Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 36
Þættir úr Messíasi eftir Händel verða fluttir á tvennum tónleikum í kirkjum Rangárþinga á föstunni, í Þykkvabæjarkirkju í kvöld kl. 20 og í Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð 3. apríl kl. 20. Flytjendur eru Þór- unn Elfa Stefánsdóttir sópran, Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir messósópran, Sigríður Aðalsteins- dóttir alt, Bjarni Guðmundsson ten- ór, Kammerkór Rangæinga, Rut Ing- ólfsdóttir fiðluleikari og Guðjón Halldór Óskarsson, orgelleikari og kórstjóri. Messías í Rangárþingi MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 86. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Kvennalið Vals í körfuknattleik hef- ur verið algjörlega óstöðvandi síð- an í janúar og það tók í gærkvöld við bikarnum fyrir sigur í Dominos- deild kvenna. Valur varð bikar- meistari á dögunum, hefur unnið 21 leik í röð í deild og bikar og er sig- urstranglegasta liðið fyrir úr- slitakeppnina um Íslandsmeist- aratitilinn. »3 Óstöðvandi Vals- konur fengu bikar ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Markvörður handknattleiksliðs ÍBV og íslenska landsliðsins, Guðný Jenny Ásmundsdóttir, er með slitið krossband í hné og leikur ekki meira á þessu ári. Þar með er ljóst að ÍBV-liðið verður án hennar á lokaspretti deildarkeppn- innar og í úrslitakeppn- inni um Íslandsmeist- aratitilinn, en flest bendir til að ÍBV mæti Val í undan- úrslitum. Einnig verður landsliðið án Jennyjar í vor þegar það mætir spænska lands- liðinu í umspils- leikjum um keppn- isrétt í lokakeppni HM. » 1 Jenny úr leik með ÍBV og landsliði Íslands Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mikil gróska var í íslensku leiklistar- lífi í Vesturheimi frá 1880 fram á sjötta áratug liðinnar aldar. Magnús Þór Þorbergsson leiklistarfræðingur vinnur að rannsókn á málinu og hef- ur meðal annars komist að því að vel á þriðja hundrað leikrit voru sett upp vestra á þessu tímabili. Fyrir ári fékk Magnús nýdoktors- styrk til þess að rannsaka sögu leik- listar Vestur-Íslendinga. „Þegar ég byrjaði að skoða málið kom mér á óvart hvað íslenskir innflytjendur í Vesturheimi byrjuðu snemma að setja upp leiksýningar, hvað starf- semin var útbreidd og hvað hún stóð lengi yfir,“ segir hann. Jóhann Magnús afkastamestur Á liðnu hausti var Magnús í um tvo mánuði við rannsóknir og öflun gagna vestra, einkum í Manitoba í Kanada. „Ég hef fundið dæmi um leiksýningar Íslendinga frá Chicago vestur til Vancouver,“ segir hann. Jóhann Magnús Bjarnason var af- kastamesta leikritaskáldið vestra, skrifaði 25 leikrit á árunum 1890 til 1905. Magnús bendir á að ekkert þeirra hafi verið flutt á Íslandi og ekkert þeirra hafi varðveist. „Af einhverjum ástæðum leit hann ekki á leikritin sem hluta af bók- menntasköpun sinni og hélt ekki vel utan um leikhandrit sín.“ Enn frem- ur hafi lestrarfélög, kvenfélög, góð- templarar og aðrir áhugahópar, sem hafi sett upp leikrit hans, haldið mis- jafnlega vel utan um starfsemina og því ýmislegt glatast. „Sum leikrit- anna voru sýnd víða um sveitir Mani- toba, Norður-Dakóta og Saskatchew- an. Til þessa hef ég rekist á vel á þriðja hundrað leikritatitla, sem sett- ir voru upp vestra en fæstir þeirra hér á landi.“ Áréttar samt að ekki séu öll kurl komin til grafar. „Þarna er mikill fjársjóður sem erfitt er að finna,“ segir hann og bætir við að hugsanlega leynist margt djásnið í heimahúsum. „Vegna þess að tungu- málið er ekki endilega til staðar áttar fólk sig kannski ekki á því hvað það er með í höndunum.“ Fyrstu dæmi, sem Magnús hefur fundið um leiksýningar Vestur- Íslendinga á íslensku, eru frá 1880, en þau síðustu frá sjötta áratug lið- innar aldar. Hann segir athyglisvert hvað starfsemin var umfangsmikil og samskiptin á milli hópa mikil. Leik- listin hafi verið vettvangur til þess að koma saman, efla sjálfsmyndina og tengslin og styrkja böndin. „Fljót- lega eftir að Íslendingar fluttu vestur eru dæmi um leikferðir á milli byggða. Um 1930 eru dæmi um aug- lýsta samkeppni á milli leikhópa sem mættu með sýningar til Winnipeg þar sem þær voru metnar til verð- launa samkvæmt nákvæmu og ítar- legu stigakerfi.“ Leikritin voru bæði frumsamin og þýdd á íslensku. Magnús nefnir að Jóhannes Páll Pálsson, læknir og nemandi Jóhanns Magnúsar, hafi til dæmis skrifað nokkur leikrit og Guttormur J. Guttormsson hafi skrif- að leikrit sem aldrei hafi verið leikin. „Þau voru mjög athyglisverð og ný- stárlegri en leikrit sem komu upp á sama tíma á Íslandi, á þriðja ára- tugnum,“ segir Magnús, sem vinnur að því að draga efnið saman í bók. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiklistarfræðingur Magnús Þór Þorbergsson rannsakar leiklist Vestur-Íslendinga. Íslensk leikrit falinn fjársjóður vestra  Magnús Þór hefur rekist á vel á þriðja hundrað titla Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.