Morgunblaðið - 29.03.2019, Side 2

Morgunblaðið - 29.03.2019, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir ökuskírteinið, passann, ferilskrána o.fl. Góð passamynd skiptir máli Engar tímapantanir Skjót og hröð þjónusta Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Gjaldþrot WOW air Helgi Bjarnason Hjörtur J. Guðmundsson Áætla má að hátt í þúsund farþegar sem áttu bókað flug með WOW air hafi komist til síns heima í gær og nokkur hundruð fari í dag. Alls er tal- ið að um 7.400 farþegar eigi bókað með WOW fyrstu fjóra dagana, 6 þús- und ferðamenn héðan og 1.400 Ís- lendingar heim. Farþegum WOW air sem áttu pantað flug með félaginu í gær til Evrópu og Ameríku gekk allvel að komast til síns heima með öðrum flugfélögum. Einhverjir þurfa þó að bíða og enn aðrir ákváðu að fram- lengja dvölina á meðan mesti kúfur- inn færi af. Nokkuð hundruð manns komu í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun og síðdegis í gær en mun færri en hægt hefði verið að búast við. Þröstur Söring, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, segir að starfsfólk WOW air hafi í fyrrinótt sent skilaboð á viðskiptavini sína um að öllu flugi félagsins væri af- lýst. Segir Þröstur að það hafi hjálpað mikið og mun færri komið í flugstöð- ina en annars hefði orðið. „Við vorum heppin. Þetta voru að- eins brottfararfarþegar. Það hefði verið þyngra ef vélar hefðu verið að lenda með farþega í tengiflug.“ Starfsfólk Keflavíkurflugvallar er með áætlanir um það hvernig bregð- ast skuli við þegar fjöldi fólks kemur í flugstöðina af einhverjum ástæðum. Þröstur segir að reynt hafi á áætl- unina í nokkur skipti, meðal annars í verkfalli flugvirkja. Starfsfólkið hafi lært mikið af því. Þessi áætlun var virkjuð í gær og telur Þröstur að vel hafi gengið að leysa úr málum. Reynt var að liðsinna fólki eins og kostur var með upplýsingagjöf og á annan hátt. Í gærkvöldi var venjulegt kvöld í flugstöðinni og Þröstur átti ekki von á mikilli ös nú í morgunsárið en tók fram að starfsfólkið væri þó búið und- ir það. „Við eigum von á því að þetta verði þægilegra hér eftir. Stærsta aldan er fyrst, minni öldur koma í kjölfarið og svo lægir sjóinn,“ segir Þröstur. Hann telur að það taki nokkra daga að greiða úr málum allra farþeganna, þó ekki meira en viku. Þúsundir bókaðar hjá Icelandair Mikið hefur mætt á starfsfólki Ice- landair í afgreiðslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þjónustuveri félags- ins. Birna Ósk Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, skaut á það í gærkvöldi að búið væri að koma um 700-800 farþegum WOW til síns heima af þeim um 7.400 sem talið er að hafi verið strandaglópar. Þá sé búið að bóka þúsundir næstu daga. Þannig er orðið fullt í allar vélar félagsins í dag nema til Bretlands. Icelandair býður farþegum sem eru í þessari stöðu sérstök afsláttarkjör. Erlend félög sem hingað fljúga hafa einnig flutt eða bókað fjölda farþega. Þá telur Birna að búið sé að koma flestum eða öllum úr áhöfnum WOW air sem strönduðu með flugvélunum á erlendum flugvöllum í flug heim en það er gert þeim að kostnaðarlausu. Morgunblaðið/Hari Keflavíkurflugvöllur Bílarnir sem notaðir eru til að endurnýja birgðir flugvélanna af mat og drykk standa nú ónotaðir við aðstöðu þjónustufyrirtækisins. Greitt úr erfiðleikunum  6 þúsund erlendir ferðamenn strandaglópar hér og 1.400 Íslendingar erlendis  Hátt í þúsund fengu far í gær  Tekur nokkra daga að koma öllum til síns heima Lok, lok og læs Ein þota WOW air var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. Jóhann Ólafsson johann@mbl.is Fundur samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og samflots sex stétt- arfélaga og sambanda snerist eink- um um að skipuleggja vinnuna framundan. Forgangsraða þeim málum sem menn vilja fara í, að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna. Vinnan heldur áfram í dag og búist er við að fundað verði alla helgina. „Fall WOW er mikið efnahags- legt áfall,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Spurður hvort eitthvert bakslag hafi komið í samningsgerð í kjölfar frétta af WOW air segir Halldór ekki svo vera en afleiðingar falls félagsins séu þegar farnar að sjást. „At- vinnuleysi mun aukast og við sjáum að afleiðingarnar munu hríslast víða í hagkerfinu eins og við sjáum á mjög sorglegum uppsögnum,“ segir Halldór og bætir við: „Verk- efnið fer ekki frá okkur. Við þurf- um að ljúka gerð kjarasamnings en auðvitað hljóta allir við samnings- borðið að taka þær fréttir sem dynja á okkur með reglulegu milli- bili alvarlega.“ Fundað áfram í dag Ragnar Þór neitaði því að bak- slag hefði komið í viðræður vegna falls WOW air. „Alls ekki. Ég held að menn séu einbeittari í því að reyna að klára þetta ef eitthvað er.“ Næsti fundur í kjaradeilunni hefst klukkan 10 í dag. Fall WOW air hefur áhrif  Mikið efnahagslegt áfall segir framkvæmdastjóri SA  Einbeittari í að klára samninga segir formaður VR Morgunblaðið/Hari Klukkan gengur Ragnar Þór Ing- ólfsson mætir í Karphúsið. ’ Hinsta flug WOW air var frá Keflavík til Detroit. Ljóðrænn endir á ljóðrænu ferðalagi. Gæsahúð! Bergur Ebbi á Twitter. ’ Fólk sjúklega hissa á því að ég hafi átt nokkur flug bókuð með WOW. Hvernig í ósköpunum getur það verið bjánalegt að vilja ferðast oftar og meira fyrir minni pening? Ég hefði aldrei getað verið svona mikið á ferð- inni ef ekki væri fyrir WOW. Þannig er það nú bara. Bryndís Alexanders á Twitter. ’ Ég er hryggur yfir örlögum WOW. Kæru aðdáendur; ég hef ekkert fyndið að segja. Þetta er bara sorg- legt. Hugur minn er hjá starfs- mönnum og fjölskyldum þeirra - og neytendum! Sóli Hólm á Twitter. ’ Ég hef hvorki samúð né húmor fyrir körlum með ofvaxin egó og ótakmarkaða möguleika á að ógna stöðugleika og velferð okkar hinna. #karlmennskan #wow Sóley Tómasdóttir á Twitter. ’ Er einhver enn í vinnu á þessum reikningi? Hvað á fólk að gera sem á pantað flug í næstu viku? Joshua Wellington á Twitter. ’ Algjörlega miður mín yfir frétt- um af WOW air þennan morg- uninn. Draumi okkar um brúðkaups- ferð til Íslands hefur aftur verið frestað. Aoife O’Dwyer á Twitter. ’ Ég vissi að WOW air var of gott til að vera satt. Eina sem ég get sagt er WOW. Nathaniel Ross á Twitter. ’ Síðustu vikur og mánuðir hafa verið sannkallaður rússíbani og ég er endalaust stolt af yfirmönnum mínum og samstarfsfólki sem börð- ust með kjafti og klóm fram á síðustu mínútu. Þið eruð mögnuð. Hildur Hilmars á Instagram. Tíst um WOW Morgunblaðið/Hari WOW air Strandaglópur í Leifsstöð. Viðbragðsáætlun sem stjórnvöld virkjuðu í gærmorgun fólst í því að að- stoða farþega WOWair við að komast frá landinu og Íslendingum heim og stuðla að því að þeir ferðamenn sem áfram vilja koma til landsins geti gert það. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Ástæðan fyrir þessum aðgerðum er meðal annars að draga úr þeim skaða sem orðspor landsins verður fyrir vegna óánægðra flugfarþega. Framkvæmd áætlunarinnar er í höndum Samgöngustofu. Fjögur erlend flugfélög komu til aðstoðar, auk Icelandair. Sigurður Ingi segir að reiknað hafi verið með að það tæki 4-5 daga að taka af mesta kúfinn en þó eigi einhverjir pantað flug síðar. Telur hann að aðgerðir hafi gengið vel. Fólki hjálpað að komast heim VIÐBRAGÐSÁÆTLUN STJÓRNVALDA VIRKJUÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.