Morgunblaðið - 28.03.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 28.03.2019, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Ertu með góða hugmynd um hvernig Kjalarnes getur orðið snjallara, skemmtilegra, vistvænna eða betra? Öllum er frjálst að senda inn hugmynd á hverfidmitt.is. Sendu inn þína hugmynd fyrir 9. apríl. HUGMYNDASÖFNUNIN ER Í FULLUM GANGI Glerveggur í Klébergslaug Hugmynd send inn 2017 Kjalarnes hverfidmitt.is 20. mars – 9. apríl Anna Sigríður Einarsdóttir Ágúst Ingi Jónsson Tilkynnt hefur verið um úthlutun á rúmum 3,5 milljörðum króna á næstu þremur árum til uppbygg- ingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferða- mannastöðum vítt og breitt um landið. Á sama tíma er áætlað að verja 1,3 milljörðum króna sér- staklega til landvörslu til að tryggja ráðningu heilsársstarfs- manna sem og mönnun á háanna- tíma á fjölsóttum stöðum og frið- lýstum svæðum. Þau Guðmundur Ingi Guð- brandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir, ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra, greindu frá þessum verkefnum í gær, en markmiðið er að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar er hafin. Þetta er í ann- að sinn sem kynnt er sameiginlega um úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða. Óvæntar vinsældir Gert er ráð fyrir ríflega þriggja milljarða framlagi til þriggja ára í verkefnaáætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða sem gildir fyrir árin 2019-2021. Þar með bæt- ist rúmur milljarður króna við þá áætlun sem kynnt var í fyrra. Í áætluninni nú er ekki einungis horft til stakra staða í náttúrunni heldur lögð áhersla á heildræna nálgun í gegnum svæðisheildir og skilgreindar leiðir sem liggja á milli staða. Frá því í fyrra hafa innviðir ver- ið byggðir upp á fjölmörgum stöð- um um allt land. Má þar nefna uppbyggingu við Dynjanda, lagn- ingu stíga í Þingvallahrauni, við- gerðir við Rútshelli undir Eyjafjöll- um og uppbyggingu við Stuðlagil í Jökuldal, sem óvænt hefur orðið vinsæll ferðamannastaður, segir í frétt frá ráðuneytunum. Hvítserkur við Vatnsnes er dæmi um stað þar sem bæta á öryggi gesta og aðgengi niður í fjöruna. Bætt aðgengi við þrjá manngerða hella við Ægissíðu á bökkum Ytri- Rangár er dæmi um svæðisheild. Þá er áætlað að ráðast í fyrsta áfanga hjólaleiðar við Jökulsár- gljúfur sem liggur frá Ásbyrgi í átt að Dettifossi. Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða veitir að þessu sinni styrki til 40 verkefna og nemur heildarstyrk- upphæðin alls 505 milljónum króna. Hæsti styrkurinn fer til innviðauppbyggingar við Goðafoss sem er nú komin á lokastig eftir uppbyggingarstarf á undanförnum árum. Önnur verkefni sem fá hærri en 30 milljóna króna styrki eru Breiðin á Akranesi, Laufskálavarða í Álftaveri, Reykjadalur og Hvera- dalir í Ölfusi. Verkefnin sem ráðherrarnir nefndu í kynningu sinni eru af ýms-um toga. Nefna má að um- hverfi Snorralaugar í Reykholti hefur látið mjög á sjá vegna mik- illar umferðar ferðamanna. Er nú unnið að því samkvæmt verk- efnaáætlun landsáætlunar að lag- færa skemmdir og styrkja umgjörð laugarinnar sem og annarra minja á svæðinu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Snæfellsnesþjóðgarði undan- farið, m.a. með framkvæmdum við gestastofu við Malarrif og upp- byggingu og undirbúningi innviða við Djúpalónssand. Framundan er að bæta göngustíg við Öndverðar- nes, stækka og malbika bílastæði við Skarðsvík og setja upp útsýn- ispalla við Saxhól og Svalþúfu. Innviðauppbygging við Dynjanda í Arnarfirði hefur einnig verið mik- il. Í fyrrasumar var bílastæði við rætur fossins tekið myndarlega í gegn og á næstu mánuðum á nýtt salernishús að rísa. Meðal fyrirhug- aðra framkvæmda á næstu miss- erum eru endurbætur á göngustíg- um og nýir útsýnispallar. Göngustígar og þjónustuhús Mikill fjöldi ferðamanna kemur í Dimmuborgir árlega og hafa fjöl- förnustu göngustígarnir verið mal- bikaðir til að vernda hraunið og aðrir stígar verið endurbættir. Fyr- ir dyrum stendur að koma upp sér- stökum útsýnisstöðum og að leggja göngu- og hjólaleið inn á staðinn frá þjóðveginum. Þá er á dagskrá að leggja göngu- brú við Geldingafell yfir Blöndu, auk stígagerðar á svæðinu. Einnig má nefna að við Teigarhorn við Berufjörð stendur til að ráðast í uppbyggingu þjónustuhúss í sam- starfi ríkis og sveitarfélags, sem og í öryggis- og verndaraðgerðir á svæðinu. Áfram uppbygging víða um land  3,5 milljarðar á næstu þremur árum í uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 stöðum  1,3 milljörðum varið sérstaklega til landvörslu  Hvítserkur, Jökulsárgljúfur, Ægissíða, Dynjandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Dynjandi Aðstaða fyrir ferðamenn hefur verið bætt við Dynjanda og áfram verður haldið á sömu baut.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.