Morgunblaðið - 29.03.2019, Síða 20
✝ Karen JúlíaMagnúsdóttir
fæddist í Reykjavík
4. apríl 1931. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Ísa-
fold í Garðabæ 19.
mars 2019.
Foreldrar Kar-
enar voru Anna
Soffie Malena Ein-
arsson frá Vog í
Færeyjum, hús-
freyja í Reykjavík, fædd 28. júlí
1901, dáin 24. febrúar 1986, og
Magnús Einarsson frá Stakka-
dal á Rauðasandi í Barða-
strandarsýslu, vélstjóri og síðar
framkvæmdastjóri í Reykjavík,
fæddur 13. janúar 1901, dáinn
6. mars 1970.
Systkini Karenar eru Einar
Magnússon, fæddur 29. sept-
ember 1928, Kristinn Magn-
ússon, fæddur 20. október 1932,
dáinn 1. febrúar 2019, og Elín
Magnúsdóttir, fædd 4. ágúst
1944.
Karen giftist 29. október
1955, Víði Finnbogasyni stýri-
maki hennar er Máni Gestsson,
Sindri Hrafn, Þórhallur Kári og
Víðir Snær, börn Elísabetar og
Mána eru Bjarki Reyr og Fann-
ar Nói. 4) Harpa, fædd 29. júní
1970, fyrrum maki hennar er
Árni Friðleifsson, börn þeirra
eru Lena María, maki hennar
er Damir Muminovic, og Emil
Örn. Börn Lenu og Damirs eru
Aldís og Andri Leo. Núverandi
maki Hörpu er Oddur Ingason,
börn hans eru, Fannar Már,
Daníel og Katrín Sóley.
Víðir og Karen bjuggu sín
fyrstu hjúskaparár í Reykjavík
en hafa mestan hluta af sínum
búskap verið búsett í Garðabæ.
Karen ólst upp í Reykjavík,
gekk í Ingimarsskólann og hélt
svo til Kaupmannahafnar þar
sem hún lærði kjólasaum og út-
skrifaðist sem kjólameistari.
Eftir heimkomu starfaði hún
við fagið og rak um tíma
saumastofu í Reykjavík með
vinkonu sinni. Karen helgaði
sig húsmóðurstörfum og barna-
uppeldi mestan hluta ævinnar
en starfaði um tíma í versl-
uninni Dídó. Síðar lærði hún
einnig gluggaútstillingar og
tók að sér um tíma slík verk-
efni.
Útför Karenar fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag,
29. mars 2019, klukkan 15.
manni og síðar for-
stjóra í Reykjavík
en hann er fæddur
í Vestmannaeyjum
20. apríl 1930. For-
eldrar hans voru
Jóna Fransdóttir,
húsfreyja frá Dal-
vík, fædd 26. sept-
ember 1910, og dá-
in 11. janúar 1965,
og Finnbogi Hall-
dórsson frá Ólafs-
firði, síðar skipstjóri á Siglu-
firði, fæddur 3. apríl 1900,
dáinn 27. mars 1954. Dætur
Karenar og Víðis eru: 1) Anna
Jóna, fædd 23. febrúar 1956,
börn hennar eru Víðir, maki
hans er Monika Magdalena,
Karen Björk og Hrannar Darri,
sonur Karenar er Ríkharður
Darri. 2) Stella Kristín, fædd
13. september 1958, sonur
hennar er Viktor Hrafn, maki
hans er Margrét Berg, sonur
þeirra er Kári Berg. 3) Berg-
lind, fædd 10. maí 1964, maki
hennar er Knútur Þórhallsson,
börn þeirra eru Elísabet Inga,
Nú þegar birtan eykst dag frá
degi og vorið er á næsta leiti kveð
ég elsku mömmu. Eftir standa fal-
legar minningar um yndislega
mömmu, ljúfar samverustundir og
dásamleg ferðalög innanlands og
utan.
Þó að söknuðurinn sé sár er ég
óendanlega þakklát fyrir að hafa
fengið að njóta mömmu dag hvern í
60 ár.
Mamma hafði einstaka mann-
kosti, of marga til að telja upp hér
en hlýja, umhyggjusemi, þolin-
mæði, hugarró, góðmennska, hjálp-
semi, dugnaður og styrkur eru eig-
inleikar sem koma fyrst upp í
hugann. Hún var líka svo skemmti-
leg og hafði einstaka kímnigáfu, til
að mynda mundi hún alla brandara
sem henni voru sagðir og sagði svo
skemmtilega frá.
Mamma lifði lífinu lifandi, var
mikil útivistarmanneskja og mjög
félagslynd. Hún stundaði reglulega
hreyfingu, gönguferðir, sund, leik-
fimi og skíði stundaði hún af kappi
meðan þrekið leyfði enda gömul
keppnismanneskja á skíðum sem
vann oft til verðlauna.
Mamma var listræn og skapandi
og það lék allt í höndunum á henni.
Hún saumaði, prjónaði, málaði á
postulín og myndir og var snilling-
ur í matargerð og bakstri. Hún
lærði kjólasaum í Kaupmannahöfn
og útskrifaðist sem kjólameistari
og rak um tíma sína eigin sauma-
stofu ásamt vinkonu sinni og nöfnu
minni Stellu. Hún fylgdist vel með
nýjustu tískustraumum og var allt-
af svo flott.
Mamma helgaði sig að mestu
barnauppeldi og heimilishaldi eftir
að við systur fæddumst ein af ann-
arri. Hún hélt áfram að sauma
heima, ekki aðeins á börn og barna-
börn heldur einnig á aðra fjöl-
skyldumeðlimi og vinkonur.
Mamma var alltaf til staðar fyrir
fjölskyldu sína. Mér fannst hún vita
allt, kunna allt og skilja allt. Þegar
ég kom til hennar eða hringdi vissi
hún alltaf hvernig mér leið, orð
voru oft óþörf. Stuðningur hennar,
hvatning og góð ráð á erfiðum
stundum gleymast aldrei.
Viktori Hrafni syni mínum var
hún einstök amma og öll barna-
börnin áttu sérstakan stað í hjarta
hennar, hvert með sínum hætti.
Hún gaf þeim ómældan tíma, þau
spjölluðu um lífið og tilveruna,
skólagönguna og áhugamálin og
amma gaf þeim góð ráð.
Mamma og pabbi byggðu sér
sumarbústað fyrir margt löngu,
sannkallaðan sælureit. Þar undi
mamma sér vel, ræktaði tré og
gróðursetti blóm, enda elskaði hún
fallegt umhverfi. Þangað var alltaf
gott að koma og þaðan á fjölskyld-
an mikið af skemmtilegum minn-
ingum.
Síðustu ár mömmu voru ekki
alltaf auðveld, heilsunni hrakaði og
síðustu tvö árin dvaldi hún á hjúkr-
unarheimilinu Ísafold. Þá komu
best í ljós hennar miklu mannkost-
ir og styrkur. Aldrei kvartaði hún
og þegar ég heimsótti hana brosti
hún alltaf og sagði sér líða vel þrátt
fyrir að maður vissi að svo var ekki
alltaf.
Missir pabba er mikill, hann
mun ég styðja í sorginni og
mamma verður ætíð í huga mér,
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín dóttir
Stella.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Með djúpri ást – kærleik og
þakklæti kveð ég ástkæra móður
mína.
Söknuðurinn er sár og missir-
inn mikill og svo endanlegur. Að
geta ekki lengur komið við hjá
henni, kúrt aðeins í hálsakoti,
fundið mömmulyktina og spurt
hana í leiðinni um t.d. hvaða töfra
hún notaði í hina eða þessa matar-
gerðina, fengið smá ráðgjöf í
amstri dagsins – já hennar verður
sárt saknað.
Mamma var mikil listakona –
það lék allt í höndunum á henni.
Hún saumaði og prjónaði á okkur
systur og síðar barnabörnin – hún
málaði á postulín – málaði olíuverk.
Hún var snilldarkokkur hún
mamma – allt sem hún gerði gerði
hún svo vel, hún nostraði við öll
smáatriði.
Þó svo að mamma væri búin að
vera heilsulítil síðustu árin hélt
hún sínu góða skapi – miklu hlýju
og skemmtilega húmor fram í and-
látið. Hún skaut því stundum ljúf-
lega að mér ef henni fyndist ég
hafa fitnað – eða naglalakkið mitt
væri nú ekki alveg nógu smart.
Mamma var mér endalaust góð.
Hún var alltaf til staðar fyrir mig –
gladdist af öllu hjarta með mér á
gleðistundum, stóð sem klettur við
hlið mér á átakatímum. Fyrir það
er ég svo þakklát. Hún var mér
yndisleg móðir og börnum mínum
dásamleg amma.
Elsku mamma mín – minning
þín er ljós í lífi okkar.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín dóttir
Anna Jóna.
Elsku fallega mamma mín!
Lífið verður ekki samt án þín. Í
dag fyllast augu mín af tárum og
hjarta mitt af hlýjum tilfinningum
sem kalla fram sælu en um leið
nístandi sáran söknuð.
Þú varst einstök kona, hlý, mjúk
og góð, umhyggjusöm, næm,
æðrulaus, kurteis, þakklát, hjálp-
söm, skemmtileg, fyndin, myndar-
leg, falleg og svo margt miklu
meira.
Þú varst keppnismanneskja og
íþróttamaður, félagslynd og alls
staðar vinsæl, fólk sótti í nærveru
þína. Ég á þér svo ótal margt að
þakka. Takk fyrir að leyfa mér að
druslast með þér hvert sem þú
fórst, í klippingu til Elsu, í leikfimi
til Báru, í postulín til Ingerar, í
sund, í vinnuna og jafnvel að hitta
„stelpurnar“ í kaffi. Ég var alsæl,
bara ef ég fékk að vera með þér,
sama hvar.
Takk fyrir að sitja hjá mér
kvöld eftir kvöld, lesa fyrir mig og
svæfa fram yfir 12 ára aldurinn-
.Takk fyrir að kenna mér að fara
með bænir og elska sængina mína
og koddann. Takk fyrir að hanna,
sauma og prjóna á mig endalaust
af fötum og slaufur í hárið í stíl ...
„það á enginn svona“ sagðir þú
alltaf og ég var alsæl. Takk fyrir
okkar góðu kvöldstundir á sjón-
varpslausum fimmtudögum þegar
við sátum eins og gamlar kellingar
og hlustuðum á útvarpsleikritið og
þú reyndir að kenna mér hannyrð-
ir.
Takk fyrir öll ferðalögin, sveita-
ferðir, útilegur, skíðaferðir og
aðra útivist þar sem þú kenndir
mér og mínum að heimasmurt
nesti er best í heimi og mikilvægt
að það sé fallega fram borið.
Takk fyrir samverustundir í
sumó þar sem við brölluðum enda-
laust, plöntuðum og tíndum blóm
og bláber, gáfum fuglunum rúsín-
ur, bökuðum skonsur, pönnukök-
ur og spiluðum slönguspil, rommí
og ólsen. Í sumó leið þér best, með
pabba þér við hlið, okkur systurn-
ar, tengdasyni og barnabörn.
Takk fyrir að kenna mér mik-
ilvægi sameiginlegrar kvöldmál-
tíðar og að leggja fallega á borð, já
og alltaf að bjóða upp á salat. Þú
varst snillingur í að töfra fram
listilegar matarveislur upp úr
engu, enginn fór svangur frá þér.
En þú varst ekki bara besta
mamman heldur líka amman. Þú
gast setið stundunum saman með
afleggjurunum og rúllað bolta á
milli, gert töfrabrögð þar sem
fingur voru teknir í sundur, lesið
gátur og gert sirkusatriði með
boltum og áttir athygli litla fólks-
ins óskipta. Svo komu langömm-
ustrákarnir þrír sem fengu þig til
að brosa þínu breiðasta og gleðin
skein úr andliti þínu þegar þeir
heimsóttu fallegu langömmu sína.
Því miður kynnast þeir ekki elsku
langömmu en við munum heiðra
minningu þína með bakstri,
nammi í krúsinni, kenna þeim
rommí og rúlla boltum, rétt eins
og þú hefðir gert.
Takk, elsku mamma mín, fyrir
að fylgja mér og mínum svona fal-
lega í gegnum lífið og leggja mér
lífsreglurnar. Þú verður í hjarta
mínu alla daga og ég mun reyna að
tileinka mér þína einstöku sýn á
lífið, þinn þankagang og þann
hæfileika sem þú hafðir, að sjá
alltaf skoplegu hlið lífsins þegar á
reyndi.
Ég kveð þig með djúpu þakk-
læti fyrir allt og allt og læt fylgja
þau orð sem þú skrifaðir og sagðir
alltaf við mig .... „guð geimi þig“
(með einföldu i).
Elska þig.
Þín lilla,
Harpa.
Ég kveð þig, mamma, en mildur
blær
um minninganna lönd,
um túnin nær og tinda fjær,
mig tengir mjúkri hönd,
sem litla stúlku leiddi um veg,
sú litla stúlka; það var ég,
og höndin; það var höndin þín,
svo hlý og ljúf og blíð.
Ég kveð þig, elsku mamma mín,
en man þig alla tíð.
(Rúnar Kristjánsson)
Í dag kveðjum við elsku hjart-
ans mömmu. Mamma mín var ein-
stök kona sem gerði alla daga
betri, hugsaði fyrst um aðra og svo
um sig. Mamma elskaði hópinn
sinn skilyrðislaust og það ber að
þakka.
Elsku mamma, mikið mun ég
sakna þín. Mikið mun ég sakna
þess að geta drukkið með þér
kaffibollann, faðmað þig, fundið
lyktina þína, fengið fallega brosið
þitt, fundið hlýjuna og styrkinn
sem þú gafst mér alltaf. Ef eitt-
hvað blés á móti þá var sérlega
gott að koma til mömmu. Aldrei
þurftum við mörg orð í þeim að-
stæðum, þú vissir alltaf allt og
sagðir gjarnan: „Berglind mín, líf-
ið er ekki alltaf bein braut, en
þetta verður allt í lagi.“
Mamma var einhvern veginn
alltaf til staðar, svo ráða- og úr-
ræðagóð í öllum aðstæðum. Það
var dásamlegt að eiga mömmu að
þegar ég átti strákana mína. Fyrir
það verð ég ávallt þakklát. Hún sá
alltaf til þess að gott var að koma
heim af fæðingardeildinni, boðin og
búin að hjálpa nýbakaðri móður að
sinna og hlúa að ungbarni. Það var
svo gott að eiga mömmu þá. Hugg-
aði, vissi og kunni allt svo miklu
betur. Mamma var til að mynda
kletturinn minn í veikindum
Sindra míns fyrstu æviárin hans.
Takk fyrir það elsku mamma, við
vorum sterkar saman þá.
Mamma stóð af sér alla storma
og var kletturinn í fjölskyldunni.
Hún hafði reynt margt á sinni lífs-
leið sem gerði hana að yndislegri
sál. Dásamlegur húmor, einstakt
jafnaðargeð, þakklæti, auðmýkt og
glaðværð einkenndi þó mömmu
umfram allt. Elsku mamma, öllu
því góða sem þú kenndir mér mun
ég hlúa að og rækta og þannig skal
ég leitast við að heiðra minningu
þína.
Mamma var náttúruunnandi,
elskaði blóm og fugla, mamma
elskaði útiveru og var mikil skíða-
kona. Mamma var sérlega listræn
og smekkleg og tók hún alltaf eftir
því ef maður var í nýrri flík, enda
var það fastur liður í tilverunni
þegar keyptur var nýr kjóll eða ný-
ir skór að fara beint til mömmu og
fá hennar álit. Hún elskaði það og
hafði á því miklar skoðanir. Flíkin
skyldi númer eitt vera vönduð og
saumaskapurinn í lagi, enda var
hún mamma kjólameistari mennt-
aður frá Danmörku og snillingur í
höndunum.
Mikil var ást mömmu og pabba
og alltaf ljómaði mamma þegar
„kærastinn“ kom í heimsókn á Ísa-
fold, eins og hún kallaði hann.
Hlýja og kærleikur var alltaf í fyr-
irrúmi á okkar heimili. Fyrir það
verð ég ávallt þakklát.
Elsku mamma, við munum
passa hann pabba fyrir þig.
Takk elsku hjartans yndislega
mamma mín fyrir allt og allt. Minn-
ingin um þig mun ylja mér alla
daga.
Ég finn, hve sárt ég sakna,
hve sorgin hjartað sker.
Af sætum svefni að vakna,
en sjá þig ekki hér;
því svipur þinn á sveimi
í svefni birtist mér.
Í drauma dularheimi
ég dvaldi í nótt hjá þér
(K.N.)
Guð geimi þig (með einföldu).
Þín
Berglind.
Elsku amma Didda.
Þú ert fullkomin skilgreining á
orðinu amma og þú varst svo miklu
meira en amma. Hlý, góð og alltaf
til staðar. Það var ekkert betra en
að koma í mjúka faðminn þinn, fá
ömmuknús og finna góðu lyktina
sem var alltaf af þér, alvöruömmu-
lykt. Það var svo gaman að spjalla
við þig, þú sagðir svo skemmtilega
frá öllu. Þú kenndir mér að spila ól-
sen ólsen og alltaf nenntir þú að
setjast niður og spila, leyfðir mér
alltaf að vinna og alltaf var maður
jafn stoltur að vinna spiladrottn-
inguna. Mér fannst gaman þegar
þú kenndir mér gátur og brandara,
eitthvað sem ég mun svo sannar-
lega kenna mínum börnum, ömmu-
gátur með þig efst í huga.
Það er ekki hægt að tala um þig
án þess að nefna kexskúffuna, það
var svo spennandi að kíkja í hana
og hjá þér mátti maður borða eins
mikið kex og maður vildi, þú pass-
aðir að hafa ekki alltaf sama kexið
sem gerði það meira spennandi að
kíkja í hana. Við krakkarnir vorum
svo heppin að þið afi bjugguð fyrir
ofan skólann okkar, það var svo
gott að nýta hvert tækifæri til að
fara í ömmu- og afaknús, fá sér kex
og leggja sig. Þú varst alltaf að
passa að maður væri nógu vel
hvíldur og fannst mjög mikilvægt
að við myndum ná að leggja okkur.
Þar sem þú varst var alltaf nægur
matur, mjög góður matur og allt
borið svo fallega fram. Það hefði
farið alveg með þig ef einhver yrði
svangur á þinni vakt, enda held ég
að það hafi bara aldrei gerst. Alltaf
tókstu eftir ef maður var í nýjum
fötum, elskaðir liti og mynstur og
hrósaðir manni óspart fyrir fataval.
Þú áttir hinn fullkomna snyrti-
puntubekk í svefnherberginu í Aft-
anhæðinni. Mér fannst svo gaman
að fá að skoða alla fallegu skart-
gripina þína og leika litla prins-
essu. Það er svo margt í þínu fari
sem ég ætla að taka mér til fyr-
irmyndar, svo yndislega góð, fynd-
in, jákvæð og settir aðra í fyrsta
sæti.
Ég mun sakna þess að setja upp
jólajötuna með þér, skoða fallegu
íslensku jólasveinana þína, hengja
lítil páskaegg á greinar, lesa Séð
og heyrt í sófanum, horfa á Ro-
naldo og Messi með þér og hjálpa
þér að pakka inn gjöfum.
Elsku amma, takk fyrir allar
góðu minningarnar sem ég á með
þér. Þú fórst frá okkur á afmæl-
isdegi mínum, þetta verður okkar
dagur og það mun alltaf vera
ömmukaffi á þessum degi, pönnu-
kökur með sykri, kleinur, kex og
rauðar rósir.
Ég er stolt og þakklát að hafa
átt þig sem ömmu.
Ég elska þig. Guð geymi þig.
Þín
Lena María.
Elsku amma er dáin.
Amma var alltaf til staðar þegar
maður þurfti á ömmu sinni að
halda, skipti þá ekki máli hvert er-
indið var, alltaf var hún jafn hlý og
góð.
Amma var sá almesti húmoristi
sem ég hef kynnst og eru margar
sögur af því þegar hún kom öllum
til að hlæja og í gott skap. Heimilið
hjá ömmu og afa var alltaf opið fyr-
ir okkur öll barnabörnin og gat
maður treyst því að amma dekraði
við mann þegar maður kom í heim-
sókn á hvaða tímum sólarhringsins
sem var. Amma sá ekki sólina fyrir
okkur og elskaði okkur út af lífinu
og við elskuðum hana. Amma mín
var besta amma í heimi og ekki
hægt að hugsa sér betri ömmu.
Elsku ömmu verður sárt saknað
og lífið án hennar verður aldrei það
sama. Amma verður alltaf til stað-
ar í hjarta mínu.
Takk fyrir allt amma mín.
Þinn
Sindri.
Elsku amma mín.
Ég veit ekki hvar ég á að byrja,
síðustu dagar hafa verið svo óraun-
verulegir og ég bara get ekki trúað
því að þú sért farin frá okkur. Þú
varst svo einstök manneskja, elsku
amma, þú gerðir allt fyrir alla og
það var alltaf hægt að leita til þín
með allt. Þú varst besta vinkona
mín og ég er svo hamingjusöm
með að þú vissir það, ég sagði þér
það svo oft.
Minningarnar sem ég á af þér
geymi ég eins og gull í hjartanu
mínu. Þið afi ferðuðust svo mikið,
út um allan heim og alltaf komstu
heim hlaðin af allskonar dóti handa
okkur barnabörnunum, það var
alltaf eins og þið hefðuð farið sér-
staklega bara í verslunarferð fyrir
okkur. Ég á enn alls konar töskur
og hálsmen frá ferðalögunum ykk-
ar sem mér þykir svo vænt um.
Ein minning sem hefur verið
mér svo ofarlega í huga síðustu
daga er þegar ég var lítil stelpa og
þú keyptir alveg eins skræpótta
jogging-galla á okkur, ég held ég
hafi aldrei verið eins ánægð með
neitt, og í þessu vorum við í beð-
unum úti í garði í Blikó og á Akur-
eyri og á ég fullt af myndum.
Elsku amma, takk fyrir að hafa
reynst mér svona vel, takk fyrir að
hafa alltaf verið til staðar fyrir mig,
í blíðu og stríðu. Þú sagðir alltaf við
mig að ég ætti alltaf að gera eins
vel og ég gæti, því meira gæti ég
ekki gert og það hef ég tekið með
mér út í lífið.
Ég veit þú ert á góðum stað,
umvafin öllum vinkonum þínum
sem þér þótti svo vænt um, lang-
ömmu og langafa og Bóa bróður
þínum. Ég mun alltaf sakna þín og
er ævinlega þakklát fyrir það að
hafa átt þig svona lengi að og það
allra dýrmætasta, að þú fékkst að
kynnast litla stráknum mínum,
Ríkharði Darra.
Það hefur enginn í þessu lífi ver-
Karen Júlía
Magnúsdóttir
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERNA MARGRÉT HARALDSSON,
Melasíðu 10, Akureyri,
lést á öldrunarheimilinu Lögmannshlíð
föstudaginn 15. mars. Útför hennar mun
fara fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 1. apríl klukkan 13.30.
Haraldur E. Jónsson Ragnheiður Halldórsdóttir
Bertha Kristín Jónsdóttir Geir Jón Grettisson
Jóhanna Jónsdóttir Helgi Hallsson
Helga Ragnheiður Jónsdóttir Steindór Björnsson
Jón Eiður Jónsson Guðný Sigrún Baldursdóttir
ömmu- og langömmubörn