Morgunblaðið - 29.03.2019, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019
Ídag er 29.mars. Stórinýi frelsis-
dagurinn í sögu
Bretlands. Æðsti
kjörni trún-
aðarmaður
bresku þjóðarinnar hafði ótal
sinnum sagt að ekkert gæti
breytt því að vilji þjóðar-
innar, eins og hann birtist í
þjóðaratkvæði gengi fram.
Þeir sem talað hafa fyrir
því að óhjákvæmilegt væri að
hnekkja þessari ákvörðun
réttlæta það stundum með
því að munurinn á milli fylk-
inga hafi ekki verið mikill.
Úrslitin voru 52% á móti
48%. Fyrirfram vissu allir að
eitt atkvæði gæti ráðið úrslit-
um. En það var ekki svo
tæpt. Meira en milljón fleiri
vildu fara út en vera um
kyrrt. Allir vita að þeir sem
réttlættu fyrir sjálfum sér og
öðrum að fremja mætti slíkt
stjórnmálalegt hryðjuverk
með vísun til þess að mjótt
hefði verið á munum hefðu
ekki talið miklu naumari
meirihluta gallaðan hefði
hann fallið þeim sjálfum í
skaut.
Það eru vissulega dæmi um
það að áskilið sé að aukinn
meirihluta þurfi til svo niður-
staða verði bindandi eða að
lágmarksþátttöku þurfi svo
niðurstaða sé marktæk. Þátt-
taka í þjóðaratkvæðinu nú
varð mjög góð eða yfir 70%.
En algilda reglan er sú að öll
skilyrði verða að liggja fyrir.
Það er ekkert skárra að eyði-
leggja rétta atkvæðagreiðslu
ef meirihluti hennar væri
1000 atkvæða munur eða eins
og í brexit um 1,3 milljóna at-
kvæða munur. Ef aðeins
reglan er sú eins og oftast er
að meirihluti, stór eða smár,
ráði niðurstöðu, er það virð-
ingarleysi við leikreglur lýð-
ræðisins og þá borgara sem
tóku þátt í góðri trú að reyna
tapsárir að tortryggja niður-
stöðuna.
Fróðlegt er og reyndar allt
að því dapurlegt að horfa upp
á hvernig fulltrúar Skoska
þjóðarflokksins (SÞ), sem
eiga sæti á þinginu í London,
haga sér í brexit umræðu
þar. Þeir gera allt sem þeir
mega til að skemma fram-
gang málsins. Sumir réttlæta
það og segja að meirihluti
Skota hafi kosið á móti út-
göngu og það gefi svigrúm til
svona háttsemi. En í brexit-
atkvæðagreiðslunni segja
leikreglurnar að atkvæðin
séu jafngild hvaðan sem þau
koma. Þótt talið sé í ein-
stökum kjördeildum eru eng-
in úrslit tilgreind þar. Úrslit-
in koma einungis
úr einum „kassa“
þar sem öll at-
kvæðin koma
saman, hvort sem
það er frá Gí-
braltar eða Norð-
ur-Írlandi. Forysta Sþ barð-
ist sannarlega gegn útgöngu
Breta úr ESB. Þeir sömu og
heimta í sífellu aðra at-
kvæðagreiðslu um sjálfstæði
Skotlands, þótt þeir fullyrtu
sjálfir í baráttunni sinni
seinast að þá gæfist eina
tækifærið í áratugi, og jafn-
vel aldir til að skilja við
Lundúnavaldið. Hvernig
þætti þeim ef stjórnin í
Lundúnum myndi, eftir at-
kvæðagreiðslu sem gengi Sþ
í hag, haga sér með jafn-
ósvífnum og fjandsamlegum
hætti og Brusselliðið? Eða að
þingmenn í Neðri-deildinni
myndu leitast við að eyði-
leggja þjóðarvilja Skota eins
og menn horfa upp á þá gera
núna?
Það er ljóst að mestur var
meirihlutinn fyrir útgöngu
hjá Englendingum eða um
54% .
Í dag mun Theresa May
gera þriðju tilraun til að fá
„sinn samning“ í gegnum
þingið. Og það er ekki úti-
lokað að hún nái því með hót-
unum um að ella verði ekkert
af útgöngu! En „samning-
urinn hennar“ er reyndar
samningur sem forstokkaður
ESB-sinni í embættis-
mannastétt, Sir Humphrey
Appleby, GCB, KBE, MVO
og MA nútímans, samdi um
fyrir hana og plataði ráð-
herrann til að undirrita.
Andlegir bræður hans, bú-
rókratarnir í Brussel, hanga
á þessari niðurlægingu eins
og hundar á roði. Stjórn-
málaflokkarnir bresku eru
ekki sammála um margt
þessa dagana. En minnstur
ágreiningur er þó um þá nið-
urstöðu að núverandi for-
sætisráðherra sé einn sá
slappasti í manna minnum
þar í landi og er þó nokkur
samkeppni um efsta sætið á
þeim skala. Þessi dagur, sem
átti að vera hátíðisdagur
sjálfstæðis og fullveldis
Breska konungsríkisins,
verður því líklega háðung-
arefni um langa hríð.
Þessi merka vinaþjóð okk-
ar og sú sem hélt glóð frels-
isins lifandi í álfunni þannig
að tvær heimsstyrjaldir end-
uðu betur en mátti vona, á
það ekki skilið að innlendir
svikahrappar og ósvífnir
sambands„bræður“ hennar á
meginlandinu leiki hana og
lýðræðið svo grátt.
Ekkert var að marka
yfirlýsingar May
forsætisráðherra
um 29. mars}
Ill meðferð
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í
lögum um fullnustu refsinga er
föngum tryggður réttur til heil-
brigðisþjónustu og eiga þeir að
njóta samskonar þjónustu og allir
aðrir. Á því hefur verið misbrestur
eins og Umboðsmaður Alþingis og pyntinga-
varnanefnd Evrópuráðsins hafa vakið at-
hygli á. Það er óviðunandi að fangar njóti
ekki eðlilegrar heilbrigðisþjónustu og þar
með geðheilbrigðisþjónustu. Það segir mikið
um samfélag hvernig það fer með sína við-
kvæmustu hópa og löngu tímabært að gera
nauðsynlegar úrbætur á geðheilbrigðisþjón-
ustu við fanga. Við viljum gera betur og er
nú unnið að því að samhæfa vinnu ráðu-
neyta og stofnana til að tryggja föngum við-
eigandi geðheilbrigðisþjónustu. Samningar
eru í gildi á milli fangelsa og heilbrigðis-
stofnana um almenna heilbrigðisþjónustu við fanga.
Unnið er að því að koma á samningum á milli sjúkra-
húsa og fangelsa í hverju heilbrigðisumdæmi um geð-
heilbrigðisþjónustu í fangelsum. Hugmyndin er að
heilsugæslulæknir vísi föngum, eftir þörfum hvers og
eins, til sérhæfðs teymis sem í eru geðlæknir, geð-
hjúkrunarfræðingur og sálfræðingur þar sem veitt er
viðeigandi þjónusta. Auk þess er stefnt að því að eftir-
fylgd í samræmi við þarfir hvers og eins verði tryggð í
geðteymum heilsugæslanna að lokinni af-
plánun. Með þessu er gert ráð fyrir því að
ábendingum umboðsmanns hafi verið svar-
að að fullu og það sama gildi um ábend-
ingar pyntingavarnanefndarinnar. Ætlunin
er að byrja á Hólmsheiðinni þar sem undir-
búningsvinnan er lengst á veg komin og
sama fyrirkomulag verði tekið upp innan
árs í öðrum fangelsum. Verkefnið er full-
fjármagnað en gert er ráð fyrir að verja 55
milljónum króna í þjónustuna í ár.
Sem heilbrigðisráðherra hef ég lagt
áherslu á bætta geðheilbrigðisþjónustu.
Unnið er að því að fjölga sálfræðingum í
heilsugæslunni og koma á fót geðheilsu-
teymum um land allt. Stórauknu fjármagni
hefur verið veitt til málaflokksins en á
þessu ári nemur aukningin 650 milljónum
króna og á næstu 5 árum nema aukin framlög 100
milljónum króna ár hvert. Þær umbætur sem eru að
eiga sér stað í heilbrigðiskerfinu eiga að skila sér til
allra sem þurfa á þjónustunni að halda, þar með talið
til fanga. Ég er þess fullviss að þær breytingar sem í
farvatninu eru verði mikið framfaraskref í heilbrigðis-
þjónustu við fanga.
Svandis
Svavarsdóttir
Pistill
Bætt geðheilbrigðis-
þjónusta við fanga
Höfundur er heilbrigðisráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Það sem skiptir öllu máli er aðhjálpa fólkinu sem mestþarf á því að halda,“ segirRóbert Þorsteinsson, sem
nú starfar fyrir Rauða krossinn á
flóðasvæðunum í Malaví. Flóðin
fylgdu fellibylnum Idai, sem gekk
yfir sunnanverða Afríku fyrr í mán-
uðinum, og urðu til þess að stór svæði
eru umflotin vatni. Hamfarirnar ná
til þriggja landa, Mósambík, Malaví
og Simbabve, en þau eru með þeim
fátækustu í heimi. Íbúar á flóðasvæð-
inu lifa margir hverjir á sjálfsþurftar-
búskap og hafa þúsundir glatað lífs-
viðurværi sínu.
„Í byrjun var unnið að því að
bjarga þeim sem lentu verst í flóð-
unum en nú er neyðarástandið liðið
hjá. Eftir situr að fullt af fólki hefur
misst allt sitt og við munum reyna að
hjálpa því,“ segir Róbert, sem kom til
Malaví í lok síðustu viku.
Kólerusmit þegar greinst
Róbert er viðskipta- og hag-
fræðingur og hefur verið virkur á
Veraldarvakt Rauða krossins í næst-
um tvo áratugi. Hefur hann starfað á
vegum Rauða krossins í Tansaníu,
Sómalíu og Bangladess. Hlutverk
hans er eftirlit með fjármálum í
björgunarstarfinu. „Þetta er rosaleg
aðgerð sem er að fara í gang núna,“
segir Róbert í samtali við Morgun-
blaðið.
Talið er að fórnarlömb fellibyls-
ins og ofsaflóða telji um þrjár millj-
ónir manna á svæðinu öllu. Í Malaví
eru fórnarlömbin um 850 þúsund. Ró-
bert segir að 50 manns séu látnir í
landinu og óvíst um afdrif margra. Þá
er staðhæft að 94 þúsund manns hafi
misst heimili sín, en sú tala er um-
deild að sögn Róberts. Hann kveðst
telja að hún sé lægri. Ljóst er þó að
fjölskyldur sem hafa misst allar eigur
sínar hafast við í fjöldahjálpar-
stöðvum. „Við einbeitum okkur fyrst
og fremst að því að koma til þeirra
hjálpargögnum og gera þeim kleift að
koma þaki yfir höfuðið. Og gera þeim
kleift að halda áfram með lífið,“ segir
Róbert.
Hamfarirnar auka líkur á út-
breiðslu alvarlegra smitsjúkdóma.
Þegar hefur orðið vart við kólerusmit
á svæðinu.
Mjög gjöfult starf
Að sögn Róberts hefur Rauði
krossinn á Íslandi lengi starfrækt
verkefni á þessum svæðum, til dæmis
með uppbyggingu á heilsugæslu,
öruggu aðgengi að drykkjarvatni og
aðgengi að hreinlætis- og salernis-
aðstöðu.
„Hjálparstarfið mun verða í sex
héruðum í Malaví. Við erum alla jafna
með tvö til þrjú prógrömm í gangi í
þremur héruðum. Tvö þeirra eru
stopp vegna þessara hörmunga. Þau
eru eiginlega stopp því skjólstæð-
ingar okkar lentu í flóðunum. Við
þurfum því að byrja á að hjálpa þeim
til að geta haldið áfram með
prógrammið,“ segir Róbert.
Hann hefur nú verið í
Malaví í viku og upphaflega
var stefnt að því að hann
myndi starfa þar næstu
þrjá mánuðina. „Það
er reyndar strax far-
ið að tala um fram-
lengingu og ég verð
hér eins lengi og
þeir vilja hafa
mig. Þetta er það
mest gefandi sem
ég hef gert, að
vinna fyrir Rauða
krossinn og taka
þátt í hjálpar-
starfi.“
Hjálpa fólki sem
missti allt í flóðunum
Rauði krossinn hefur efnt til
neyðarsöfnunar vegna flóðanna
í sunnanverðri Afríku.
Á þessum tímapunkti er
þörfin mest fyrir húsaskjól,
mat, hreint drykkjarvatn og að-
gengi að hreinlætis- og salern-
isaðstöðu. Ljóst þykir að neyð-
in er gríðarleg á þessu svæði.
„Rauði krossinn á Íslandi
hefur þegar sent einn sendifull-
trúa á svæðið vegna flóðanna
og er í viðbragsstöðu að senda
fleiri,“ segir á heimasíðu
Rauða krossins.
Áhugasamir geta
stutt starf Rauða
krossins í sunnan-
verðri Afríku með
2.900 króna framlagi
með því að senda
SMS-ið HJALP í núm-
erið 1900. Einnig má
leggja inn á reikning
0342-26-12, kt.
530269-2649.
Setja í gang
neyðarsöfnun
RAUÐI KROSSINN
Ljósmynd/Róbert Þorsteinsson
Á vergangi Margar fjölskyldur í Malaví misstu heimili sín í ofsaflóðum.
Róbert
Þorsteinsson