gleðstu þar til gaman fer
gamla – punktur basta!“
Ólafur Stefánsson veit hvað er
„fyrirhyggja“:
Af gömlum dæmum má dusta rykið,
slíkt dæmist ei marklaust hjal:
ef skuldarðu nógu skratti mikið
er skuldin þitt kapítal.
Pétur Stefánsson fór á bæjarrölt:
Oft um bæinn arka ég,
(ekkert vill mig þvinga)
labba gjarnan Laugaveg
að líta á útlendinga.
Á laugardag orti Pétur um
veðrið:
Virðist hvergi vera að sjá
vorið fagurbúna.
Vond er dagsins veðurspá
víða um landið núna.
Ingólfur Ómar bætti við:
Æða kaldar hryðjur hér
himintjaldið gránar.
Brotnar aldan upp við sker
ýfist faldur ránar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Enn oddhent og bæjarrölt
„HVER ÚTBORGUNARDAGUR ER MARTRÖÐ.
ÉG ER FARINN AÐ SJÁ EFTIR AÐ HAFA
STOFNAÐ REIKNING Á TORTÓLA.”
„PASSAÐU ÞIG! EIN BAUNIN HREYFIST.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... umsemjanleg.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
OG NÆST Á DAGSKRÁ HJÁ
SPENNULEIKHÚSINU ER …
HRÓLFUR, Í DAG
BAKAÐI ÉG BESTU
SÚKKULAÐIKÖKU SEM
ÉG HEF GERT!
ÞVÍ MIÐUR SMAKKAÐI
ÉG HANA ALLA!