Morgunblaðið - 28.03.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.03.2019, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Ertu með góða hugmynd um hvernig Kjalarnes getur orðið snjallara, skemmtilegra, vistvænna eða betra? Öllum er frjálst að senda inn hugmynd á hverfidmitt.is. Sendu inn þína hugmynd fyrir 9. apríl. HUGMYNDASÖFNUNIN ER Í FULLUM GANGI Glerveggur í Klébergslaug Hugmynd send inn 2017 Kjalarnes hverfidmitt.is 20. mars – 9. apríl Anna Sigríður Einarsdóttir Ágúst Ingi Jónsson Tilkynnt hefur verið um úthlutun á rúmum 3,5 milljörðum króna á næstu þremur árum til uppbygg- ingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferða- mannastöðum vítt og breitt um landið. Á sama tíma er áætlað að verja 1,3 milljörðum króna sér- staklega til landvörslu til að tryggja ráðningu heilsársstarfs- manna sem og mönnun á háanna- tíma á fjölsóttum stöðum og frið- lýstum svæðum. Þau Guðmundur Ingi Guð- brandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir, ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra, greindu frá þessum verkefnum í gær, en markmiðið er að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar er hafin. Þetta er í ann- að sinn sem kynnt er sameiginlega um úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða. Óvæntar vinsældir Gert er ráð fyrir ríflega þriggja milljarða framlagi til þriggja ára í verkefnaáætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða sem gildir fyrir árin 2019-2021. Þar með bæt- ist rúmur milljarður króna við þá áætlun sem kynnt var í fyrra. Í áætluninni nú er ekki einungis horft til stakra staða í náttúrunni heldur lögð áhersla á heildræna nálgun í gegnum svæðisheildir og skilgreindar leiðir sem liggja á milli staða. Frá því í fyrra hafa innviðir ver- ið byggðir upp á fjölmörgum stöð- um um allt land. Má þar nefna uppbyggingu við Dynjanda, lagn- ingu stíga í Þingvallahrauni, við- gerðir við Rútshelli undir Eyjafjöll- um og uppbyggingu við Stuðlagil í Jökuldal, sem óvænt hefur orðið vinsæll ferðamannastaður, segir í frétt frá ráðuneytunum. Hvítserkur við Vatnsnes er dæmi um stað þar sem bæta á öryggi gesta og aðgengi niður í fjöruna. Bætt aðgengi við þrjá manngerða hella við Ægissíðu á bökkum Ytri- Rangár er dæmi um svæðisheild. Þá er áætlað að ráðast í fyrsta áfanga hjólaleiðar við Jökulsár- gljúfur sem liggur frá Ásbyrgi í átt að Dettifossi. Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða veitir að þessu sinni styrki til 40 verkefna og nemur heildarstyrk- upphæðin alls 505 milljónum króna. Hæsti styrkurinn fer til innviðauppbyggingar við Goðafoss sem er nú komin á lokastig eftir uppbyggingarstarf á undanförnum árum. Önnur verkefni sem fá hærri en 30 milljóna króna styrki eru Breiðin á Akranesi, Laufskálavarða í Álftaveri, Reykjadalur og Hvera- dalir í Ölfusi. Verkefnin sem ráðherrarnir nefndu í kynningu sinni eru af ýms-um toga. Nefna má að um- hverfi Snorralaugar í Reykholti hefur látið mjög á sjá vegna mik- illar umferðar ferðamanna. Er nú unnið að því samkvæmt verk- efnaáætlun landsáætlunar að lag- færa skemmdir og styrkja umgjörð laugarinnar sem og annarra minja á svæðinu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Snæfellsnesþjóðgarði undan- farið, m.a. með framkvæmdum við gestastofu við Malarrif og upp- byggingu og undirbúningi innviða við Djúpalónssand. Framundan er að bæta göngustíg við Öndverðar- nes, stækka og malbika bílastæði við Skarðsvík og setja upp útsýn- ispalla við Saxhól og Svalþúfu. Innviðauppbygging við Dynjanda í Arnarfirði hefur einnig verið mik- il. Í fyrrasumar var bílastæði við rætur fossins tekið myndarlega í gegn og á næstu mánuðum á nýtt salernishús að rísa. Meðal fyrirhug- aðra framkvæmda á næstu miss- erum eru endurbætur á göngustíg- um og nýir útsýnispallar. Göngustígar og þjónustuhús Mikill fjöldi ferðamanna kemur í Dimmuborgir árlega og hafa fjöl- förnustu göngustígarnir verið mal- bikaðir til að vernda hraunið og aðrir stígar verið endurbættir. Fyr- ir dyrum stendur að koma upp sér- stökum útsýnisstöðum og að leggja göngu- og hjólaleið inn á staðinn frá þjóðveginum. Þá er á dagskrá að leggja göngu- brú við Geldingafell yfir Blöndu, auk stígagerðar á svæðinu. Einnig má nefna að við Teigarhorn við Berufjörð stendur til að ráðast í uppbyggingu þjónustuhúss í sam- starfi ríkis og sveitarfélags, sem og í öryggis- og verndaraðgerðir á svæðinu. Áfram uppbygging víða um land  3,5 milljarðar á næstu þremur árum í uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 stöðum  1,3 milljörðum varið sérstaklega til landvörslu  Hvítserkur, Jökulsárgljúfur, Ægissíða, Dynjandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Dynjandi Aðstaða fyrir ferðamenn hefur verið bætt við Dynjanda og áfram verður haldið á sömu baut.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.