Morgunblaðið - 29.03.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 29.03.2019, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019 Gjaldþrot WOW air raka saman þeirri fjárhæð sem hinn ung- verskættaði milljarðamæringur og eigandi ALC setti sem forsendu fyrir því að kyrr- setningunni yrði aflétt. Og hann stóð fastur fyrir, hvað sem fortölum WOW air leið. Þol- inmæði hans var á þrotum eftir margra mán- aða tilraunir WOW air til að endur- skipuleggja fjárhag sinn og koma honum í það form að skuldir hættu að hlaðast upp við flugvélaleigusala, flugvallayfirvöld, lífeyr- issjóði og ýmsa birgja félagsins. Kempur á alþjóðaflugmarkaði Udvar-Hazy þekkja allir í hinum al- þjóðlega flugbransa og hann er í góðum kynnum við annan auðkýfing sem mikið hef- ur komið við sögu hér á landi á síðustu mán- uðum, eða allt frá því að Icelandair Group sleit viðræðum við WOW air í lok nóvember á síðasta ári. Bill Franke, aðaleigandi Indigo Partners, hratt í raun af stað atburðarás fyr- ir rúmri viku síðan sem endaði með því að Skúli Mogensen magalenti með félag sitt og fann ekki leið til að koma því á loft að nýju. Fimmtudaginn 21. mars var tilkynnt að Bill Franke hefði ákveðið að slíta viðræðum um mögulega aðkomu að WOW air en þá höfðu viðræður þar um staðið sleitulaust frá því í nóvember. Raunar hefur aldrei komið fram opinberlega hversu lengi þær viðræður í raun stóðu en Skúli viðurkenndi þegar upp úr slitnaði milli WOW og Icelandair að hann hefði um nokkurt skeið átt í samtali við In- digo Partners um mögulega aðkomu síðar- nefnda félagsins að WOW air.Allar vonir höfðu verið bundnar við að Indigo myndi leggja WOW air til allt að 90 milljónir dollara til að hægt væri að halda rekstrinum gang- andi. Slíkar voru vonirnar að skuldabréfa- eigendur sem lagt höfðu félaginu til 50 millj- ónir evra í september á síðasta ári, lýstu sig tilbúna til að beygja sig í duftið, afskrifa helming höfuðstóls bréfanna, fella niður áfallna vexti sem komust á gjalddaga síðast- liðinn sunnudag og falla frá ýmsum skil- yrðum öðrum, m.a. þeim vöxtum sem upp- haflega höfðu verið ákvarðaðir á bréfin. En allt kom fyrir ekki og þá voru góð ráð dýr. Stjórnvöld lögðu mikla áherslu á að reynt yrði til þrautar að halda WOW air á floti og af þeim sökum var Icelandair kallað að borðinu. Erlendir sérfræðingar voru kall- aðir til landsins en eftir nokkurra daga yf- irlegu var niðurstaðan sú að það fælist of mikil áhætta í því að kaupa félagið að hluta til eða í heild. Það varð ljóst um kvöldmat- arleytið á sunnudag og töldu þá margir að dagar WOW væru taldir. Í þeim hópi var flugvélaleigusalinn Jin Shan 20 sem ákvað á sunnudag að láta kyrrsetja tvær vélar félags- ins sem staðsettar voru í Norður-Ameríku. Enn reynt til þrautar En Skúli hafði ekki sagt sitt síðasta. Morg- uninn eftir var endanlega ljóst að félag hans gæti ekki greitt 150 milljóna króna vaxta- greiðslu til fyrrnefndra skuldabréfaeigenda og var þá ákveðið að virkjuð yrðu ákvæði í samningum varðandi bréfin. Skuldabréfa- eigendurnir tóku félagið yfir og settu af stað vinnu til að tryggja full yfirráð yfir félaginu. Töldu þeir þó mikilvægt að Skúli yrði áfram, að minnsta kosti um sinn, forstjóri félagsins, og vegna þeirrar ókyrrðar sem var í kringum félagið stóð heldur ekki til að setja stjórn- arformanninn, Liv Bergþórsdóttur, af. Á sama tíma stigu forsætis- og fjármálaráð- herra fram í fjölmiðlum, lýstu ástandinu sem alvarlegu en að ekki kæmi til greina að leggja félaginu til opinberan stuðning. Síð- ustu vikur hefur WOW air m.a. falast eftir ríkisábyrgð á frekari lánveitingum til félags- ins og aukinni fyrirgreiðslu af hálfu Isavia sem gefið hefur félaginu rýmri greiðslufresti en dæmi eru um þegar kemur að lend- ingagjöldum á Keflavíkurflugvelli. Þótt Jin Shan 20 hafi misst þolinmæðina gagnvart WOW air um liðna helgi héldu þrjú önnur flugvélaleigufyrirtæki tryggð við félagið inn í vikuna. Það gaf væntingar um að enn mætti bjarga félaginu frá bráðum bana. Skúli Mo- gensen mætti í sjónvarpsviðtöl, sagði aðgerð- ir miða að því að gera félagið skuldléttara og að ekkert benti til annars en að rekstur þess yrði sjálfbær innan tíðar. Spurður af frétta- mönnum Stöðvar 2 á þriðjudag hvort við- skiptavinunum væri óhætt að kaupa miða með félaginu sagði Skúli svo vera. „Þú ert al- veg það bjartsýnn um að þetta sé að fara að halda áfram,“ spurði blaðamaður. „Eins og ég segi, við tókum risaskref í rétta átt í dag, svo að ég tel svo vera,“ svaraði Skúli.En risa- skrefið dugði ekki til. Líkt og áður sagði var tilkynnt um miklar seinkanir á flugi félagsins frá N-Ameríku í fyrrinótt. Yfirlýsing fé- lagisns reyndist ekki rétt og forsvarsmenn félagisns lögðu inn flugrekstrarleyfi WOW air þegar klukkan var korter gengin í níu í gærmorgun. Skömmu síðar sendi félagið frá sér tilkynningu þess efnis að það væri hætt starfsemi. 21. mars Indigo Partners slítur viðræðum við WOW air. Icelandair Group skoðar möguleika á aðkomu að félaginu. 24. mars Icelandair Group slítur viðræð- um um aðkomu að WOW air. Stjórnvöld funda um stöðu mála en verjast allra frétta. Tvær vélar WOW air kyrrsettar í N-Ameríku. 25. mars Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ríkisaðstoð við WOW air. Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast með stöðunni og staðfestir að fundað hafi verið á vettvangi Samgöngustofu. Skuldabréfaeigendur greiða atkvæði um tillögu sem felst í að taka WOW air yfi r. 27. mars Vélar WOW air kyrrsettar í Banda- ríkjunum og Kanada að kröfu fl ugvéla- leigusala. Engin vél fer í loftið. 22. -23. mars Icelandair Group ásamt ráðgjöfum kafar ofan í gögn í tengslum við rekstur og efnahag WOW air. 26. mars Skuldabréfaeigendur lýsa því yfi r að þeir hafi tekið félagið yfi r. Björgólfur Jóhannsson, formaður stjórnar Íslandsstofu segir Samgöngustofu hafa brugðist. Skúli Mogensen lýsir því yfi r í fjölmiðlum að óhætt sé að kaupa miða af félaginu og að starfsfólk muni fá útborgað um mánaðamótin. 28. mars 3:06 WOW lýsir því yfi r að félagið hafi stöðvað rekstur meðan gengið sé frá hlutafjáraukningu. um morguninn. 8:15 Forsvarsmenn félagsins skila fl ugrekstrarleyfi til Samgöngustofu. 8:21 Tilkynnt er á heimasíðu WOW air að félagið hafi hætt rekstri. 13:30 Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson skipaðir skiptastjórar í kjölfar þess að félagið er lýst gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur. Björgunaraðgerðir runnu út í sandinn  Mánaðarlangar tilraunir dugðu ekki til bjargar WOW air  Neytendur afvegaleiddir undir lokin BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Klukkan var sex mínútur gengin í fjögur í gærnótt þegar WOW air sendi fjölmiðlum eftirfarandi tilkynningu: „WOW air er á loka- metrunum að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp á félaginu. Allt flug hefur verið stöðvað þangað til þeir samningar verða kláraðir. Nánari upplýsingar verða gefnar kl. 9. Félagið þakkar farþegum fyrir stuðninginn og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur.“ Tilkynningin var send út í kjölfar þess að tíðindi tóku að berast frá óánægðum viðskiptavinum fyrir- tækisins sem sáu fram á miklar seinkanir á flugi frá Norður-Ameríku til Keflavíkur. Það sem farþegarnir vissu ekki var að Skúli Mo- gensen og nánasta samstarfsfólk hans hafði þá róið sannkallaðan lífróður í átt að því að fá aflétt allsherjar kyrrsetningu á vélum félags- ins í Bandaríkjunum og Kanada. Þurftu að greiða ALC Eina leiðin til þess að tryggja félaginu áframhaldandi aðgang að vélunum fólst í að greiða inn á bankareikning fyrirtækisins ALC í Bandaríkjunum nokkrar milljónir doll- ara en fyrirtækið það á sjö af þeim vélum sem WOW hafði enn til umráða þar til í fyrradag. Félagið er í eigu Steve Udvar- Hazy sem hefur um nokkurra ára skeið átt í sterku viðskiptasambandi við WOW air. Forsvarsmönnum WOW air, Arion banka og Arctica Finance reyndist ómögulegt að Baldur Arnarson baldura@mbl.is Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir starfsemina á Keflavíkurflug- velli verða endurskipulagða vegna brotthvarfs WOW air af markaði. Spurður hver verði breytingin á starfsmannafjölda Isavia í Keflavík vegna brotthvarfs WOW segir hann málið í skoðun. „Við erum að fara í gegnum rekstraráætlanir okkar. Áður en við förum að velta fyrir okkur breytingu á starfsmannafjölda förum við í al- menna hagræðingu og fækkun sum- arstarfsfólks. Við munum gefa okkur góðan tíma til að taka réttar ákvarð- anir. Rétt er þó að nefna að hjá öðrum rekstraraðilum í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar gætum við séð fækkun starfsfólks,“ segir Björn Óli. Spurður hvaða áhrif brotthvarf WOW hafi á uppbyggingaráætlun Isavia segir hann fyrirtækið munu taka stöðuna í lok ársins. Meta stöðuna í árslok „Í augnablikinu er vinna í gangi við hönnun á tengibyggingu sem er fyrsti áfangi í uppbyggingaráætlun Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll. Lokið verður við hönnun tengibyggingar. Metið verður í lok árs 2019 hvenær fram- kvæmdir hefjast,“ segir Björn Óli um fyrirhuguð áform. Hann nefndi í sjónvarpsviðtali fyrir nokkrum dögum að kostnaður á hverja flugvél á vellinum gæti aukist ef WOW færi af markaði. Spurður hvort Isavia þurfi að endurskoða gjaldskrár segir Björn Óli að miðað við stöðuna í dag telji fé- lagið á þessari stundu ekki ástæðu til að hækka gjöldin. Spurður hversu mikið sumar- áætlun muni skerðast vegna brott- hvarfs WOW vísar hann til umferðar félagsins á flugvellinum. „Áætlað var að um 20% af farþeg- Isavia boðar hagræðingu  Forstjóri Isavia segir að fyrst verði sumarfólki fækkað eftir fall WOW Björn Óli Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.